Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 24. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Vestlæg átt, víða 8–15 metrar á sekúndu. Súld um landið vest- anvert, annars skýjað og þurrt.» 8 Heitast Kaldast 10°C 3°C Ljósmynd/Günter Schröder Eftir Ívar Benediktsson í Dortmund iben@mbl.is „LOGI er allur að koma til en hvort hann verður með á morgun veit ég ekki, en meiðslin eru ekki alvarleg að ég tel,“ sagði Brynjólfur Jónsson, læknir íslenska lands- liðsins í handknattleik, spurður um meiðsli Loga Geirssonar landsliðsmanns. Logi tognaði á ökkla eftir 19 mínútur í viðureigninni við Frakka í fyrrakvöld á heimsmeistaramótinu. Hann kom aftur við sögu síðar í leiknum. Í leikslok sagðist Logi vera mjög aumur í ökklanum. Hafði þá ís- molapoki verið límdur um ökklann. Logi æfði með íslenska landsliðinu í íþróttahöllinni Halle Westfalen í gær- kvöldi, átti reyndar aðeins að skokka létti- lega og ekki taka sérstaklega á með liðinu. Liðið æfði í gærkvöldi og sagðist Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari ætla með hópinn á æfingu klukkan níu árdegis í dag. „Það reyndist vel fyrir Frakkaleikinn að taka hörkuæfingu að morgni leikdags og við ætl- um að endurtaka leikinn núna,“ sagði Al- freð. Ef Logi getur ekki leikið í dag kemur Arnór Atlason inn í hópinn. Fyrsta viðureign Íslands í milliriðla- keppninni verður við Afríkumeistara Túnis í Westfalen-íþróttahöllinni í Dortmund í dag og hefst hún klukkan 15.30. | Íþróttir og miðopna Óvíst með Loga í dag Bólginn Svona leit ökklinn á Loga út. Tognaði á ökkla en læknir landsliðsins telur meiðslin ekki alvarleg STÆRSTA flugskýli varnarliðsins sem hafði aðsetur á Keflavík- urflugvelli er aðeins ein af um þrjú hundruð byggingum sem Þróun- arfélag Keflavíkurflugvallar mun á næstu fjórum árum reyna að færa frá hernaðarlegri notkun til borgaralegrar. Um hundrað hugmyndir og er- indi hafa þegar borist félaginu um nýtingu, allt frá einstökum byggingum upp í þróun svæðisins, og er bæði um að ræða innlenda og erlenda aðila. Húsnæðið á varnarsvæðinu er yfirleitt í mjög góðu ástandi, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns félagsins. | Miðopna Morgunblaðið/RAX Byggingar færðar til borgaralegra nota Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NEFSKATTURINN sem verður lagður á til að fjármagna rekstur Ríkisútvarpsins leggst ein- göngu á þá einstaklinga og lögaðila sem greiða tekjuskatt. Þeir sem aðeins hafa fjármagns- tekjur sleppa því við nefskattinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra segir að þetta verði tekið til skoð- unar en nægur tími sé til stefnu því ekki verði byrjað að innheimta nefskattinn fyrr en 2009. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. sem samþykkt voru í gær leggst afnotagjaldið af en í staðinn verður innheimtur nefskattur, 14.580 krónur af einstaklingum og lögaðilum. Undan- þegnir gjaldinu eru þeir sem ekki ber skylda til að greiða gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Þar með sleppa þeir sem aðeins hafa fjármagns- tekjur undan skattinum því að gjaldið er ein- göngu innheimt af tekjuskatti. