Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 25 MÖRK boðunarstjórnmála, vægis persónuleika einstaklinga og hreinræktuð ímyndarsmíði í uppskeru pólitískra flokka verða æ óljósari. Trúverðugleiki og sjarmi einstaklinga skiptir núorð- ið oft miklu meira máli en pólitísk boðun þeirra. Bezt fer þó ef þetta fer allt saman. Það dinglar pínkulítill fram- sóknarmaður í sál allra Íslend- inga. En nýr formaður flokksins nær engri höfðun í fjölmiðla- glamri tímans. Hann er of mál- efnalegur og vantar mýkt og framgönguþjálfun. Þess vegna eru Vinstri grænir nánast búnir að stela öllum eftirlifandi fram- sóknarmönnum. Genetísk endurnýjun VG frá Alþýðubrandaralaginu gamla tókst líka með eindæmum vel. Þangað hafa leitað konur til for- ystu, sem bæði skilja og tala mannamál. Hin flotta skákdrottn- ing landsins er síðasta vel heppn- aða málið. Vinstri grænir ná var- anlegri höfðun langt út fyrir hinn níðþrönga pólitíska ramma flokksins. Þar á móti hefur fyrrv. for- sætisráðherraefni Samfylking- arinnar talað sig út úr hverju stórmálinu á fætur öðru með hreinum vargatítlugangi og fljót- virkar undralækningar ekki fyr- irsjáanlegar. Hið ósamstæða hagsmuna- bandalag, sem kallast Sjálfstæð- isflokkur, hefur verið lánsamt með hinn nýja leiðtoga. Hann er lítt hagganlegur, pínu landsföð- urlegur – oftast kurteis og mál- efnalegur og hefur traust bakland í jafnaðarflokki sínum, þótt hann hafi gefið Kjartani Gunnarssyni lausn í náð. Til að endurlífga Framsókn- arflokkinn þurfa a.m.k. 300 millj- ónir að koma úr sjóðum vel- unnara. Með myndarlegri markaðssetningu mætti nudda fylginu upp í 12–13% og skemmti- kraftar flokksins á Suðurlandi myndu báðir komast á þing. En meðan flokkurinn hefur við- líka talsmenn og formann fjár- laganefndar, sléttfeita dreng- barnið með pönnukökuandlitið og hræddu augun og feril sem að- stoðarmaður félagsmálaráðherra flokksins með sorgleg og subbu- leg mál á bakinu, er varla auðvelt að endurvekja traust meðal fólks. Bragi Kristjónsson Hin óljósu mörk Höfundur er bókakaupmaður. NÝLEGA var haldinn fundur í Salnum í Kópavogi þar sem kynntar voru hugmyndir að nýju skipulagi vestast á Kársnesinu. Á fjórða hundrað manns sótti fundinn og var forsvarsmönnum hans brugðið því þeir höfðu búist við um fimmtíu. Ekki létu kjörnir fulltrúar meirihluta bæj- arstjórnar svo lítið að kynna hug- myndirnar heldur létu starfsmanni verk- fræðistofu og nokkrum embættismönnum bæj- arins það eftir. Kynningin hófst á svipaðan hátt og þegar áróðursdeildir gömlu Natóríkjanna sýndu kvikmyndir frá komm- únistaríkjunum sálugu. Líkt og áhorfendur þá fengu að líta gaddavírs- girðingar, grámusku- leg hús og gamlar kon- ur staulast áfram í kulda og skafrenningi fengu fundarmenn að berja augum myndir af ryðguðum rörum, bílhræjum og alls kyns sóða- skap og síðan var sagt: Svona er þetta nú, viljið þið hafa þetta svona? eða … og nú var brugðið upp mynd- um af glæsihýsum, þar sem fólkið lék sér glaðlegt á svip á hjólabrettum og drifhvítar, litlar skútur sigldu inn á höfn umvafða aspartrjám og fal- legum stórhýsum. Og svo vikið sé aft- ur að sóðaskap þá liggur það í augum uppi að auðvitað viljum við, íbúar Kársnessins, ekki hafa þá hörmung- arumgengni sem þar hefur liðist, heldur viljum við að sjálfsögðu hlý- legt og fallegt umhverfi þar sem mannlífið þrífst og dafnar. Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar voru er á næstu árum gert ráð fyrir að um 5.000 manna byggð rísi á Kársnesinu þar sem nú eru um 4.500 manns fyrir. Á fyllingu út í Fossvoginn er búið að samþykkja 1.200 manna hverfi og á svæðinu kringum gamla Kópavogshælið verð- ur a.m.k. 1.000 manna byggð. Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir um 3.000 manna byggð vestast á Kársnesinu svo samtals verður þetta rúmlega 5.000 manna fjölgun. Í lok fundarins kom reyndar fram að fækka þyrfti fyrirhuguðum íbúðum um a.m.k. 200, þar sem næg flutningsgeta gatna væri ekki fyrir hendi. Þá heyrist að eigendur byggingarréttar umhverfis núverandi smábátahöfn telji ekki unnt að reisa þau fjölbýlishús sem sýnd voru á uppdráttum eins og brimbrjótar í sjó fram. Er það vegna sjávarstrauma framan við húsin, dýpis og brims sem berja myndi á þeim í suðvestanáttinni alræmdu. Þar með er ljóst að hug- myndirnar voru óraun- hæfar áður en þær voru kynntar. En hvernig á svo að koma öllu þessu fólki heim til sín og að heim- an? Nú er talið að um 8.000 bílar aki eftir Kársnesbrautinni dag- lega. Ef ýtrustu hug- myndir ganga eftir verður umferð eftir brautinni um eða yfir 20.000 bílar á dag! Þá er ekki meðtalinn ýmis innanbæj- arakstur. Þolir brautin þessa um- ferð? Og ef ekki er það ásættanlegt að leggja stokk undir götuna, eins og bæjarstjórinn hefur stungið upp á, og gera þannig íbúum illmögulegt að komast heim að húsum sínum næstu árin meðan bygging hans stendur yf- ir? Gleymum ekki að verið er að tala um rótgróið hverfi þar sem íbúar hafa treyst því að festa væri komin á. Þær hugmyndir að leysa hluta vand- ans með tvennum umferðarljósum með 50 metra millibili eru svo vitlaus- ar að ekki tekur tali. Það nær heldur engri átt að leggja braut utan við Kársnesið að norðanverðu. Rask sem því fylgir er óþolandi og kostnaður slíkur að hann æti að öllum líkindum upp margra áratuga meintar tekjur af hinni nýju byggð. Gangi tillögurnar eftir fer hávaði í a.m.k. 30 húsum við Kársnesbraut yf- ir þau viðmiðunarmörk sem leyfð eru í dag. Að áliti meirihlutans virðist það hins vegar vera í lagi þar sem þarna er um gamalt hverfi að ræða. Hvað finnst íbúunum um það? Á fundinum kom fram sú hugmynd að íbúar Kársnessins fengju að kjósa um þær tillögur sem uppi eru. Í eyr- um kjörinna fulltrúa virðast slíkar hugmyndir ávallt sem eitur, enda var fundarstjórinn, formaður skipulags- nefndarinnar, fljótur að snúa út úr tillögunni með breiðu brosi. Einn fundarmanna spurði líka hvaða nauð- syn væri á öllum þessum bygging- armassa á Kársnesinu. Svörin voru engin, en einnig má spyrja, eru fyll- ingar í sjó fram nauðsynlegar svo og eyðilegging strandlengjunnar með tilheyrandi kostnaði þegar bærinn kaupir lönd víðs vegar fyrir milljarða. Hagsmuna hverra eru bæjarfulltrúar að gæta, íbúanna eða verktaka og lóðakaupenda? Í hugmyndum meirihlutans ber mikið á höfninni. Deilt hefur verið um hvort þetta verði stórskipahöfn eða ekki og hefur bæjarstjórinn blásið á fullyrðingar um að svo sé. Fólk hefur áhyggjur af þungaflutningum sem slíkri höfn fylgja þar sem heyrst hef- ur að aðalnotendur hafnarinnar verði Byko og Toyota. Bæjarstjórinn hefur hins vegar bent á að Atlantsskip, sem nú leggja skipum sínum að hafn- arbakka í Kópavogi fjórum til fimm sinnum í mánuði, séu á förum og í framtíðinni muni aðeins þrjú til fjög- ur skip leggja að í mánuði og þar með minnki þungaflutningar frekar en aukist. En hversu stór verða nýju skipin? Það veit enginn. Og hvernig á höfnin að bera sig ef einungis fjögur skip nýta hana í mánuði. Verða þá ekki umsvifin aukin á annan hátt og þar með umferðarþunginn líka? Hvað