Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 25 Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Þessi fjölskylda er búin að vera í landbúnaði mjög lengi,“ segirKristinn Gylfi Jónsson, sem ásamtfleiri í fjölskyldunni rekur eggjabúið Brúnegg á Teigi í Mosfellsbæ. Hann hefur ásamt mágkonu sinni, Herdísi Þórðardóttur, að mestu séð um daglegan rekstur fyrirtæk- isins þó að flestir fjölskyldumeðlimir taki þátt í vinnunni þegar það á við. „Við þekkjum mjög vel til eggja-, svína- og alifuglaræktar,“ heldur Kristinn áfram „og við fundum fyrir því að áhugi var fyrir hendi hjá neytendum um að vistvæn egg kæmu á mark- aðinn.“ Framleiðslan á Teigi er vistvæn sem lýsir sér í því að hænurnar ganga frjálsar um gólf í stað þess að á venjulegum eggjafram- leiðslubúum þurfa þær að kúldrast í örlitlum búrum. Þegar hænurnar verpa stinga þær sér inn í þar til gerð hreiður og skila af sér afurð- unum á færiband, en það ber eggin á réttan stað þar sem maður stendur tilbúinn og raðar þeim í eggjabakka. Tvær flugur í einu höggi „Við sáum líka í nágrannalöndum okkar að mikið af eggjum á markaðnum var brún egg og neytendur gátu þannig valið um brún og hvít egg. Stærstur hluti brúnu eggjanna í Evr- ópulöndunum er undan hænum sem ganga um frjálsar, hvort sem er utan- eða innandyra. Við ákváðum að slá þessu saman; koma með brún egg sem væru vistvæn,“ segir Kristinn. Af skörungsskap var gengið í málið og haustið 2004 fluttu þau inn stofn af brúnum hænum. Hafist var handa við að undirbúa framleiðsl- una og fyrstu afurðirnar voru komnar á mark- að í desember 2005. Vistvæna framleiðslan þeirra á Teigi hefur fengið góðar viðtökur, landinn hefur tekið af- urðinni fegins hendi. Kristinn álítur að áhersla þeirra á nýjar umbúðir undir eggin hafi þar haft sitt að segja en þau eru í grænum eggja- laga bökkum og á þeim er mynd af brúnni hamingjusamri hænu. „Móttökurnar hafa ekki síst verið góðar vegna þess að mjög aukinn áhugi er fyrir vistvænum afurðum almennt,“ segir Kristinn og að neytendur láti sig fram- leiðsluaðferðir og uppruna afurða varða. Anna eftirspurn Kristinn segir að þau hafi búið sig undir að tíma myndi taka að skapa nafn á markaði af því að Íslendingar eru aldir upp við hvít egg. „Það var þess vegna ekkert sjálfgefið að vel myndi ganga,“ segir hann. „Hins vegar kemur það á móti að Íslendingar eru nýjungagjarnir og búa nú orðið víða um lönd, auk þess að ferðast mikið, sem gerir það að verkum að vel hefur gengið.“ Kristinn upplýsir að náðst hafi að miklu leyti að metta markaðinn … „eins og staðan er núna og miðað við það sem við erum að fram- leiða í dag. Í upphafi sáum við fyrir okkur að þarna væri sylla sem við ákváðum að reyna að fylla og það hefur gengið nokkurn veginn eftir. Við höfum þannig náð að anna eftirspurn.“ Kristinn og Herdís hafa, eins og áður kom fram, að mestu séð um daglegan rekstur eggjabúsins. Herdís upplýsir þó að um helgar og slíkt hjálpist fleiri að. „Þetta er fjöl- skylduvænn búskapur,“ segir hún. „T.d. um helgar hafa krakkarnir mjög gaman af því að koma með okkur hérna uppeftir og hjálpa til. Við erum með einn aðstoðarmann í starfi en sjáum að öðru leyti um þetta sjálf. Hænurnar vita líka ekkert hvaða dagur er, hvort það eru jól eða páskar, og þeim þarf að sinna alla daga,“ segir hún. „Það þarf líka að taka eggin frá þeim alla daga, þannig að þetta er auðvitað bindandi,“ viðurkennir hún „en fyrst það eru tvær fjölskyldur í þessu skiptumst við dálítið á og krakkarnir hafa gaman af því að koma og umgangast hænurnar, þeir hafa áhuga á því,“ segir hún glettin. Góðan húsakost þarf til Stofninn sem notaður er til undaneldis er annars staðar í húsi. Undan þeim stofni koma hænur sem notaðar eru til að framleiða eggin. Hænurnar byrja að verpa um 5 mánaða aldur og lifa í 18–20 mánuði, en þær verpa í 12–14 mánuði. „Við þurfum að flytja inn nýjan stofn á hverju ári frá Noregi,“ segir Kristinn „og hann þarf að vera aðgreindur frá verpandi hæn- unum. Farið er með hænur og hana á stofn- ræktarbúið, þar verða til frjó egg sem ungað er út. Þeir ungar eru aldir upp á enn einum staðnum, sem er uppi í Kjós, og þegar hæn- urnar eru orðnar nógu gamlar eru þær fluttar á varpstað,“ útskýrir hann. Það er því ljóst að góður og fjölbreyttur húsakostur þarf að vera fyrir hendi í eggja- framleiðslu, hvort sem um vistvænan rekstur, eins og hjá þeim í Brúneggjum, er að ræða eða ekki. „Sylla sem við sáum færi á að fylla“ Morgunblaðið/Ásdís Egg Herdís og Kristinn Gylfi við færibandið sem ber eggin úr hænsnahúsinu. Morgunblaðið/Kristinn Ferlið Hænurnar ganga frjálsar um gólf en þegar þær verpa eggjum stinga þær sér í þar til gerð hreiður. Til að koma í veg fyrir að egg springi við suðu má t.d. setja salt í vatnið ásamt því að stinga með nál í breiðari enda eggs- ins. Eggin eru lögð var- lega í sjóð- andi vatn. Eftir suðu skal láta renna á egg- in kalt vatn, til að stöðva strax suðuna. Þegar linsjóða á eggið má bara láta renna á þau í skamma stund svo að þau verði ekki köld. Linsoðin egg: Lítil eru soðin í fjórar mín- útur, stór og meðalstór í fimm til fimm og hálfa mínútu. Mjög stór egg á að sjóða í sex mínútur. Harðsoðin egg: Þau eru einfaldlega soðin í 9–10 mínútur. Kúnstin að sjóða egg „Við byggðum bústaðinn frá grunni og förum í hann allan ársins hring. Þess vegna keyrir maður oft í gegnum ýmislegt sem venjulegir fólksbílar ráða ekki við.“ Subaru eigendur vita að hann er allt öðruvísi en aðrir bílar. „Hann er hærri en venjulegur jepplingur svo maður kemst út um allt. Sumir keyra jepplinga, ég keyri felujeppa.“ Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess að koma fyrst og reynsluaka Subaru. www.subaru.is „Hey, þetta er Ísland“ Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Forester 2.490.000,- Forester PLUS 2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Subaru er á sérlega góðu verði þessa dagana og að sjálfsögðu fylgja frí vetrardekk með. Komdu og reynsluaktu Subaru í dag! J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • S ÍA L jó s m .: T o r f i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.