Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær að- alkröfu verjenda sakborninga Baugsmálsins, að rannsókn ríkislög- reglustjóra skuli dæmd ólögmæt. Hann samþykkti hins vegar hluta varakröfu verjendanna um að Har- aldur Johannessen, ríkislögreglu- stjóri, skuli vegna vanhæfis víkja sæti við rannsókn málsins er varða ætluðskattalagabrot og hegningar- lagabrot sakborninga. Er Haraldur dæmdur vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla í fréttatímum sjónvarspsstöðvanna í október árið 2005 en í fréttum Stöðv- ar 2 sagði hann m.a.: „Það er hægt með rökum að halda því fram að rík- islögreglustjóraembættið sé orðið of innvolverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu.“ Verjendur ákærðu fóru einnig fram á að allir starfsmenn ríkislögreglu- stjóra vikju sæti, en á það féllst Hæstiréttur ekki. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði þar sem hann rök- styður þá skoðun sína að hafna eigi öllum kröfum varnaraðila, þ.e. Baugsmanna, í málinu. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að auk Haraldar bæri Jóni H.B. Snorrasyni saksókn- ara að víkja sæti. Þar sem Jón hefur látið af störfum telur Hæstiréttur ekki þörf á því að taka sérstaklega afstöðu til hæfis hans. Báðir aðilar kærðu til Hæstaréttar Báðir málsaðilar skutu málinu til Hæstaréttar. Ríkislögreglustjóri krafðist þess að felld yrði úr gildi niðurstaða héraðsdóms um að ríkis- lögreglustjóri og saksóknari skyldu víkja sæti en að úrskurðurinn yrði að öðru leyti staðfestur. Varnaraðilar kröfðust þess aðallega að dæmt yrði að rannsókn ríkislögreglustjóra í málinu væri ólögmæt. Til vara að úr- skurður héraðsdóms yrði staðfestur en jafnframt að allir aðrir starfs- menn embættis ríkislögreglustjóra skyldu víkja sæti. Varnaraðilar byggðu aðal- og varakröfur sínar á því að með um- mælum ríkislögreglustjóra í fréttum Stöðvar 2 og ríkissjónvarpsins og ummælum sem höfð voru eftir hon- um í Blaðinu í október 2005, hefðu forsvarsmenn embættis ríkislög- reglustjóra lýst sig vanhæfa til að fara með málið. Ummælin voru sett fram í tilefni af dómi Hæstaréttar 10. sama mánaðar, en þar var 32 af 40 ákæruliðum samkvæmt ákæru rík- issaksóknara gegn varnaraðilum vís- að frá héraðsdómi. Af gögnum máls- ins mætti ráða að þegar ummælin voru viðhöfð hefði ríkissaksóknari ákveðið að beiðni ríkislögreglustjóra að taka þau gögn málsins, sem lágu að baki ákæruliðunum sem vísað hafði verið frá dómi, til athugunar í því skyni að ganga úr skugga um hvort efni væru til að höfða mál að nýju á grundvelli þeirra. Endurspegla huglæga afstöðu Ríkislögreglustjóri hafnaði því að með ummælunum hefði hann lýst yf- ir vanhæfi sínu eða embættis síns til að halda áfram meðferð málsins. Hæstiréttur telur að ummæli rík- islögreglustjóra í fréttatímum sjón- varpsstöðvanna skírskoti með ákveðnum hætti til sjónarmiða um sérstakt hæfi. Verði að líta svo á að þau endurspegli huglæga afstöðu ríkislögreglustjóra til málsins. Þar sem þau hafi verið viðhöfð opinber- lega í fjölmiðlum verði sérstaklega að líta til þess hvernig þau horfi við almenningi og hvort varnaraðilar geti í ljósi þeirra með réttu dregið óhlutdrægni hans í efa. Verði um- mælin ekki skilin á annan hátt en að ríkislögreglustjóri telji að með réttu megi álíta að embætti hans sé ekki treystandi til að líta hlutlaust á mála- vexti. