Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 1
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
IGUANA-EÐLUR, snákar, skjald-
bökur og tarantúlur eru meðal
þeirra dýra sem ganga kaupum og
sölum á íslenskum spjallsíðum
tengdum gæludýrahaldi. Öll eru
þessi dýr ólögleg hér á landi.
„Það er staðreynd að fólk smygl-
ar þessum dýrum inn í landið og
það er töluvert um þau,“ segir Anna
Jóhannesdóttir, dýralæknir hjá
dýralæknastofunni Dagfinni dýra-
lækni, en nokkuð er um að fólk leiti
til stofunnar þegar ólögleg skriðdýr
veikjast eða slasast. „Þetta eru ekki
bara einhverjir tíu einstaklingar,
heldur miklu fleiri.“
Á spjallsíðunum gefa notendur
þeirra m.a. ráð um hvaða aðferðir
gagnast best við að koma slíkum
dýrum fram hjá tolli og innflutn-
ingsyfirvöldum. „… nælonsokk og
innan á lærið eða annars er örugg-
ara að setja undir [...] en þeir leita
oft þar líka,“ ráðleggur einn spjall-
arinn. Annar segir: „Ég flutti
iguana-eðluna mína bara á öxlinni
og var bara í víðum jakka utan yf-
ir …“ Að sögn lögreglu og Land-
búnaðarstofnunar er ekki unnið
markvisst að því að hafa uppi á slík-
um dýrum. Hins vegar sé brugðist
við ábendingum um ólögleg gælu-
dýr með því að farga þeim. | 20
Snákar, eðlur og tarantúlur
ganga kaupum og sölum
STOFNAÐ 1913 . TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
LITIR OG LÍFSGLEÐI
HÚN AUÐUR ANDREA ER BJARTSÝN Á LÍFIÐ OG
LISTINA ÞRÁTT FYRIR ERFIÐLEIKA >> 20
HVER VILL VERÐA
ÞORSKASMALI?
HJARÐELDI
ÚR VERINU >> 12
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
HÖFNIN við álverið í Reyðarfirði
verður ein stærsta vöruflutninga-
höfn landsins þegar þjónustu-
samningur Alcoa Fjarðaáls og
Eimskips um alla hafnastarfsemi á
svæðinu tekur gildi.
Samningurinn verður undirrit-
aður af forstjórum félaganna við
Reyðarfjarðarhöfn í dag. Forstjóri
Alcoa Fjarðaáls segir að gríðarleg-
ur útflutningur muni fara um höfn-
ina. Baldur Guðnason, forstjóri
Eimskips, segir samninginn koma
til með að bæta flutningsþjónustu
Eimskips á landsbyggðinni.
„Hafnaruppbyggingin verður í
okkar höndum en að henni lokinni
áætlum við að umsvifin verði álíka
mikil og við erum með í Sunda-
höfninni í dag.“ Eimskip rekur nú
þjónustumiðstöð á Eskifirði en öll
starfsemin verður færð til Reyð-
arfjarðarhafnar. Um 40 manns
starfa hjá Eimskip á Austurlandi í
dag en þeim mun fjölga um minnst
30.
Stór samningur
„Betri aðstaða og þjónusta er
grunnur að meiri flutningum og því
felst mikill þjónustuauki við lands-
byggðina í samningnum. Við mun-
um geta nýtt okkur aðstöðuna til
að dreifa vörum til og frá Norður-
og Austurlandi. Til að mynda er
styttra til Akureyrar frá Reyðar-
firði heldur en Reykjavík,“ segir
Baldur.
„Þetta er stór samningur sem
kveður á um að Eimskip muni sjá
um alla þjónustu og flutninga inn á
hafnasvæðinu, en þau munu verða
umtalsverð,“ segir Tómas Már Sig-
urðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.
„Gríðarlegur útflutningur mun
fara um þessa höfn í samanburði
við aðrar hafnir í landinu, þegar ál-
framleiðslan bætist við fiskafurð-
irnar, en Alcoa mun flytja um höfn-
ina 1,3 milljónir tonna á ári,“ segir
Tómas að endingu.
