Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 12
Í HNOTSKURN »Í lok árs 2006 stóðgengisvísitala krón- unnar í 129,2 stigum en við lokun markaða í gær var vísitalan um 123 stig, Samkvæmt því hefur ís- lenska krónan styrkst um nálægt 4,1% það sem af er árinu. » Standard & Poor’slækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs 22. desemeber og hefur krónan styrkst um 5,8% frá þeim degi. Allt útlit fyrir áframhaldandi útgáfu krónuskuldabréfa Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÍSLENSKA krónan hefur styrkst umtalsvert síð- asta hálfa mánuðinn eða frá 11. janúar en þá kost- aði dalurinn 72,4 og evran 93,9 en nú kostar dal- urinn 68,95 og evran 89,7 krónur. Krónan hefur styrkst um 4,1% frá áramótum og um 5,8% frá 22. desember en þá lækkaði Standard & Poor’s láns- hæfiseinkunn ríkissjóðs. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að stóran hluta styrkingar krónunnar að undanförnu megi rekja til mikillar útgáfu jöklabréfaútgáfu það sem af er árinu. Þegar hafa verið gefin út jöklabréf fyr- ir 68,5 milljarða króna á árinu sem er metútgáfa í einum mánuði og er hann þó enn ekki á enda. Mestu munaði vitaskuld um 40 milljarða útgáfu Rabobank en það var langstærsta einstaka útgáfa erlends banka á skuldabréfum í íslenskum krón- um. Síðasta jöklabréfaútgáfan var raunar í gær en þá gaf austurríska fjársýslan út krónubréf fyrir tvo milljarða. Greining Kaupþings banka telur í hálffimm- fréttum að vel muni viðra til áframhaldandi útgáfu á krónubréfum á næstu þremur til sex mánuðum og að það muni styðja við gengi krónunnar til skamms tíma. Skýringin liggi einkum í áframhald- andi lágum vöxtum í Japan en trú manna á skjótri hækkun stýrivaxta þar hafi minnkað að undan- förnu. Ef það gangi eftir mun það styðja við áframhaldandi útgáfu krónubréfa. 12 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 0,4% í gær eða í 6.901 stig en vísitalan náði hæsta lokagildi sínu nokkru sinni á mánudaginn. Mest hækkaði gengi bréfa Mosaic Fashions eða um 1,4% en gengi bréfa FL Group lækkaði mest eða um 1,7%. Krónan styrktist um 0,45% í gær í um 18,5 milljarða viðskiptum á milli- bankamarkaði. Dalurinn kostar nú 68,64, evran 89,42 og pundið 136,30 krónur. Evran komin niður fyrir 90 krónur ● ERLEND útlán og markaðsverðbréf inn- lánsstofnana jukust um 562 milljarða í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum Seðlabanka Íslands. Um 44% af inn- lendum útlánum innlánsstofnana eru gengisbundin skuldabréf og hækkuðu þau um rúma 400 millj- arða á árinu 2006. „Þar sem gengisvísitala krónunnar hækkaði úr 104,7 í byrjun árs 2006 í 129,2 í lok árs eða um 23,4% má reikna með að töluverður hluti ofan- greindra hækkana sé vegna hækk- unar á gengisvísitölunni,“ segir í frétt á vef Seðlabankans. Erlend útlán og mark- aðsverðbréf aukast ● LAUNAVÍSITALA í desember sl. lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Skýrist lækkunin á því að í út- reikningi gæti ekki lengur áhrifa af eingreiðslu á almennum vinnumark- aði sem greidd var í árslok 2005 og kom til hækkunar launavísitölu í des- ember sama ár. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8%, á meðan vísitala neyslu- verðs hefur hækkað um 6,9%. Launavísitala fyrir helstu launþega- hópa á fjórða ársfjórðungi hækkaði um 1,3% frá fyrri ársfjórðungi. Sam- bærileg vísitala fyrir opinbera starfs- menn og bankamenn hækkaði um 1,5%. Vísitala fyrir almennan markað hækkaði um 1,1%. Launavísitala lækkar ● VIÐRÆÐUR standa nú yfir um kaup OMX, sem rekur norrænu kauphallirnar og þar á meðal kaup- höllina hér á landi, á kauphöllinni í Ljubljana í Slóveníu. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að viðræð- urnar snúist um hvernig OMX geti stuðlað að aukinni virkni og sýni- leika slóvensku kauphallarinnar. Er rætt um mögulega yfirtöku eða ann- ars konar samstarf. Hefur OMX þeg- ar lagt fram yfirtökutilboð í kauphöll- ina í Ljubljana en svar hafði ekki borist í gær. Viðræður við kaup- höllina í Slóveníu BRESK samkeppnisyfirvöld hafa nokkrar áhyggjur af því að yfir- burðastaða Tesco á matvörumark- aðnum í Bretlandi eigi eftir að hindra samkeppni í náinni framtíð. Breskir fjölmiðlar greina frá útkomu frumskýrslu um matvörumarkaðinn í gær þar sem m.a. kemur fram að verslanir Tesco séu að taka inn eitt pund af hverjum