Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 6

Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJARLÆGÐIR milli Suðurlands og Norðurlands koma til með að stytt- ast verulega verði af lagningu nýs vegar yfir Kjöl líkt og Norðurvegur ehf. stefnir að. Markmið félagsins er að sem fyrst verði ráðist í nauðsyn- legar undirbúningsaðgerðir og hefur samgönguráðherra þegar falið Vegagerðinni að vinna með félaginu að verkefninu. Gert er ráð fyrir að fyrsta rekstrarár verði árið 2010. „Við teljum þetta verkefni vera raunhæfan kost, bæði tæknilega og fjárhagslega,“ sagði Halldór Jó- hannsson, framkvæmdastjóri KEA, við kynningu fyrir fjölmiðla. Hann sagði mikilvægt að hafa í huga að verkefnið myndi ekki breyta röð annarra samgönguverkefna auk þess sem gríðarleg tækifæri fælust í veginum, s.s. hvað varðaði ferða- þjónustu þar sem aðgangur að nýj- um ferðamannastöðum á hálendinu myndi opnast. Kjalvegur er næstlengsti hálend- isvegur landsins og árdagsumferð um hann þrjátíu bílar á dag. „Þetta losar um hið mikla álag sem er á Þjóðvegi 1 í dag og stóreykur um- ferðaröryggi,“ segir Halldór en Norðurvegur mun halda utan um rekstur vegarins og er ekki gert ráð fyrir að ríkið taki við síðar. Gríðarlegur sparnaður við vöruflutninga Gert er ráð fyrir að upphaf nýja vegarins myndi vera nálægt Gull- fossi og lægi að Silfrastöðum í Skagafirði. Vegurinn yrði með einni akrein í hvora átt, alls um 145 kíló- metrar. Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur styttast um 47 kíló- metra og milli Selfoss og Akureyrar um 141 kílómetra. Við kynninguna sagði Halldór að með umhverfisvernd í huga og út frá náttúruverndarsjónarmiðum væri endurbygging Kjalvegar mikilvæg. Hann benti á að styttri vegur myndi leiða til minni olíueyðslu, minni mengunar og þar með minna út- streymis gróðurhúsalofttegunda. Jóhannes Jónsson, oftast nær kenndur við Bónus, situr í stjórn Norðurvegar og sagði verkefnið fyrst hafa verið rætt norðan heiða árið 2001. „Mér finnst þetta óhemju spennandi verkefni og er mjög bráð- látur að sjá það verða að veruleika,“ sagði Jóhannes og benti t.d. á þann gríðarlega sparnað sem yrði í kjölfar lagningar vegarins, s.s vegna vöru- flutninga. Tvö þúsund krónur á fólksbíl Frumvarp til nýrra vegalaga er nú til meðferðar á Alþingi og meðal þess sem þar er lagt til er almenn heimild til gjaldtöku af umferð um þjóðvegi og því verði ekki þörf á að afla sérstakrar heimildar í hvert skipti eins og nú er í lögum. Ef af lagningu nýs Kjalvegar verður má gera ráð fyrir að veggjald verði greitt af þeim sem nota veginn. Útlit er fyrir að gjaldið verði um tvö þús- und krónur fyrir fólksbifreið en átta þúsund krónur fyrir þungaflutninga. Áætlaður stofnkostnaður við fram- kvæmdina er um 4,2 milljarðar króna. Ekki þykir ólíklegt að á fyrsta rekstrarári muni verða um fimm hundruð bíla umferð á dag um veg- inn og þannig ætti framkvæmdin að geta borgað sig upp á 16–18 árum. Hluthafar í Norðurvegi eru á þriðja tug og er um ræða ein- staklinga, fyrirtæki og sveitarfélög, bæði á Norður- og Suðurlandi. Þar má meðal annars nefna Akureyr- arbæ, Árborg og Bláskógabyggð. Aukið umferðaröryggi Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, sagðist í gær ekki geta tjáð sig efnislega um framkvæmdina en vísaði í frumdrög að skýrslu Hálendisvegahóps Land- verndar. Í henni segir m.a.: „Innan hópsins hafa komið fram þau sjón- armið að uppbyggður Kjalvegur geti samrýmst sjónarmiðum um nátt- úruvernd og ferðamennsku ef vel tekst til við staðsetningu hans og hönnun. Að mati viðkomandi getur betri og uppbyggður vegur yfir Kjöl aukið umferðaröryggi að sumarlagi, treyst ferðaþjónustu og dregið úr rykmengun.