Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 41 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Veltu fyrir þér nýju sambandi, helst með einhverjum sem er erfitt að reikna út. Tvíburi væri málið. Fersk- leikinn sem það hefur í för með sér myndi koma sköpunarkrafti þínum upp á yfirborðið, þar sem hann á heima. Naut (20. apríl - 20. maí)  Leggðu yngri samstarfsmönnum þín- um lið. Þótt þeir kunni kannski ekki að meta það núna, beinast jákvæðir straumar að þér þegar helgin nálgast. Fólk í meyjar- eða steingeitarmerki er einstaklega móttækilegt fyrir þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Óskhyggja er dagskipunin. Tvíbur- anum líður eilítið kjánalega - eins og hann sé að nudda lampa Aladdíns, í þeirri von að andinn láti á sér kræla. Haltu því áfram, galdrar eru til í alvör- unni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn verður beðinn um að end- urtaka eitthvað. Ef hann gerir það, skín ljós hans skærar en nokkru sinni fyrr. Minniháttar skekkja í útreikn- ingum gæti reynst meiriháttar vand- ræði. Farðu vel yfir allar tölur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Settu saman lista yfir kosti og galla þinnar núverandi vinnu. Taktu það sem mælir með og spáðu í það hvort nýr mælikvarði myndi ekki gera að- eins minna úr því. Þú átt skilið að eyða tímanum í eitthvað sem þú nýtur í botn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er vinur vina sinna, líka þegar þeir hafa rangt fyrir sér. Hún hefur náð tökum á því að elska syndarann, ekki syndina. En stundum, eins og til dæmis í dag, er betra að segja vinum sínum að bæta ráð sitt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin veltir því fyrir sér hvers vegna enginn hefur stokkið á tækifærið til þess að sinna viðskiptum eða einkaer- indum. Leiðin til þess að knýja þau áfram er að labba í burtu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er einbeittur en lætur slá sig auðveldlega út af laginu af vel meinandi fólki sem er bara að leita að félagsskap. Vertu á varðbergi gagn- vart einhverjum indælum og þægileg- um sem veit ekki hvað hann vill fá út úr lífinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ofurgáfur bogmannsins vinna með honum. Það eina sem hann þarf að gera, er að fá frið, ómerkja allar afsak- anir og neita að trúa því sem hann vill í stað þess sem er satt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tíminn er auðlind sem steingeitin hef- ur ekki ráð á því að sólunda. Taktu stjórnina á honum í þínar hendur. Ef forvitnar persónur spyrja hvað þú ert að gera, er engin ástæða til þess að ljóstra því upp. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu þig dreyma, áformaðu og finndu upp. Nú er komið að þér að leggja í púkk mannlegrar þekkingar. Það gerir vatnsberinn best með því að leysa ein- földu vandamálin í sínu eigin lífi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn hefur verið gerður að verndardýrlingi erfiðra manneskja, enda laðast þær að honum. Það er vegna þess að hann er betri í því en aðrir að fást við þá sem eru misskildir og ekki viðbjargandi. Það er að minnsta kosti ábatasamt. stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í hrúti er engin bekkjarrós - hún er meira eins og þyrnótt skrautrós í fullum og skærrauðum blóma. Viðhorfið er stingandi. Ef maður nálg- ast fólk á rangan máta, kemur það hugs- anlega illa við kaunin hvort á öðru. En það er áhættan ef maður reynir að breyta umhverfi sínu af dirfsku og til hins betra. gas til Santa Barbara til þess að gefa sig fram vegna ákæra er vörðuðu misnotkun á börnum. Lögmenn beggja aðila í málinu af- söluðu sér réttinum á að kviðdóm- endur myndu kveða upp dóm í mál- inu. Í staðinn mun því dómari hjá yfirdómi Los Angeles gera það.    Samkvæmt því sem fram kemur íslúðurtímaritinu People virðist sem Cameron Diaz ætli að vera nokkuð fljót að ná sér eftir að uppúr slitnaði hjá henni og Justin Timber- lake. Cameron slappar þessa dag- ana af á ströndum Hawaii ásamt brimbrettameistaranum Kelly Sla- ter. Haft er eftir heimildarmanni blaðsins: „Einhver sá Kelly með virkilega flottri píu í bílnum hjá sér og þegar við athuguðum málið betur kom í ljós að það var hún. Þau voru bara á rúntinum.