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að sé ríkislögreglustjóri talinn vanhæf- ur skv. lögreglulögum beri dóms- málaráðherra að setja sérstakan rík- islögreglustjóra til að fara með viðkomandi rannsókn. Víki ríkislög- reglustjóri sæti beri honum að gera allar ráðstafanir sem eru nauðsyn- legar til að halda máli í réttu horfi þar til sérstakur ríkislögreglustjóri hefur verið skipaður. „Ákæra verður ekki reist á rannsókn vanhæfs rík- islögreglustjóra, en eftir að settur ríkislögreglustjóri tekur við máli fer rannsókn fram í skjóli valdheimilda hans,“ segir í niðurstöðu Hæstarétt- ar. Á settur ríkislögreglustjóri mat um það að hvaða marki framhald rannsóknarinnar verði reist á gögn- um sem þegar liggja fyrir í málinu. Aðrir starfsmenn hæfir Hæstiréttur telur að vanhæfi Har- alds Johannessen eigi að leiða til þess að fallast eigi á þá kröfu varn- araðila að rannsókn málsins sé ólög- mæt. Þá hafnar dómurinn því að aðr- ir starfsmenn ríkislögreglustjóra- embættisins hafi orðið vanhæfir til að rannsaka ætluð skatta- og hegn- ingarlagabrot varnaraðila og eigi að víkja sæti við rannsókn málsins og geti ekki unnið áfram að henni undir stjórn setts ríkislögreglustjóra. Þá verði að leggja til grundvallar að rík- islögreglustjóri hafi aðeins verið að lýsa eigin afstöðu til málsins undir sinni stjórn. Sé því aðeins efni til að fallast á varakröfu varnaraðila að því er lýtur að hæfi ríkislögreglustjóra. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkislögreglustjóra ber að víkja sæti við rannsókn Morgunblaðið/Kristinn Í HNOTSKURN »Verjendur sakborninga íBaugsmálinu kröfðust þess að rannsókn Ríkislögreglustjóra á ætluðum skattalagabrotum þeirra yrði dæmd ólögmæt en til vara að allir starfsmenn embætt- isins vikju sæti við rannsóknina. »Talið var að með ummælumsínum hefði ríkislög- reglustjóri orðið vanhæfur í mál- inu og var því fallist á varakröfu sakborninganna að því leyti. »Ekki var hins vegar talið aðröksemdir sakborninganna ættu að leiða til þess að að- alkrafa þeirra næði fram að ganga. PÉTUR Rögnvalds- son, fyrrverandi frjálsíþróttamaður, lést í Orange County í Kaliforníu í Banda- ríkjunum 16. janúar síðastliðinn, 72 ára að aldri. Hann fæddist á Íslandi 22. apríl 1934. Auk þess að vinna til fjölmargra verð- launa í tugþraut hér- lendis keppti Pétur fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 í 110 m grindahlaupi og var jafnfram fánaberi íslenska ólymp- íuliðsins. Pétur fluttist ungur til Banda- ríkjanna ásamt þremur börnum sínum, þeim Lisa, Peter Jr. og Kristine. Hann lék í kvik- myndinni A journey to the center of the earth, en hún var sýnd í kvikmyndahús- um snemma árs 1960. Í framhaldi af sýn- ingu kvikmyndarinnar var honum boðinn langtímasamningur í kvikmyndaleik sem hann hafnaði. Í Bandaríkjunum kvæntist Pétur eftir- lifandi eiginkonu sinni, Marie George. Þau eignuð- ust tvo syni, Brian og Stephen, sem nú eru búsettir í Suður-Kali- forníu. Andlát Pétur Rögnvaldsson VÉLAGEYMSLA við bæinn Fell í Strandabyggð gjör- eyðilagðist í ofsaroki sem gekk yfir svæðið í gærdag. Svo hvasst var um tíma að fólk sem gekk til gegninga á nærliggjandi bæjum þurfti að ganga með girðingum milli húsa. Fell stendur