“ Frá Gullfossi til Skagafjarðar Morgunblaðið/Sverrir Norðurvegur Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA kynnti hugmyndir um lagningu nýs vegar yfir Kjöl.. Í HNOTSKURN » Norðurvegur ehf. varstofnaður í febrúar árið 2005 og er undirbúningsfélag um byggingu hálendisvegar milli Norður- og Suðurlands yfir Kjöl. » Í stjórn félagsins sitjaHalldór Jóhannsson, Jó- hannes Jónsson, Eiður Gunn- laugsson, Kjartan Ólafsson og Gunnar Þorgeirsson. » Hluthafar eru á þriðjatug, einstaklingar, fyr- irtæki og sveitarfélög, bæði á Norðurlandi og á Suðurlandi, s.s. Akureyrarbær og Ár- borg. Norðurvegur ehf. kynnti í gær hugmyndir um lagningu nýs Kjalvegar í einkaframkvæmd. Með honum myndi leiðin frá Akureyri til Reykjavíkur styttast um 47 kílómetra.                  HALLGERÐUR Gísla- dóttir, cand. mag., fagstjóri þjóðhátta- safns á Þjóðminjasafni Íslands, lést á Land- spítalanum fimmtudag- inn 1. febrúar, 54 ára gömul. Hún var fædd í Seldal í Norðfirði 28. september 1952 og ólst þar upp. Hallgerður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974, nam mannfræði og sögu við Manitóbaháskóla í Winnipeg 1974–75, tók BA-próf í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1981 og lauk þaðan cand. mag-prófi 1991. Hallgerður starfaði lengst af við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Ís- lands, varð deildarstjóri hennar 1995 og síðar fagstjóri þjóðhátta- safns. Hún stýrði sýningunni Hvað er á seyði. Eldhúsið fram á okkar daga árið 1987. Hún lagði gjörva hönd á hinar nýju og rómuðu sýn- ingar Þjóðminjasafnsins, var rit- stjóri margmiðlunarefnis sýning- anna og annar tveggja aðalhöfunda grunnsýningartext- ans. Hún var einnig ritstjóri og höfundur bókarinnar Í eina sæng; Íslenskir brúðkaupssiðir 2004, ásamt Sigrúnu Kristjánsdóttur. Sérgrein Hallgerðar var íslensk matarhefð og árið 1999 kom út bók hennar með því heiti, en fyrir það verk var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og hlaut viðurkenningu bæði Bókasafnssjóðs höf- unda og Hagþenkis. Ásamt Steinunni Ingimundardóttur vann hún að gerð sjónvarpsþáttaraðar um matargerð í eldri tíð sem sýndir voru 1989. Ennfremur stýrði hún fjórum þáttum um jól á Ís- landi fyrr og nú fyrir Sjónvarpið. Hún sá um fjölmarga þætti í útvarpi um skyld efni og oft leit- uðu fjölmiðlar til hennar um slíkan fróðleik, einkum á þorra og jóla- föstu. Hallgerður kenndi sérgrein sína sem stundakennari við Háskóla Ís- lands og víðar, flutti fjölda fyr- irlestra og birti greinar í tímarit- um innanlands og utan. Ásamt manni sínum og Guðmundi J. Guð- mundssyni sagnfræðingi gaf hún út bókina Manngerðir hellar á Ís- landi í framhaldi af áralöngum rannsóknum. Hallgerður var ljóðskáld, birti ljóð sín í tímaritum og hlaut við- urkenningar fyrir þau. Ljóðabók hennar, Í ljós, kom út 2004. Eftirlifandi eiginmaður Hall- gerðar er Árni Hjartarson jarð- fræðingur. Þau eignuðust þrjú börn, Eldjárn, Guðlaug Jón og Sigríði sem lést 1997. Andlát Hallgerður Gísladóttir LOFTSLAGSBREYTINGAR eru raunveruleg ógn og af manna völd- um sem nú þegar er orðið