Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 45 menning Það er skrítið til þess að hugsa aðkannski eftir 100 ár verði komin útbókin Sjálfstætt fólk 2, jafnvel sería af Sjálfstæðu fólki þar sem fylgst er með sigrum og sorgum afkomenda Bjarts í Sumarhúsum fram til okkar daga og jafnvel lengur. Það væri auðvitað ekki Halldór Laxness sjálfur sem skrifaði þetta framhald að handan held- ur einhver rithöfundur úti í bæ sem teldi þörf á framhaldi eða hefði ákveðið að græða nú svolítið á þessari þekktu bók. Hver segir svo sem að maður megi ekki skrifa framhald af verkum annarra skálda? Er það höfundarréttarbrot? A.m.k. telja Frakkar ekki svo vera en afkomendur franska rithöfundarins Victors Hugo hafa nú setið í réttarsal í sex ár til að fá bann á bók François Cérésa, Cosette ou le Temps des Ill- usions, sem er framhald á einni frægustu bók Hugos, Les Misérables eða Vesalingunum eins og hún titlast á íslensku.    Í fyrradag dæmdi hæstiréttur Frakklandsendanlega í málinu og niðurstaðan varð sú að bók Cérésa hefði fullan tilverurétt. „Ég er ekki aðeins að berjast fyrir mig, fjölskyldu mína og fyrir Victor Hugo heldur fyrir verk allra rithöfunda, myndlistarmanna og tónskálda sem eru ekki vernduð fyrir fólki sem vill nota frægt nafn þeirra og þekktra verka til að koma sjálfum sér á framfæri og til að græða á nafni látinna listamanna,“ sagði Pierre Hugo sem fór með málið af stað en Victor Hugo var langalangalangafi hans. Hann segir útgefendurna hafa svert verk forföður síns aðeins í gróðaskyni. Hann held- ur því fram að framhaldið, sem er kallað Les Mis 2 af gagnrýnendum, brjóti á innihaldi Les Misérables, sem Hugo skrifaði árið 1862. „Ég hef ekkert á móti aðlögunum og marg- ar eru mjög góðar en þessi bók er ekki aðlög- un. Útgefandinn notaði nafn Victor Hugos og titilinn Les Misérables í auglýsingaskyni, það hafði ekkert að gera með bókmenntir,“ sagði Pierre Hugo í viðtali við Guardian. Aðdáendur Hugos voru heldur ekkiánægðir með framhald Cérés á Les Mi- sérables því hann vogaði sér að vekja til lífs- ins Inspector Javert, skúrkinn í sögu Hugos sem hoppar í Signu í enda bókar, og breyta honum í hetju. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að skrifa opið bréf til Jacques Chirac, forseta Frakklands, og menningarmálaráð- herra landsins til að hvetja þá til að gagnrýna bókina. Niðurstaða réttarins var mikill léttir fyrir aðra, rithöfunda, leikskáld og söngleikja- framleiðendur, sem óttuðust að þetta yrði endirinn á aðlögun klassískra verka. Rétturinn dæmdi út frá höfundarrétt- arlögum Frakka þar sem höfundarrétturinn rennur út 70 árum eftir dauða höfundar rétt eins og hér á Íslandi og þá má nánast gera hvað sem er við verkin.    Pétur Gunnarsson, formaður Rithöfunda-sambands Íslands, man ekki til að svipað mál hafi komið upp hér á landi en segir þetta samt vera á gráu svæði. „Ef einhver myndi skrifa framhald af Sölku Völku, væri með allar sömu persón- urnar og héldi bara áfram með söguna er það, held ég, í lagi því hugmynd er ekki höf- undaréttarvarin. Það má alveg halda áfram með sömu hugmyndina en það má ekki taka texta úr fyrri bók.“ Pétur segir þetta oft hafa verið gert m.a. í Frakklandi þar sem er til framhald af Ma- dame Bovary eftir annan en Gustave Flau- bert. „Samkvæmt okkar kokkabókum er hug- mynd ekki höfundarréttarvarin, aðeins text- inn,“ segir Pétur og gleður pistlahöfund með því að hann hafi líklega fullt leyfi til að skrifa framhald af Sjálfstæðu fólki svo lengi sem hann fari ekki nálægt texta Halldórs og þori að taka þá áhættu að gera framhald af sögu Nóbelsskáldsins án þess að hræðast bölvun þjóðarinnar. ingveldur@mbl.is Hugmynd ekki höfundarréttarvarin Morgunblaðið/Alfons Finnsson Svartur Ætli Francois Cérésa teljist nú til svartra sauða í rithöfundastétt Frakklands eftir að hann gerði framhald af skáldsögu Victor Hugo, Les Misérables? AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir ’Í fyrradag dæmdi hæstirétturFrakklands endanlega í málinu og niðurstaðan varð sú að bók Cérésa hefði fullan tilverurétt.‘ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Trabant mun spila á Glastonbury-tónlistarhátíð- inni á Englandi í sumar. „Já, það er satt að við munum spila þar,“ sagði Ragnar Kjart- ansson, söngvari Trabant, þegar blaðamaður hafði samband við hann til að fá tíðindin staðfest. „Við höfum ekki áður spilað á slíkri stórhátíð, svo þetta er voða- lega spennandi og skemmtilegt,“ segir Ragnar og viðurkennir að hann hafi aldrei farið á tónlistarhátíð úti í heimi. Glastonbury er ein stærsta og elsta tónlistarhátíð í Bretlandi og í ár fer hún fram dagana 22. til 24. júní. Ragnar segir að Trabant sé á leið í smá tónleikaferð út fyrir landstein- ana í júnímánuði og Glastonbury sé liður í henni. „Tónleikaferðin verður bara skot- túr þar sem við erum allir svo upp- teknir í öðru, við erum bara að fara og spila fyrir fólk, ekki með nein áform um að sigra heiminn.“ Glastonbury-hátíðin var ekki haldin í fyrra en árið 2005 komst hún í fréttirnar vegna mikilla rigninga sem gerðu tónleikasvæðið að einum drullupolli. „Hún er víst heimsfrægur við- bjóður, þessi hátíð, en hún er haldin ár eftir ár og alltaf jafn vinsæl. Ég hlakka bara til,“ segir Ragnar og bætir við að Trabant sé nú að vinna í rólegheitum nokkur lög og dúlla sér í að koma næstu plötu út. Staðfest er að Björk komi fram á Glastonbury í ár ásamt hljómsveit- unum The Who og The Arctic Monk- eys. Miðasala hefst 1. apríl. Tónleikaferðalag um Evrópu í sumar Morgunblaðið/Eggert Drullupollur „Hún er víst heimsfrægur viðbjóður þessi hátíð,“ segir Ragn- ar Kjartansson um Glastonbury hátíðina þar sem Trabant spilar í sumar. Trabant spilar á Glastonbury www.glastonburyfestivals.co.uk www.efestivals.co.uk Markmið okkar hjá þjónustuveri Vodafone er að þér verði svarað innan 30 sekúndna 1414 - til þjónustu reiðubúin www.vodafone.is Gríptu augnablikið og lifðu núna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.