Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TIL skoðunar er að reisa 250 þús- und tonna álver í landi Bakka við Húsavík. Þar vega þungt þættir eins og orkuvinnsla og orkuflutningur, samstaða heimamanna, áhugi fjár- festa, umhverfismál, hafnaraðstaða og landrými fyrir stóriðju. Ljóst er að allflestir Norðlendingar fylgjast grannt með þróun mála, enda um mikið hagsmunamál að ræða. Öllum athugunum varðandi hagkvæmni þess að reisa álverið miðar vel áfram og enn hefur ekkert komið fram sem dregur úr líkum þess að álverið hefji starfsemi á næsta áratug. Ég vil leyfa mér að halda því fram að það sé lífsspursmál fyrir Norðlendinga að álver rísi með tilheyr- andi eflingu byggðar og atvinnulífs. Slík framkvæmd er einnig best fallin til að draga úr þeirri neikvæðu búsetuþróun sem verið hefur víða á Norðurlandi. Höfuðborgarsvæðið styrkist á kostnað landsbyggðar Á undanförnum árum hefur þensl- an á suðvesturhorninu sogað til sín bæði fólk og fyrirtæki með tilheyr- andi veikingu byggðar á lands- byggðinni. Framleiðslufyrirtæki fjarri Reykjavík hafa gefist upp vegna hás flutningskostnaðar og í flestum tilvikum hefur starfsemin verið flutt á höfuðborgarsvæðið. Þá er það nöturleg staðreynd að Reykjavík skuli vera orðin kvóta- hæsta byggðarlag á Íslandi eftir síð- ustu fréttir um flutning Brims á kvóta frá Akureyri til Reykjavíkur. Sjávarplássin á landsbyggðinni eru í dag aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar sjávarfangið var hrygglengjan í atvinnustarfsemi viðkomandi sveitarfélaga. Nú er kvótinn farinn og það til Reykjavík- ur! Þökk sé kvótakerfinu sem lagt hefur fjölda byggðarlaga í rúst. Þetta er veruleikinn sem við búum við í dag sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af. Það er sárt að horfa eftir fólki og störfum í tuga ef ekki hundraða vís með tilheyrandi verðfalli á fasteignum. Þess vegna ber að fagna áhuga Alcoa á að byggja álver í landi Bakka því skort hefur verulega á að fyr- irtæki væru tilbúin að fjárfesta utan höf- uðborgarsvæðisins. Þá hefur bankakerfið ekki heldur ýtt undir fjár- festingar fyrirtækja á landsbyggðinni, það er utan einstakra svæða. Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort byggðastefna stjórn- valda hafi ekki brugðist þegar flestar skýrslur sýna veikingu byggðar á síðasta áratug utan höfuðborgarsvæðisins, það er sérstaklega utan þeirra svæða þar sem álvera nýtur ekki við. Því glögglega má sjá í nýrri skýrslu Byggðastofnunnar um þróun hag- vaxtar á Íslandi á tímabilinu 1998– 2004 að hagvöxtur utan höfuðborg- arsvæðisins hefur aukist mest á Vesturlandi og Austurlandi sem skýrsluhöfundur rekur að mestu til uppbyggingar stóriðju á svæðunum. Utan þessara svæða ríkir ákveðin stöðnun. Því er ljóst að starfsemi ál- vers við Húsavík myndi gjörbreyta öllu fyrir Norðlendinga með tilheyr- andi uppbyggingu atvinnulífs á aust- anverðu Norðurlandi, það er í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum. Því er mikilvægt að íbúar þessara héraða taki höndum saman í baráttu fyrir álveri í landi Bakka þar sem sameig- inlegir hagsmunir eru augljósir. Þá er vert að hafa í huga að álver er ekki bara álver eins og stundum má ætla af málflutningi þeirra sem eru á móti uppbyggingu álvera og benda látlaust á eitthvað annað sem þeir eiga erfitt með að skilgreina frekar, enda oftast innihaldslaust hjal. Upp- bygging álvera kallar á miklar tekjur í formi skatta og aðstöðu- gjalda auk þess að styrkja atvinnu- lífið sem fyrir er. Auknar tekjur sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum og fjölgun íbúa gerðu sveitarfélög- unum einnig betur kleift að standa undir þjónustu við borgarana og um leið að sækja fram á því sviði. Þá eru tekjur þeirra sem starfa í álverum