Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Caracas. AFP. | Hugo Chavez, forseti Venesúela, efndi til blaðamanna- fundar í Caracas í gær í tilefni þess að hann myndi á næstu átján mán- uðum framkvæma þjóðnýtingu á mörgum stærstu fyrirtækjum lands- ins. Chavez var stóryrtur að venju og sakaði George W. Bush Banda- ríkjaforseta um að vera „stríðs- glæpamann“, sem ætti, ásamt John Negroponte, næstráðanda í banda- ríska utanríkisráðuneytinu, að rétta yfir og fangelsa til lífstíðar. Chavez undirritaði í fyrradag ný lög sem hann nefnir „móður allra laga“ og búist er við að hann muni nýta til að afnema sjálfstæði seðla- bankans og þjóðnýta fjarskipta- og raforkufyrirtæki í landinu. Andstæðingum Chavez þykir sem hann sé að taka sér alræðisvald til bráðabirgða en hann hefur heitið kjósendum sínum að gera breyt- ingar á stjórnarskrá landsins svo forsetinn geti sóst eftir því að gegna embættinu ótímabundið. Chavez telur hins vegar aukin völd forsetans og stóraukna mið- stýringu í ríkisbúskapnum nauðsyn- leg tæki til að hrinda sósíalískri bylt- ingu sinni í framkvæmd og í gær gaf hann stærstu erlendu olíu- vinnslufyrirtækjunum í Venesúela frest þangað til í maí til að láta af stjórn olíuvinnsluverkefna í landinu, í því skyni að greiða fyrir þjóðnýt- ingu. Við sama tilefni lýsti hann yfir þeirri ósk sinni að erlendu olíu- fyrirtækin tækju áfram þátt í vinnsl- unni sem minnihlutaaðilar. Reuters Stundvís byltingarmaður Hugo Chavez, forseti Venesúela, lítur á úr sitt fyrir upphaf blaðamannafundarins í höfuðborginni Caracas síðdegis í gær. Kunngerir „móður allra laga“ Bagdad, Washington. AFP, AP. | Minnst 70 manns féllu í Írak í gær og sögðu embættismenn að alls hefðu nær 2.000 manns fallið í átökum trú- flokka og þjóðarbrota í janúar. Gröf með líkum allt að 250 Kúrda fannst í eyðimörk í Mutanna-héraði í sunnanverðu landinu í gær. Mest var mannfallið í gær í borg- inni Hilla þar sem tveir sjálfsmorðs- sprengjumenn urðu 57 að bana á útimarkaði. Flestir íbúar Hilla eru sjítar. Fjöldagröfin í Mutanna er gömul og tæpan kílómetra frá fyrrverandi fangabúðum og fannst hún eftir ábendingu frá íbúum á svæðinu. Voru þar lík bæði karla, kvenna og barna. Stjórnvöld í Bagdad lýstu í gær yfir útgöngubanni að næturlagi í borginni Najaf sem er ein af heil- ögum borgum sjíta í Írak. Þar í grennd kom fyrir nokkrum dögum til mannskæðra átaka milli stjórn- arhermanna og liðsmanna ofsa- trúarsamtaka Himnahersins. AP Herfang Íraskur hermaður með hatt leiðtoga Himnahersins. Tugir manna féllu í Írak New York. AFP. | Tveir bandarískir karlar lýstu sig í gær saklausa af ákæru um að hafa valdið skelfingu í Boston, með því að koma fyrir „sprengjulaga“ ljósaskiltum um borgina á miðvikudag. Skiltunum var ætlað að kynna teiknimyndaþætti á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network en það vildi ekki betur til en svo að lögreglan hélt að um sprengjubúnað væri að ræða og lét loka fyrir umferð um brýr og vegi, auk þess sem lestarferðum var aflýst. Hundruð lögreglumanna voru við öllu búin og sérsveit var send til að sprengja upp eitt skiltið. „Það er fyrir neðan allar hellur að fyrirtæki skuli beita slíkri mark- aðssetningu eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september [2001],“ sagði Thomas Menino, borgarstjóri Boston. Hét