Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 17 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ VINNA stendur nú yfir við innanhússhönnun á fyrirhugaðri byggingu Háskólans í Reykja- vík í Vatnsmýrinni sem ráðgert er að verði tekin í notkun árið 2009, þ.e. fyrri áfangi af tveimur. Um er að ræða um 30 þúsund fer- metra byggingu og er nú verið að huga að hönnun á vinnuaðstöðu fyrir kennara og nemendur auk annarra rýma á borð við veit- ingaaðstöðu, bókasafn, smávöruverslun o.fl. „Vinnan undanfarna sex mánuði hefur snú- ist um þessa innanhússþætti ásamt fleiru, en nú í febrúar hefst ítarlegri hönnun sem er undirbúningur að gerð byggingarnefnda- teikninga sem verða tilbúnar í sumar,“ segir Þorkell Siglaugsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Háskólans í Reykjavík. „Á sama tíma er verið að gera deiliskipu- lag fyrir svæðið sem sýnir hvernig götur og aðrar byggingar sem tengjast ekki HR geta fallið að svæðinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti haf- ist á síðari hluta þessa árs og að fyrsti áfangi verði tilbúinn haustið 2009 og seinni áfanginn 2010.“ Yfirbyggt miðjutorg með álmum Háskólabyggingin sjálf verður hönnuð þannig að um er að ræða yfirbyggt miðjutorg þar sem öll þjónusta HR verður fyrir hendi, s.s. bókasafn, mötuneyti, bóksala og ýmis þjónusta fyrir nemendur og starfsfólk. „Út frá torginu verða byggðar misstórar álmur fyrir hverja deild en allar álmurnar verða tengdar með sérstökum brúm þannig að allir geta átt samskipti milli deilda. Þetta er gert í þeim tilgangi að byggja skólann sem eina heild, auðvelda samskipti og forðast sem mest alla deildamúra. Þannig byggist upp mikill sveigjanleiki og gróska. Í stað þess að vera á þremur stöðum eins og raunin er nú, verðum við á einum og sama staðnum með starfsemi skólans. Til viðbótar þessu má nefna að gert er ráð fyrir að aðrir sem koma inn á Vatnsmýrarsvæðið, s.s. sprotafyrirtæki, rannsóknarstofnanir og ýmis þekkingarfyr- irtæki, geti byggt í nágrenni við okkur og unnt verði að tengja byggingar þeirra við há- skólabygginguna, m.a. með göngustígum, þannig að útkoman verði samfélag háskóla og fyrirtækja. Heilsteypt samfélag hugsað frá upphafi Við myndum velja til samstarfs við okkur þá aðila sem eru áhugasamir um samstarf við HR og eru jafnframt á sama sviði og við,“ segir Þorkell. „Það má segja að fyrirmyndin að þessari hugmyndafræði sé að hluta sótt til erlendra þekkingarsvæða (Science Parks) þar sem há- skólar eru með fjölda rannsóknastofnana í kringum sig og sömuleiðis rannsóknadeildir stærri og smærri fyrirtækja. En það sem er nýtt og einstakt við fyrirætlanir HR er að ekki hefur áður verið hugsað frá upphafi heil- steypt samfélag á tilteknu svæði þar sem þverfagleg þekking fær að njóta sín. Hingað til hefur raunin ávallt verið sú að byggja við eldri byggingar eða koma inn á svæði þar sem gömul uppbygging hefur átt sér stað, t.d. eins við Harvard-háskóla, MIT eða Kaup- mannahafnarháskóla svo dæmi séu tekin. Á þeim stöðum hafa menn ekki átt þess kost að geta byrjað með „óskrifað blað“ eins og við að þessu sinni og notað nýtískuhug- myndafræði og þverfaglega hugsun. Við telj- um að þekkingarsamfélag framtíðarinnar feli í sér aukið samstarf ólíkra fræðigreina og þar af leiðandi erum við að skapa tengingar milli mismunandi fræðasviða. Þessar skaranir sjáum við víða í kringum okkur, í listum, vís- indum og hönnun þar sem einstök svið renna saman á marga vegu. Það má því segja að við séum að hanna há- skóla 21. aldarinnar.“ Hátt á þriðja þúsund nemenda stundar nám í HR Háskólinn í Reykjavík hefur nú starfsemi sína á þremur stöðum eins og að ofan gat, í Ofanleiti, þar sem viðskiptadeild, lagadeild og kennslufræði- og lýðheilsudeild eru til húsa, í Kringlunni þar sem áður voru ritstjórn- arskrifstofur Morgunblaðsins en nú eru kennslustofur, rannsóknaaðstaða, rann- sóknastofnanir og vinnuaðstaða kennara og nemenda á verkfræði- og tölvunarfræðisviði, og loks við Höfðabakka þar sem tækni- og frumgreinadeild er til húsa. Á þessu námsári eru tæplega 3 þúsund nemendur við nám í HR. Síðastliðinn laugardag voru 257 nemendur brautskráðir frá HR. Tengir saman ólíkar fræðigreinar Afmæli nálgast HR nálgast 10 ára starfsafmæli sitt og hefur fært út kvíarnar frá stofnun sinni árið 1998 en þá var heiti menntastofnunarinnar Viðskiptaháskólinn í Reykjavík. Í HNOTSKURN »Háskólabyggingin sjálf verður hönn-uð þannig að um er að ræða yfirbyggt miðjutorg þar sem öll þjónusta HR verð- ur fyrir hendi, s.s. bókasafn, mötuneyti, bóksala og ýmis þjónusta fyrir starfsfólk. »Út frá torginu verða byggðar mis-stórar álmur fyrir hverja deild en all- ar álmurnar verða tengdar með sér- stökum brúm. »Starfsemi HR fer nú fram á þremurstöðum og er ráðgert að starfsemin fari undir sama þak í Vatnsmýrinni. Deildamúrar fjarri HR í Vatnsmýrinni 2009 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Reyndist vel Nýi troðarinn í Hlíðarfjalli kom í góðar þarfir um helgina þegar maður slasaðist í snjóflóði. Hann var sóttur á slysstað á troðaranum. VETRARÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Ís- lands á Akureyri hefur fest kaup á tveimur snjótroðurum, frá fyrirtæk- inu Kässbohrer AG, til notkunar á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Fyrri troðarinn, sem er af gerðinni Pisten- Bully 300 Kandahar, var afhentur föstudaginn 19. janúar en hinn, Pis- tenBully 300 ParkBully, verður af- hentur næsta haust. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður svæðisins, segir að með aukinni aðsókn sé þörf á að troða fleiri brekkur og oftar á sem skemmstum tíma og kalli það á auk- inn tækjakost. Mikil breyting „Það má segja að troðarinn komi til með að leysa fjóra þætti hjá okk- ur; við getum troðið fleiri leiðir en áður, við getum troðið sama magn og áður á styttri tíma, við getum ýtt út þeim snjó sem við erum að framleiða á styttri tíma en áður og síðast en ekki síst mun hann nýtast vel í sam- bandi við göngubrautina. Þessi snjó- troðari er með áföstum gönguspora og því verður vinnan við göngu- brautina mun auðveldari en áður og á að taka skemmri tíma,“ segir Guð- mundur. Guðmundur segir að snjótroðari sé eins og „maðurinn á bak við tjöld- in“ sem Spaugstofumenn hafa gert ódauðlegan í íslensku samfélagi. „Fólk tekur ekki alltaf eftir þeirri miklu vinnu sem troðararnir eru not- aðir í á svæðinu því sú vinna fer mik- ið til fram áður en það mætir á svæð- ið, það er á nóttunni og snemma á morgnana. Það tekur drjúgan tíma að troða einhvern ákveðinn flöt. Við getum sagt að meðal snjótroðari keyri á um 6 til 10 km hraða á klukkustund þegar hann er að troða og fyrir hvern dag sem opið er vinn- ur troðari því í um 4 til 8 klukku- stundir, það fer eftir snjóalögum.“ Góð aðsókn í vetur „Veturinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir sveiflukennt veður, svo ekki sé meira sagt. Aðsókn hefur verið alveg gríðarlega góð, vetrar- kortasalan verið mikil og ég veit að ferðaþjónustuaðilar á svæðinu eru ánægðir,“ segir Guðmundur. Hann segir að vert sé að hafa í huga að frá árinu 1980 og til dagsins í dag þá séu flestir skíðadagar í fjall- inu eftir miðjan janúar og fram eftir vetri. „Við gátum opnað í nóvember og skíðafærið var mjög gott í nóv- ember og desember, allt þangað til hlákan kom um miðjan jólamánuð- inn. Reynsla síðustu ára hefur samt verið sú að það hefur ekki komið neinn snjór að ráði fyrr en í lok jan- úar og byrjun febrúar svo við vorum langt á undan þeim áætlunum. Því er óhætt að segja að snjóframleiðslan hafi sannað sig enn og aftur, sérstak- lega um og eftir þær miklu umhleyp- ingar sem urðu rétt fyrir jól. Guðmundur segir einnig að snjó- girðingar sem settar voru upp hjá göngubrautinni í sumar hafi reynst mjög vel og því má segja að þær framkvæmdir sem unnið var að síð- astliðið sumar hafi nú þegar sannað sig.“ Troðum fleiri leiðir en áður og á skemmri tíma Í HNOTSKURN » Einn nýr snjótroðari erkominn í Hlíðarfjall og annar kemur í haust. » Með aukinni aðsókn erþörf á að troða fleiri brekkur og oftar á sem skemmstum tíma. » Forstöðumaður skíða-svæðisins í Hlíðarfjalli seg- ir snjótroðara eins og mann- inn á bak við tjöldin! FARÞEGUM með Strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 60% frá því fargjöld voru felld niður um áramótin og nær fjölgunin til allra aldurshópa. Þetta kemur fram þeg- ar fjöldi farþega í þriðju viku þessa árs er borinn saman við sama tíma í fyrra. Að meðaltali voru farþegar á dag 640 í þriðju viku ársins 2006 en eru nú að meðaltali 1.020. „Það kom í ljós fljótlega eftir ára- mót, þegar fólk fór almennt aftur til vinnu og skólar hófust á ný, að fólk myndi taka þessu mjög vel,“ sagði Stefán Baldursson, for- stöðumaður Strætisvagna Akureyr- ar, við Morgunblaðið. Stefán upplýsti reyndar að vegna kulda voru mun færri á ferli í bæn- um en venjulega, dagana sem talið var og aukningin hefði því örugg- lega mælst meiri hefðu aðstæðar verið eðlilegar. „Fólk fór ekki út nema það væri bráðnauðsynlegt og það sást líka á því að bílaumferð var lítil í bænum þessa daga.“ Tölurnar sem nefndar voru hér að framan eiga við virka daga um- rædda viku, en helgina á undan var einnig talið og þá var aukningin miklu meiri; 130% miðað við sömu helgi í fyrra. Nú þegar er hafin vinna við end- urskoðun á leiðakerfi SVA með það að meginmarkmiði að hefja akstur um hið nýja Naustahverfi syðst í bænum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allir með strætó Farþegar stíga um borð í einn vagna SVA í gær. Þeim hefur fjölgað mjög sem nota vagnana eftir að fargjöld voru felld niður. 60% fleiri með strætó en áður AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.