staðreynd, segir Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra um væntanlega skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um hnattrænar loftslagsbreytingar (IPCC), en útdráttur úr skýrslunni var birtur á föstudag. Hún segir að á næstu dögum verði kynnt ný stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar í lofts- lagsmálum og jafnframt komi fljót- lega fram í þinginu frumvarp sem hafi að markmiði að stjórnvöld geti staðið við alþjóðlegar skuldbinding- ar samkvæmt Kyoto-bókuninni til að takmarka losun frá stóriðju. Jónína segir að í stefnunni séu settar fram tillögur um hvernig hægt sé að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda á ýmsum sviðum íslensks sam- félags. Íslendingar axla sína ábyrgð „Þar horfum við vissulega til stór- iðjunnar en jafnframt til samgangna og fiskiskipaflotans,“ segir Jónína. Um vandann í loftslagsmálum leggur Jónína áherslu á að hann sé hnattrænn og stærsta ástæðan sé losun gróðurhúsalofttegunda, sem sé afleiðing sívaxandi orkuþarfar mannkynsins. Henni hafi að miklu leyti til verið fullnægt með notkun jarðefniseldneytis, þ.e. kola og olíu. sem Íslendingar noti ekki. Vegna þessa hafi áhersla verið lögð á það undanfarin ár að auka notkun end- urnýjanlegrar orku víðsvegar í heiminum. Á þessu sviði séu Íslend- ingar fyrirmyndir annarra þjóða og geti bæði flutt út hugvit og tækni- kunnáttu. Jónína segir að Íslending- ar axli sína ábyrgð, bæði með þátt- töku í alþjóðlegu samstarfi og viðræðum um framtíðarskuldbind- ingar á vettvangi loftslagssamnings SÞ, sem og með aðgerðum heima fyrir. Hún bendir á að Ísland hafi meðal annars fengið viðurkenningu frá samtökunum Climate Group á 11. aðildarþingi loftslagssamnings- ins fyrir árangur í loftslagsmálum. Þá hafi íslensk stjórnvöld sett stefnu árið 2002 sem byggist á skuldbind- ingum okkar gagnvart loftslags- samningnum og Kyoto-bókuninni. Finnum breytingar Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra fjallar um helgina um lofts- lagsskýrsluna á heimasíðu sinni. Þar segir hún að Íslendingar fari ekki varhluta af breytingum í loftslags- málum. „Jöklar hér heima hafa hop- að og við upplifum fleiri og fleiri hlý- indakafla um hávetur.“ Íslendingar beri vissulega ábyrgð með öðrum ríkjum á því að stemma stigu við áframhaldandi aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda. Allt frá því við undirbúning Lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóðanna í aðdragandanum að heimsráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun árið 1992 hafi Ísland tekið virkan þátt í alþjóð- legum samningaviðræðum um að hamla aukinni losun gróðurhúsaloft- tegunda. Nú séu nýjar viðræður að hefjast á vettvangi SÞ, en þar þurfi að taka ákvörðun um næstu aðgerðir aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda eftir árið 2012 og ræða við þau ríki sem ekki hafa tekist á hendur lagalegar skuldbindingar um að draga úr losun þeirra. Brýnt sé að Íslendingar taki áfram virkan þátt í viðræðunum. Raunveruleg ógn Horft til stóriðju og samgangna í nýrri stefnu stjórnvalda Valgerður Sverrisdóttir Jónína Bjartmarz Í HNOTSKURN » IPCC telur líkur á aðloftslagsbreytingar séu að miklu leyti til komnar vegna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna meiri en 90%. » Spáð er hækkun hitastigsvið yfirborð jarðar, um 1,1–6,4 gráður á Celsius, fram að næstu aldamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.