Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 22
Á ÞESSUM árstíma eru tískuvikur haldnar víða um heim þar sem hönn- uðir koma fram með fatalínur sínar sem eiga að gefa til kynna það sem koma skal næsta haust og vetur. Það er ekki borðleggjandi að Íslendingar noti sjón- varpsloftnet eða heyrn- artól til að halda á sér hita í kulda og trekki næsta vetur en á tísku- vikunni í Róm á Ítalíu og Sao Paulo í Brasilíu var hugmyndafluginu sleppt lausu. Öðruvísi Sjónvarpsloftnet er uppi- staðan í þessu höfuðfati ítalska hönnuðarins Susanna Liso. Hugmyndaflug Sérstakt höfuðfat sem ítalski hönnuðurinn Susanna Liso kynnti til sögunnar á tískuvikunni í Róm. Frumlegt Ítalski hönnuðurinn Fausto Sarli á heiðurinn að þessum höfuðbúnaði sem sýndur var á tískuvikunni í Róm. Reu ters tíska Frumleg höfuðföt |föstudagur|2. 2. 2007| mbl.is Sjávarréttapasta með salati og eplasæla var á borðum þegar Björg Sæmundsdóttir bauð í mat nýverið. » 24 matur Gold er nafnið á nýlegum veitingastað tískukónganna Dolce og Gabbana í Mílanó á Ítalíu. » 26 veitingahús Vísindamaður hefur fundið út að meðal verstu hljóða í heimi eru ungbarnagrátur, æluhljóð og falskur fiðluleikur. » 26 daglegt líf Fólk sem leggur leið sína í versl- unina Spútnik þessa dagana borgar fyrir hvert kíló af fatnaði sem það kaupir. » 27 tíska Framleiðslan á eggjabúinu Teigi í Mosfellsbæ er vistvæn og því spígspora hænurnar frjálsar um þar á bæ. »25 hænur Áhugamálin snúast ummyndlist, mannlíf og al-heiminn og ef ég á að segjaalveg satt þá fer minn frí- tími yfirleitt í myndlistina. Hinsvegar reyni ég að ferðast þó nokkuð um landið okkar til að njóta þess að vera með náttúrunni. Svo er mjög mikils virði að eiga góða fjölskyldu og rækta fjölskyldutengslin, enda eigum við maðurinn minn bæði börn og heilan hóp af barnabörnum. Heimspeki- tengd huglæg málefni eiga sömuleiðis hug minn og skarast inn í listina mína, líkt og fjölmörg önnur svið gera, því hvert verk samtvinnar marga þætti,“ segir listakonan Rúrí í samtali við Daglegt líf. Sjónþing verður haldið í menning- armiðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugardag, kl. 13.30 til 16.00 þar sem stiklað verður á stóru í gegnum feril Rúríar. Laufey Helgadóttir, listfræð- ingur, sem búsett er í París kemur til landsins gagngert til að stjórna Sjón- þinginu og munu þeir Gunnar J. Árnason, listheimspekingur, og Hall- dór Björn Runólfsson, listfræðingur, verða henni til aðstoðar við að kryfja verk og feril Rúríar til mergjar. Í tengslum við Sjónþingið verður opn- uð yfirlitssýning á verkum listakon- unnar í Gerðubergi. Með sleggju á gylltan Benz Segja má að ferill listakonunnar hafi hafist með táknrænum hætti í ágúst árið 1974 þegar hún réðst með sleggju á gylltan Benz, sem hún sýndi á sýningu Myndhöggvarafélagsins á Lækjartorgi sem táknmynd efn- ishyggju og lífsgæðakapphlaups. Í blaðaviðtali í kjölfar gjörningsins seg- ist hún engan áhuga hafa á því að fást við stofulist. Það er sá tónn, sem hún gaf í upphafi. Æ síðan hefur hún verið trú sínum lífsgildum og lífsviðhorfum og reynt að koma þeim til skila í verk- um sínum, að sögn Hörpu Björns- dóttur, sýningarstjóra. Rúrí segir að ekki sé til „týpísk" helgi í heimi listakonunnar því allir dagar séu jafnir, þegar hún er beðin um uppskrift að góðri helgi. „Mér finnst þó voða gott að skreppa úr bænum og fá mér frískt loft, fara á sýningar og fylgjast með menning- unni. Barnabörnin koma í heimsókn og halda að öll módel af verkum á vinnustofunni minni séu dúkkuhús. Um helgar er líka gott að sofa út, sérstaklega ef maður er komin í svefnskuld, sem ber gjarnan með sér háa dráttarvexti. Mikilvægt er að halda líkamanum í eðlilegu jafnvægi og afskaplega gott er að vakna í ró- legheitum og gefa sér tíma til að vinna meðvitað úr þeim hugmyndum, sem yfirvitundin hefur verið að vinna með um nóttina." Krefjast mismikillar athygli Þegar hún er spurð hvort hún sé ánægð með listamannsferilinn það sem af er, segist hún enn hafa mikla ánægju af myndlistinni enda sé listin fagið hennar. „Það er hinsvegar ann- arra að leggja mat á gæði þess starfs, sem ég hef verið að vinna. Ég get ómögulega svarað því hvaða verk mér þykir vænst um enda gerir mað- ur ekki upp á milli barnanna sinna. Mér er aftur á móti minnisstætt svar, sem margra barna móðir gaf, þegar hún var spurð hvert barnanna hún héldi mest upp á. Hún svaraði: „Það barn, sem þarfnast mín mest þá stundina“. Því er kannski svipað farið með listina. Ég er núna að vinna verk fyrir Kjarvalsstaði og það þarfnast helst athygli minnar nú um stundir.“ Svefnskuld ber háa dráttarvexti Morgunblaðið/ÞÖK Myndlistin „Ég get ómögulega svarað því hvaða verk mér þykir vænst um enda gerir maður ekki upp á milli barnanna sinna,“ segir listakonan Rúrí sem hér sést með eitt myndverka sinna í Gerðubergi. Besti tími dagsins: Augna- blikið, sem er að líða. Uppáhaldsmatur: Allur góður matur, sem er eldaður af alúð og um- hyggju. Besta líkamsræktin: Göngu- túrar í ójöfnu landi úti í nátt- úrunni og fjallgöngur. Uppáhaldssundstaður: Lítil náttúruleg vík á Kjalarnesi þar sem ég framdi gjörning fyrir tuttugu árum með því að synda út í sjóinn. Uppáhaldsstaðir á Íslandi: Ísafjarðardjúp, Flatey á Breiðafirði, hálendið og sjáv- arsíðan. Rúrí mælir með…Listakonunni Rúrí finnst gott að vakna í rólegheit- um og gefa sér tíma til að vinna meðvitað úr þeim hugmyndum, sem yfirvit- undin hefur verið að vinna með um nóttina. join@mbl.is daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.