Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING UMSÖGN um nýjustu skáld- sögu bandaríska rithöfundarins Normans Mailer, The Castle in the Forest, birtist á dögunum í dag- blaðinu Int- ernational Her- ald Tribune en bókin kemur formlega út í dag, 24. janúar. Mailer sem verður 84 ára í lok þessa mán- aðar hefur um langt skeið verið á meðal vinsælustu skáldsagnahöf- unda Bandaríkjanna og ásamt Truman Capote og Tom Wolfe ruddi hann veginn fyrir þá tegund skáld- sagnagerðar sem nefnist „creative nonfiction“ (skáldsaga byggð á raun- verulegum atburðum) en sú bók- menntagrein hefur einnig verið nefnd „ný-blaðamennska“ og er lík- legast þekktust í meðförum blaða- mannsins og rithöfundarins Hunters S. Thompson. The Castle in the Forest er fyrsta skáldsagan sem Mailer sendir frá sér í tíu ár og viðfangsefnið er um- fangsmikið: æska og uppvöxtur nas- istaleiðtogans Adolfs Hitler og sögu- maðurinn er enginn annar en djöfullinn sjálfur í gervi SS- hermanns að nafni Dieter. Heiti bókarinnar, sem útleggst á íslensku Kastalinn í skóginum, vísar síðan til þeirrar öfugmæla-nafngiftar sem gyðingar gáfu útrýmingarbúðum nasista undir lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Baráttan við sjálfið Í umsögn gagnrýnanda segir að Mailer sé í bókinni nokkuð trúr raunverulegum atburðum í lífi Hitl- ers þó hann taki sér nokkur skálda- leyfi; svo sem eins og það að Hitler hafi fæðst með aðeins eitt eista og að hann hafi verið sonur föður síns og systur sem Mailer gerir þroskahefta en orðrómur um sifjaspellin komst í raun og veru á kreik í kjölfar sjálfs- morðs Hitlers. Greinarhöfundur tekur fram að líkt og í svo mörgum skáldsögum Mailers sé það baráttan við sjálfið sem sé til umfjöllunar og að hvaða leyti manneskjan er fórn- arlamb eigin blekkinga, sem óhjá- kvæmilega endi með ósköpum. Í greininni kemur einnig fram áhugaverð kenning um tengslin á milli heitis bókarinnar og þeirra andstæðu póla sem kallist á í rithöf- undinum Norman Mailer. Skógurinn tákni í þeim skilningi óhefta sköpun, kynhvöt og hvatvísi en um leið ein- lægni hins saklausa gagnvart guði. Á hinn bóginn sé Mailer agaður maður sem líti á starf sitt sem iðn líkt og smiður eða múrari sem byggir glæsilegan kastala þar sem fólk get- ur spókað sig í ró og næði og villst jafnvel um stund án þess þó að því fallist hendur. Goðsagnakenndur höfundur Eins og áður sagði þykir útgáfa The Castle in the Forest stór- viðburður í bókmenntaheiminum þar sem heil tíu ár eru frá því að síð- asta skáldsaga Mailers The Gospel According To The Son kom út. (Það skal þó tekið fram að hann kom að ritun bókarinnar The Big Empty, ásamt syni sínum John Buffalo Mai- ler. Hún kom út árið 2005.) En þess utan hefur ákveðinn goðsagnarblær verið yfir rithöfundinum, sem hefur lifað stormasömu lífi svo ekki sé meira sagt. Frægust er líklega sag- an þegar hann stakk eiginkonu sína, Adele Morales, í gleðskap. Morales lifði hnífstunguna af og skráði síðar minningar sínar um hjónaband þeirra í bókina The Last Party. Mailer hefur sex sinnum gengið í hjónaband og á alls níu börn. Hann var einn af stofnendum vikublaðsins Village Voice sem kemur út í New York. Ný bók frá Mailer Lofuð í Internation- al Herald Tribune Norman Mailer ÚT ER komið hausthefti Sögu, tímarits Sögufélagsins. Meðal efnis má nefna grein Kristínar Ástgeirsdóttur um áhrif fjög- urra kvennaráðstefna, auka allsherjarþings