Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is Stætóstoppistöð í Hamraborg HVERNIG er það? Almennir borg- arar sem ferðast með almennings- vögnum um Hamraborg þurfa nú að hírast úti í nístandi gaddi þar sem stoppistöðin þurfti að víkja fyrir ný- byggingu sem hefur tekið óralangan tíma að rísa. Sjálfur ferðast ég daglega um Hamraborg og þarf því standa og reyna að forða mér frá ýmsu sem skvettist á mig af veginum. Svo ekki sé nefndur óþefur af útblæstri fólks- bíla landans. Í gróðabraski þeirra aðila sem standa á bakvið nýbyggingu á svæð- inu treðst það fólk undir sem minna má sín í þjóðfélaginu eða fólk sem kýs að ferðast með almennings- vögnum og þörfum þeirra er ýtt úr vegi. Með von um skilning. Frímann. Sammála ÉG las Velvakanda pistil þar sem var verið að kvarta yfir barnaefni á Stöð 2 og er ég því sammála. Ég er með tvö börn, dreng 5 ára og stúlku 6 ára, og ég leyfi þeim ekki að horfa á teiknimyndir á Stöð tvö, við horfum bara á barnaefnið í rík- isjónvarpinu, þó ég sé áskrifandi að Stöð 2. Finnst það gott að mál að fólk skuli tjá sig um þetta. Elva Dís. Fæðingarorlof NÚNA um mánaðamótin júlí/ágúst verð ég mamma í annað sinn og aft- ur er ég að verða einstæð móðir þannig að eins og með fyrra barni mínu fæ ég ekki nema 6 mánaða fæðingarorlof. Ég vil vekja athygli á þessu og spyr: Er það ekki réttur foreldra – eða barns – að fá 9 mánaða fæðing- arorlof allt í allt? Er ekki verið að mismuna börnum einstæðra for- eldra? Móðir. Um Byrgið ÞAÐ má geta þess sem vel er gert. Á síðasta ári komu menn frá Byrginu í bæinn og sóttu mann sem var á göt- unni og hjá þeim var hann í margar vikur. Sjálfum sér til góðs og öðrum. Áhorfandi. Maó og 1956 ÞAÐ virðist vera að gerð hafi verið bagaleg mistök við gerð mynd- arinnar um Maó sem Ríkisútvarpið á aðild að. Það eða hitt að mistök voru gerð við þýðingu enska þularins í heimildamynd þessari. Þannig kom fram að atburðir árið 1958 í Ung- verjalandi hefðu haft mikil áhrif í Kína og á Maó sjálfan. Hið rétta mun vera að það voru atburðirnir og uppreisnin í Ungverjalandi árið 1956 sem máli skiptu. Leiðréttist það hér með. Kjartan Emil Sigurðsson. Svartur leðurjakki tekinn í misgripum SVARTUR leðurjakki hvarf af Hverfisbarnum 29. des 2006, e.t.v. tekinn í misgripum. Er með annan leðurjakka sem er svartur með stroffi. Skilvís finnandi hafi vinsam- legast samband við Tinnu í síma 868 3385. velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60ára af-mæli. Í dag, 24. janúar, er sextugur Ei- ríkur Bogason, fram- kvæmdastjóri Samorku. Hann tekur á móti gestum í dag á heimili sínu, Reynigrund 23, milli kl. 16 og 19. 70ára af-mæli. Í dag, miðviku- daginn 24. jan- úar, fagnar Pál- ína Agnes Snorradóttir 70 ára afmæli sínu. Hún ákvað að leyfa börnunum sínum að sjá um daginn og er úti í óvissunni að skemmta sér með þeim og því lítið heima við seinni partinn og fram á kvöld. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýs- ingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Víkverji var frá sérnuminn yfir fræknum sigri íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumeisturum Frakka í fyrradag. Landsliðið þrífst á að mála sig út í horn og brjótast síðan fram af fítonskrafti þegar allar bjargir virðast bann- aðar. Þótt af og til örl- aði á hvaða burði franska liðið hefur var það yfirspilað. Sigurinn jafngildir ekki heimsmeist- aratitli og ástæðulaust að ofmetnast, fremur en að gefast upp eftir vonbrigðin