Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 23
mælt með... MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 23 Útsölulok um helgina Nú fer hver að verða síðastur til að gera reyfarakaup á útsölunum því kaupmenn eru nú komnir í götumarkaðsgírinn. Götumarkaðir verða um helgina í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind með lágmarks vöruverði og prúttglaðir geta kannski náð enn betri kaupum með því að prófa sig áfram í prútttækninni. Strákarnir okkar spila í Köln Ekki verður um auðugan garð að gresja á íþróttasviðinu um helgina ef frá er talinn síðasti leikur íslenska landsliðsins sem „strákarnir okkar“ koma til með að spila í Köln á morgun. Það er þó engu að síður um að gera að styðja strákana í leiknum gegn Spánverjum um 7. sætið á heimsmeistaramótinu. Veiðisafnið á Stokkseyri Veiðiglaðir gætu svo haft gaman af því að bruna til Stokkseyrar því fjöl- breytt úrval skotvopna verður til sýnis í húsakynnum Veiðisafnsins um helgina. Sjónþing um Rúrí Fyrir menningarþyrsta er upplagt að skella sér á Sjónþing um listakonuna Rúrí í Gerðubergi sem verður kl. 13.30 til 16.00. Að því loknu verður opnuð yfirlitssýning, sem spannar 33 ára listferil Rúríar. Sýningin stendur til 15. apríl. Yfirskrift sýningarinnar „Tími, afstæði, gildi“ vísar til viðfangsefna Rúríar á liðum 33 árum. Bókakynning í Kórnum Tilvalið er fyrir menningarvita að fá sér göngutúr í Kórinn í Bókasafni Kópavogs um kl. 15 á morgun því þá ætla skáldin Eyvindur P. Eiríksson og Ólöf Pétursdóttir að kynna og lesa úr nýlegum bókum sínum. Bækur Eyvindar heita 3XÁST og Örfok. Ólöf ætlar að lesa upp úr bókinni „Dimmir draumar“ sem hefur að geyma ljóð í þýðingu hennar, en ort eru á Bretaníuskaga á tuttugustu öld. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskar þýðingar úr bretónsku koma fyrir almenningssjónir. Auk þess mun Eyþór Rafn Gissurarson lesa úr óbirtri smásögu sinni. Bundið mál virðist henta vef-miðlum og bloggsíðum, enda er stakan gjarnan innlegg í þjóð- félagsumræðuna, stundum háðsk og stundum hvöss. Oft vekur hún hlátur, en ósjaldan er hún alvarleg eða máluð fallegum litum. Það sem gerir hagmælta aufúsugesti á Net- inu er að geta brugðist skjótt við málum sem upp koma, – þannig er bloggið. Ekki amalegt þegar skáld skjóta þar upp kollinum eins og Þórarinn Eldjárn með bloggsíðuna Ómerkilegar athugasemdir á www.theld.blog.is. Frjálslyndi verð- ur honum yrkisefni: Ekki veit ég hvað er nú hvað né hver vor örlög semur. En hitt er víst að það er nú það það sem er og kemur. Og Þórarinn yrkir um „Frjáls- lyndi“: Hvert er Frjálslyndra frjálslyndi? Fæst það gegn borgun? Ef til vill haft sem hálsbindi hálfrautt í dag, bláleitt á morgun? VÍSNAHORNIÐ Skáld sem bloggar pebl@mbl.is -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti úr hrosshárum sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kynning á því nýjasta í Hygeu Kringlunni í dag og á morgun, laugardag. Sérfræðingar Kanebo bjóða uppá húðgreiningu og aðstoða við val á Kanebo snyrtivörum. Vertu fyrst til þess að kynnast nýju hreinsilínunni sem gerir hreinsun húðarinnar að tilhlökkunarefni á hverjum degi. www.kanebo.is Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.