Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 43 Salur E Upplýsingatækni Snæbjörn Kristjánsson, RANNÍS, Helgi Þorbergsson, H.Í., Sigurður Guðmundsson, Rannsóknaþjónusta H.Í. Salur F Félags-, hag- og hugvísindi Eiríkur Smári Sigurðarson, RANNÍS, Ása Hreggviðsdóttir, RANNÍS Salur D Orka Skúli Þórðarson, RANNÍS, Þorsteinn Brynjar Björnsson, RANNÍS 14:45 – 15:00 Kaffihlé - Fordyri Salir D, E, F og G 15:00 - 16:45 SAMVINNA (COOPERATION) Kynningar á undiráætlunum Salur G Matvæli, landbúnaður, sjávarútvegur og líftækni Oddur Már Gunnarsson, RANNÍS, Rebekka Valsdóttir, RANNÍS, Ragnheiður Héðinsdóttir, SI, Ingibjörg Gunnarsdóttir, HÍ, Björn Gunnarsson, MS. Salur D Umhverfi Anna Kristín Daníelsdóttir, RANNÍS, Hjördís Hendriksdóttir, RANNÍS Salur E Samgöngur Skúli Þórðarson, RANNÍS, Þorsteinn Brynjar Björnsson, RANNÍS Salur F Örvísindi, örtækni, efnistækni og ný framleiðslutækni Ingólfur Þorbjörnsson, Iðntæknistofnun, Hjördís Hendriksdóttir, RANNÍS. Fordyri 17:00 - 19:00 Íslensk þátttaka í 6. rannsóknaáætlun ESB Veggspjaldasýning á úrvali verkefna með íslenskri þátttöku. Ráðstefnustjóri er Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík Ráðstefnan er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 12:00, fimmtudaginn 25. janúar á netfangið rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. DAGSKRÁ: Salur A og B 08:30 ÁVARP Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 08:40 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN ESB 2007-2013 Zoran Stancic, framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins 09:40 HUGMYNDIR (IDEAS) Styrkir Evrópska rannsóknaráðsins til vísindamanna í fremstu röð Hans Kristján Guðmundsson, RANNÍS 10:00 – 10:15 Kaffihlé – Fordyri Salur A og B 10:15 MANNAUÐSÁÆTLUN (PEOPLE) Barbara Rhode, framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins 10.40 UNDIRSTÖÐUR 1 (CAPACITIES) Áætlanir um: - Rannsóknir í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja - Alþjóðlegt samstarf - Færni vaxandi svæða til rannsókna og þróunar Barbara Rhode, framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins 11:05 UNDIRSTÖÐUR 2 (CAPACITIES) Áætlanir um: -Innviði rannsókna -Þekkingarsvæði -Stuðning við samræmda rannsóknastefnu -Vísindin í samfélaginu Alan Cross, framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins 11:25 FRAMKVÆMD ÁÆTLUNARINNAR Auglýsingar eftir umsóknum, tegundir verkefnastyrkja, umsóknarferli og mat. Alan Cross, framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins 12:00 – 13:00 Hádegishlé – Salir H og I Salir D, E, F og G 13:00 - 14:45 SAMVINNA (COOPERATION) Kynningar á undiráætlunum Salur G Heilsa Magnús Karl Magnússon, LSH, Rebekka Valsdóttir, RANNÍS, Ingileif Jónsdóttir, ÍE/LSH Kynningarráðstefna um 7. rannsóknaáætlun ESB 2007-2013 Föstudaginn 26. janúar 2007, Hótel Nordica Í KVIKMYNDAHEIMINUM eru hátíðirnar m.a. tími íburðarmikilla afþreyingarmynda sem er ætlað að hreppa stóra jólagjöf frá bíógestum. Í ár er það Nótt á safninu – Night at the Museum, sem hefur tekist ætl- unarverkið og slegið í gegn um alla heimsbyggðina. Ef maður vill vera raunsær stendur hún mikið til undir væntingum sem fjölskylduskemmt- un, léttmeti sem er gleymt og grafið um leið og því er lokið. Stiller leikur hrakfallabálkinn Larry, honum helst illa á vinnu, er skilinn og á ungan son en á, sökum blankheita, í mesta basli með að rækja skyldur sínar við hann. Larry grípur því tækifærið þegar honum býðst staða næturvarðar á Nátt- úrugripasafninu, fokið er í flest skjól og fátt annað að hafa. Starfið lítur út fyrir að vera auðvelt og einfalt en annað kemur á daginn þegar dyr- unum er lokað á kvöldin. Þá vakna fjölskrúðugir safngripirnir til lífsins. Ramminn utan um atburðarásina er hentugur fyrir brellumeistarana og þeir eiga fínan dag í Nótt á safn- inu. Við sögu koma frægar persónur á borð við Teddy Roosevelt Banda- ríkjaforseta (Williams), Atla Húna- konung, landkönnuðina Lewis og Cark og fíla, ljón og risaeðlur, svo eitthvað sé nefnt. Sagan af vandræðum Larrys er ekki áhugaverð en Stiller er flinkur að fást við slík hlutverk og samband hans við soninn er vemmilegt, en slíkar tilfinningar virðast tilheyra jölapökkunum frá Hollywood. Sama gildir um boðskapinn. Slatti fáséðra gamalkunnra gam- anleikara kemur við sögu og lífgar upp á atburðarásina. Leikmunirnir eru augnayndi og tónlist Silvestri skeytir hlutina saman. Útkoman er fyrst og síðast frambærileg fjöl- skylduskemmtun, allt of löng að vísu, en tekst það sem ætlast er til af henni. Næturlífið á náttúrugripasafninu KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Shawn Levy. Aðalleikendur: Ben Stiller, Carla Gugino, Dick Van Dyke, Mickey Rooney, Robin Williams, Owen Wilson. 108 mín. Bandaríkin 2006. Nótt á safninu/ Night at the Museum  Fjölskylduskemmtun Gagnrýnandi segir Nótt á safninu standa undir væntingum sem fjölskylduskemmtun.Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.