Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur gengið frá samningum við útgáfufyrirtækið China Times í Taívan um útgáfu á skáldsögunni Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur. Mun því Þriðja táknið koma út á a.m.k. 26 tungumálum, auk þess sem þýskur framleiðandi hefur tryggt sér kvikmynda- réttinn á henni. Þá mun önnur glæpasaga Yrsu, Sér grefur gröf, koma út á þrettán tungu- málum en samningaviðræður standa nú yfir um útgáfu á bókinni í fleiri löndum, að því er segir í tilkynningu. Bókmenntir Þriðja táknið kemur út í Taívan Yrsa Sigurðardóttir Stúdentadansflokkurinn frum- sýnir verkið Sannar sögur – Dansleikhús í Tjarnarbíói í kvöld. Verkið er eftir Helenu Jónsdóttur í samvinnu við dansara Stúdentaflokksins og fjallar um hugtakið og tilfinn- inguna ást í mörgum myndum. Sýningar verða alls fjórar dagana 2., 9., 11. og 16. febrúar og hefjast allar kl. 20. Hægt er að nálgast miða með því að senda tölvupóst á dans@ru.is eða í síma; 856-2446 og 856-2488 milli kl.12 og 16. Þá verður miðasalan opnuð í Tjarnarbíói tveimur tímum fyrir sýningu. Danslist Sannar sögur Stúd- entadansflokksins Helena Jónsdóttir Í DAG verður opnuð í Hafn- arhúsinu sýning sem hingað er komin frá París. Um er að ræða 100 vatnslitamyndir eftir Erró, margar hverjar frá síð- ustu árum. Myndirnar eru flestar í eigu Errós og hafa ekki verið sýndar hér á landi áður. Myndefnið er fjölbreytt og byggist á klippimyndum sem listamaðurinn vinnur upp úr hinum ýmsu prentmiðlum samtímans, aðallega myndasögum. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. Sýningin stendur til 29. apríl en sunnudaginn 11. mars kl. 15 annast Þorbjörg leiðsögn um sýninguna. Sýning Vatnslitamyndir eftir Erró Eitt verka Errós á sýningunni. HINN 17 ára gamli Daniel Rad- cliffe, sem frægastur er fyrir hlut- verk sitt sem galdrastrákurinn Harry Potter, mun leika í umdeildu verki Peters Shaffers, Equus, sem frumsýnt verður í Gielgud- leikhúsinu á West End í London hinn 27. þessa mánaðar. Þátttaka Radcliffes í uppsetningunni hefur farið fyrir brjóstið á mörgum sök- um þess að hann kemur þar fram í langri nektarsenu ásamt meðleikara sínum Joanna Christie. Fjölmargir foreldrar ungra aðdáenda Potters hafa látið áhyggjur sínar í ljós, ekki síst eftir að kynningarmyndum var nýlega dreift til fjölmiðla. Á einni mynd faðmar vöðvastælt- ur Radcliffe Christie að sér og eru báðir leikararnir berir að ofan. Á annarri hallar hann sér aftur að heystakk og horfir upp á bera Christie. Á þeirri þriðju stillir hann sér nakinn upp fyrir framan hvítan hest. Vonbrigði og ánægja Samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mail hefur aðdáendasíðum Harry Potters borist fjöldi bréfa vegna myndanna. Þar sýnist sitt hverjum. „Sem foreldrum finnst okkur að Daniel ætti ekki að koma nakinn fram. Níu ára sonur okkar lítur upp til hans. Við erum mjög vonsvikin og munum sniðganga myndir hans í framtíðinni,“ skrifaði eitt foreldri. Annað sagði: „Mér leikur forvitni á að vita hvers vegna foreldrar hans leyfðu honum þetta.“ Fjölmargir aðdáendur eru hins vegar ánægðir með framtakið og ekki síst nýjan og karlmannlegri vöxt Radcliffes. Equus segir frá hestasveini, leiknum af Radcliffe, sem nótt eina tekur sig til og stingur augun úr sex hestum. Nakinn Daniel Radcliffe á kynning- armynd fyrir leikritið Equus. Daniel Radcliffe í Equus SAMKVÆMT málgagni íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar munu alls sjö ís- lenskar myndir taka þátt í Gauta- borgarhátíðinni, stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda, sem stendur til 4. febrúar. Þetta eru Börn, Foreldrar, Anna og skap- sveiflurnar, Köld slóð og Astrópía auk kvikmyndanna Hrafninn flýgur og Börn náttúrunnar sem eru á 30 ára yfirlitssýningu hátíðarinnar. Foreldrar tekur þátt í Nordic Com- petition ásamt sjö öðrum myndum þar sem keppt er um Drekann, að- alverðlaun hátíðarinnar. Myndin er einnig á Nordic Film Market (NFM). Börn og Anna og skapsveifl- urnar eru í Nordic Light hluta há- tíðarinnar þar sem eru um tuttugu nýjar myndir sem hátíðin telur meðal þess athyglisverðasta sem norrænir kvikmyndagerðarmenn bjóða upp á um þessar mundir. Köld slóð tekur þátt í NFM sem er lokaður sölumarkaður tuttugu nýrra mynda. Astrópía er einnig á NFM, sem verk í vinnslu, ásamt fleiri slíkum myndum. Sjö íslenskar myndir í Gautaborg Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hefur boðað til mótmælatónleika vegna framkvæmda við tengibraut úr Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Á bilinu 50 til 60 manns mótmæltu framkvæmdum við gömlu Álafoss- ullarverksmiðjuna í fyrradag og voru framkvæmdir stöðvaðar í kjöl- farið. „Til að byrja með er áin sem rennur í gegnum kvosina á nátt- úruminjaskrá og það segir í nátt- úruverndarlögum að ekki megi byggja neitt innan við 50 metra frá þessari á. Þetta er einhverja 14 til 15 metra frá,“ segir Orri Páll Dýra- son, trommuleikari Sigur Rósar, og bætir því við að um lögbrot sé að ræða. „Umhverfisráðuneytið hefur sagt að þetta þurfi ekki að fara í umhverfismat, sem við skiljum ekki, og við erum búin að kæra það.