Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Lögmaður Færeyinga velti upp hugsanlegum vöruskiptum ef olía fyndist við eyjar.
VEÐUR
Það eru mikil umbrot í pólitíkinnium þessar mundir – meiri en
fyrirfram mátti búast við. Óróleik-
inn í kringum Frjálslynda flokkinn
getur haft áhrif, jafnvel þótt sá
flokkur yrði illa úti.
Margrét Sverrisdóttir hefur til-kynnt að til sé að verða ný
stjórnmálahreyfing hægra megin
við miðju. Það
mun vekja at-
hygli enda hafa
margir lengi talið
að Margrét
mundi halla sér á
vinstri hliðina.
Þetta þýðir hinsvegar að það
eru að verða
býsna margir
sem sækjast eftir atkvæðum hægra
megin við miðju. Það hefur alltaf
verið aðal vettvangur Sjálfstæð-
isflokksins. Frjálslyndi flokkur
Sverris Hermannssonar sótti á þau
mið og náði að festa sig í sessi.
Nú er ýmislegt sem bendir til aðþað sem eftir er af þeim flokki í
höndum annarra manna sækist eftir
fylgi til hægri við Sjálfstæðisflokk-
inn. Það hefur ekki gerzt í 55 ár.
En að vísu benda skoðanakann-anir til að Frjálslyndi flokk-
urinn með ógeðfellda stefnu í mál-
efnum innflytjenda sæki fylgi
frekar til vinstri.
Vinstri armur Framsóknarflokks-ins virðist horfinn og ekki ólík-
legt að Framsóknarflokkur Jóns
Sigurðssonar sækist eftir sama
kjósendafylgi og Sjálfstæðisflokk-
urinn.
Ef Margrét Sverrisdóttir bætistvið fer að verða þröngt á þingi.
Þetta getur orðið varasamt fyrirSjálfstæðisflokkinn
STAKSTEINAR
Margrét
Sverrisdóttir
Umbrot
SIGMUND
!
"#
$ %&
' (
)'
* +,
- %
.
/
*,
!
"#
$
!#
01 0
2
31,
1 ),
40
$
5 '67
8 3#'
$
$
$ "
9
)#:;
!
"
) ##: )
%&
'#
& #
"# $("
<1 <
<1 <
<1
%#'
)
* +,!"-
=7 ,>
< 76
."
!
!#
/**
%!. 0
1
!#"
2 "1$! !
& ""
!& " (*
."
!# ""
(* .
'
& *"0
#
($"#! "
# "3$
#
&
5
1
."
#+ %4 0
'& 5& %!. (*
0
-
# "6!
0 # *
1 &
7/ "88 "#$4 " !$")
*
2&34 ?3
?)<4@AB
)C-.B<4@AB
+4D/C (-B
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sigmar Guðmundsson | 4. febrúar
Heiða og Gunni sigra
Af þeim lögum sem
flutt voru í und-
ankeppninni í ár og í
fyrra eru skuggalega
fá frambærileg. Þegar
kannski fimm lög af 48
eru boðleg á þessum
tveimur árum er eitthvað mikið að.
Af hverju taka ekki fleiri góðir laga-
smiðir þátt í þessari keppni? […]
Ef eitthvert réttlæti er í þessum
heimi sigra doktor Gunni og Heiða í
þessari undankeppni. Lagið þeirra
ber af í ár að mínu mati.
Meira: http://sigmarg.blog.is/
Kristján B. Jónasson | 4. febrúar
Bókalager skilað
Nú er liðinn opinber
skilafrestur bóksala á
jólabókum til útgefenda.
Menn sjá því þessa dag-
ana svart á hvítu hvað
þeir seldu í raun og
veru. [...] Óforvarindis
dúkkar upp heill bókalager sem legið
hefur undir bekk einhvers staðar í af-
skekktri búð í Samkaupa-samstæð-
unni. Einhver verslunarstjóri pantaði
óvart 150 eintök í staðinn fyrir 50 ein-
tök. Þetta kemur allt í hausinn á útgef-
andanum aftur og er oftast tapað fé.
Meira: Meira: http://kristjanb.blog.is.
Stefán Friðrik Stefánsson | 4. febrúar
Góð tíðindi og vond
Það eru því góð tíðindi
og vond í könnuninni.
Þau góðu að fylgið á
landsbyggðinni eykst
en hin vondu að fólkið
í baráttusætum á höf-
uðborgarsvæðinu er
ekki inni. Ef ég þekki félaga mína
fyrir sunnan rétt efast ég um að
þeir séu sáttir við fjóra inn í báðum
kjördæmum borgarinnar og fimm í
Kraganum. Á heildina litið finnst
mér gott auðvitað að fylgi flokksins
sé yfir fylginu fyrir fjórum árum.
Meira: Meira: http://stebbifr.blog.is/
Dofri Hermannsson | 4. febrúar
Sjálfstæðisflokkurinn
stikkfrí?
Fjölmiðlar hafa nú
krafið umhverf-
isráðherra um stefnu í
loftslagsmálum. Hún
mun vera í smíðum.
