Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 21 SUÐURNES Hellisheiði | Starfsmenn Ljósalands ehf. og Vegagerðarinnar á Vopna- firði opnuðu Hellisheiði eystri á dögunum. Töluverður snjór var á heiðinni og mynduðust stór göng eftir snjóblásturinn. Á heiðinni safnast jafnan fyrir mikill snjór og oft ófært í nokkrar vikur að vetri til. Þegar opnað var voru tæpar 12 gráður í plús á hæsta punkti veg- arins sem er í 655 metra h.y.s. en neðst niðri var 1 gráða. Hellisheiði eystri opin fyrir umferð Ljósmynd /Steingrímur Páll Þórðarson Snjógöng Blásarinn spænir sig upp Hellisheiði eystri. AUSTURLAND Kárahnjúkavirkjun | Unnið er við að steypa undirstöður lokumann- virkja í aðrennslisgöngum Kára- hnjúkavirkjunar á þeim stað þar sem væntanleg göng Jökulsárveitu úr Ufsarlóni tengjast aðalgöng- unum úr Hálslóni niður í Fljótsdal. Boruð var sérstök hola niður í göngin til að koma steypunni beint á áfangastað af yfirborði jarðar og þannig verulega flýtt fyrir þessum verkþætti. Ella hefði þurft að flytja steypu á bílum áleiðis inn aðgöng 2, þaðan áfram í vögnum eftir lest- arteinum og aftur á bílum loka- áfangann að steypumótunum. Ljúka á fyrst steypuvinnu við und- irstöður stálfóðringa lokubúnaðar- ins og steypa síðan kringum lok- urnar í framhaldinu. Steypt að loku- mannvirkjum Reyðarfjörður | Bechtel, verktaka- fyrirtækið sem byggir álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, hefur meg- inþorra alls gistirýmis á Mið- Austurlandi á leigu. Um 1700 manns vinna að byggingu álversins, þar af 1400 manns fyrir Bechtel og er búist við 150 til 200 manns í við- bót, en þess ber að geta að þá eru að jafnaði um 200 manns í fríi. Vinnuafl við álversbyggingu verð- ur í hámarki næstu tvo til þrjá mán- uði. Starfsmannabúðirnar á Haga í Reyðarfirði eru nú með 1630 her- bergi, eftir að nýlega var bætt við vinnubúðum fyrir 108 manns frá Kárahnjúkum. Sem dæmi um nýt- ingu Bechtel á gistirými má nefna að á Egilsstöðum leigir fyrirtækið 55 af 60 herbergjum Hótel Héraðs, 16 herbergi á Gistihúsinu Egils- stöðum og öll 39 herbergi Hótels Valaskjálfar. Á Reyðarfirði er Bechtel með öll herbergi Fjarða- hótels. Eru þá ótaldir sumarbú- staðir og íbúðir víðsvegar sem fyr- irtækið er með á leigu fyrir starfsmenn sína. Allur gangur er á hvort gisting er nýtt og hafa hótelin heimild til að leigja þau herbergi sem ekki eru nýtt frá degi til dags. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Framkvæmdahámark Næstu mánuði verða um 2.000 manns við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Starfsmannabúðir taka 1.630 menn. Nánast allt gisti- rými leigt Bechtel Morgunblaðið/Jónas Gunnlaugsson Útleiga Gistihúsið á Egilsstöðum er nánast allt leigt út til Bechtel. Fáskrúðsfjörður | Hið árlega sólar- kaffi Ungmenna- og íþróttafélagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði var haldið um sl. helgi. Hilmar Freyr Bjart- þórsson var valinn efnilegasti leik- maður Leiknis árið 2006 og varðveit- ir hann Valþórsbikarinn til næsta sólarkaffis. Hilmar er á leið í æfingabúðir hjá Reading í Englandi. Íþróttamaður ársins hjá Leikni er Almir Cosic og var hann jafnframt valinn knatt- spyrnumaður ársins hjá Leikni. Hilmar Freyr og Cosic bestir hjá Leikni Morgunblaðið/Albert Kemp Hilmar Freyr Bjartþórsson og Alm- ir Cosic, knattspyrnumenn Leiknis. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavíkurflugvöllur | „Yfirfærslan hefur tekist vonum framar. Ég tel að það megi segja að hún sé skólabók- ardæmi um það hvernig svona hlutir eigi að gerast,“ segir Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Kefla- víkurflugvelli. Flugmálastjórn Kefla- víkurflugvallar kynnti í gær starf- semi stofnunarinnar eftir þær breytingar sem orðið hafa við yf- irtöku Íslendinga á þeim verkefnum sem varnarliðið annaðist við rekstur flugvallarins. Öllu starfsfólki varnarliðsins var sagt upp í mars á síðasta ári, eftir að bandarísk stjórnvöld ákváðu að flytja liðið á brott og loka herstöðinni á Miðnesheiði. Þótt Íslendingar hafi annast rekstur borgaralegs flugs á Keflavíkurflugvelli og ýmsa þjónustu hafði varnarliðið mikið hlutverk við rekstur vallarins. Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar sem starfar undir stjórn Björns Inga Knútssonar flugvallarstjóra fékk það verkefni að taka við öllum rekstri flugvallarins og starfsmönnum í slökkviliði, snjó- ruðnings- og brautadeild, raf- eindadeild, voltadeild og verk- fræðideild varnarliðsins. Byrjað að endurnýja tækjakost Björn Ingi segir að lögð hafi verið mikil vinna í að skilgreina þörf fyrir tæki og búnað með tilliti til þess sem Bandaríkjamenn voru tilbúnir að skilja eftir. Samið var við Banda- ríkjamenn um leigu á sérhæfðum tækjum og þjónustu við þau. Mörg tækjanna eru komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Er þegar byrjað að endurnýja búnað til flug- brautahreinsunar. Liður í yfirfærslunni var að kanna ástand olíubirgðastöðvarinnar í Helguvík og tveggja eldsneytisdreif- ingarstöðva varnarliðsins á flugvall- arsvæðinu. Helguvíkurstöðin hefur nú verið tekin í notkun sem geymsla fyrir þotueldsneyti olíufélaganna. Þá var önnur eldsneytisdreifingarstöðin á flugvellinum tekin í notkun ásamt afgreiðslukerfi á flugvélastæðum sem áður var í umsjá varnarliðsins. Gagnaveitur og aðrir innviðir á varnarsvæðinu voru órjúfanlegur þáttur í rekstri flugvallarins þar sem boðveitur, til dæmis frá slökkviliði fóru um símstöð varnarliðsins sem var tekin niður. Tókst að tryggja órofa þjónustu símstöðvarinnar við þessar breytingar með samningum við Símann. Björn Ingi segir að varnarliðið hafi dregið hratt úr starfsemi sinni á síð- asta ári og Flugmálastjórnin því orð- ið að taka verkefnin að sér þótt form- lega hafi það ekki gerst fyrr en 1. október. Hann segir að þarna hafi verið ákveðnir óvissuþættir en telur að tekist hafi að ganga þessa leið til þess að tryggja samfelldan og ótrufl- aðan rekstur flugvallarins. Starfsmannafjöldi þrefaldast Umsvif Flugmálastjórnar Kefla- víkurflugvallar stórjukust við þessar breytingar. Starfsmönnum hefur fjölgað þrefalt, þar eru nú 205 starfs- menn í stað 60. Þá hefur veltan tvö- faldast, áætlað er að hún verði 2,7 milljarðar kr. í ár. Þar af er rúmur milljarður í sértekjur en liðlega hálf- ur annar milljarður kemur af fjár- lögum. Búast má við mikilli aukingu á næstu árum, miðað við spár um fjölgun í flugi á komandi árum. Björn Ingi segir að starfsmanna- málin hafi gengið ótrúlega vel. Gera þurfti kjarasamninga við stéttarfélög stórra hópa sem áður voru starfs- menn varnarliðsins. „Það skildu allir að þetta var sérstakt ástand og menn lögðu sig fram um að ná saman. Þá voru allir starfsmenn, hinir nýju jafnt sem þeir sem fyrir voru, til- búnir að leggja á sig ýmislegt erfiði svo þetta gæti smollið saman,“ segir Björn Ingi. Hann segir að það hafi ýmsa kosti að hafa allan rekstur flugvallarins undir einum hatti. Hægt sé að bregð- ast fyrr við ýmsum aðstæðum. Hann telur einnig að unnt sé að reka flug- völlinn á ódýrari hátt, þegar hann sé ekki tengdur herstöð með þeim skil- yrðum sem þeirri starfsemi fylgir. Nefnir hann í því sambandi að ekki sé lengur þörf á að vera með sólar- hrings vakt rafeindavirkja yfir flug- leiðsögubúnaði vallarins. Færist til samgönguráðuneytis Fyrir liggur sú ákvörðun að stjórnun og rekstur Keflavík- urflugvallar færist frá utanríkisráðu- neytinu til samgönguyfirvalda, til samræmis við rekstur annarrar flug- þjónustu í landinu. Fimm manna sér- fræðinganefnd vinnur nú að und- irbúningi þessarar stjórnkerfisbreytingar og er stefnt að því að tillögur hennar um fram- kvæmdina verði lagðar fram fyrir lok þessa mánaðar. Yfirfærslan hefur tekist vonum framar Morgunblaðið/RAX Gömul tæki Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar fékk snjóruðningstækin á leigu hjá Bandaríkjamönnum. Þau gera sitt gagn þótt gömul séu orðin. Endurnýjun er hafin og fyrsta nýja tækið kom fyrr í mánuðinum. Í HNOTSKURN » Flugmálastjórn Keflavík-urflugvallar annast rekst- ur flugvallarins og fer með stjórnsýsluvald þar. » Vallarsvæðið nær yfir 22ferkílómetra lands. » Á síðasta ári lentu 13.250flugvélar á vellinum og um hann fóru liðlega tvær millj- ónir farþega. » Hjá stofnuninni eru nú205 starfsmenn. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Endurnýjuð 2ja herbergja 60 fm útsýnisíbúð á efstu hæð með suðvestursvölum og meðfylgandi 22 fm stæði í bílskýli. Húsið er álklætt að utan og viðhaldslétt og öll sameign nýlega endurbætt ásamt gólfefnum íbúðar og baðherbergi. Afhending í apríl. Verð 16,5 m. Áhv 13,0 m . VÍKURÁS Stórglæsileg 220 fm parhús á góðuútsýnisstað við óbyggt svæði. Húsið er glæsilega innréttað og vel tækjum búið á allan hátt. Stórt upphitað hellulagt bílaplan, stór sólpallur á baklóð, stórar svalir, mikil lofthæð. Frábært hús á góðum stað. Allar upplýsingar veitir Bogi Pétursson á skrifstofu Heimilis Fasteignasölu. SUÐURHLÍÐAR KÓPAVOGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.