„Gríðarlegur útflutningur
mun fara um þessa höfn“
Eimskip semur við Alcoa Fjarðaál um viðamikla flutninga fyrir álverið
Reyðarfjarðarhöfn verður ein stærsta vöruflutningahöfn landsins
Í HNOTSKURN
» Alcoa Fjarðaál og Eim-skip hafa gert með sér
þjónustusamning og mun
Eimskip sjá um alla upp-
byggingu, þjónustu og flutn-
ingastarfsemi á hafnarsvæð-
inu við álverið í Reyðarfirði.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
VERÐ á aflahlutdeild
hefur nú tvöfaldazt á um
tveimur árum og meira
en tífaldazt síðan 1992
þegar sala varanlegra
aflaheimilda hófst að
ráði. Síðustu samningar
um kaup, sem kunnugt
er um, eru upp á 2.400
krónur kíló af þorski, en
fyrirliggjandi eru sölutilboð upp á 2.700
krónur. Þorskkíló seldist á um 200 krónur
árið 1992.
Kvótamiðlun LÍÚ hafði fyrir stuttu milli-
göngu um sölu á hreinum þorskkvóta og
komu 6 eða 7 tilboð í hann. Hæsta tilboðið
var 2.400 krónur og heimildir eru um fleiri
slík viðskipti með hreinan, óveiddan kvóta.
Kaup á varanlegum aflaheimildum hafa und-
anfarin ár í flestum tilfellum verið kaup á
litlu magni, þar sem smærri aðilar hafa verið
að bæta við sig, kannski 5 til 10 tonnum. Í
þessum viðskiptum hefur verðið oft verið
hátt og leitt til verðhækkunar þegar um
stærri viðskipti hefur verið að ræða. Fyrir
nokkru var algengt verð á þorskkílóinu 2.200
krónur, en fyrir um tveimur árum var það í
kringum 1.000 krónur. Stærri kaupendur
eru að bæta stöðu sína, til að auka nýtingu á
skipum og hugsanlega til að geta betur stað-
ið við samninga um sölu á fiski á erlendum
mörkuðum. Nú velta menn því fyrir sér
hvort hámarki sé náð, en sú umræða hefur
reyndar komið upp oft áður. Ljóst er að fyrir
þá sem tiltölulega litlar heimildir hafa er
miklu meira út úr því að hafa að selja afla-
hlutdeildina en að nýta hana til veiða.
Óvissa um framhald fiskveiðistjórnunar, í
kjölfar kosninga til Alþingis, getur einnig
sett verulegt strik í þennan reikning.
Leiguverð í hámarki
Svipaða sögu er að segja af leigumark-
aðnum. Þar er verð á þorski komið upp í 175
krónur, en svo hátt hefur það aðeins einu
sinni farið. Það var í apríl 2002. Í upphafi síð-
asta fiskveiðiárs var verðið 120 krónur, var
komið í 156 í haust og er nú komið í hámarkið
á ný. En framboðið er nánast ekkert, allir
virðast vera að veiða sinn kvóta, en eftir-
spurn er nokkur. Það er hins vegar ljóst að
enginn getur gert að öllu leyti út á kvóta-
leigu þegar þarf að byrja á því að borga 175
krónur fyrir óveiddan þorsk. Það eru því
helzt þeir sem hafa töluverðar heimildir, en
þurfa að bæta smáslöttum við sig til að
standa við sölusamninga, sem leigja til sín.
Þegar leiguverðið er svona hátt leggjast við-
skiptin að miklu leyti af og menn reyna held-
ur skipti á tegundum, til að hagræða og geta
staðið við samninga. Þetta á til dæmis í
mörgum tilfellum við þá sem veiða og vinna
fisk sem fer ferskur utan með flugi.
Hins vegar er nú þokkalegt framboð á ýsu
og ufsa á leigumarkaðnum og verð nokkuð
stöðugt. Leiguverð á ýsunni er um 42 krónur
og 20 krónur á ufsanum. Hæsta verðið fyrir
utan þorskinn er á steinbít, 75 krónur, en þar
er ekkert framboð. Þróun mála í smábáta-
kerfinu er svipuð. Þar fækkar bátunum, þeir
stækka og verða dýrari og þurfa því meira af
fiski til að standa undir sér. Því færast afla-
heimildirnar af þeim smáu yfir á þá stóru.
Verð á afla-
heimildum
í hámarki
ÞAÐ var ekki amalegt að eiga góðan reið-
skjóta í góða veðrinu í gær og þessir hesta-
menn slepptu ekki tækifærinu. Þeir brugðu
sér á bak og létu sólina leika við sig í nágrenni
Rauðhóla. Óskandi er að fleiri jafn fallegir
vetrardagar láti sjá sig á næstunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Vekringar í vetrarblíðu