Vonandi er það rétt og
vonandi gengur hún
ekki út á reiknibrellur til að hægt sé
að fara út í alla þá stóriðju sem nú er
í bígerð.
Umhverfisráðherra svaraði
reyndar á afar undarlegan hátt þeg-
ar hún var spurð út í þetta atriði í
fréttum í gær. Hún vildi meina að ef
stóriðjan færi fram úr heimildum Ís-
lands yrðu álfyrirtækin bara að
koma með kvóta með sér. Ég hef
frétt að Valgerður Sverrisdóttir hafi
sagt það sama á kosningafundi
vegna prófkjörs í Þingeyjarsýslu í
síðasta mánuði.
Ég hef engan sérfræðing heyrt
eða hitt sem telur að þetta sé mögu-
legt. Kvóti skv. Kyoto er eign þjóð-
ríkjanna en ekki alþjóðlegra auð-
hringa s.s. Alcoa. Þannig er t.d.
íslenska ákvæðið sem heimilaði auk-
inn útblástur vegna stóriðju ekki
framseljanlegur á nokkurn hátt.
Ólíklegt er að annað gildi um önnur
ríki.
Þetta er ódýr brella stjórnvalda til
að breiða yfir þá staðreynd að þau
hafa skapað stóriðju og orkufyr-
irtækjum sjálftökurétt hvað varðar
virkjanir og losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Stjórnvöld hafa enga
stjórn á því hvort Ísland fer fram úr
Kyoto-heimildunum eða ekki.
Kjósi Hafnfirðingar að stækka ál-
verið í Straumsvík eru heimildir Ís-
lands meira en fullnýttar. Taka þarf
af almenningskvótanum til að
stækkunin rúmist innan Kyoto. Allt
umfram það setur Ísland í skamm-
arlega stöðu gagnvart alþjóða-
samfélaginu.
Nú þegar búið er að kreista þetta
skrýtna og ótrúverðuga svar upp úr
umhverfisráðherra væri gaman að
fá að heyra afstöðu sjálfstæð-
ismanna.
Af hverju þegja þeir þunnu hljóði
um hlýnun loftslags og skýrslu Sam-
einuðu þjóðanna? Er það af því lína
sjálfstæðismanna, ættuð frá Bush,
AEI og ExxonMobile hefur verið af-
hjúpuð og afsönnuð?
Standa þeir kannski bara stikkfrí í
þessu eins og öðru?
Meira: Meira: http://dofri.blog.is/
BLOG.IS
ÁSTÆÐA er til
að fagna lækkun
matarverðs um
8,7% sem vænt-
anleg er miðað
við útreikninga
Hagstofunnar, að
sögn Sigurðar
Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra
Samtaka verslun-
ar og þjónustu (SVÞ). Hann segir þó
mikilvægt að fólk gefi því gaum að
ekki muni allt úr út búð lækka í
verði 1. mars þegar aðgerðir stjórn-
valda til lækkunar á matvöruverði
koma til framkvæmda, en þær fela
m.a. í sér lækkun virðisaukaskatts
af matvælum úr 14% í 7%.
Sigurður segir að skoða þurfi
hver sé uppruni þeirra vara sem
seldar eru í matvöruverslunum hér
á landi en þar séu um 45% landbún-
aðarvara, 25% önnur innlend fram-
leiðsla og 30% innflutt vara, á borð
við hreinlætis- og snyrtivörur, tann-
krem, þvottaefni og fleira. Þessar
vörur muni áfram hafa 24,5% virð-
isaukaskatt og því muni breyting-
arnar 1. mars ekki hafa áhrif á þær.
Líklegt sé að margir átti sig ekki á
þessu og telji að allt út úr búð muni
lækka, að sögn Sigurðar.
Þá eigi vörugjöld að lækka 1.
mars um 1,3%. Sú lækkun muni þó
ekki skila sér til neytenda strax
heldur komi fram á 4–6 vikum eftir
því sem nýjar vörur koma inn í
verslanir.
Fólk eigi því fyrst og fremst eftir
að verða vart við breytinguna á virð-
isaukaskatti.
Um viðbótarkvóta á innfluttum
landbúnaðarvörum, sem boðaðir
hafa verið, segir Sigurður að nánari
útfærsla á þessu hafi ekki verið
kynnt. Hann bendir jafnframt á að
enn sé eftir að bjóða upp þessa
kvóta. Það verði gert í mars og í júní
og enn viti menn ekki á hvaða verði
þeir fari.
Hann bendir á að í skýrslu hag-
stofustjóra frá í fyrra segi að ef toll-
vernd af búvörum yrði afnumin með
öllu þýddi það 15,6% lækkun á mat-
vörum. Hagstofan hafi ótvírætt bent
á að fella þurfi niður tollverndina því
að hún haldi uppi háu verðlagi á
landbúnaðarvörum, en þær séu um
45% þess sem seljist út úr búð.
Ekki lækka all-
ar vörur 1. mars
Sigurður Jónsson
Breytingar hafa ekki áhrif á verð á
innfluttum snyrti- og hreinlætisvörum