og stórfunda Sameinuðu þjóðanna frá 1975 til samtímans; grein Svans Kristjánssonar um sambýli beins lýðræðis og fulltrúa- lýðræðis kringum aldamótin 1900; og grein Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar þar sem hann greinir nýlega orð- ræðu um umhverfismál og álbræðslu í samfélag- inu. Þá tengjast tvær greinar samskiptum Dana og Íslendinga. Tímarit Hausthefti Sögu- félagsins komið út Kristín Ástgeirsdóttir LEIKRITIÐ Karíus og Bak- tus hefur verið sýnt hjá Leik- félagi Akureyrar á und- anförnum mánuðum og kætt norðlensk börn. Nú gefst sunnlenskum börnum tæki- færi til að sjá þá óþekkt- arbræður amast í Jens því ákveðið hefur verið að sýn- ingin verði sýnd í Borgarleik- húsinu í örfá skipti í febrúar og byrjun mars. Að sögn aðstandenda er það vegna „fjölda áskorana“. Það eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson og Ólafur Steinn Ingunn- arson sem leika grallarana. Miðasala hefst í Borgarleikhúsinu í dag. Leiklist Karíus og Baktus til Reykjavíkur Karíus og Baktus TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar, sem hald- in er á vegum Tónskáldafélags Íslands, stendur nú yfir en þar er íslensk tónlist leidd til önd- vegis. Eins og í fyrra tekur tónlistarhúsið Laugarborg í Eyjafjarðarsveit þátt í hátíð- inni í ár og voru opnunartón- leikarnir til að mynda haldnir þar. Á morgun munu þær Þór- unn Ósk Marínósdóttir, víóla, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, leika þar þrjú íslensk verk, eftir Þórð Magnússon, Kjartan Ólafsson og Hafliða Hallgrímsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Tónleikar Þórunn og Stein- unn í Laugarborg Þórunn Ósk Marinósdóttir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VERKIÐ er um jörðina, hvernig við bú- um á henni, hvernig við deil- um henni og hvernig við eyðileggjum hana hægt og bítandi vegna þess að við höf- um ekki ennþá lært að búa saman í sátt og samlyndi,“ segir Steve Lor- enz, danshöfundur og dansari, um nýtt dansverk sitt, Images, sem verður sýnt hjá Danssmiðju Ís- lenska dansflokksins í kvöld. „Í gegnum mannkynssöguna höf- um við alltaf trúað því sterklega að við séum þróaðasta og gáfaðasta tegund lífvera á jörðinni, en erum við í raun og veru svo klár? Sagan sannar að mennirnir hafa aldrei get- að búið friðsællega saman né heldur í friðsæld við náttúruna, hversu mik- ill tími er eftir fyrir okkur til að læra að meta lífið?“ spyr Lorenz í dans- verki sínu og segist vera áhyggju- fullur yfir ástandinu í heiminum. „Hér á Íslandi finnst öllum þeir vera öruggir og enginn með áhyggj- ur yfir því að stríð geti brotist út. Það ýta allir heimsástandinu í burtu en mér finnst að við ættum að vera okkur betur meðvitandi og læra að meta líf okkar meira. Ég vil fá fólk til að hugsa á sýningunni minni og að það sjái að þótt það lifi góðu lífi núna geti það breyst allt í einu,“ seg- ir Lorenz sem er með fimm dansara í Images, það eru: Damian Michael Gmur, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir og Cameron Corbett. Þetta er fyrsta dansverkið sem Lorenz semur og setur á svið og seg- ist hann nú hafa uppgötvað nýja ástríðu. „Mér finnst frábært að vera danshöfundur og ég vona að ég geri meira af því í framtíðinni. Ég vona a.m.k að þessu fyrsta verki mínu verði það vel tekið að ég geti haldið áfram á þessari braut.