Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 21
menntun MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 21 SIGLINGASTOFNUN Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til fundaraðar um samgöngumál. Fundirnir verða haldnir mánaðarlega næstu mánuði. Á fyrsta fundi verður fjallað um efnið: Ferðir, búseta og samgöngukerfi  Áhrifasvið höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlis- staða. Kynning á niðurstöðum rannsókna Dr. Bjarni Reynarsson Land - ráði sf  Áhrif umbóta á samgöngukerfi á byggð Vífill Karlsson dósent við Háskólann á Bifröst  Breyting á umferð og búsetu 2000-2005 Dr. Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar  Umræður og fyrirspurnir Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. janúar 2007 kl. 15-17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 25. janúar nk. Næstu fundir í fundaröðinni: Öryggi vega, Fjármögnun samgöngumannvirkja og Umhverfislega sjálfbærar samgöngur. Samgönguráð: Flugmálastjórn Íslands - Flugstoðir ohf. - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Hvort sem þú ert í skóla lífsins eðaformlegu námi er vert að minna álandsaðgang þinn að rafrænumgagnasöfnum og tímaritum á vefnum hvar.is. „Þetta er helst nýtt af há- skólafólki eða þeim sem eru í rannsóknum, því þarna er mikið um vísindalegar upplýs- ingar en líka gögn fyrir hvern sem er. Að- gangurinn nýtist fyrir öll skólastig þar sem nemendur eru farnir að lesa ensku og reynd- ar líka mikið af íslensku efni,“ segir Sveinn Ólafsson, umsjónarmaður landsaðgangsins. Um áramótin bættist við aðgangur að tímaritasöfnum og gagnasöfnum frá Sage og Ebsco Host sem eru öll á sviðum vísinda, fræða og lista. „Í Ebsco Host og ProQuest 5000 er efni af öllu tagi og á að þjóna öllu fróð- leiksfúsu fólki. Til dæmis er þar mikið efni fyrir fólk í viðskiptanámi og efni úr almenn- um fréttablöðum. Fólk á landinu sem tengist í gegnum tölvu með íslenska netveitu hefur nú aðgang að 14 þúsund tímaritum með fullum texta. Með þessum viðbótum værum við búin að fylla tvær Þjóðarbókhlöður ef við ættum að vera með þetta allt á prenti. Auðvitað er skemmtilegt að fletta blöðum en hvað gerir þú ef ég rétti þér tvær Þjóðarbókhlöður í fangið? Styrkurinn liggur í því hve fljótlegt er að finna efnið. Tímasparnaður er helsti kost- urinn fyrir vísindafólkið, bæði fyrir há- skólanema en sérstaklega sérfræðingana sem þurfa að finna greinarnar fljótt og örugglega. Fólk telur sig spara um hálftíma á hverja grein. Rafræni aðgangurinn sparar margar smáferðir, við erum sem sagt umhverfisvæn.“ Sveinn segir þó vitað að margir nemendur noti enn nær eingöngu leitarsíðuna google.- com en segir hana gefa takmarkaðar niður- stöður úr umræddum gagnasöfnum, þó hafi t.d. scholar.google.com unnið á. „Sá sem „googlar“ veit ekki af því sem hann finnur ekki, margt er ósýnilegt.“ Hann nefnir líka að allir notendur landsaðgangsins geti skráð sig í Web of Science og fengið aðgang að ókeypis heimildaskráningarforritinu EndNote Web. „Við reynum að ná til þeirra sem eru að byrja að leita, t.d. framhaldsskólanema, og þá leggjum við sérstaka áherslu á áskrift- araðgang okkar að Britannicu en margir gera þau mistök að fara beint á Britannica.com sem er mun takmarkaðri aðgangur en á hvar.is. Myndræn leit í gagnasöfnum Ebsco Host er eftirtektarverður valkostur en þar er m.a. Business Source Premier, umfangsmikið gagnasafn um stjórnun, viðskipti og rekstur. Það er forvitnilegt að slá inn „Iceland“ á Pro- Quest eða Ebsco til að sjá hvað er skrifað um landið í heimspressunni, t.a.m. er New York Times komið inn samdægurs. Auk þess eru þarna merkileg gagnasöfn á sviði sjónlista og tónlistar, Grove Art og Grove Music.