almennt betri en gerist við sambæri- leg störf á almenna vinnumark- aðinum. Slík störf eru verðmæt og ryðja láglaunastörfum í burtu. Kosið til Alþingis Í vor verða alþingiskosningar og þá velja kjósendur 63 þingmenn til setu á Alþingi næstu fjögur árin. Kjósendur hafa val um hvaða fulltrúar setjast á þing og því skiptir hvert atkvæði miklu máli. Í kosning- unum í vor er mikilvægt að kjós- endur á Norðurlandi velji þá þing- menn til setu á Alþingi sem styðja uppbyggingu orkufreks iðnaðar, svo sem áliðnaðar, á Norðurlandi. Gef- um þeim frí í næstu kosningum sem ekki vilja vinna við hlið okkar að uppbyggingu atvinnulífs á Norður- landi. Það er nóg komið af yfirlýs- ingum um „eitthvað annað“, slíkur málflutningur er gjaldþrota og inni- haldslaus. Látum verkin heldur tala og nýtum krafta þeirra sem vilja byggja upp öflugt atvinnulíf okkur til heilla. Álver á Norðurland! Álver – góður kostur Aðalsteinn Á. Baldursson skrifar um álver í landi Bakka við Húsavík »Ég vil leyfa mér aðhalda því fram að það sé lífsspursmál fyrir Norðlendinga að álver rísi með tilheyrandi efl- ingu byggðar og at- vinnulífs. Aðalsteinn Árni Baldursson Höfundur er formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur og nágrennis. ÞAÐ er þyngra en tárum taki hvernig komið er fyrir akureyrsk- um sjávarútvegi. Útgerðarfyr- irtæki, sem um langan aldur var tryggur vinnuveitandi 150–160 sjó- manna sem búsettir voru á Ak- ureyri auk fjölmargra lykilstarfs- manna á skrifstofu sem skiluðu drjúgum tekjum til bæjarfélagsins, er horfið á braut úr bænum. Í einu vet- fangi er áratuga upp- byggingu og lífsstarfi margra mætra manna kastað fyrir róða. Starfsum- hverfið hjá fyrirtæk- inu var um árabil öruggt og Útgerð- arfélag Akureyringa um langan aldur einn öflugasti hornsteinn bæjarfélagsins. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá þeim örlagadegi, í at- vinnusögu bæjarins, er Guðmundur Krist- jánsson keypti Brim, hefur hann „afrekað“ að reka eða flæma á brott allar þær áhafnir sem voru starfandi hjá fyr- irtækinu þegar hann keypti það, að einni áhöfn undanskilinni. Þeirri áhöfn getur vart fundist sérlega fast land undir fótum hvað varðar starfsöryggi sem síðustu fulltrúar þeirra sjómanna sem störfuðu hjá fyrirtækinu þegar „sláturtíðin“ hófst. Breytingar á skráningu skipa útgerðarinnar frá Akureyri, skipa, sem borið hafa nöfn sem samofin eru atvinnusögu höfuðstaðar Norðurlands í áratugi og gjörsamlega haldlaus uppgefin ástæða brottflutningsins, eru að mínu mati móðgun við alla sæmi- lega réttsýna menn og í raun end- anleg staðfesting á ömurlegum af- leiðingum meingallaðra laga um stjórnkerfi fiskveiða. Fyrir nokkru leit ég inn á heimasíðu Brims HF og þar bar að líta eftirfarandi áherslur stjórnenda fyrirtækisins um velferð, starfsgleði og starfs- öryggi starfsmanna en þar stóð meðal annars: Að starfsfólk njóti virðingar í samskiptum og jafnræðis í hví- vetna óháð starfi, kynferði, upp- runa eða viðhorfum. Að starfsfólk búi við hvetjandi, öruggar og eftirsóknarverðar starfsaðstæður. Eins og sjá má eru þetta lofsverð markmið og til fyrirmyndar þótt ég hafi reyndar lúmskan grun um að þau eigi uppruna sinn að rekja til fyrrver- andi stjórnenda og eigenda fyrirtækisins. Raunveruleikinn getur í öllu falli ekki verið öllu meira á skjön við yfirlýst markmið hér að ofan. Toppnum var náð þegar forstjóri fyrirtækisins birtist á forsíðum blaðanna í tilefni af því að útdeilt var kaupauka til starfsfólks upp á rúm- ar 40 milljónir nú um áramótin. Tók hann þar við fallegum blómvendi úr höndum þakklátra verkalýðsfor- ingja. Þessi upphæð gæti í besta falli numið 5–10% af þeim tekjum Brims sem inn komu á síðasta kvótaári vegna útleigu á veiði- heimildum, en