Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 22
Eftir Andra Karl andri@mbl.is Tæplega þrjú hundruðbyggingum verður komiðúr hernaðarlegri í borg-aralega notkun á næstu fjórum árum nái markmið Þróun- arfélags Keflavíkurflugvallar (ÞK) fram að ganga. Félaginu sem stofn- að var í október sl. og tók við eign- unum í desember hefur þegar bor- ist hátt í hundrað hugmyndir frá íslenskum sem og erlendum aðilum, s.s. um alþjóðlega háskólastarfsemi, kvikmyndaver, orku- og auðlinda- garða og fríverslunarsvæði. Magnús Gunnarsson, stjórn- arformaður ÞK, segir nauðsynlegt að koma eignum á svæðinu í borg- araleg not án þess að jafnvægi sam- félagsins á Suðurnesjum verði rask- að. „Í því felst m.a. að við munum ekki setja allar þessar íbúðir á markað en fylgjumst hins vegar með því hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að nýta eignirnar til þróun- arvinnu,“ segir Magnús. Íbúðirnar eru alls yfir tvö þúsund auk þess sem á svæðinu er fjögur þúsund fer- metra sjúkrahús, tveir grunnskólar, íþróttamiðstöð með 25 metra yf- irbyggðri sundlaug, kirkja, iðn- aðarhúsnæði svo fátt sé nefnt. „Þetta er vandmeðfarið og við þurfum að fara eins varlega og hægt er, en auðvitað verður svona stórt verkefni ekki framkvæmt nema einhversstaðar verði titr- ingur. Framtíðin er að hér verði aft- ur líflegt samfélag og við gerum okkur vonir um að með því að færa þessar eignir til borgaralegra nota munum við auðga mannlífið á þessu svæði, umsvifin og atvinnulífið,“ segir Magnús. Eignir skoðaðar með tilliti til byggingareglugerða Vinna ÞK er ekki langt á veg komin og ljóst að margt þarf að gera á næstu vikum og mánuðum. Kjartan Eiríksson, framkvæmda- stjóri FK, segir að eitt af fyrstu við- fangsefnunum sé að koma skipu- lagsmálum í eðlilegt horf. „Skipulagið er komið á hendur sam- eiginlegrar skipulagsnefndar sveit- arfélaganna Garðsins, Sandgerðis og Reykjanesbæjar og bíður verð- ugt viðfangsefni. Það þarf að taka út eignirnar, afmarka lóðirnar og setja á hvert hús hitaveitu- og raf- magnsmæla,“ segir Kjartan og einnig á eftir að skoða mörg tækni- leg atriði, s.s. raflagnir. „Við erum að skoða eignirnar með tilliti til byggingareglugerða og þeirra staðla sem þarf að uppfylla rannsóknir okkar hafa leitt ekki þarf að gera miklar br ingar.“ Hann segir að vonast sé hægt verði að leysa öll slík tölulega auðveldan hátt og að eignirnar séu yfirhöfuð b samkvæmt íslenskum stöðl Kjartan tekur fram að vi lagsvinnuna gildi sömu viðm þegar verið er að þróa ný h an sveitarfélaga, s.s. hvaða semi menn vilja sjá á hverj „Það er einn af okkar grun að línurnar séu skýrar í ski málum. Sumt gengur og ve svipað og nú er en aðra hlu aðlaga nýjum forsendum.“ segir allan aðbúnað við hús fyrirmyndar en stefnt er að auka trjágróður. Stórfé í að reka svæðið Í nóvember sl. urðu töluv skemmdir á 106 íbúðum í þ húsum á svæðinu sökum va og var um verulegt tjón að Þrátt fyrir það segir Magn Byggð sem mun au á svæðinu, umsvif Setustofa flugmanna Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (fy Þróunarfélag Kefla- víkurflugvallar er í stakk búið til að taka við hugmyndum um notkun mannvirkja á fyrrum varnarsvæði Bandaríkjahersins á Miðnesheiði. „Hér eru endalaus tækifæri,“ segir stjórnarformað- ur félagsins. Sundlaugin Tuttugu og fimm metra löng sundlaug, með rennibr arsvæðinu á Miðnesheiði. Þar eru einnig salir fyrir ýmsar íþrótti 22 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „STRÁKARNIR OKKAR“ Í BLÍÐU OG STRÍÐU Íslenska karlalandsliðið í hand-knattleik vann frækilegan sigurá sjálfum Evrópumeisturum Frakka í landsleik liðanna í fyrra- kvöld og tryggði sér þar með, þvert á spár flestra, sæti í milliriðli á HM í Þýskalandi. Afrek landsliðsins er stórglæsilegt og sjaldan ef nokkurn tíma, hefur liðsheildin verið jafnsterk, sóknar- leikur liðsins jafn djarfur, vörnin jafn pottþétt, eða markvarslan jafn frá- bær. Leikgleði, einbeitni og sam- vinna voru augljóslega dagskipun Al- freðs Gíslasonar þjálfara til liðsins, sem í einu og öllu lék samkvæmt henni. Þessi leikur íslenska liðsins gegn því franska verður ugglaust lengi í minnum hafður og óhætt er að full- yrða, að hægt verður að styðjast við myndbandsupptökur af honum, þeg- ar reynt verður að kenna og brjóta til mergjar, hvernig eigi að leika þennan skemmtilega, hraða og krefjandi leik, þannig að leikmenn jafnt sem áhorf- endur hafi ánægju af. Átta marka sigur gegn Frökkum var staðreynd í leikslok og íslenska