“ Alþýðublaðið, Þjóðviljinn, Tíminn og Dagur á vef Landsbókasafn hefur verið að skanna inn eldri íslensk tímarit undir nafninu Tímarit.is og þar er t.d. leitarhæft Morgunblaðið frá 20. öld. Að sögn Sveins stendur til að mynda Al- þýðublaðið, Þjóðviljann, Tímann og Dag á Akureyri og verða þau aðgengileg á vef á sama hátt. Ríkið leggur fram tæpan þriðjung kostn- aðar vegna landsaðgangsins og bókasöfnin í landinu auk örfárra fyrirtækja afganginn. Áskriftirnar kosta yfir 100 milljónir á þessu ári en auk þess er vísað á ýmis gagnasöfn í opnum aðgangi á hvar.is. Í fyrra voru gestir þar tæplega 80 þúsund. Aðgangurinn er kynntur með bæklingum í bókasöfnum, heim- sóknum í skóla og aðrar stofnanir. Frekari upplýsingar, leiðbeiningar og kynningar um gagnasöfnin eru að auki á hvar.is. Með tvær Þjóðar- bókhlöður í fanginu Morgunblaðið/Eyþór Viskubrunnur Landsaðgangurinn hvar.is veitir öllum þeim sem tengjast í gegnum tölvu með íslenska netveitu ókeypis aðgang að 14 þúsund tímaritum með fullum texta. „ÉG sæki í raun og veru mjög stóran hluta af mín- um heimildum í gegnum hvar.is,“ segir Rán Þór- arinsdóttir líffræðingur sem býr á Egilsstöðum. Slóðin gegnir mjög mikilvægu hlutverki í meist- aranámi Ránar í líffræði sem hún lýkur brátt. Verk- efnið fjallar um vistfræðilega þætti sem tengjast öndum og hópamyndun andarunga, sem hún segir nokkuð „krúttlegt verkefni“. „Annaðhvort get ég sótt heimildirnar beint á hvar.is eða fæ upplýsingar um hvar ég get nálgast þær. Við erum náttúrlega með fullt af greinasöfn- um á Íslandi en þau eru dreifð víða og eru meira og minna öll á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég yrði að gera mér nokkurra daga ferð suður og væri lengi að hlaupa á milli húsa við að leita uppi efni og fletta í gegnum tímarit. Með leitarsíðum hvar.is, aðallega Web of Science, get ég bara sett inn lykilorð og þá fæ ég niðurstöður. Ég get pantað efni eða hreinlega prentað heimildir út heima hjá mér. Fær engar heimildir fyrir austan nema í gegnum netið Þessi landsaðgangur skiptir mjög miklu máli fyr- ir þá sem nota frekar heimildir úr tímaritum en bókum. Ég hef verið í fjarnámi síðustu mánuði og það væri ekki gerlegt án þessarar þjónustu. Ég var reyndar búin að afla mér ýmissa heimilda fyrir sunnan en fæ ekkert af mínum heimildum hér fyrir austan nema í gegnum netið og þá helst af þessari síðu.“ Rán hefur aðallega notað landsaðganginn hvar.is eftir að BS-prófinu lauk og virðast háskólanem- endur sem hafa lokið fyrstu gráðu einmitt vera helstu notendurnir. Með síauknum aðgangi verða möguleikarnir þó meiri á öllum skólastigum. Fjarnámið gerlegt með hvar.is Morgunblaðið/Steinunn Landsaðgangur Rán stólar á hvar.is í námi sínu. NEYSLA á tómötum og spergilkáli veitir vörn gegn krabbameini í blöðru- hálskirtli en sér í lagi þegar máltíðin er samsett úr báðum grænmetisteg- undum, samkvæmt nýrri rannsókn Illinois-háskólans í Bandaríkjunum sem sagt er frá á vefnum forskn- ing.no. Í rannsókninni var fylgst með þró- un krabbameinsæxla í rottum sem fengu mismunandi fóður. Í ljós kom að æxlin uxu hægar hjá þeim sem fengu blöndu af tómötum og spergilkáli en þeim sem fengu t.d. einungis tómata. Virkni tómata og spergilkáls í bar- áttunni gegn krabbameini er þekkt en ekki hefur áður verið athugað að blanda þessara grænmetistegunda hefur enn meiri virkni. Eftir 22 vikna rannsóknartíma hafði blandan dregið miklu meira úr vexti æxlisins heldur en önnur fæðublanda. Tekið er fram að ekki er fullvíst hvort sama nið- urstaða fengist hjá mönnum en vís- indamennirnir við Illionois-háskólann mæla hiklaust með þessari samsetn- ingu, auk neyslu ýmiss konar græn- metis og ávaxta í stað þess að reiða sig á vítamín. Í grein forskning.no er áætluð dagsþörf 55 ára manns af umræddu grænmeti u.þ.b. 3 dl af spergilkáli (200 g) og 6 dl tómatar (400 g) eða 2,5 dl tómatsósa og um 1 dl tómatpúrra. Pasta með tómötum og spergilkáli 2 msk. ólívuolía nokkrir saxaðir hvítlauksgeirar 1 dl hvítvín 1⁄2 tsk. þurrkuð paprika 7 dl (450 g) spergilkál, niðurskorið 5 dl (330 g) tómatar, niðurskornir 350 g pasta Sjóðið pastað. Setjið olíuna á pönnu og hitið hvítlaukinn í nokkrar mínútur. Lækkið undir og bætið út í hvítvíninu og paprikunni, því næst spergilkálinu. Látið malla undir loki í u.þ.b. 4 mínútur og síðan er tómöt- unum blandað saman við, hitið. Hrærið grænmetisblöndunni saman við pastað og berið fram með rifnum parmesan-osti. Tómatar og spergilkál gegn blöðruhálskrabbameini Hollusta Máltíð samsett úr spergil- káli og tómötum er vopn í barátt- unni við krabbamein í blöðruháls- kirtli samkvæmt nýlegri rannsókn. heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.