gegn Úkraínu, en ekki ber heldur að gera lítið úr því sem vel er gert. x x x Íslenska landsliðið spilaði vel íheild gegn Frökkum, en nokkrir leikmenn stóðu upp úr. Ólafur Stef- ánsson er ekki jafn áberandi í liðinu og áður og hefur oft leikið betur. En er lykilmaður, þótt ekki sjáist það í markaskoruninni. Hann dregur til sín hálft lið andstæðinganna þegar hann er með boltann og er síðan ótrúlega naskur á að finna lausan mann í dauðafæri. Ólafur kemst oft skemmtilega að orði og er bless- unarlega laus við hefðbundna og út- jaskaða íþróttafrasa. „Nú lét ég mig flæða um völlinn og treysti á liðið mitt og um leið kemur í ljós hversu sterkt það getur verið,“ sagði Ólafur eftir leik- inn. „Ég óskaði eftir kraftaverki og sú ósk rættist.“ Það er engu logið um það að Ólafur Stefánsson lét sig flæða um völlinn. Það sást best í leikskilningi hans og yfirsýn. x x x Dómarar þurfa aðvera sjálfum sér samkvæmir og játa sárasjaldan á sig mistök. Það gerðist þó með eft- irminnilegum hætti nokkrum sek- úndum fyrir lok fyrri hálfleiksins í leiknum gegn Frökkum. Þá var brotið á einum leikmanni íslenska liðsins, en hann kom boltanum á Guðjón Val Sigurðsson í dauðafæri. Dómarinn var hins vegar fullfljótur á sér og flautaði samstundis í stað þess að leyfa leiknum að halda áfram. Þegar dómarinn sá að með því að flauta hafði hann látið Frakk- ana hagnast á brotinu og nánast tek- ið mark af Íslendingunum greip hann um höfuð sér í angist. Víkverji minnist þess ekki að hafa áður séð dómara iðrast með þessum hætti. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is         dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er miðvikudagur 24. janúar, 24. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21.) Leiðtogar sértrúarsafnaðarinsVísindakirkjunnar segja leik- arann Tom Cruise vera „hinn út- valda“ er útbreiða muni fagnaðar- erindi kirkjunnar. David Miscavige, sem er hátt settur innan Vísindakirkjunnar, er sannfærður um að í framtíðinni verði Cruise tilbeðinn líkt og Jesús um víða veröld og taki að sér hlut- verk spámanns kirkjunnar. Heimildarmaður sem þekkir Cruise vel sagði við breska blaðið The Sun: „Tom hefur verið tjáð að hann sé einskonar Kristur Vísinda- kirkjunnar. Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesús.“ Cruise er einn af æðstu mönnum Vísindakirkjunnar, en hann gekk í hana um miðjan níunda áratuginn og eiginkona hans, Katie Hol- mes, hefur einnig snúist til vís- indatrúar. Það var banda- rískir vís- indaskáldsagna- höfundurinn L. Ron Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna.    Svo bregðast krosstré sem önnurtré! Nú hefur breski erkipip- arsveinninn Hugh Grant gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að stofna fjöl- skyldu. „Ég man eftir því þegar ég las ummæli Warren Beatty um það þegar hann eign- aðist loks börn og hvílíkur léttir það hafi verið þegar líf hans hætti að snúast um hann, hann, hann,“ segir Grant í viðtali við breska tímaritið Vogue. „Eins annt og mér er um sjálfan mig þá er ég mjög áhugasamur um að eignast einhvern til að elska enn meira.“    Aðalmeðferð í máli sem popp-arinn Michael Jackson hóf gegn leiguflugfélagi hófst í gær. Jackson hefur sakað starfsmenn Xtra Jet um að hafa með leynd tekið upp samræður sem hann átti við lög- mann sinn þegar þeir voru að fljúga með félaginu til Santa Barbara árið 2003. Jackson var að fljúga frá Las Ve- Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.