Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 11 FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BIRGÐIR af hvalkjöti hafa safnast upp í Japan á sl. árum og því lítil sem engin von fyrir Íslendinga að koma afurðum sínum á markað þar í landi. Sjálfir hafa Japanar gripið til þess ráðs að selja hvalkjöt ódýrt annars vegar í skólamáltíðir í mötuneytum og hins vegar í hundamat til þess að vinna á hval- kjötsfjallinu. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Grænfriðungar (Green- peace) efndu til í Reykjavík í gær. Telur fjárhagslegan ávinning af hvalveiðum engan Á fundinum kynnti Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, opinberar tölur frá japanska sjáv- arútvegsráðuneytinu sem sýna að frá árslokum 2002 til nóvember 2006 hafa hvalbirgðir þar í landi aukist um ríflega 2.240 tonn. Eins og sést á meðfylgjandi grafi minnkuðu birgðir á milli áranna 2002 og 2003, sem að sögn Pleym, stafar af því að þá dróst veiði sam- an. Síðan 2003 hafa birgðirnar hins vegar aukist til muna, þrátt fyrir að japönsk yfirvöld hafi árið 2004 gripið til þess ráðs að selja hval- kjötið ódýrt í skólamáltíðir og hundamat. Benti hann á að Norð- menn hefðu sjálfir árangurslaust reynt að selja hvalkjöt til Japans síðan árið 2001. „Að okkar mati ættu fjárhags- legu rökin að vega þyngst hjá ís- lenskum yfirvöldum. Það er ljóst að fjárhagslegur ávinningur af því að veiða hvalkjöt er lítill sem eng- inn í samanburði við þann fórn- arkostnað sem íslensk fyrirtæki verða fyrir,“ sagði Frode Pleym og minnti á að íslensk stórfyrirtæki á borð við Baug Group og Icelandair hefðu mótmælt hvalveiðum. „Ekki af því að stjórnendur fyr- irtækjanna eru í sjálfu sér á móti hvalveiðum heldur vegna þess efnahagslegs skaða sem fyrirtækin verða fyrir vegna andstöðu um- heimsins við hvalveiðar,“ sagði Pleym og tók fram að það fælist engin skömm í því fyrir íslensk stjórnvöld að breyta um stefnu og hverfa frá hvalveiðum. „Það myndu ekki allir aðeins hafa skilning á því ef íslensk stjórnvöld veldu að hætta hval- veiðum, heldu fagna breyttri stefnu. En því lengur sem beðið er þeim mun meiri verða neikvæðar afleiðingar veiða,“ sagði Pleym og minnti á að enn hefðu ekki verið gefnar út hvalveiðikvótar hérlendis fyrir árið 2007. Aðspurður sagðist Pleym sannfærður um að þrýsting- urinn frá umheiminum gegn hval- veiðum ætti bara eftir að aukast. Nefndi hann í því sambandi her- ferð breska umhverfisráðuneyt- isins sem nýtur fulltingis Tonys Blairs forsætisráðherra og hins heimsfræga sjónvarpsmanns og náttúruunnanda Davids Attenbor- oughs. Greenpeace segir að skortur á markaði fyrir hvalkjöt ætti að verða til þess að hvalveiðum verði hætt Morgunblaðið/ÞÖK Hvalkjötsbirgðir Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, kynnti tölur um hvalkjötsbirgðir Japana á sl. árum. Fjárhagsfor- sendur fyrir veiðum brostnar Grænfriðungar telja engar líkur til þess að hægt verði að selja íslenskt hvalkjöt á Japansmarkaði. Benda þeir á að Japanar eigi sjálfir hvalkjöts- birgðir sem nemi tæpum 5 þúsund tonnum. Í HNOTSKURN » Íslendingar hófu hval-veiðar í vísindaskyni árið 2003. » Haustið 2006 veittu ís-lensk stjórnvöld heimild fyrir hvalveiðum í atvinnu- skyni eftir 20 ára hlé. » Margir hafa orðið til aðmótmæla atvinnu- hvalveiðum, þ.á.m. talsmenn ferðaþjónustunnar hérlendis sem og forsvarsmenn stórfyr- irtækja á borð við Baug Group og Icelandair. »Talsmaður Grænfriðungasegir þrýsting gegn veið- unum eiga eftir að aukast.            ' *+ ,%  -./000! ##!!