Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga MargrétAnna Jóhann- esdóttir fæddist á Ytri Hjarðardal í Önundarfirði 2. apr- íl 1951. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 23. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar voru Jó- hannes Krist- jánsson, f. 8.12. 1911, d. 24.12. 2002 og Ingibjörg Jó- hannesdóttir, f. 27.12. 1913, d. 11.7. 2007. Helga var yngst fimm systkina. Eftirlifandi eru: Eiríkur Ásgeirs- son, f. 7.11. 1933 (sammæðra), Kristján Jóhannesson, f. 20.9. 1938, Elín S. Jóhannesdóttir, f. 22.4. 1942 og drengur, f. 25.9. 1945, d. 13.2. 1946. Helga giftist 8.8. 1980 Arnóri G. Jósefssyni, f. 5.11. 1945 , börn þeirra eru Guðrún Ósk Arnórsdóttir, f. 27.10. 1979 og Þor- steinn Arnórsson, f. 27.11. 1981, unnusta Guðbjörg S. Pet- ersen, f. 28.4. 1983. Helga ólst upp í foreldrahúsum í Ytri Hjarðardal. Var við nám í Reykjavík og á Kvennaskól- anum á Blönduósi. Starfaði við mat- reiðslu í veitinga- húsum og mötuneyt- um bæði í Reykjavík og víða um landið. Eftir giftingu starfaði hún mest sem heimavinnandi hús- móðir, fyrst í Dúfnahólum 2 og síðustu 5 árin að Bakkastöðum 29 í Reykjavík, ásamt störfum við barnagæslu í nokkur ár. Útför Helgu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þegar ég var yngri var ég svo lán- samur að mamma var heimavinn- andi húsmóðir. Reyndar var það af völdum veikinda og því eitthvað sem hún stjórnaði ekki en hún var ekki vön að láta það aftra sér. Mamma var hvatning fyrir hvern og einn sem þekkti hana, meiri baráttukona fyr- irfinnst varla. Ef brekkan var brött gekk mamma hraðar og tók hverja þraut með þrautseigju, og auðvitað smávestfirskri þrjósku. Mamma átti ótal vini og ófáir komu í heimsókn þegar mamma var heima. Mamma kenndi mér ótal margt. Þegar ég var ungur þurfti ég að hafa fyrir því að vera í skóla vegna lesblindu. Í henn- ar orðabók var ekki til neitt sem heitir að gefast upp og sagði hún við mig að maður ætti bara að hugsa eitt: Ég skal. Sannarlega lifði mamma eftir þessu og sjálfsagt hef ég gert það líka þegar ég hugsa til baka. Mamma var drifkraftur minn og mun ég alltaf minnast hennar. Í faðmi móður fæðumst við og allt- af finnst okkur við öruggust í þeim faðmi þegar við stækkum. Mamma var með einstakan faðm, hún tók á móti manni og var alltaf til staðar. Til mömmu var alltaf hægt að leita. Hún var úrræðagóð og sagði alltaf sína skoðun, því gat maður treyst. Við gátum rætt okkar mál af hrein- skilni og sátt. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki leitað til mömmu en ég hugga mig við það að núna er hún á stað þar sem veikindi eru ekki til. Guð hefur veitt henni frelsi frá sjúkdómum og getur hún fylgst með okkur hérna niðri. Ég mun halda áfram að leita í faðm Guðs því ég veit að þú tilheyrir honum eins og við höfðum stundum rætt um. Ég mun alltaf geyma minningar í hjartanu og mun segja frá þeim kærleika sem hún kenndi mér og reyna eftir fremsta megni að vera sú fyrirmynd sem hún var mér. Eftir 16 ára baráttu við sjúkdóma var líkaminn búinn en kjarkurinn var enn til staðar og var hún ekki á því að gefast upp. Hún vildi ekki einu sinni hugsa um það. En endalok eru ekki til því núna hefst nýtt upphaf hjá henni í nýjum heimi. Heimi þar sem mamma getur fylgst með okkur sem hún eflaust mun gera. Ég veit að amma og afi hafa tekið vel á móti henni og