Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 13
FRÉTTIR
konar aðstöðu til að gera við net og
vélar, auk þess að koma upp hrein-
lætisaðstöðu. Héruðin sem um ræð-
ir eru Ampara, Batticaloa og
Trincomale, en þau urðu öll illa úti í
„tsunami“ flóðunum 2004. Að sögn
Árna eru héruðin jafnframt á um-
deildum svæðum í borgarastyrjöld-
inni á Sri Lanka. Hann kveðst von-
ast til að það náist að velja að
minnsta kosti fimmtán staði fyrir
framkvæmdir á þessu ári og svip-
aðan fjölda fyrir árið 2008.
Byggingarnar sem reistar eru í
þessu verkefni Þróunarsam-
vinnustofnunar verða að lokum af-
hentar löndunarstöðunum til eign-
ar og reksturs. Á sumum þeirra eru
starfandi fiskimannafélög eða sam-
vinnufélög, sem ráða við slíkt, en
annars staðar er slíku ekki til að
dreifa. Því er Þróunarsamvinnu-
stofnun í viðræðum við frjáls fé-
lagasamtök á Sri Lanka sem heita
SEWALANKA, en þau vinna að
margvíslegum félagslegum við-
fangsefnum í fiskimannasam-
félögum eyjarinnar.
Um er að ræða fyrsta áfanga
framkvæmda eftir „tsunami“ flóðin
sem kostaðar eru af sérstakri 50
milljóna króna fjárveitingu sem
ríkisstjórnin veitti til uppbygginga-
starfa á Sri Lanka.
FRAMKVÆMDIR eru hafnar á
vegum Þróunarsamvinnustofnunar
Íslands við ellefu byggingar á sex
löndunarstöðum á vestur- og suður-
strönd Sri Lanka. Um er að ræða
þjónustubyggingar eins og fisk-
markaðshús, fjarskiptahús og sal-
erni fyrir sjómenn og fiskverk-
endur sem nýta löndunarstaðina.
Að sögn Árna Helgasonar umdæm-
isstjóra ÞSSÍ á Sri Lanka er ráð-
gert að byggingaframkvæmdum
ljúki í maí á þessu ári.
Árni segir að jafnframt sé verið
að skoða þrjátíu löndunarstaði á
austurströndinni með það í huga að
byggja þar þjónustuhús með ýmiss
Byggja við löndunarstaði á Sri Lanka
Framkvæmdir Ellefu hús eru í
byggingu á Sri Lanka á vegum Þró-
unarsamvinnustofnunar Íslands.
TINNA Lauf-
ey Ásgeirsdóttir
hagfræðingur
varði á síðasta ári
doktorsritgerð
sína við hag-
fræðideild há-
skólans í Miami
(University of
Miami). Ritgerð-
in fjallar um sam-
spil heilsu, lífs-
stíls og vinnumarkaðar og nefnist á
ensku „Health and Labor-Market
Outcomes: The case of Iceland“.
Andmælendur voru Philip Robins
prófessor í hagfræði við hag-
fræðideild háskólans í Miami, dr.
Laura Giuliano lektor við hag-
fræðideild háskólans í Miami, dr.
Tracy Regan lektor við hag-
fræðideild háskólans í Miami, dr.
Kerry Anne McGeary lektor við
Drexel háskólann í Philadelphíu og
dr. Donna Shalala, rektor háskólans
í Miami og fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra Bandaríkjanna í forseta-
tíð Bill Clintons.
Við rannsókn sína notaðist Tinna
við íslensk gögn, þar á meðal heilsu-
og lífsstílskönnun Gallups. Í dokt-
orsritgerðinni er leitað svara við eft-
irfarandi spurningum: Hver eru
áhrif heimilistekna á heilsu? Hver
eru áhrif líkamsþyngdar á virka at-
vinnuþátttöku fólks? Hver eru áhrif
misnotkunar áfengis á vinnu-
framboð?
Niðurstöður ritgerðarinnar sýna í
fyrsta lagi tölfræðilega greinanlegt
samband á milli heilsu og tekna sem
þó er minna en í mörgum öðrum
löndum. Í öðru lagi sýna niðurstöður
sterkt samband á milli líkams-
þyngdar og atvinnu kvenna. Þetta
samband kom ekki fram hjá körlum
og styður þá skoðun að mismunandi
kröfur séu gerðar til holdafars
kynjanna á atvinnumarkaði. Í þriðji
lagi sýna niðurstöður – nokkuð
óvænt – að ekki var skýrar teng-
ingar að finna á milli óhóflegrar
áfengisneyslu og atvinnuþátttöku.
Orsakir þessarar niðurstöðu eru
ekki ljósar og þarfnast efnið frekari
rannsókna.
Tinna Laufey er fædd árið 1975.
Hún útskrifaðist með stúdentspróf
frá Menntaskólanum í Hamrahlíð
vorið 1994. Tinna nam samtímasögu
við Háskóla Íslands og Kaup-
mannahafnarháskóla og útskrifaðist
með B.A.-gráðu frá HÍ árið 1998.
Tinna lauk meistaranámi í hagfræði
við háskólann í Miami og dokt-
orsprófi frá sama skóla árið 2006.
Samhliða námi og rannsóknum
kenndi Tinna við hagfræðideild og
alþjóðadeild háskólans í Miami auk
tímabundinnar kennslu í hagfræði
við Háskólann í Reykjavík og Há-
skóla Íslands.
Doktorsritgerð sína varði Tinna í
janúar 2006 en hafði þá hafið rann-
sóknir við Hagrannsóknarstofnun
Bandaríkjanna (National Bureau of
Economic Research) í New York þar
sem hún var starfandi í eitt ár. Þar
vann hún meðal annars rannsókn
fyrir Lýðheilsustöð Íslands sem
beindi kastljósinu að offituvand-
anum á Íslandi.
Foreldrar Tinnu eru Ásgeir Har-
aldsson prófessor í barnalækningum
og sviðstjóri á Barnaspítala Hrings-
ins og Birna Kristín Bjarnadóttir
kennari, en hún lést árið 1981. Tinna
ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur hjá
móðurömmu og -afa, Ólöfu Páls-
dóttur læknaritara og Bjarna Kr.
Bjarnasyni hæstaréttardómara.
Tinna býr nú ásamt syni sínum Pétri
Bjarna í Reykjavík og starfar sem
sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands.
Doktor í
hagfræði
Tinna Laufey
Ásgeirsdóttir
Fréttir á SMS MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mánud.–föstud. 11–18
laugard. 11–16