Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 19
 Skvísa með skart Litrík tíkar- spenastelpa gerð með tússlitum. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is É g ætla að verða lista- maður,“ segir María Ýr Leifsdóttir, átta ára, alveg harðákveðin þegar hún er spurð út í framtíðina. „Að teikna og skrifa er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég fer örugglega í Listaháskólann þeg- ar ég verð eldri.“ María er öllum stundum með blýanta og liti í hönd- unum og undan fingrum hennar renna myndir og sögur í löngum bunum. Í gluggakistunni við eldhús- borðið heima hjá henni er hár stafli sem geymir afrakst- urinn. „Hún situr löngum stundum hér við eldhúsborðið og teiknar og skrifar. Henni tekst meira að segja stundum að teikna mynd áður en hún fer í skólann á morgnana. Ég grisja reglulega og held til haga falleg- ustu myndunum,“ segir Harpa mamma Maríu. En María er ekki að- eins flink að teikna, rithönd hennar er einstaklega formfögur og snyrtileg, sérstaklega þegar haft er í huga að hún er aðeins átta ára. Enda nota kenn- ararnir í skólanum skrift- arbækurnar hennar til að sýna um Listaselið við Skólavörðustíg. „María er oft hjá mér þar í vinnunni og ef hún er ekki að föndra þá á hún það til að teikna mynd fyrir við- skiptavinina rétt á meðan þeir staldra við og gefur þeim. Og þegar ég fer í mína árlegu ferð í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit til að selja hlutina mína, þá kemur María alltaf með mér og við komum við á æskuslóðum mínum á Ólafsfirði. Þá tekur María teiknidótið sitt alltaf með, enda fer hún ekkert án þess, hvort sem það er upp í sumarbústað eða til útlanda.“ Listamannseðlið virðist vera í blóðinu hjá þessari fjölskyldu, því bróðir Maríu, sem nú er orðinn átján ára, var alltaf teiknandi og skrifandi rétt eins og systir hans þegar hann var yngri. Hann er ákveðinn í að nýta hæfileikana og stefnir á nám í arkitektúr. Snillingur með friðlausa fingur Morgunblaðið/Ómar Alltaf að María lætur enga stund ónotaða til að skapa listaverk, bæði sögur og myndir. Jesúmynd Gleðin ríkir hjá Jósep, Maríu, englinum og vitringunum. Skriftarbókin Vart má á milli sjá hvað er prentað og hvað er skrifað þegar skólabækurnar hennar Maríu eru skoðaðar og vandað er til myndskreytinganna. eldri nemendum hvernig eigi að draga fallega til stafs. Maríu er í þriðja bekk í Folda- skóla og eðli málsins samkvæmt nýt- ur hún skólavistarinnar. „Mér finnst gaman að búa til sögur og ég geri mjög oft sögur með myndunum mín- um eða myndir við sögur sem ég skrifa. Ég nota stundum tréliti, stundum tússliti, vatnsliti eða vaxliti og ég hef líka prófað að mála með ol- íulitum og það er alveg frábært,“ segir María sem á ekki langt að sækja listamannshæfileikana því mamma hennar er mikil hagleiks- kona og smíðar meðal annars skart úr silfri. Hún á og rekur ásamt fleir- |miðvikudagur|24. 1. 2007| mbl.is daglegtlíf Það er æskilegt að stunda hreyfingu í að minnsta kosti hálftíma á dag, líka á veturna þó að kalt sé í veðri. » 20 heilsa Æ fleiri nýta sér upplýsingar á hvar.is þegar þeir vilja fletta upp í heimildum eða afla sér upplýsinga um tiltekin mál. » 21 menntun Hrafnhildur Arnardóttir mætir í herþjálfun klukkan rúmlega sex á morgnana og svo lyftir hún lóðum líka. » 20 hreyfing HVÍTIR kjólar voru áberandi á nýafstaðinni Golden Globe-verð- launahátíð og líklegt er að sú tíska haldi áfram, ef marka má sýningu Valent- ino á hátískuviku í París. Í vikunni sýna hönnuðir hátísku komandi vors- og sumars. Valentino var með léttleikandi kjóla vel við hæfi rauða dregils- ins. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann leitar með þessum hætti í hvíta litinn. Árið 1968 voru eingöngu hvít föt í einni sýn- ingu hans en það var árið sem hann hannaði brúð- arkjól Jackie Kennedy fyrir brúðkaup hennar og Ari Onassis. Meðfylgjandi myndir voru allar teknar á sýningunni, sem fram fór í háborg tísk- unnar á mánudag. R eu te rs Vor í lofti hjá Valentino Ívísnaþætti á Selfossi árið 1999var spurt um kventískuna. Hafsteinn Stefánsson svaraði: Þó að hylji fætur föt freistingin mig kvelur. Þarna er betra kálfakjöt en kaupfélagið selur. Þá Jói í Stapa: Tískan þróast þétt og jafnt af þekktu tækniliði, en Evuklæðin eru samt enn með sama sniði. Loks Jóhannes Sigmundsson frá Syðra-Langholti: Stutta tískan stendur fyrir sínu, stundum þó hún valdi kvöl og pínu. En úr því konur fótum sínum flíka mér finnst að karlar mættu þetta líka. VÍSNAHORNIÐ Af kventísku pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.