“ Kelly er reyndar ekki óvanur því að rúnta með frægum skvísum því hann hefur áður sést í slagtogi með Pamelu Anderson og ofurmódelinu Gisele Bundchen. MAÐUR er nefndur Stefán Hösk- uldsson. Hann er flautuleikari og ekki bara það: Hann er annar flautuleikari Metropolitan-óperuhljómsveit- arinnar í New York. Það eru engir aular sem eru ráðnir í slíkar stöður, og var það auðheyrt strax á fyrstu tónum upphafsatriðis tónleika í Saln- um í Kópavogi á föstudagskvöldið. Það var einleikssónatan fræga í a- moll eftir Carl Philip Emanuel Bach og spilaði Stefán hana undurvel. Hver einasti tónn var svo hreinn og vel mótaður að unaður var á að hlýða. Þetta er dramatískt verk sem krefst allskonar litbrigða í túlkun og var flutningur Stefáns göldrum líkastur, fullur af blæbrigðum og skáldskap. Í næsta atriði dagskrárinnar, són- ötu í A-dúr eftir Fauré, kom píanó- leikarinn Elizaveta Kopelman til liðs við Stefán. Kopelman sannaði það ný- verið að hún er frábær píanóleikari, en þá flutti hún allar prelúdíur og fúgur Sjostakóvitsj í tónleikum í Salnum með glæsibrag. Ekki síðri var leikur hennar nú, sem var í senn silkimjúkur og nákvæmur. Sampil hennar og Stefáns var líka fullkomið og var útkoman einstaklega áhrifa- mikil. Forleikur að Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy var sömuleiðis dásam- lega seiðandi í meðförum hljóðfæra- leikaranna og sónatan op. 94 eftir Prókofíev var stórfengleg, gædd fít- onskrafti, án þess að sjarminn, sem einkennir innhverfari þætti verksins, glataðist. Stefán hefur ekki verið sérlega áberandi í tónlistarlífinu hérlendis, en vonandi á það eftir að breytast. Ís- lendingur sem spilar svona vel ber beinlínis skylda til að halda tónleika hér á landi með reglulegu millibili! Jafnvel þótt hann sé í fullu starfi á er- lendri grund. Göldrum líkastur TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir C. P .E. Bach, Fauré, Debussy og Prókofíev í flutningi Stefáns Höskulds- sonar flautuleikara og Elizavetu Kopelman píanóleikara. Föstudagur 19. janúar. Flaututónleikar Fær Stefán Höskuldsson og Elizaveta Kopelman. Jónas Sen SEINNI helmingur 50. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins hófst sunnudaginn 7. janúar við að venju góða aðsókn. Dagskráin spannaði á þriðju öld með verkum eftir síðbar- okkhöfundana Georg Philipp Telem- ann (1681–1767) og Jan Dismas Ze- lenka (1679–1745) ásamt Dmitri Sjostakovitsj (1906–75); dálítið í anda Sumartónleika í Skálholti er sér- kennzt hafa af svipaðri blöndu af forntónlist og nútímamúsík. Barokkverkin voru útvíkkuð af- sprengi tríósónötunnar, höfuðkamm- ergreinar síns tíma; hér fyrir 3 (í stað 2) laglínuhljóðfæri og „fylgirödd“ eins og kallað var í tónleikaskrá og enn má heyra notað af gömlum vana í kynningum Rásar 1. Því miður er orðið vandræðaleg og jafnvel villandi prentsmiðjuþýðing á „[basso] cont- inuo“ – þ.e. sembal + bassahljóðfæri (oftast selló) er barokkmenn litu á sem eina rödd og væri betur þýdd sem fylgibassa, enda miðuð við nó- teraða bassalínu hljómsetta eftir tölu- stöfum. Fylgiraddarheitið væri hins vegar brúklegt fyrir obbligato eða fyrirskrifaða aukasólórödd, sbr. „flauto obbligato“. En þó undirrituðum þyki mál að hreinsa til í téðu hugtakarugli er ólík- legt að það hafi staðið mörgum nær- stöddum fyrir þrifum. Tónleikarnir voru nefnilega glettilega vel heppn- aðir, þrátt fyrir að nokkra nýgræð- inga væri að finna meðal hljómlist- armanna á þessum virta vettvangi í tónlistarlífi höfuðborgarsvæðisins. Hvort þær kringumstæður hafi sér- staklega hvatt til vandaðs undirbún- ings er ekki gott að segja. En vissu- lega benti heyranleg útkoman til þess, því í mínum eyrum hljómaði flest afar frambærilegt, einkum þó strengjakvartettinn í lokin. G-dúr kvartett Telemanns (Fl./F./ Óbó/Fb.) úr bálki hans „Musique de table“ frá 1733 var m.ö.o. „dinner- tónlist“ að upplagi, og því á sinn hátt skondið að hlýða á hann með jafn- óskiptinni einbeitingu og þegar tón- sköpunarhátindar seinni og athyg- lifrekari tíma eru í boði. Miðað við lygileg afköst þessa fjölskylduvinar J. S. Bachs er lagrænn frjóleiki hans með ólíkindum og því síður ótrúan- legt að yfir 150 stef hans skyldu rata í ýmis verk hins fjölþreifna Händels. Camerarctica lék afþreying- arverkið af hæfilegu áreynsluleysi, og gilti það einnig um alvarlegri 3. són- ötu hins bæheimska Zelenkas frá 1722 (F./Óbó/Fag./Fb.). Þótt kröf- urnar til óbósins hafi hvatt óbósnill- inginn Holliger til að vekja 6 sónatna bálkinn frá gleymsku fyrir 30 árum, vöktu ekki síður athygli linnulausu fa- gottrúllöðurnar í II. þætti í furðu- þjálli meðferð Kristínar Mjallar. 4. strengjakvartettinn í D-dúr frá 1949 kann e.t.v. að vera einn af með- færilegri kvartettum Sjostakovitsjar, m.a. fyrir hvað verkið útheimtir til- tölulega litla hóprúbatótúlkun (að- alhænginn á dæmigerðum íslenzkum „ad hoc“ kammerleik) til að virka. Það skýrði þó ekki alveg þau óvæntu undur og býsn sem áheyrendur upp- lifðu í þrælinnlifaðri túlkun fjórmenn- inganna sem á köflum jaðraði við heimsmælikvarða. Hér dugði feg- urðin ekki til ein, heldur bættist líka við aðkenning af hressandi sálarbót sem tónhollustufrömuður á við Char- les Ives hefði örugglega kunnað að meta. Undur og býsn TÓNLIST Bústaðakirkja Verk eftir Zelenka, Telemann og Sjos- takovitsj. Kammerhópurinn Camer- arctica (Hildigunnur Halldórsdóttir & Bryndís Pálsdóttir fiðla, Svava Bern- harðsdóttir víóla, Sigurður Halldórsson selló, Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Eydís Franzdóttir óbó, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir fagott og Guðrún Óskarsdóttir semball). Sunnudaginn 7. janúar kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.