%. ? ! # -      hammed al-Fayed sem keypti Ful- ham á 30 milljónir punda fyrir ára- tug. Þá er ónefndur einn eigandinn, Robert Earl sem keypti nær fjórð- ungshlut í Everton fyrir ótilgreinda fjárhæð í fyrra. Þá eru sölu- viðræður vegna Liverpool við fjár- festa í Dubai á lokasprettinum. Tekið er fram að laun leikmanna EGGERTI Magnússyni, stjórn- arformanni enska úrvalsdeild- arliðsins West Ham er í sunnudags- umfjöllun breska blaðsins Herald Tribune skipað á bekk með eig- endum annarra félaga í ensku knattspyrnunni sem eiga það sam- eiginlegt að fjárfesta í félögum til að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Þeir félagar Eggert og Björg- ólfur Guðmundsson eru nefndir til sögunnar í umfjöllun blaðsins um sístækkandi hóp fjársýslumanna sem sækjast eftir fjárfestingum í ensku úrvalsdeildinni, en engin deild í heiminum kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað varðar árstekjur. Þær námu 2 millj- örðum punda í fyrra, eða sem sam- svarar 180 milljörðum króna. Hin nýja kynslóð eigenda knatt- spyrnufélaga sé nú ekki einvörð- ungu að leita eftir sætum í forstjór- astúkunni á vellinum þegar mikilvægir leikir fara fram, heldur hagnaði af fjárfestingunum. United á 800 milljónir punda Kaupverð West Ham var 85 millj- ónir punda og meðal annarra knatt- spyrnufélaga sem erlendir fjár- festar hafa keypt fyrir töluverða fjármuni er Aston Villa sem selt var Randy Lerner á 63 milljónir punda, Porstmouth, sem drjúgur hluti var seldur Alexander Gaydamak á 15 milljónir punda og Man. Udt. sem selt var Malcolm Glazer á 800 millj- ónir punda árið 2005. Til viðbótar þessum nýju hús- bændum má nefna Roman Abramo- vich sem keypti Chelsea fyrir 140 milljónir punda árið 2003 og Mu- hafi hækkað um 20% á ári und- anfarinn áratug. Voru laun leik- manna í ensku úrvalsdeildinni alls 785 milljónir punda tímabilið 2004–5. Dregið hafi þó úr því að fé- lög greiði leikmönnum sínum laun yfir markaðsverði til að halda þeim innan sinna raða og það sé nokkuð sem leikmenn felli sig við. Knattspyrnan heillar Eggert Magnússon, eigandi West Ham, er nefndur ásamt Roman Abramovich og fleiri auðugum félagseigendum í Englandi. Vilja sjá hagnað af boltanum VINNUBÚÐIR Impregilo verða seldar, ef kaupendur fást. Fyrir nokkru barst fyrirspurn frá innlendu verktakafyrirtæki sem falaðist eftir vinnubúðum. Þá gat Impregilo ekki séð af húsnæði og því varð ekki af sölu, að sögn Ómars R. Valdimars- sonar fjölmiðlafulltrúa. Nokkur hús hafa verið flutt frá stíflustæðinu við Kárahnjúka að aðgöngum 2 þar sem þörf var á fleiri vistarverum fyrir starfsmenn. Að öðru leyti hafa vinnubúðir ekki verið teknar niður, að sögn Ómars. „Samkvæmt samningi við Lands- virkjun ber okkur að fjarlægja þetta. Ef einhver vildi t.d. opna þarna há- lendishótel þá eru búðirnar til sölu. Ég held að þær fengjust fyrir tiltölu- lega hagstætt verð. Það myndi spara okkur ómælda vinnu við að taka þær niður,“ sagði Ómar. Vinnubúðir Impregilo rúma um 1.150 manns. Með vorinu verða tekn- ar niður vistarverur fyrir allt að 600 manns. Ómar sagði að ekki hefði ver- ið tekin ákvörðun um að auglýsa búðirnar til sölu, en áhugasamir gætu haft samband við Impregilo. Samkvæmt upplýsingum frá Imp- regilo vill fyrirtækið helst selja búð- irnar á staðnum og í því ástandi sem þær eru. Nú eru 1.110 manns að störfum fyrir Impregilo við Kárahnjúkavirkj- un. Búist er við að starfsmönnum fækki um 150 manns um miðjan febrúar. Vinnubúðir Impregilo falar Athafnasvæði. Um 1.110 manns eru við Kárahnjúka á vegum Impregilo. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.