hafa eflaust orðið fagnaðar- fundir. Eftir sitjum við hrygg og döpur en við vitum að henni líður vel núna. Elsku mamma, ég mun geyma þær minningar sem þú hefur gefið mér í hjarta mínu og þau heillaráð sem þú gafst mér. Megir þú hvíla í friði. Þinn sonur. Þorsteinn Arnórsson. Helga mín, það er erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín. Því öll vildum við trúa því að við nytum lengri samvista við þig. Þú varst svo sterk þrátt fyrir mikil veikindi og hafðir svo óbilandi trú á batamátt bænarinnar að við vildum öll trúa á kraftaverk. Það er margs að minnast eftir nær hálfrar aldar kynni sem aldrei bar skugga á. Það var ómetanlegt að eiga þig að þegar börnin voru lítil, því betri frænku var vart hægt að hugsa sér. Það var stutt milli bæj- anna okkar í Hjarðardal og alltaf var því fagnað þegar þú sást koma. Þá var eins og allt yrði svo skemmtilegt. Þú hafðir svo einstakt lag á að leika við þau og hafa þau ánægð. Enda voru þau aldrei í vafa um hver væri „besta frænka“. Mér verður alltaf minnisstætt þegar einn litli frænd- inn þinn kom og spurði, „mamma, finnst þér ekki líkt Helga mín og elskan mín?“ Það sýndi hug hans til þín. Svo liðu árin og þú fannst þér lífs- förunaut. Þar varstu lánsöm. Okkur hefur alltaf fundist það mikill ávinn- ingur að hafa kynnst Arnóri og ekki var til sá greiði sem hann vildi ekki gera okkur eða okkar fólki. Að ég ekki tali um hvað hann reyndist for- eldrum þínum góður tengdasonur. Þegar þið stofnuðuð heimili í Reykjavík kynntumst við því hve gott var að heimsækja ykkur, þar áttum við margar góðar stundir sem aldrei gleymast. Fyrir utan veiting- arnar sem alltaf voru í sérflokki. Höfðuð þið lag á að láta okkur njóta hverrar stundar sem við stóðum við. Ég man vel þegar þið komuð með Guðrúnu ykkar í fyrstu heimsóknina heim í Hjarðardal. Dúa þótti hún svo gott myndefni (sem hún var) að myndirnar fylltu heila opnu í albúmi. Ekki er síður ánægjulegt að minnast þess að í nóvember ’81 eignuðumst við synina, þú Þorstein og ég Hlyn. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að hittast með litlu frændurna, þið voruð svo dugleg að koma vestur, oftast tvisvar á ári jafn oft og við fór- um suður, þannig að drengirnir okk- ar kynntust mjög vel og urðu bestu vinir. Af svo ótal mörgu sem ég vildi minnast er eitt sem ég get ekki látið hjá líða. En það var þegar Magga okkar útskrifaðist sem stúdent. Þá hringdir þú og bauðst til að halda út- skriftarveisluna hjá þér og sú veisla er ennþá í minnum höfð. Því þetta var ekta veisla eins og bróðir minn sagði fyrir stuttu. Þrátt fyrir veikindi þín ákvaðst þú að bjóða systkinum þínum og mök- um þeirra heim til þín um jólin. Þið höfðuð þá ekki hist öll um jól í hálfa öld. Þarna áttum við saman ógleym- anlega stund á fallega heimilinu ykk- ar Arnórs. Guðrún dóttir ykkar sá um veitingar af miklum myndar- brag. Í haust þegar ég veiktist mikið hringdir þú oft til mín og veittir mér mikinn andlegan styrk. Og þá var eins og oft áður að mér fannst þú svo ótrúlega nálæg mér þó að fjarlægðin væri mikil milli okkar. Að leiðarlok- um þakka ég allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni um leið og ég votta Arnóri og börnum þínum inni- lega samúð. Þín mágkona, Guðrún. Hún Helga frænka er dáin! Ekki kom sú harmafregn beinlínis á óvart, en þótt augljóst sé hvert stefni verð- ur