liðið er komið í milliriðil á HM með tvö stig og átta mörk í farteskinu. Eins og oftast vill verða var búið að byggja upp geysilegar væntingar til „strákanna okkar“ eftir að þeir með svo eftirminnilegum hætti náðu að tryggja sér sæti á HM á þjóðhátíð- ardag Íslendinga, 17. júní, í fyrra með því að vinna Svía samanlagt í tveimur leikjum. Væntingarnar hafa ekki gert neitt annað en að aukast frá því í fyrrasum- ar og fyrsti leikurinn á laugardag, þar sem íslenska landsliðið burstaði það ástralska, gerði það að verkum, að margir töldu að það væri lítið annað en formsatriði að leggja landslið Úkraínu að velli. Eins og alkunna er runnu slíkar væntingar út í sandinn í einu vetfangi, þegar Úkraínumenn unnu öruggan sigur á okkar mönnum á sunnudag og ugglaust töldu flestir að íslenska landsliðsins biði sú smán- arlega raun að leika um 13. til 18. sæti á mótinu, þar sem mótherjarnir væru lélegar handknattleiksþjóðir á borð við Kúveita, Katara, Brasilíumenn og Argentínumenn. Með undraverðum umsnúningi, frá afspyrnulélegum leik íslenska liðsins gegn Úkraínu yfir í handknattleik á heimsmælikvarða gegn Frökkum tókst hið ótrúlega og landslið Íslend- inga er komið áfram í milliriðil. Nú þurfum við að sýna það í verki, að við styðjum íslenska karlalandslið- ið í blíðu og stríðu, en það er raunar heitið á sérstöku stuðningsmannaliði íslenska landsliðsins, nýstofnuðu. Fé- lagar í blíðu og stríðu voru orðnir 5655 í gærkvöld, samkvæmt heima- síðu liðsins. Liðið hefur unnið frá- bæran áfangasigur, en nú ríður á að væntingar til liðsins og kröfur á hendur því keyri ekki úr hófi fram. EFTIRLIT MEÐ BARNANÍÐINGUM Kynferðisbrot gegn börnum erueinhverjir verstu og andstyggi- legustu glæpir, sem hugsazt geta. Það er þess vegna engin furða að ýmsar spurningar vakni um réttarkerfi okk- ar þegar upplýst er að dæmdur barnaníðingur, sem hlaut einhvern þyngsta dóm sem fallið hefur í slíku máli, sé kominn á kreik á ný áður en hann hefur einu sinni afplánað þann dóm til fulls. Brotamaðurinn hefur að undanförnu verið vistaður á áfanga- heimilinu Vernd eftir að hafa hagað sér vel í fangelsi fyrri hluta afplán- unar sinnar. Hann lét glepjast af einkamálaauglýsingu á Netinu, sem umsjónarmenn fréttaskýringaþáttar- ins Kompáss höfðu sett þar í nafni 13 ára stúlku. Hann var einn um 100 karlmanna, sem settu sig í samband eftir að hafa séð auglýsinguna. Í framhaldinu fannst barnaklám í tölvu hans, sem hann hafði til afnota á Vernd. Það virðist ekki ástæða til að draga í efa að menn, sem afplánað hafa dóma fyrir kynferðisbrot, eigi að fá að ljúka afplánun sinni á Vernd eins og aðrir brotamenn. Eins og Valtýr Sigurðs- son fangelsismálastjóri segir í Morg- unblaðinu í gær, hefði afplánun mannsins lokið fyrr eða síðar og fyrir flesta fanga, sem á annað borð vilja verða nýtir samfélagsþegnar á ný, hlýtur áfangaheimili að vera góður kostur. Aðalatriðið í þessu máli er að rétt mat sé lagt á það hvort þessir menn hafi fengið þá meðferð, sem þeir þurfa á að halda og hvort líklegt sé að þeir brjóti aftur af sér. Í þessu tilviki hefur það mat fagmanna hjá Fangelsis- málastofnun augljóslega verið rangt. Og möguleikarnir á að slíkt mat sé rangt eru auðvitað alltaf miklir, sama hversu góðir fagmennirnir eru. Þess vegna hljóta yfirvöld að skoða hvort ekki sé ástæða til að auka eft- irlit með dæmdum kynferðisglæpa- mönnum eftir að þeir ljúka afplánun í fangelsi. Fram kemur í Morgun- blaðinu í gær að ríkissaksóknari geti farið fram á að brotamaður sé dæmd- ur í sérstaka öryggisgæzlu eftir að af- plánun lýkur. Því úrræði hefur sjald- an eða aldrei verið beitt. Hvers vegna ekki? Slíku eftirliti með kynferðis- brotamönnum er beitt í vaxandi mæli í ýmsum löndum, til dæmis bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, segir í Morgunblaðinu í gær að sér finnist koma til greina að lögregl- an beiti tálbeitum til að koma upp um kynferðisafbrotamenn. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að slíkar að- ferðir eru oft árangursríkar, en marg- ir grunaðir brotamenn hafa þó verið sýknaðir vegna þess að dómstólar hafa talið að lögreglan hafi gengið of langt í að hvetja til afbrota. Um slíka notkun tálbeitna verða því að gilda mjög skýrar reglur – en að því gefnu virðist ekkert því til fyrirstöðu að lög- reglan beiti slíkum aðferðum. Glæpamennirnir í þessum málum beita óvenjulegum aðferðum. Lög- reglan getur þurft að gera það líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.