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra á þetta við um 2.200 manns hér á landi. Á að ná til allra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra sagði að mál þeirra sem eingöngu hafa fjármagnstekjur yrði að leysa með almenn- um breytingum á skattkerfinu en það hefði þótt of flókið að bæta úr þessu í gegnum einstök sér- lög eins og um RÚV ohf. Það væri hins vegar al- veg ljóst að nefskatturinn ætti að ná til allra og það væri nægur tími til að laga skattkerfið til þess að það mætti takast. Á Alþingi í gær var deilt á menntamálaráð- herra vegna þess að svar við fyrirspurn um fjár- hagsstöðu RÚV barst of seint og eftir að um- ræðu um frumvarpið um RÚV ohf. lauk. Í svarinu kom fram að rekstrarhalli RÚV 1. júní 2006 var 420 milljónir og 434 milljónir frá janúar fram í nóvember. Þorgerður Katrín sagði að hallinn stafaði að mestu af óhagstæðri geng- isþróun. Stjórnarandstaðan hefði lengi vitað af hallanum því gögn um fjárhagsstöðuna á fyrri hluta árs hefðu komið fram í skýrslu sem lögð var fyrir menntamálanefnd á sínum tíma. Þetta væri ekkert nýtt og kristallaði hræsni í mál- flutningi stjórnarandstöðunnar. | 10 Um 2.200 fjármagnseig- endur greiða ekki nefskatt  Nefskattur RÚV leggst eingöngu á einstaklinga og lögaðila sem greiða tekjuskatt  Menntamálaráðherra segir að skatturinn eigi að ná til allra TOLLVERÐIR fundu á föstudag um eða yfir 13.000 steratöflur í vöru- sendingu sem hafði verið skipað í land í Reykjavík. Viðtakandi send- ingarinnar var verslunarmaður á Suðurnesjum og voru efnin flutt inn í nafni hans. Að sögn Harðar Davíðs Harð- arsonar, aðaldeildarstjóra hjá Toll- stjóranum í Reykjavík, fundust töfl- urnar við hefðbundið eftirlit og voru þær faldar á vörubretti með vörum sem fyrirtækið var að flytja inn. Bú- ið er að frumgreina efnainnihald taflnanna og bendir það til þess að eingöngu sé um stera að ræða. Þar sem fyrirtækið er á Suð- urnesjum var rannsókn málsins falin lögreglunni á Suðurnesjum. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa lög- reglustjórans, var hinn grunaði handtekinn á mánudag og við- urkenndi við yfirheyrslur að eiga töflurnar og hafa flutt þær inn. Steratöflurnar munu vera upp- runnar í Taílandi. Magnið er mikið en það er þó ekki einsdæmi að lagt sé hald á svo mikið magn af sterum og sem dæmi má nefna að í mars í fyrra lagði tollstjór- inn hald á mikið magn af sterum á líkamsræktarstöð í borginni. Í jan- úar sl. komu tollverðir á Seyðisfirði upp um tilraun til að smygla um 200 hylkjum af vaxtarhormón og um 40 hylkjum af sterum til landsins en efnin voru falin í bifreið. Þeim sem nota ólöglega stera eða hugsa sér að gera það má m.a. benda á að nýlega sýndu vísindamenn við Yale-háskóla fram á að þeir sem nota stera til að byggja upp vöðva- massa eiga á hættu að heilafrumur eyðist í stórum stíl. Fundu 13.000 steratöflur Morgunblaðið/Árni Torfason Vörusending til verslunar á Suðurnesjum ekki öll þar sem hún var séð Í HNOTSKURN » Tollverðir í Reykjavíkfundu 13.000 steratöflur í vörusendingu sem átti að fara til verslunar á Suðurnesjum. » Verslunarmaðurinn hefurjátað að hafa flutt töfl- urnar inn. » Telur lögregla að hannhafi ætlað að selja þær enda bendir magnið tæpast til þess að hann hafi ætlað að inn- byrða þær allar sjálfur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ, Þjóðviljinn, Tím- inn og Dagur á Akureyri verða gerð aðgengileg á vefnum á sama hátt og Morgunblaðið, sem Lands- bókasafnið hefur verið að skanna inn, auk eldri íslenskra tímarita und- ir nafninu Timarit.is. Þar er t.d. Morgunblaðið leitarhæft frá síðustu öld. Ríkið leggur fram tæpan þriðjung kostnaðar vegna landsaðgangs að gögnum safnsins og bókasöfn auk nokkurra fyrirtækja afganginn. | 21 Eldri dag- blöð á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.