fólk alltaf fyrir áfalli þegar það stendur frammi fyrir láti náins vinar og ættingja. Helga var mér frá fyrstu tíð eins og stóra systir. Aðeins var tíu ára aldursmunur á okkur og við ólumst upp á nábýli fyrstu ár ævi minnar á höfuðbólinu Ytri-Hjarðardal í Ön- undarfirði en þar bjuggu foreldrar mínir í tvíbýli með afa og ömmu þeg- ar ég var að alast upp. Helga var barnfóstra okkar eldri bræðranna og var óþreytandi að vera með okkur úti að keyra í vagni og líta eftir okk- ur. Hygg ég að oft hafi reynt á þolrif hennar að hafa ofan af fyrir okkur en ekki hef ég heyrt annað en að hún hafi gengið að því verkefni, eins og öðru sem að höndum hennar bar á lífsleiðinni, af festu, en uppgjöf var ekki til í hennar huga. Eftir að hún fór að vera í burtu við nám og vinnu var mikill spenningur hjá okkur þeg- ar hún kom heim um jól og í sum- arleyfi. Helga vann víða um land, mest við matargerð á hinum ýmsu veitingastöðum og mötuneytum enda var hún frábær matreiðslumað- ur. Hún kynntist Arnóri komin undir þrítugt og átti með honum Guðrúnu og Þorstein með rúmlega tveggja ára millibili. U.þ.b. tíu árum seinna greindist hún með hjartagalla sem að öllum líkindum var meðfæddur. Fór hún fljótlega í aðgerð sem heppnaðist ekki sem skyldi og fór aftur í samskonar aðgerð nokkrum árum seinna. Eftir þetta var líf hennar meira og minna litað af bar- áttu við sjúkdóminn, sem að lokum náði yfirhöndinni, og fylgikvilla hans. Í þeirri baráttu komu mann- kostir Helgu berlegast í ljós. Þar á ég fyrst og fremst við ákveðnina, sem á köflum jaðraði við þrjósku og veitti sjálfsagt ekki af á stundum. Helga hafði mikinn áhuga á ættfræði og var ótrúlega minnug. Hún var mjög ræktarsöm við ættingja og vini og var dugleg að hóa fólki saman án þess að sérstök tilefni væru til. Aldr- ei heyrði ég hana æðrast yfir hlut- skipti sínu þó oft hafi hún verið sjálf- sagt verið illa haldin af veikindum sínum. Þá stóð hún eins og klettur við hlið Arnórs í veikindum sem hann barðist við í mörg ár. Að leiðarlokum vil ég þakka Helgu fyrir að fá að vera samferða henni og njóta stuðnings hennar og vináttu. Þegar ég kom fyrst til náms í Reykjavík fékk ég inni hjá fjölskyld- unni í Dúfnahólum í hálfan vetur og fæ ég það seint fullþakkað. Þá þótti mér mjög vænt um að fá að taka þátt í að undirbúa nýja húsið þeirra á Bakkastöðum til innflutnings, en í það fluttu þau fyrir fimm árum. Við Hulda heimsóttum Helgu þremur dögum fyrir lát hennar. Þá var hún orðin mjög máttfarin þótt ekki ættum við von á að svona stutt væri eftir og að þetta yrði síðasti fundur okkar. Þakkir skulu færðar öllum sem önnuðust Helgu og léttu henni lífið í veikindum hennar. Að endingu vil ég biðja guð um blessun og styrk til handa Arnóri, Guðrúnu, Þorsteini og Guðbjörgu, systkinum, tengdafólki og öðrum sem nú syrgja Helgu. Blessuð sé minning hennar. Jóhannes Kristjánsson. Ég vil með nokkrum orðum fá að minnast Helgu frænku minnar, sem lést nýverið eftir harða baráttu við skæðan hjartasjúkdóm. Þess sem ég minnist helst í fari Helgu var glaðlyndi hennar. Ég minnist þess ekki nokkurn tíma að hafa séð hana í vondu skapi. Alltaf hin hressasta, og oftar en ekki með gamanyrði á vörunum. Hún var ákaflega hjartahlý manneskja, alltaf að gefa okkur bræðrunum eitthvert gotterí eða leikföng. Og þegar ég lá á sjúkrahúsinu, þá heimsótti hún mig á