Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 9

Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 9
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð út í fyrrinótt vegna umferðarslyss við Miklubraut gegnt Klambratúni en þar hafði ökumaður bifreiðar misst stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að það hentist upp á gangstétt og rakst á ljósastaura við gangbraut fyrir Miklubrautina skammt austan Rauðarárstígs. Skemmdust staur- arnir talsvert. Atvikið varð um klukkan fjögur aðfaranótt sunnu- dags og meiddist ökumaðurinn minniháttar. Að sögn varðstjóra lögreglunnar er grunur um ölvun við akstur og málið skoðað með hliðsjón af því. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hafði afskipti af þremur öku- mönnum vegna gruns um ölvun við akstur aðfaranótt sunnudagsins og áður höfðu tveir verið stöðvaðir af sömu ástæðum. Einnig þurfti lögreglan að hafa afskipti af ölvuðu fólki í miðbæ Reykjavíkur og sinna útköllum vegna hávaða og annarra óláta fram á rauða nótt vegna sam- kvæma víðs vegar á höfuðborg- arsvæðinu. Staurarnir eknir niður Morgunblaðið/Sverrir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR LAGERSÖLU LÝKUR MIÐVIKUDAG Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 www.utflutningsrad.is Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Nýju- Delí, verður til viðtals hjá Útflutningsráði fimmtudaginn 8. febrúar nk. kl. 9–17. Fundirnir eru ætlaðir fyrirtækjum sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmum sendiskrifstofanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Í umdæmi sendiráðsins eru, auk Indlands, eftirfarandi ríki: Bangladesh, Indónesía, Maldíveyjar, Nepal og Sri Lanka. Þau fyrirtæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst. Gert er ráð fyrir að hver fundur standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá hjá Svanhvíti Aðalsteinsdóttur í síma 511 4000 eða með tölvupósti, svanhvit@utflutningsrad.is P IP A R • S ÍA í þjónustu Sendiherrar viðskiptalífsins Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is AÐ jafnaði verður skylt að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls í þjóðlendum og landi í ríkiseigu, verði lögfest fyrir þinglok frumvarp um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sem Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra hefur lagt fram á Al- þingi. Önnur veigamikil breyting sem væntanleg lög munu hafa í för með sér er að forræði yfir því hvort auð- lindir í jörðu og vatnsafl í eign- arlöndum verði rannsakað eða nýtt, verður framvegis alfarið hjá viðkom- andi fasteignareiganda og honum er heimilt að semja um rannsóknir og nýtingu við þá aðila sem hann helst kýs þó að því gefnu að þeir uppfylli önnur lagaskilyrði og afli annarra tilskilinna leyfa. Upphaflega var það svonefnd auð- lindanefnd iðnaðarráðherra, sem fal- ið var að móta framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls sem samdi frumvarpið en hún skilaði niðurstöðum sínum í október sl. Nokkrar breytingar hafa þó verið gerðar á niðurstöðum nefndarinnar í kjölfar yfirferðar á frumvarpinu í iðnaðarráðuneyti og að ósk umhverfisráðuneytis. Þær ganga m.a. út á að samkvæmt tillögu umhverfisráðuneytis mun starfs- hópur, sem skipaður verður á grundvelli bráðabirgðaákvæðis ein- ungis hafa það hlutverk að móta áætlun um nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls, en í tillögu nefnd- arinnar var gert ráð fyrir að starfs- hópurinn mundi móta eina heild- stæða verndar- og nýtingaráætlun. Einnig hefur samsetningu starfs- hópsins