þeim þremur sem breskir neytendur eyða í matvörur. Áhyggjum er einnig lýst af vax- andi hlutdeild annarra verslana- keðja, þ.e. Asda, Sainsbury’s og Morrisons. Samanlagt ráða þessar fjórar keðjur yfir 75% af breska mat- vörumarkaðnum. Staða þeirra, bæði í Bretlandi og annars staðar í heim- inum, er sögð svo sterk að mjög erf- itt sé fyrir aðra aðila að keppa við þá. Hafa fyrrnefndar keðjur tvöfaldað fjölda verslana sinna frá árinu 2000 og nú er svo komið að Tesco opnar að jafnaði tvær verslanir í viku hverri. Til frekari rannsóknar Eru þessar keðjur til frekari rann- sóknar hjá samkeppnisyfirvöldum, sem reikna með að skila lokaskýrslu í júní nk. Þá skýrist hvort gripið verður til einhverra aðgerða. Eig- endur smærri verslana höfðu borið fram kvartanir yfir aukinni hlutdeild risanna, auk þess sem ekki hafði ver- ið tekið tillit til þeirra sjónarmiða í svipaðri skýrslu fyrir tveimur árum. Áhyggjur af yfir- burðastöðu Tesco GLITNIR hefur selt skuldabréf fyr- ir 500 milljónir evra, jafngildi nær 45 milljarða íslenskra króna. Útgáfan er þó fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta opinbera skuldabréfaútgáfa Glitnis í evrum frá því í júní 2005 og í fyrsta sinn sem íslenskur banki sækir fjármagn á Evrópumarkað með þessum hætti eftir þær sviptingar sem urðu á mörkuðum fyrri hluta síðasta árs í kjölfar gagnrýni á bankana og ís- lenskt efnahagslíf. Skuldabréfin sem Glitnir gaf út eru með 4,375% föstum vöxtum og með gjalddaga árið 2010. Nær tvö- föld umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum í útboðinu að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Vildu ná til evrópskra fjárfesta „Það felst mikil hvatning í viðtök- unum sem þetta skuldabréfaútboð fær. Með nýlegri skuldabréfaútgáfu okkar í dollurum, sem var alheims- útgáfa, vildum við meðal annars ná til evrópskra fjárfesta sem ekki hafa keypt skuldabréf af bankanum síð- astliðið ár,“ segir Tómas Kristjáns- son, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis. Hafa trú á bankanum „Þessi skulda- bréfaútgáfa nú, sem er í evrum á föstum vöxtum, sýnir okkur að evrópskir fjárfestar hafa mikla trú á bankanum og að umræðan um íslenskt efnahagslíf er nú í meira jafnvægi en áður.“ Tómas bendir á að tvær síðustu skuldabréfaútgáfur Glitnis hafi end- urspeglað sterka stöðu gagnvart skuldaálagi bankans (e. CDS spreads) og hafi gengið vel á eftir- markaði. „Nú á fyrstu þremur vikum ársins hefur bankinn þegar lokið mikilvæg- um áföngum í heildarfjármögnun ársins sem býður upp á fjölmörg tækifæri á komandi mánuðum og misserum,“ segir Tómas. Glitnir ríður á vaðið með skuldabréfaútgáfu í Evrópu Tómas Kristjánsson er samhliða útsendingum ljós- vakamiðlanna. Þetta auðkenni er falið inni í útsendingunum þannig að mannseyrað greinir það ekki og það truflar ekki útsent efni, segir í fréttatilkynningu. Auðkenninu fylgja upplýsingar um frá hvaða sjónvarpsrás eða útvarpsrás það er sent og á hvaða tíma. Þegar þátt- takandi í könnun um fjölmiðlanotk- un ber mælitækið og horfir eða hlustar á sjónvarps- eða útvarpsrás nemur mælitækið rafræna auð- kennið og skráir sjálfvirkt. LJÓSVAKAMIÐLARNIR 365 miðl- ar, Ríkisútvarpið og Skjárinn und- irrituðu í gær samkomulag við Capacent Gallup um að hafnar verði rafrænar mælingar á sjón- varpsáhorfi og útvarpshlustun á þessu ári. Samkvæmt samkomulag- inu verður gerður samningur um framkvæmd mælinganna til sex ára, eða til ársins 2012. Rafræn mæling á sjónvarps- áhorfi og útvarpshlustun fer þann- ig fram að fólk ber lítið mælitæki á sér er nemur hljóðmerki sem sent Rafræn mæling á ljósvakamiðlum Morgunblaðið/ÞÖK Mæling Fulltrúar ljósvakamiðlanna Skjásins, RÚV og 365 taka í hönd Ein- ars Einarssonar hjá Capacent eftir undirritun samkomulagsins í gær.   !"  # $ # % &           !" #  $ ## %  "&   ' # ( ) # * + , - . /+ ' # & -' # , - 0  0 "  1  2$3 4 "54' 6    )7 " +  8 -  (-+ 8 -  9: 5 ;0< $ =>  =>+++ 3 %3 ? %3 ! " # $ %& 14 * + 13 -  '()*# $  ($ - ( 35  + $ , -                                  (- 2 3# - + ='3 @ # - +A . 1 2    2                 2 2 2 2 2 2 2 2          2  2 2         2 2 2 2 ?3# @ #B =( C +  "5%- 3# 2 2     2 2 2 2 2 2 2 2 1@3 3# 3 9 - D 1E    F F "=1) G<    F F HH ;0< 1 ##   F F ;0< . % 9##   F F 8H)< GI J   F F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.