hverjum degi. Það þótti mér gíf- urlega vænt um. Það er mér mikil huggun að vita til þess að amma, sem dó fyrir aðeins hálfu ári, hafi getað tekið á móti þér þarna hinum megin. Ég vona að þér líði vel núna og bið að heilsa ömmu og afa. Guð geymi þig að eilífu. Þinn frændi Bjartmar. Frá því við fréttum af andláti hennar Helgu móðursystur okkar hafa minningarnar tengdar henni sótt á huga okkar. Þar sem hún og mamma okkar voru samrýndar syst- ur er nærvera hennar tengd svo ótal mörgum minningum okkar, bæði úr barnæsku og fram til dagsins í dag. Þegar við vorum börn lá alltaf mikil eftirvænting í loftinu þegar von var á Helgu í heimsókn. Við bið- um við eldhúsgluggann eftir að sjá gulu Volkswagen-bjölluna renna í hlað. Tilbúnar að stökkva út til að taka á móti henni, vitandi að hún var allaf búin að plana einhver uppátæki til að krydda tilveruna. Hún tók sér oft góðan tíma til að undirbúa þessi uppátæki og hafi gaman af að sjá hvernig við börðumst við að reyna að hemja forvitni okkar. Þá voru ófá jól- in sem Helga var hjá okkur og minn- isstætt er þegar hún birtist á Þor- láksmessukvöld og sat langt fram á nótt við að sauma dúkkusængur og sængurver til gefa okkur systrunum í jólagjöf. Sú gjöf hitti í mark og næstu árin voru sængurnar mikið notaðar. Sjálf minntist hún þess oft þegar hún vaknaði upp við að Steini bróðir okkar reyndi að binda hana fasta við rúmið. Hann vildi með því koma í veg fyrir að hún færi heim þennan dag. Síðar kynntist Helga honum Arnóri og eignaðist Guðrúnu Ósk og síðar Þorstein. Þegar við sáum Guð- rúnu í fyrsta sinn vorum við þess sannfærðar að fallegra barn hefði aldrei fæðst og ekki fannst okkur bróðir hennar síðri er hann kom í heiminn. Nú var komið að okkur að passa þessi dýrlegu börn hennar frænku okkar og að plana fyrir þau ýmiskonar uppátæki, að hætti Helgu. Svo leið tíminn og Inga eign- aðist sín börn og Helga ömmusystir var þeim mjög kær. Eftir að þau fóru að nálgast unglingsaldur minnkaði almennur áhugi þeirra á heimsókn- um til muna en slíkt gilti þó ekki um heimsóknir til Helgu, hana voru þau alltaf til í að heimsækja. Þau fundu að frænka þeirra tók þeim alltaf sem jafningjum. Nú þegar þau minnast hennar er viðkvæðið hjá þeim að hún hafi alltaf verið svo fjörug og skemmtileg. Frændsemi og ættfræði áhugi Helgu var mikill og eftir því sem við eltumst jókst einnig áhugi okkar á ættum okkar og þá var sótt í smiðju Helgu. Það var jafnframt hin mesta skemmtun því hún rakti ekki ein- ungis ættirnar heldur kryddaði hún með skemmtilegum frásögnum. Hún hafði einstakan húmor og hæfileika til að segja þannig frá að ekki var hægt annað en að veltast um af hlátri. Eins var hún ákveðin og sterk kona sem glímdi í mörg ár við erf- iðan sjúkdóm og gerði það af mikilli þrautseigju. Helgu er sárt saknað en eftir standa minningarnar sem ylja okk- ur. Að lokum viljum við votta Arnóri, Guðrúnu Ósk og Þorsteini okkar dýpstu samúð og biðjum að Guð gefi ykkur styrk á sorgarstundu. Ingibjörg María Gísladóttir, Sigurlaug Gísladóttir, Gísli Dan Einarsson, lín Salka Einarsdóttir. Það var dimmt yfir borginni þegar fréttin barst að hún Helga okkar væri farin. Baráttunni sem hún háði hetjulega var lokið. Síðastliðna mán- uði var hún að mestu rúmföst heima með fjölskylduna sér við hlið. Við sem þekktum hana vissum að þannig vildi hún hafa það. Það