hann jafnframt kjósendum að hann væri tilbúinn að fara í mál við eigendur sjónvarps- stöðvarinnar vegna þess kostnaðar sem hefði fallið á borgaryfirvöld. Alls var um fimm skilti að ræða, sem höfðu áður verið notuð í öðrum borgum. Misheppnuð markaðssetning Auglýsing Skiltin gerðu litla lukku. AÐ MINNSTA kosti 58 týndu lífi í blóðugum átökum lögreglu og kristinnar stjórnmálahreyfingar í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó í gær, að sögn embættismanna. Blóðugar skærur TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, var yfirheyrður í annað sinn af lögreglu sl. föstudag í tengslum við lánamálið svokallaða en skýrt var frá yfirheyrslunum í gær. Blair yfirheyrður BRESK stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hygðust senda 800 her- menn til S-Afganistans til viðbótar þeim 4.700 sem þar eru nú. Heild- arfjöldi breskra hermanna í land- inu mun þó aðeins aukast um 300, en 500 varða kvaddir frá Kabúl. Fjölga í herliðinu NORSKI þing- maðurinn Börge Brende tilnefndi í gær demókrat- ann Al Gore til friðarverðlauna Nóbels árið 2007 fyrir aðgerðir sínar í loftslags- málum. Ber þar hæst heimild- armynd hans „An Inconvenient Truth“, sem tilnefnd er til Ósk- arsverðlauna í ár. Gore tilnefndur Al Gore Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, tilkynnti í gær að tilraunum í fjór- um löndum með gel sem ætlað er að koma í veg fyrir eyðnismit hefði verið hætt vegna lítils árangurs. Tilraunum hætt Moskva. AFP, AP. | Vladímír Pútín, forseti Rússlands, neitaði í gær ásökunum um að Rússar hefðu notað olíu- og gasbirgðir sínar sem póli- tískt vopn eða tæki til að ráðskast með ríki sem eru háð þeim í orku- málum. Pútín sagði á árlegum fundi með blaðamönnum í Kreml að nýlegar verðhækkanir á olíu og gasi sem Rússar selja til Hvíta-Rússlands, Georgíu, Úkraínu og fleiri fyrrver- andi sovétlýðvelda væru ekki af póli- tískum rótum runnar. Skýringin á þessum hækkunum væri einfaldlega sú að Rússar vildu fá sannjarnt verð fyrir olíuna og gasið eftir að hafa selt grannríkjunum eldsneyti undir markaðsverði í mörg ár. „Okkur ber ekki skylda til að nið- urgreiða eldsneyti annarra ríkja,“ sagði Pútín. „Enginn gerir það og hvers vegna ætlast menn til þess af okkur?“ Um 1.200 blaðamenn voru á fundinum sem var sýndur beint í tveimur sjónvarpsstöðvum í Rúss- landi. Pútín á að láta af embætti á næsta ári þar sem stjórnarskráin kveður á um að enginn geti gegnt því lengur en í tvö kjörtímabil í röð. Hann kvaðst ekki hafa valið eftirmann og lagði áherslu á að þjóðin myndi velja forseta í frjálsum og lýðræðislegum kosningum 2. mars á næsta ári. Hafði ekki aðgang að ríkisleyndarmálum Pútín kvaðst ekki trúa á samsær- iskenningar þegar hann var spurður um dauða Alexanders Lítvínenkos, fyrrverandi njósnara rússnesku leyniþjónustunnar. Lítvínenko hélt því fram áður en hann dó að sér hefði verið byrlað eitur að undirlagi Pút- íns en rússneskir embættismenn hafa sagt að óvinir forsetans hafi verið að verki til að koma höggi á hann. Pútín sagði að Lítvínenko hefði ekki haft aðgang að ríkisleynd- armálum þegar hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna. Segir gasið ekki not- að sem pólitískt tæki Í HNOTSKURN » Vladímír Pútín sagði aðRússland væri nú eitt af öflugustu hagkerfum heims, með mikinn hagvöxt – 