um olíu- og eiturefnaflutninga, þurfa þeir ekki að fara í gegnum íbúðarhverfin? Hvað gerist ef eitur- efnagámur eða olíubíll veltur ofan í garð við Kársnesbraut? Er það áhættunnar virði? Kársnesið í tröllahöndum Jóhannes Helgason skrifar um fyrirhugað skipulag á Kársnesi » Þar með er ljóst aðhugmyndirnar voru óraunhæfar áður en þær voru kynntar. Jóhannes Helgason Höfundur er íbúi á Kársnesi. HUGTAKIÐ eignaréttur er vafalítið margrætt hugtak í lög- fræði, en fyrir leikmenn er kjarni þess þó mjög einfaldur. Geti menn sannað að þeir eigi eitthvað og hafi aflað þess á lögmætan hátt geta menn yfirleitt nýtt eign sína eftir eigin höfði svo fremi sem þeir ganga ekki á rétt annarra. Réttur sumarhúsaeigenda fótum troðinn Annað virðist samt uppi á ten- ingum varðandi fólk sem á sum- arhús á leigulóðum víða um land. Allnokkuð hefur verið fjallað um málefni leiguliðanna undanfarna mánuði í fréttum og blöðum, og síðast hér í Morgunblaðinu á dög- unum. Ítrekað hefur komið fram hve eignaréttur leiguliðanna á hús- um sínum er í raun fótum troðinn. Þeir eiga húsin en leigja landið sem þau standa á, rétt eins og langflestir húseigendur gera í borgum og bæjum landsins. Eng- um bæjarfulltrúa með fullu viti sem ætlar sér að vinna næstu kosningar dytti í hug að heimta að húseigendur í bæjarfélaginu keyptu landspilduna undir húsinu á uppsprengdu verði. Verðlagning væri einhliða og ákveðin af bæj- arfulltrúum og blessaður húseig- andinn, dyggur þegn bæjarfélags- ins, hefði engan kost á því að fá óháð mat á verðkröfum. Gangi hann ekki að kaupunum, skal hann hypja sig burt af lóðinni með allt sitt hyski og hafurtask, þar á með- al húskofann. Síðan verður hann að freista þess að hola kofanum niður einhvers staðar annars stað- ar, bótalaust. Ekki ættum við von á því að okkar ágæta bæjarfélag, Kópavogur, léti svona við þegna sína, enda greint og gott fólk í Kópavogi. Þetta er hins vegar reyndin fyrir marga eigendur sumarhúsa á leigulóðum víða um land. Fjárplógsmenn í fararbroddi Mál leiguliða í landi Dagverð- arness í Skorradal hafa verið mest til umfjöllunar að undanförnu, enda skýrt dæmi um hvernig mál- um er háttað. Þar, eins og víða annars staðar, hafa fjárplógsmenn ýmsir fest kaup á jörðinni. Fyrstu leigusamningar renna út í haust, og eigendur húsa á jörðinni sæta nú þeim afarkostum að greiða sem svarar 10-15 milljónir fyrir hekt- arann eða hypja sig ella. Svo virð- ist að mál af þessu tagi hafi eink- um komið upp þegar jarðir hafa farið úr eigu bænda í hendur gróðamanna á mölinni. Flestir Ís- lendingar, ekki síst bændur, skilja merkingu orðsins heilindi, sá skiln- ingur virðist hulinn öðrum. Ráðherraskipuð nefnd gætir réttar – hverra? Í nýlegri frétt Morgunblaðsins kemur fram að ráðherraskipuð nefnd starfi nú að lagafrumvarpi um málefni sumarhúsaeigenda. Er það vel, en mátti þó vart seinna vera. Í fréttinni er haft eftir fram- kvæmdastjóra Landsambands sumarhúsaeigenda að „setja verði málið þannig fram að ekki sé verið að brjóta á eignaréttinum“. Þetta er einmitt mergurinn málsins. Vissulega verður að virða eigna- rétt landeigenda, en sá réttur má ekki fótumtroða eignarétt þess sem á fasteign á landinu. Farsæl lausn einföld Því geta mál þessi ekki fengið farsælan endi, eða lyktir sem Alþingi er sómi að, nema sett verði laga- ákvæði er tryggi nú- verandi leiguliðum tvennt: Annars vegar þarf að tryggja þeim forleigurétt þegar leigusamningur renn- ur út til sama tíma og fyrri samningur sagði til um. Hins vegar þarf leiguliði