Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 31 Fundir/Mannfagnaðir Ungt fólk 2006 Menntamálaráðuneyti boðar til kynningar- fundar fimmtudaginn 25. janúar nk. þar sem starfsfólk Rannsóknar og greiningar, þau dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir og Álfgeir Logi Kristjánsson félagsfræðingur, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2006“ er viðkemur menntun, menningu, tóm- stundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunn- skólum landsins á síðasta ári. Kynningarfundurinn verður haldinn í félags- heimili KFUM og KFUK við Holtaveg 28, Reykjavík, og hefst hann kl. 13:30. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Fundarmenn fá tækifæri til að bera fram spurn- ingar um niðurstöður úr rannsókninni að kynn- ingu lokinni. Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið: valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.stjr.is. Menntamálaráðuneyti, 23. janúar 2007. menntamalaraduneyti.is Fyrirtæki Saumastofa til sölu fullbúin og í fullum rekstri. Stofan er mjög vel búin vélum og tækjum og er með góða kúnna. Saumastofan er á góðum stað í Reykjavík. Áhugasamir sendi svör á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: ,,S - 19455’’. Til sölu Vorum að taka inn Pit Bike 125cc. Ro ck etb ike á tilboðsverði aðeins kr. 159.000 Nú til afgreiðslu Lýsing: Upside down fram demparar. Allt úr áli. Stillanlegur gas afturdempari. Diskabremsur að aftan og framan. Burðargeta 130 kg. ECC samþykkt. Mótor & Sport - Vélasport Tangarhöfða 3 - Símar 578 2233 & 845 5999 Styrkir Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til rannsókna, lista og þróunarverkefna, sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Umsókn, ásamt greinargerð um verkefnið, skal senda fyrir 15. febrúar 2007. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið og fjármögnun þess og leita umsagn- ar fagaðila. Reykjavík, 20. janúar 2007. Barnavinafélagið Sumargjöf, Pósthólf 5423, 125 Reykjavík. Netf: sumargjof@simnet.is Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og breyt- ingum á deiliskipulagi í Reykjavík. Landakot Tillaga að deiliskipulagi svæðis sem markast af Túngötu,Hólavallagötu,Hávallagötu,Hofsvallagötu, Hrannarstíg, Öldugötu og Ægisgötu, stgr. 1.137.2, 1.160.0 og 1.160.1. Þrjár friðaðar byggingar eru á þessum reitum: Gamli Stýrimannaskólinn, gamli prestsbústaður- inn í Landakoti og gamli Landakotsskóli. Lagt er til að friða Landakotskirkju og vernda 20. aldar byggingar að Öldugötu 19, Hofsvallagötu 1 og Hávallagötu 24. Á öðrum lóðum er svæðisbund- in verndun. Sýndir eru byggingarreitir á lóðum Landakotsskóla og Öldugötu 21 og lagt er til að heimilt verði að byggja bílageymslu neðanjarðar á lóð Landakotsspítala. Ekki er gert ráð fyrir öðrum breytingum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Borgartún 31 og 33 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem tekur til Borgartúns 23, 29 og 33 ásamt Borgartúni (27)- 31. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að húsið að Borgartúni 31 verði fjórar hæðir ásamt inndreginni fimmtu hæð, viðbygging á framhlið og nýtingarhlutfall ofanjarðar verði 1,1. Að Borgartúni 33 er gert ráð fyrir að húsið verði fimm hæðir ásamt inndreginni sjöttu hæð, viðbygging á framhlið og nýtingarhlut- fall ofanjarðar verði 1,1. Heimilt verði að nýta þök fyrir garða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Borgartún 28 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar að Borgartúni 28. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að heimilt verði að byggja á baklóð sjö hæða hús á óbreyttum bygg- ingareit og kjallara á allri lóðinni sem eingöngu verði leyfð sem geymslurými og bílageymslur tengd íbúðum. Í húsinum verða að hámarki þrjátíu íbúðir með eitt og hálft bílastæði á íbúð eða alls fjörutíu og fimm. Bílastæði fyrir núverandi bygg- ingu sem er atvinnuhúsnæði með verslun á fyrstu hæð eru óbreytt norðan og austan við húsið eða tuttugu stæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 24. jan. 2007 til og með 7. mars 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg. is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 7. mars 2007. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 24. jan. 2007 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulögum í Rangárþingi eystra Í samræmi við Skipulags- og byggingarlög númer 73/1997, grein 25 og 26, auglýsir sveitar- stjórn Rangárþings eystra hér með breytingu á nýlegu deiliskipulagi íbúðabyggðar í Hvolstúni á Hvolsvelli auk breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar í Langanesi. 1. Breyting á deiliskipulagi Hvolstúns á Hvolsvelli Breytingarnar fela í sér að fjölbýlishús við Nýbýlaveg 44, breytast þannig að hámarks fjöldi íbúða verður 8, í stað 6, áður. 2. Breyting á deiliskipulagi frístunda- byggðar í Langanesi Breytingin felur í sér að byggingarmagn á hverri lóð er aukið úr 80 m², í 200 m² að grunn- fleti, og að ekki verði byggð minni frístundahús en 50 m². Leyft verður að byggja kjallara undir frístundahús. Þá verði leyft að byggja gestahús eða geymsluhús allt að 30 m². Hámarkshæð húsa var 5 m en er hækkuð í 6,0 m frá aðliggj- andi landi. Deiliskipulagsuppdrættir liggja frammi á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, frá 24. janúar til og með 21. febrúar nk. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 mið- vikudaginn 7. mars 2007. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á skrifstofu Rangárþings eystra fyrir lok ofangreinds frests. Þeir, sem ekki gera at- hugasemd við tillöguna innan ofan- greinds frests, teljast samþykkir henni. Ath! Athugasemdir skulu berast skrif- lega. Hvolsvelli 17. janúar 2007, Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra. Félagslíf  Njörður 6007012419  GLITNIR 6007012419 III I.O.O.F. 9187012481/2 I.O.O.F. 7.  1871247½  Þb. I.O.O.F. 18  1871248  I* Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.