var haustið 1970 sem Helga og við hinar skólasysturnar hófum nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Þetta var góður og skemmtilegur tími. Matreiðsla og önnur eldhús- störf áttu hug og hjarta Helgu, enda kunni hún á þessu góð skil og hafði svör á reiðum höndum við öllu. Helga var mikill grínisti og sagði skemmtilegar sögur. Margt kvöldið mátti heyra mikinn hlátur frá her- bergi nr. 19. Helga var yndisleg, trygglyndi og hjálpsemi einkenndu hana. Hún er önnur úr okkar hópi sem kveður. Kristín Finnbogadóttir lést snögglega fyrir nokkrum árum. Þær stöllurnar sáu um að lesa úr kaffibollum okkar skólasystranna, mikið var hlegið og spekúlerað hvað framtíðin bæri í skauti sér. Árin eftir Kvennó vann Helga mikið við eld- hússtörf á hótelum og veitingastöð- um. Eftir að náminu á Blönduósi lauk var hún mjög dugleg að halda sambandi við skólasystur sínar. Helga og Arnór eiginmaður henn- ar ferðuðust mikið um landið og var þá gjarnan bankað uppá hjá skóla- systrum. Hún eignaðist tvö börn með eiginmanni sínum, honum Arnóri, fyrst kom Guðrún og tveim- ur árum síðar kom Þorsteinn. Helga var ákaflega stolt af þeim, enda eru þau mjög vel af Guði gerð. Þrátt fyr- ir veikindi í mörg ár lét Helga það ekki aftra sér frá því að líta björtum augum fram á við. Fjölskyldan og heimilið voru númer eitt hjá henni og hún lagði alla sína krafta í það. Síðastliðið vor héldum við skólasyst- urnar uppá það að 35 ár voru liðin frá því að við hófum nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Sá dag- ur var yndislegur fyrir okkur allar, sérstaklega vegna þess að Helga var með okkur og hafði mikið gaman af því, enda var hún sú duglegasta að halda hópnum saman. Við stelpurnar þökkum Helgu hjartanlega fyrir öll árin og skemmtilegar samverustundir. Elsku Arnór, Guðrún og Þor- steinn, Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk í sorginni. Skólasystur. Mikið er skrýtið að hugsa til þess að Helga er búin að kveðja þetta líf. Hún hefur verið stór partur í mínu lífi síðan ég var sennilega um fimm ára og við Guðrún Ósk urðum vin- konur, Ásgeir og Þorsteinn perluvin- ir og mamma og Helga góðar vin- konur svo það var mikill samgangur á milli. Ásta systir var hálfstúrin út í Helgu lengi vel fyrir að eiga ekki þriðja barnið á hennar aldri, en Helga bjargaði því þannig að hún varð bara vinkona hennar í staðinn. Það má eiginlega segja að okkar heimili hafi verið þeirra heimili og þeirra heimili okkar, svo náinn var vinskapurinn. Mamma kallaði Guð- rúnu og Þorstein oft heimalningana sína og notar það stundum enn. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann sem mann langar að skrifa og auðveldlega væri hægt að skrifa heila bók. Ég man nú ekki eft- Helga Margrét Anna Jóhannesdóttir ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJARNEY HALLDÓRA ALEXANDERSDÓTTIR, sem lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 21. janúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 2. febrúar, kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandanda, Ólöf Elfa Sigvaldadóttir, Jón Egill Unndórsson, Þórdís Nadíra Jónsdóttir, Bjarki Unnar Kristjánsson, Sigvaldi Jón Kárason, Margrét Ólafsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Sara Bjarney Jónsdóttir, Hjálmar Melstað Jónsson, barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.