fyrirtækið á trúlega Íslandsmet á því sviði þótt fleiri geri hugsanlega tilkall til „titils- ins“. Stór þáttur í rekstrinum felst í því að leigja frá sér veiðiheim- ildir upp á hundruð milljóna eða réttara sagt milljarða sé til lengri tíma litið. Stjórnendur Brims hafa flestum öðrum fremur nýtt sér ótæpilega öfugsnúna lagaheimild sem hefur það í för með sér að hafðar eru af starfsfólki fyrirtæk- isins gífurlegar tekjur með því að svipta sjómennina þeim möguleika að veiða þann fisk sem skip þeirra hafði heimildir til að veiða og fisk- vinnslufólkið vinnunni sem skap- ast hefði ef aflanum hefði verið landað til vinnslunnar í stað þess að leigja hann til annarra aðila sem í sumum tilvikum hafa í raun og veru engar forsendur til að leigja til sín aflaheimildir. „Ó“lög sem fela í sér fyrirkomulag sem inniheldur með beinum hætti þær brotalamir sem við blasa öllum þeim sem til þekkja eru óásætt- anleg og við slíkt verður ekki við unað öllu lengur að óbreyttu. Hversu lengi geta menn haldið því fram án þess að roðna að um hag- ræðingu í greininni sé að ræða? Merking þessa margtuggna og misnotaða hugtaks fer að verða miklum vafa undirorpið. Hægt væri að hafa mörg orð um hver beri ábyrgð þessu sorgarferli, sem ég vil kalla svo. Þar má kalla til sögunnar ýmsa aðila að þáverandi forráðamönnum bæjarins und- anskildum. Þeir trúðu því miður á sínum tíma sannfærandi fagurgala og lygum upphaflegra kaupenda og töldu sig vera að stuðla að upp- byggingu atvinnulífs á Akureyri. Aðrir aðilar sem að málinu hafa komið í framhaldinu, eiga það flestir sameiginlegt, að þar hefur nakin gróðahyggjan setið í önd- vegi án nokkurs tillits til framtíða- hagsmuna míns kæra heimabæjar, Akureyrar. Taki þeir til sín sem það eiga og hafið skömm fyrir. Þáttaskil Árni Bjarnason skrifar um ak- ureyrskan sjávarútveg Árni Bjarnason »Hversu lengigeta menn haldið því fram án þess að roðna að um hagræð- ingu í greininni sé að ræða? Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félags skipstjórnarmanna. Barn sagði: Það var hrint mér. Rétt væri: Mér var hrint (eða hrundið). Gætum tungunnar ÞEGAR Kvenréttindafélag Ís- lands var stofnað fyrir réttum 100 árum þá var það einn aðalhvatinn að stofnuninni að vinna að og ná fram jafnrétti kynjanna í stjórn- málum, eða stjórnmálajafnrétti eins og það var nefnt í fyrstu stefnuskránni. Á þeim tíma höfðu konur mjög takmark- aðan kosningarétt og ekki kjörgengi á við karla. Augljóslega hefur mikið áunnist og hafa öll þau form- legu réttindi sem Kvenréttindafélagið vann að fyrstu starfs- ár sín löngu verið staðfest. Eftir stendur að við eigum enn langt í land með að ná stjórnmálajafnrétti kynjanna eins og hlut- ur kynjanna á þingi, í ríkisstjórn og stjórn- um stjórnmálaflokkanna sýnir glögglega og ljóst að miðað við niðurstöður þeirra prófkjöra sem þegar liggja fyrir, þá munum við ekki heldur ná stjórnmálajafnrétti hér á landi eftir kosningar næsta vor. Miðað við umræðuna innan stjórnar Kvenréttindafélags Ís- lands og í þjóðfélaginu almennt á liðnu ári þá virðast allir íslenskir stjórnmálaflokkar í svipaðri stöðu. Í þeim er einfaldlega miklu auð- veldara fyrir karla að fá framgang í stjórnmálum, leiða flokk, leiða lista og sitja í ríkisstjórn en konur. Ég ætla þó ekki að halda því fram að staða flokkanna sé nákvæmlega eins hvað þetta varðar, en hún er svipuð, og virðist hvergi það vera sett í forgrunn að tryggja jöfn hlutföll kynjanna í þingflokkum. Miðað við umræðu frá síðustu upp- stillingum fyrir kosningar þá virð- ast flokkarnir leggja meira upp úr að framboðslistarnir endurspegli landsvæði í kjördæmunum en kyn- in og er engin leið að skilja rök- semdirnar fyrir slíkri forgangs- röðun. T.d. kom upp sú umræða eftir próf- kjör