Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BABEL kl. 8 B.i. 16 APOCALYPTO kl. 8 B.i. 16 NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:45 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ / KEFLAVÍK BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FORELDRAR kl. 8 - 10 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI DREAMGIRLS kl. 6 - 9 - 10:20 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 - 8 LEYFÐ BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára CHILDREN OF MEN kl. 8 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16 ára FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN OG GOOD MORNING VIETNAM GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? Sjáið grínistann Robin Williams fara á kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX STÓRKOSTLEG MYND SEM HLOTIÐ HEFUR EINRÓMA LOF GAGNRÝNENDA. eeeDÖJ, KVIKMYNDIR.COM Golden Globe VERÐLAUN m.a. besta myndin3 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARSTIL- NEFNINGAR5 eeee L.I.B. TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR2 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee RÁS 2 eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir besta handrit ársins3 ÓSKARSTILNEFNINGAR8 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Hvaða vit er í að hvetja ungt fólk til að keyra tugi kílómetra á kvöldi, algjöra erindisleysu? Víkverji er sammála því, sem hann las á bloggi Stefáns Einars Stefánssonar á Mogga- blogginu, en hann skrifar: „Á sama tíma og Ómar telur sig um- hverfissinna og jafnvel holdgerving umhverf- isverndar á landinu vill hann stuðla að aukinni bílanotkun, og notkun sem margir myndu ef- laust nefna hálfgerðan „óþarfa“. Er ekki ein- kennilegt að tala fyrir hreinni nátt- úru en vilja á sama tíma stuðla að aukinni notkun einkabílsins […]?“ x x x Í Dagskránni, sem gefin er út áSelfossi, birtist fyrir nokkrum dögum frétt um að bóndi einn á bæ nálægt Flúðum hygðist gefa sveitar- félaginu land undir íbúðir fyrir eldri borgara. Fyrirsögn fréttarinnar bendir til að kannski verði ekki heppilegt að nefna eldriborgara- hverfið eftir bújörð hins örláta bónda, þegar það verður risið: „Íbúðir fyrir eldri borgara í landi Grafarbakka.“ Víkverja er minn-isstætt þegar fað- ir hans reytti hár sitt fyrir margt löngu og spurði hvernig stæði á því að það væru allt í einu orðnir 35 kíló- metrar úr Vest- urbænum og austur í Stjörnubíó. Víkverji hváði og fékk þá nán- ari útlistun. Kvöldið áður hafði hann fengið fjölskyldubílinn lán- aðan til að fara í Stjörnubíó. Þegar heim var komið hafði eknum kílómetrum á mælinum fjölgað um 70! Ástæðan var náttúrlega sú, að Víkverji var 18 ára og fór á rúntinn þegar hann var búinn í bíóinu. Ók hring eftir hring með vinum sínum, í fullkomnu tilgangsleysi. Það var bara svo gaman að keyra bíl í þá daga. x x x Ómar Ragnarsson, fréttamaðurog umhverfisvinur, hefur nú lagt til að rúnturinn verði end- urreistur. Í eyrum Víkverja hljóm- aði þetta í fyrstu sem góð hugmynd. En kannski hefur ýmislegt breytzt frá því Víkverji var unglingur.    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14.) Í dag er föstudagur 2. febrúar, 33. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Góðan dag! 6 til 10,7% hækkanir hjá heildsölum! Fyrirhuguð lækkun á virðisauka- skatti framundan, auðvitað má kenna um utanaðkomandi aðstæðum. Þess- ar hækkanir hjá ykkur sem og öðrum heildsölum koma nú á færibandi, það er alveg augljóst að þessar prósentur enda í vasa ykkar en ekki hjá okkur neytendum eins og „bláa höndin ætl- aði eða hvað? Kannski á þetta að enda hjá ykkur, þar sem margar af heildsölum landsins hafa styrkt til- veru stjórnmálaflokkanna sem nú fara með völd. Er þetta þá þakklæti til stórkaupmanna fyrir stuðninginn í gegnum tíðina þ.e. ef núverandi flokkar komast ekki til valda í næstu kosningum. Komin er upp sú staða hjá mér og mínum að sniðganga vörur og veitingastaði og vera vel á verði þar sem svona óæskilegar hækkanir koma upp. Kristófer Kristófersson. Óhentug borðdagatöl Mig langar að koma á framfæri óánægju minni með borðdagatöl Kaupþings og Landsbankans í ár. Þessi borðdagatöl hafa verið þægileg í notkun, fyrirferðarlítil og oft með skemmtilegum myndum. Nú bregður svo við á árinu 2007 að letrið smækk- ar og prentið er svo dauft, að nú þarf maður að setja upp gleraugu til að lesa á þau. „Kauuuuupþings- “dagatalið (leiðinleg auglýsing) er með enn smærra letri en Lands- bankadagatalið sem hefur verið stækkað um 50%, en þó með engum myndum á bakhliðinni, bara upplýs- ingum um útibú bankans í erlendum borgum ásamt fróðleikspunktum um viðkomandi borg í staðreyndastíl. Ég vildi óska að Landsbankinn léti taka myndir af listaverkum í eigu hans og léti prenta þær á næsta dagatal, þar sem nú er kríthvítt svæði, sem trú- lega er ætlað til nota sem minnisblað, en gerir útlit dagatalsins flatneskju- legt. Kaupþing er hér með vinsam- legast beðið (bíðið nú við, er bankinn orðinn hvorugkyns?) um að stækka tölustafina. Það eru varla allir not- endur með arnarsjón. Ugla. Góð samvinna Ég varð fyrir því óláni að eldur braust út í íbúð minni á Vesturgöt- unni í vor og vil þakka öllum þeim sem sýndu mér vinarhug og stuðning vegna málsins. Sérstakar þakkir til vinnufélaga á Landakoti, bekkjarsystkina frá Skógaskóla, ættingja og vina. Starfs- mönnum TM-trygginga sem ég hafði samskipti við vil ég þakka fyrir góða samvinnu. Og auglýsingin þeirra er ekkert skrum. Sem sagt, takk fyrir mig. Ragnhildur Árnadóttir. Vélsleðamenn GPS-lok Lok af GPS-skjá fannst á vegarslóð- anum norðan við Dímon á Lyngdals- heiði sunnudaginn 21. janúar sl. Eig- andi vitji loksins í s. 847 8730. Giftingarhringur tapaðist Tapast hefur giftingarhringur með plötu á. Inni í hringnum stendur Margrét og á plötunni stafirnir EG. Tilfinningalegt tap. Fundarlaun. Sími: 898-1361. Margrét Eiríksdóttir. hlutavelta ritstjorn@mbl.is Hlutavelta | Gyrðir Hrafn Guð- brandsson kom og afhenti Hjálp- arstarfi kirkjunnar tvo fulla söfn- unarbauka til hjálparstarfs. Þegar talið var úr kössunum komu í ljós 1.484 krónur. Baukarnir höfðu staðið á heim- ili Gyrðis og fjölskyldan safnað í þá. Framlagið dugar fyrir þremur hænum og einni akurhænu í Malaví. Þær fara á heimili munaðarlausra barna þar. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.