í botni Kollafjarðar þar sem vegurinn liggur yfir Steinadalsheiði. Á þessu svæði getur gert fárviðri í sunnan- og suðvestanáttum eins og gerði núna. Vélageymslan hefur þó staðið af sér öll vetr- arveður á þessum slóðum í nær því hálfa öld. Á Felli er ekki lengur stundaður hefðbundinn búskapur en þar er nú rekið sumardvalarheimili fyrir börn og unglinga. Í vélageymslunni sem fauk var dráttarvél auk ýmissa verkfæra og tækja en ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið tjónið er. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út, skv. upplýsingum Landsbjargar. Fauk þakið af skemmunni í heilu lagi og lenti um 150 metra frá. Björgunarsveitarmenn fóru, ásamt bændum, í að fergja niður hluti og rifu niður veggi sem eftir stóðu. Vélageymsla fauk í fárviðri Morgunblaðið/Arnheiður Skemmdir Þak á skemmu að Felli í Kollafirði fauk af í heilu lagi og lenti um 150 metrum frá. ÓLAFUR Börk- ur Þorvaldsson hæstaréttardóm- ari skilaði sérat- kvæði í málinu og taldi að hafna bæri öllum kröf- um varnaraðila. Ekkert lægi fyrir um að ríkislög- reglustjóri væri vanhæfur í mál- inu. Telja yrði að samskipti ríkis- lögreglustjóra við fjölmiðla þar sem greint var frá stöðu mála hefðu ver- ið eðlilegur hluti starfs hans. Ólafur Börkur segir í rökstuðningi sínum að við athugun ummæla ríkislög- reglustjóra í ljósvakamiðlum verði ekki hjá því komist að líta til þess frá hvaða sjónarhorni hann horfi á málið og verði þau ekki skýrð öðru- vísi en samkvæmt orðanna hljóðan. „Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann að það væri „hægt með rökum að halda því fram“ að embætti hans væri orðið „of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í fram- haldinu“. Þar er hins vegar í engu getið hvort ríkislögreglustjóri telji sjálfur rétt að fallast á þau rök,“ segir í rökstuðningi Ólafs Barkar. Þá segir m.a.: „Í hvorugu sjón- varpsviðtalinu er ríkislögreglustjóri í raun sjálfur að lýsa afstöðu sinni til málsins heldur eru þar leiddar líkur að því hvernig það horfi við al- menningi og sakborningum ef sókn- araðili héldi áfram meðferð þess í kjölfar áðurnefnds dóms Hæsta- réttar. Af þessum sökum geta þau ekki verið til marks um að hann hafi vantreyst sjálfum sér eða emb- ætti sínu til að líta óhlutdrægt á málið, auk þess sem samkvæmt framangreindum dómum getur rangt mat hans í þessum efnum ekki ráðið úrslitum um hæfi hans.“ Liggi því ekkert fyrir um að rík- islögreglustjóri sé vanhæfur og þegar af þeirri ástæðu sé ekki fall- ist á að undirmenn hans teljist van- hæfir vegna títtnefndra ummæla hans. Hafna ber öllum kröfum Ólafur Börkur Þorvaldsson LÖGREGLAN á höfuðborg- arsvæðinu lýsir eftir Sigurði Hólm Sigurðssyni, fanga sem strauk af geðdeild á Landspítalans í gær. Sigurður, sem er 43 ára, er grannvaxinn og stuttklippt- ur. Hann er 184 sentimetrar á hæð. Sigurður var klæddur í svartan, síðan leðurjakka, dökkbláar buxur og svarta skó þegar síðast sást til hans um ellefuleytið í gær- morgun við Landspítalann við Hringbraut. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um ferðir Sigurð- ar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lög- regluna á höfuðborgar- svæðinu í síma 444-1000. Lýst eftir strokufanga Sigurður Hólm Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.