Framsókn- arflokksins í Suður- kjördæmi að tryggja þyrfti einstaklingi af Suðurnesjum 3. sæti listans, en ekki konu, jafnvel þótt karlar væru bæði í 1. og 2. sæti. Þá virðist Fram- sóknarflokkurinn eiga erfitt með að koma auga á eigin leiðtoga- efni í hópi kvenna eins og fleiri flokkar, þó að því væri bjargað fyrir horn á síðasta ári að helstu for- svarsmenn flokksins væru ekki eingöngu karlar. Það sama höfum við margoft séð í Sjálfstæð- isflokknum og horfi ég þar ekki síst til hins almenna flokksmanns sem virðist margur hver ekki telja að pólitík sé fyrir konur, m.v. nið- urstöðu prófkjöra. Kynjapólitíkin í Samfylkingunni er okkur svo öllum ofarlega í huga eftir lestur frá- sagnar Stelpunnar frá Stokkseyri af slíkri baráttu og vegna síðustu hrókeringa formanna í flokknum. Hvað varðar Vinstri græna þá er það vissulega ánægjulegt að sjá hina nauðsynlegu fléttureglu í verki við uppröðun lista, þó hafa verði í huga að slíkt regla nær skammt þegar efstu menn listanna eru yfirleitt karlmenn og það eru aðeins þeir sem ná kjöri. Síðast en ekki síst ber hér að nefna Frjáls- lynda flokkinn, eða hóp innan hans, sem virðist með engu móti gera sér grein fyrir að kjósendur við þingkosningar eru af báðum kynjum. Og að til að ná stjórn- málajafnrétti þá þurfa helstu leið- togar flokkanna að vera bæði karl- ar og konur. Aðilar innan flokksins leyfðu sér meira að segja að beita forræð- ishyggju gagnvart sínum fremsta stjórnmálamanni úr röðum kvenna. Að ákveða að hún réði ekki við að vera framkvæmdastjóri flokksins um leið og hún ynni að eigin fram- boði. Ég gæti ekki séð fyrir mér að leiðandi karl í stjórnmálum fengi nokkru sinni slíka meðferð, hvorki fyrr né síðar. Þá tel ég að Margrét Sverrisdóttir sé ein hæfi- leikaríkasti stjórnmálamaðurinn á Íslandi í dag og veit að þar eru mér margir sammála eftir umræðu síðustu mánaða. Margrét er þekkt fyrir að setja sig vel inn í öll mál- efni sem hún fjallar um, hún stendur og fellur með þeim og gef- ur ekki afslátt af neinu til að bæta eigin stöðu. Einmitt eins og góðir stjórnmálamenn eiga að vera. En hvers vegna ná hennar samflokks- menn ekki allir að sjá það? Skyldi þar vera kynjapólitík á ferðinni eða eru karlar bara að passa eigin stóla eins og oft áður. Á Frjáls- lyndi flokkurinn ekki að vera flokkur sem höfðar til breiðs hóps kjósenda af báðum kynjum? Þá þarf hann að skipa bæði konum og körlum í sína framvarðasveit. Ég skora á alla áhugamenn um stjórn- mál að fylgjast vel með kosningum á næsta landsfundi Frjálslynda flokksins því að í þeim getur flokk- urinn gefið okkur almennum kjós- endum, skilaboð um hvort hann er flokkur þröngs hóps sem hundsar kynjasjónarmið í pólitík eða hvort flokkurinn viðurkennir að pólitík sé líka fyrir konur. Þrátt fyrir alla jafnréttisumræðu liðinna ára, fögur fyrirheit og jafn- réttisvilja ráðamanna eiga konur undir högg að sækja í stjórn- málum. Þær virðast eiga erfitt uppdráttar í flestum flokkum og flokkarnir virðast ekki ætla að taka á þessu máli svo nægjanlegt er til breytinga. Stjórnmálaflokkar verða að átta sig á því að konur eru ekki bara upp á punt. Þær eru í stjórnmálum til að hafa áhrif. Eftir hundrað ára jafnréttisstarf í þessu þjóðfélagi sem lengst af var leitt af Kvenréttindafélagi Íslands, eigum við að vera komin lengra. Eða ætlum við að taka 100 ár í þetta í viðbót? Pólitík og konur Þorbjörg Inga Jónsdóttir fjallar um kynjajafnrétti og stjórnmálaflokka » Þrátt fyrir alla jafn-réttisumræðu lið- inna ára, fögur fyrirheit og jafnréttisvilja ráða- manna eiga konur undir högg að sækja í stjórn- málum. Þorbjörg Inga Jónsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og formaður Kvenrétt- indafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.