Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 13 FRÉTTIR konar aðstöðu til að gera við net og vélar, auk þess að koma upp hrein- lætisaðstöðu. Héruðin sem um ræð- ir eru Ampara, Batticaloa og Trincomale, en þau urðu öll illa úti í „tsunami“ flóðunum 2004. Að sögn Árna eru héruðin jafnframt á um- deildum svæðum í borgarastyrjöld- inni á Sri Lanka. Hann kveðst von- ast til að það náist að velja að minnsta kosti fimmtán staði fyrir framkvæmdir á þessu ári og svip- aðan fjölda fyrir árið 2008. Byggingarnar sem reistar eru í þessu verkefni Þróunarsam- vinnustofnunar verða að lokum af- hentar löndunarstöðunum til eign- ar og reksturs. Á sumum þeirra eru starfandi fiskimannafélög eða sam- vinnufélög, sem ráða við slíkt, en annars staðar er slíku ekki til að dreifa. Því er Þróunarsamvinnu- stofnun í viðræðum við frjáls fé- lagasamtök á Sri Lanka sem heita SEWALANKA, en þau vinna að margvíslegum félagslegum við- fangsefnum í fiskimannasam- félögum eyjarinnar. Um er að ræða fyrsta áfanga framkvæmda eftir „tsunami“ flóðin sem kostaðar eru af sérstakri 50 milljóna króna fjárveitingu sem ríkisstjórnin veitti til uppbygginga- starfa á Sri Lanka. FRAMKVÆMDIR eru hafnar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við ellefu byggingar á sex löndunarstöðum á vestur- og suður- strönd Sri Lanka. Um er að ræða þjónustubyggingar eins og fisk- markaðshús, fjarskiptahús og sal- erni fyrir sjómenn og fiskverk- endur sem nýta löndunarstaðina. Að sögn Árna Helgasonar umdæm- isstjóra ÞSSÍ á Sri Lanka er ráð- gert að byggingaframkvæmdum ljúki í maí á þessu ári. Árni segir að jafnframt sé verið að skoða þrjátíu löndunarstaði á austurströndinni með það í huga að byggja þar þjónustuhús með ýmiss Byggja við löndunarstaði á Sri Lanka Framkvæmdir Ellefu hús eru í byggingu á Sri Lanka á vegum Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands.  TINNA Lauf- ey Ásgeirsdóttir hagfræðingur varði á síðasta ári doktorsritgerð sína við hag- fræðideild há- skólans í Miami (University of Miami). Ritgerð- in fjallar um sam- spil heilsu, lífs- stíls og vinnumarkaðar og nefnist á ensku „Health and Labor-Market Outcomes: The case of Iceland“. Andmælendur voru Philip Robins prófessor í hagfræði við hag- fræðideild háskólans í Miami, dr. Laura Giuliano lektor við hag- fræðideild háskólans í Miami, dr. Tracy Regan lektor við hag- fræðideild háskólans í Miami, dr. Kerry Anne McGeary lektor við Drexel háskólann í Philadelphíu og dr. Donna Shalala, rektor háskólans í Miami og fyrrverandi heilbrigð- isráðherra Bandaríkjanna í forseta- tíð Bill Clintons. Við rannsókn sína notaðist Tinna við íslensk gögn, þar á meðal heilsu- og lífsstílskönnun Gallups. Í dokt- orsritgerðinni er leitað svara við eft- irfarandi spurningum: Hver eru áhrif heimilistekna á heilsu? Hver eru áhrif líkamsþyngdar á virka at- vinnuþátttöku fólks? Hver eru áhrif misnotkunar áfengis á vinnu- framboð? Niðurstöður ritgerðarinnar sýna í fyrsta lagi tölfræðilega greinanlegt samband á milli heilsu og tekna sem þó er minna en í mörgum öðrum löndum. Í öðru lagi sýna niðurstöður sterkt samband á milli líkams- þyngdar og atvinnu kvenna. Þetta samband kom ekki fram hjá körlum og styður þá skoðun að mismunandi kröfur séu gerðar til holdafars kynjanna á atvinnumarkaði. Í þriðji lagi sýna niðurstöður – nokkuð óvænt – að ekki var skýrar teng- ingar að finna á milli óhóflegrar áfengisneyslu og atvinnuþátttöku. Orsakir þessarar niðurstöðu eru ekki ljósar og þarfnast efnið frekari rannsókna. Tinna Laufey er fædd árið 1975. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1994. Tinna nam samtímasögu við Háskóla Íslands og Kaup- mannahafnarháskóla og útskrifaðist með B.A.-gráðu frá HÍ árið 1998. Tinna lauk meistaranámi í hagfræði við háskólann í Miami og dokt- orsprófi frá sama skóla árið 2006. Samhliða námi og rannsóknum kenndi Tinna við hagfræðideild og alþjóðadeild háskólans í Miami auk tímabundinnar kennslu í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Há- skóla Íslands. Doktorsritgerð sína varði Tinna í janúar 2006 en hafði þá hafið rann- sóknir við Hagrannsóknarstofnun Bandaríkjanna (National Bureau of Economic Research) í New York þar sem hún var starfandi í eitt ár. Þar vann hún meðal annars rannsókn fyrir Lýðheilsustöð Íslands sem beindi kastljósinu að offituvand- anum á Íslandi. Foreldrar Tinnu eru Ásgeir Har- aldsson prófessor í barnalækningum og sviðstjóri á Barnaspítala Hrings- ins og Birna Kristín Bjarnadóttir kennari, en hún lést árið 1981. Tinna ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur hjá móðurömmu og -afa, Ólöfu Páls- dóttur læknaritara og Bjarna Kr. Bjarnasyni hæstaréttardómara. Tinna býr nú ásamt syni sínum Pétri Bjarna í Reykjavík og starfar sem sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Doktor í hagfræði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Fréttir á SMS MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mánud.–föstud. 11–18 laugard. 11–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.