“ Hljóðver í hættu Orri segir vel hægt að fara aðrar leiðir, ólíkt því sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. „Það er hægt að fara yfir Löndin og niður á Vesturlandsveginn hinum megin við það hverfi. Það myndi taka kannski hálfa mínútu í viðbót að aka þá leið. Þeir í bæjarstjórninni vilja frekar fórna þessu svæði,“ segir hann. „Leiðin fer líka í gegnum trjálund sem börn stofnanda Álafossverk- smiðjunnar gróðursettu. Það er meira að segja búið að taka helming trjánna. Þetta er mjög merkilegur staður sem átti sinn þátt í því að byggja Mosfellsbæinn upp.“ Hljóðverið Sundlaugin, sem er í eigu Sigur Rósar, er einnig á þessu svæði og segir Orri ljóst að þeir þurfi að flytja það ef af fram- kvæmdinni verður. „Við getum ekki unnið þarna ef þessi vegur kemur. Það er gert ráð fyrir 50 desíbela hljóðmengun allan daginn. Við fluttum þangað út af rónni, og það verður engin ró ef vegurinn kemur.“ Mótmælatónleikarnir vegna framkvæmdanna verða haldnir í Verinu í Héðinshúsinu þann 18. febrúar. „Við spilum, ásamt þeim sem hafa verið að vinna í þessu hljóðveri,“ segir Orri, sem vonar að hætt verði við framkvæmdina. „Maður getur ekki annað en vonað, annars væri maður ekki að þessu.“ Merkilegt svæði Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, segir að Katrín Theódórsdóttir, lögmaður samtak- anna, hafi lagt inn kæru til úrskurð- ar- og skipulagsnefndar vegna framkvæmdanna. „Sagan segir að þeir hafi ekki framkvæmdarleyfi, og ástæða þess að menn fá ekki slíkt leyfi er að þá er ekki búið að full- hanna mannvirkið sem um ræðir. En þetta eru bara getgátur, við vit- um ekki af hverju framkvæmdir voru stöðvaðar en það er greinilega ekki allt eins og það á að vera,“ seg- ir hún og bætir við að íbúum hafi ekki verið gerð full grein fyrir áhrif- um framkvæmdarinnar. „Það ber að hafa samráð við íbúa þegar um miklar framkvæmdir er að ræða. Við höfum alltaf beðið um að þessi framkvæmd færi í mat á umhverfis- áhrifum vegna þess að þarna er mjög viðkvæmt svæði náttúrufars- lega séð,“ segir Sigrún. „Þetta er vinsælasti áningarstaður ferða- manna í Mosfellsbæ, það er talað um að þangað komi 600 rútur með ferðamenn á hverju ári, fyrir utan allt útivistarfólkið sem fer þarna um. Þetta er mjög vinsæl gönguleið og sem dæmi má nefna að sjúkling- ar á Reykjalundi leggja leið sína þarna niður eftir. Svo er þarna verndaður vinnustaður fyrir fatlaða, stúdíó Sigur Rósar og Dieter Roth- listaakademían. Þetta er líka eitt stærsta hverasvæði á Íslandi og á sér mjög merkilega jarðsögu.“ Sigrún segir það stríða gegn hagsmunum íbúa að kynna ekki heildaráhrif framkvæmdarinnar. „Þar teljum við að þeir hafi staðið sig mjög illa,“ segir hún og bætir því við að bent hafi verið á aðrar leiðir í málinu. „Við skoruðum á bæjarstjórn og samgönguráðherra að leiða þessa tengibraut í stokk niður götu sem heitir Ásland. Þessi stokkur yrði á bilinu 160 til 180 metra langur. Við ræddum við sér- fræðinga og fórum með þeim á stað- inn og þeim kom saman um að þetta væri álitlegur kostur.“ Sigrún segir mikla óánægju hafa verið með svör bæjaryfirvalda. „Þeir létu ekki gera faglega úttekt á möguleikanum og svöruðu með ágiskunum. Þeir sögðu að það myndi kosta hátt á annan milljarð að setja þennan kafla í stokk, sem er um það bil þreföld sú upphæð sem gefin hefur verið upp í sam- bandi við að leggja Miklubraut í stokk. Verkfræðingarnir segja það algjöra fjarstæðu,“ segir Sigrún að lokum. Hljómsveitin Sigur Rós mótmælir tengibraut úr Helgafellshverfi harðlega Boðað til mótmælatónleika Morgunblaðið/ÞÖK Mótmæli Einn þeirra 50 til 60 sem mótmæltu framkvæmdum við gömlu Álafossverksmiðjuna í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Árni Torfason Sigur Rós Sveitin þarf að flytja hljóðver sitt ef af framkvæmdum verður. Segja að um lög- brot sé að ræða Í HNOTSKURN » Sigur Rós þarf að færa hljóð-ver sitt ef tengibrautin verð- ur lögð úr Helgafellshverfi. » Þeir segja umrætt svæði ein-staka náttúruperlu. » Sigur Rós og fleiri tónlist-armenn koma fram á mót- mælatónleikum í Verinu í Héð- inshúsinu þann 18. febrúar. » Varmársamtökin skora áfólk að mótmæla fram- kvæmdum með því að setja kerti milli trjánna í kvosinni. » Landeigendur segja öll til-skilin leyfi fyrir fram- kvæmdum til staðar. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.