“ Lærður íþróttakennari Lorenz gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2002 og þá sem gestanemandi. Haustið 2003 var hann fastráðinn sem dansari. Hann nam nútímadans við dansakadem- íuna í Rotterdam en hefur einnig lokið íþróttakennaranámi í Þýska- landi, þaðan sem hann er. „Starf mitt hjá Íslenska dans- flokknum er það fyrsta sem atvinnu- dansari. Ég hafði aldrei komið hing- að til Íslands áður og var forvitinn, vildi sjá hvernig er að búa hér og er ekkert á leiðinni burt í bráð.“ Spurður hvernig sé að vera dans- ari á Íslandi segir Lorenz að stund- um vildi hann að það væri meira danstengt að gerast hér á landi og að dansinn væri metinn að meiri verð- leikum hjá fólki. „Laun hjá atvinnudansara eru mjög lág hér á landi og fáir kunna að meta þá miklu vinnu sem við leggj- um í þetta. Ef fólk spyr mig hvað ég geri og ég segist vera dansari þá spyr það alltaf aftur; „nei, ég meina við hvað starfar þú?“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það að vera atvinnudansari er full vinna.“ Ekki fullunnið verk Danssmiðja Íslenska dansflokks- ins er tilraunastöð fyrir unga dans- höfunda til að æfa tækni sína og sköpunargáfu. Þar eru sýnd verk í vinnslu og því eru sýningar dans- smiðjunnar meira í ætt við gjörning eða tilraunir, en ekki fullmótuð verk. „Danssmiðjan er góður staður fyrir unga danshöfunda til að byrja hjá, þetta er lítil smiðja sem þýðir að allir hafa færi á að læra og gera mik- ið. Það laðar líka að mikið af góðum danshöfundum og við erum mjög heppin með að fá fjölbreytt dans- verk. Til að setja upp Images fengum við þrjár og hálfa viku og ég hef reynt að ljúka sem mestu af verkinu fyrir sýninguna í kvöld en þetta verður ekki sýning með fullunnu dansverki,“ segir Lorenz og bætir við að verkið sé um 25 mínútur í flutningi og í bili sé aðeins stefnt að þessari einu sýningu. Images er sýnt á nýja sviði Borg- arleikhússins og hefst kl. 20 í kvöld. Þurfum að meta líf okkar Steve Lorenz fjallar um heimsástandið og virðingarleysi okkar gagnvart jörð- inni í dansverki sem verður sýnt hjá Danssmiðju Íslenska dansflokksins í kvöld Jörðin „Verkið er um jörðina, hvernig við búum á henni, hvernig við deil- um henni og hvernig við eyðileggjum hana,“ segir Steve Lorenz. Steve Lorenz SJÁLFSEIGNARSTOFNUNIN Handverk og hönnun ses. var stofn- uð í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Stofnfélagar eru 204 aðilar og stofnfé er 1,6 milljónir króna Í fréttatilkynningu sem barst frá stofnuninni segir að þegar ljóst var að verkefnið Handverk og hönnun myndi hætta starfsemi eftir 12 ára starf, hefði það vakið mikil viðbrögð. Sendar voru áskoranir til stjórn- valda og þá fór einnig fram undir- skriftasöfnun á netinu. „Það var augljóslega skoðun fjölmargra að ekki mætti skapast tómarúm á þessu sviði. Mikil reynsla, þekking, gagnabanki og samstarfsvett- vangur, sem byggðist á langri og markvissri uppbyggingu, væri í hættu ef starfsemin legðist af.“ Umsókn sem var send til Alþingis í kjölfarið var vel tekið og liggur nú fyrir vilyrði um rekstrarstyrk fyrir árið 2007. Í stjórn nýju stofnunar- innar eru: Anna Kristín Gunn- arsdóttir, þingmaður, Birta Flóka- dóttir, markaðsstjóri, Halla Bogadóttir, gullsmiður, Ólöf Nordal, lögfræðingur og Signý Orm- arsdóttir, fatahönnuður og menning- arfulltrúi Austurlands. Þekking og reynsla varðveitt áfram Stofnfundur Fjöldi fólks var viðstaddur stofnfund Handverks og hönn- unar ses. sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.