að eiga tryggðan forkaupsrétt, vilji landeigandi selja lóðina. Náist ekki samkomulag um upphæð áfram- haldandi leigu eða kaupverðs, verður að tryggja aðkomu gerð- ardóms eða mats, er skeri úr um ágreininginn, enda taki slíkur úr- skurður að sjálfsögu mið af gild- andi markaðsverði á hverjum tíma. Flóknara er það nú ekki. Nú sprengja fáeinir nýríkir kaupendur lóðaverð upp fyrir allt velsæmi. Erfitt er fyrir Jón og Gunnu að standast þeim snúning. Nauðsyn- legt er því að Alþingi komi hér til og skakki leikinn. Við sem skrifum þennan pistil eigum lítið sumarhús í Skorradal, og eigum því hags- muna að gæta. Eignaréttur hinna snauðu virtur Við störfum um stundarsakir í Afríku sunnan Sahara, í einu fá- tækasta landi veraldar. Þar eiga menn lítið, og þorri þjóðarinnar býr í leirkofum með þaki úr stráum við aðstæður sem hvorki Jón og Gunna í Kópavoginum né nýríkir fjárfestar og eigendur sumarhúsajarða byðu hrossum sín- um. Þar er eignaréttur á kofunum hins vegar virtur, jafnvel þó ekki sé hann skráður í lögformlegar bækur. Handsal gildir. Því verður seint trúað að ein ríkasta þjóð ver- aldar, afkomendur norrænna vík- inga, söguþjóðin, þjóðin sem á Grágás, Jónsbók og elsta löggjaf- arþing veraldar, ætli sér ekki að fara eins með eignaréttinn og gert er í landinu þar sem við dveljum nú. Eignaréttur verður að vera allra. Hver er réttur eigenda 12000 sumarhúsa? Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson fjalla um eignarétt og málefni sumarhúsaeigenda » Ítrekað hefur komiðfram hve eigna- réttur leiguliðanna á húsum sínum er í raun fótum troðinn. Sigríður Snæbjörnsdóttir Höfundar starfa nú að heilbrigð- ismálum í Malawi á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands. Sigurður Guðmundsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MJÖG ámælisvert er að stórhækka fargjöld með strætisvögnum höf- uðborgarsvæðisins án þess að full- reyna áður aðrar leiðir til að bæta rekstrarumhverfi þeirra. Af hverju er ekki unnt að fella niður að einhverju leyti gjöld á elds- neyti til stræt- isvagna og að öllu leyti tolla af innflutningi nýrra vagna sem og varahluta? Þá ber brýna nauðsyn til að bæta mjög verulega forgang vagnanna í umferðinni, útbúa sem víðast sér- stakar akreinar fyrir þá eins og R- listinn lét gera á köflum á Miklu- brautinni. En betur má ef duga skal! Þessi nýjasta hækkun er einungis til þess fallin að fækka enn þeim sem hugsa sér að nýta sér stræt- isvagnaþjónustu. Þeir sem hafa bif- reið til umráða hugsa sem sé að unnt sé að kaupa hálfan þriðja lítra af bensíni fyrir hvert fargjald. Í flestum tilfellum nægir það magn til að aka frá heimili í og frá vinnu. Kannski að langtímamarkmið Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í Reykjavík sé að leggja niður al- menningsvagna til stórtjóns fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þessi hækkun er einnig MJÖG köld kveðja til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Við eigum að hvetja sem flesta til að nýta sér strætisvagnana, því kostirnir eru mjög margir. Þeir stuðla að betri nýtingu fjármuna borgaranna og með betri nýtingu þeirra má einnig draga mjög veru- lega úr óþarfa mengun. Bílarnir okkar eru jafnvel meiri og verri mengunarvaldar en flest annað sem við þurfum betur að huga að. Góðar og traustar strætisvagna- samgöngur eru gulli betri! GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Umdeild hækkun Frá Guðjóni Jenssyni: Guðjón Jensson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.