6,9% á síðasta ári – og minnkandi verðbólgu. » Forsetinn viðurkenndi þóað margir Rússar hefðu ekki notið góðs af hagvext- inum og sagði að rússnesk stjórnvöld ættu langt í land með að minnka lífskjara- muninn milli ríkra og fátækra landsmanna. MAÐUR heldur í flugdreka með mynd af Níní, einu af fimm lukkudýrum Ólympíuleikanna í Peking á næsta ári, við ólympíuleikvang sem verið er að reisa í kín- versku höfuðborginni. Stjórn landsins hefur skorað á embættismenn að verða ekki landinu til skammar með spillingu og ósiðlegri hegðun þegar leikarnir fara fram. Reuters Hvattir til siðvendni á Ólympíuleikum Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÍTALSKIR karlmenn eru sjaldan sakaðir um að leyna hugsun sinni telji þeir á annað borð nærstaddar konur fagrar og aðlaðandi. En fagurgalinn er misjafnlega viðeigandi eins og fjöl- miðlakóngurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur fengið að reyna svo um munar á síðustu dögum eftir að hann daðraði opinberlega við unga þingkonu á gala- kvöldverði fyrir skömmu. „Ég færi hvert sem er með þér, jafnvel á eyðieyju. Ef ég væri ekki kvæntur myndi ég ganga að eiga þig strax,“ var haft eftir Berlusconi þar sem hann jós af djúpum brunni per- sónutöfra sinna við þingkonuna Mara Carfagna áður en hann sneri sér að annarri ungri konu. Þegar þessi orð bárust til eyrna eiginkonu hans Veronicu var mælir- inn hins vegar fullur og á miðvikudag krafðist hún opinberlegrar afsökunar á forsíðu dagblaðsins La Repubblica. Krafan vakti gríðarlega athygli og hafa margar þjóðþekktar ítalskar konur lýst yfir stuðningi við Veronicu. Meðal þeirra er Valeria Ajovalasit, formaður kvenréttindasamtakanna Arcidonna, sem sagði blíðmælgi auð- jöfursins með tannkremsbrosið og hárígræðsluna afhjúpa „óþolandi ítalska karlrembu“. Þekktar stjórnmálakonur og höf- undar forystugreina dagblaðanna gengu í lið með hinni fimmtugu Ver- onicu sem þykir forðast sviðsljósið með eiginmanni sínum. Átrúnaðargoð femínista „Veronica er skyndilega orðin átrúnaðargoð femínista,“ skrifar blaðakonan Maria Laura Rodota í blaðið Corriere della Sera. Sagði hún þetta eiga jafnvel við konur sem ekki teldu sig femínista en hefðu fengið sig full- saddar af karlrembu. Berlusconi er póli- tískur sviðsleikari af guðs náð og þess var ekki langt að bíða að hann sendi frá sér hjartnæma afsökunar- beiðni. „Vinsamlega fyrirgefðu mér […] sem vitnisburður um ást mína. Dagskrá mín eru geggjuð, eins og þú veist. Vinna, stjórnmál, vandamál, ferðalög […] líf undir stöðugum þrýstingi,“ segir í bréfi hins sjötuga leiðtoga ítölsku stjórnarandstöðunnar, með undirrituninni „Stór koss, Silvio“. Berlusconi hefur áður komist í sviðsljósið vegna framkomu sinnar við konur og er skemmst að minnast þess þegar hann olli spennu í sam- skiptum Finna og Ítala eftir að hafa upplýst að hann hefði þurft á „öllum flagarabrögðum sínum“ að halda til að fá Tarja Halonen Finnlandsforseta til að gefa eftir í baráttu ríkjanna um að fá til sín höfuðstöðvar Matvæla- stofnunar Evrópusambandsins (ESB). „Óþolandi karlremba“ Leiðtogi ítölsku kvenréttindasamtakanna Arcidonna tekur undir háværar gagnrýnisraddir vegna daðurs Berlusconis Sjarmur Berlusconi er fullur djúprar iðrunar. Reið Veronica á þrjú börn með Berlusconi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.