verið breytt á þann hátt að nú er gert ráð fyrir að í starfs- hópnum verði auk fulltrúa allra þingflokka tveir fulltrúar iðn- aðarráðuneytis, einn fulltrúi land- búnaðarráðuneytis, tveir fulltrúar umhverfisráðuneytis, einn fulltrúi Samorku og einn fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í tillögu nefndarinnar var gert ráð fyrir að starfshópurinn yrði skipaður fulltrú- um allra þingflokka, auk fulltrúa frá forsætisráðuneyti, iðnaðarráðu- neyti, umhverfisráðuneyti, Um- hverfisstofnun, Náttúrufræðistofn- un, Orkustofnun, Íslenskum orkurannsóknum, náttúruvernd- arsamtökum, Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þrír starfshópar móti verndar- og nýtingaráætlun Nú hefur einnig verið ákveðið að umhverfisráðherra muni skipa sér- stakan og sambærilegan starfshóp til að móta sérstaka verndaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl. Þessi breyting þýðir í reynd að í stað þess að einn starfshópur undir forustu forsætisráðherra móti eina heildstæða verndar- og nýting- aráætlun munu þrír starfshópar sinna þessu verkefni. Iðnaðarráðu- neyti mun stýra starfshópi sem móta mun áætlun um nýtingu og umhverfisráðuneyti mun stýra starfshópi sem móta mun áætlun um verndun. „Gert er ráð fyrir að báðir starfs- hóparnir skili tillögum sínum til for- sætisráðherra og hann skipi starfs- hóp sem hafa mun það hlutverk að samræma tillögur beggja hópanna í eitt lagafrumvarp sem lagt verði fram á haustþingi 2010,“ segir í greinargerð. Sú nýbreytni að innheimta auð- lindagjald fyrir leyfi og nýtingu mun eflaust vekja athygli og umræður. Iðnaðarráðherra lýsti yfir fyrir helgi að með slíku gjaldi skapaðist tæki- færi til að byggja upp á einhverju tímabili auðlindasjóð sem þjóðin gæti notað til sérstakra þjóð- þrifaverkefna. „Alaskabúar hafa þegar góða reynslu á þessu sviði, en þeir endurgreiða líka öllum almenn- ingi úr slíkum auðlindasjóði þegar arðstaða hans leyfir,“ sagði hann á Sprotaþingi sl. föstudag. „Ég tel að auðlindasjóður eigi að geta tekið virkan þátt í eflingu þess nýsköpunar- og sprotakerfis sem ís- lenska þjóðin þarf á að halda. Þá væri arðinum af auðlindum Íslend- inga varið til að byggja hér undir framtíðarárangur, og auk þess geta beinar greiðslur til almennings, þeg- ar þannig ber undir, orðið öflug sam- félagsstoð,“ sagði hann ennfremur. Þessi hugmynd um auðlindasjóð kom raunar fram í máli Víglundar Þorsteinssonar, stjórnarformanns BM-Vallár, á þingi Samtaka iðn- aðarins sl. haust. Þar kynnti Víg- lundur þá hugmynd að allar sameig- inlegar auðlindir þjóðarinnar og Landsvirkjunar yrðu lagðar til fé- lags sem gæti borið nafnið Íslenski auðlindasjóðurinn ohf. og yrðu allir íslenskir ríkisborgarar hluthafar í sjóðnum. Sjóðurinn myndi ljúka þeim virkjunum sem nú eru á borð- um Landsvirkjunar í Þjórsá en að öðru leyti myndi hann hafa það hlut- verk að leigja út virkjunarrétt til annarra og stuðla að heilbrigðri samkeppni á orkumarkaði. Stakk Víglundur upp á að lögbundið yrði að sjóðurinn greiddi 30–35% af hagnaði sínum eftir skatt. Meginhugmynd rakin til auðlindanefndar árið 2000 Meginhugmyndirnar sem hér um ræðir má þó rekja til auðlindanefnd- arinnar sem Alþingi kaus árið 1998 og skilaði tillögum sínum í sept- ember 2000. Í niðurstöðum hennar var m.a. lagt til að innheimtur yrði auðlindaarður af vatnsafli í þjóð- lendum. Auðlindanefnd taldi margt mæla með því að gjöld fyrir aðganginn að takmörkuðum auðlindum rynnu í eins konar þjóðarsjóð, sem almenn- ingur ætti aðild að. Gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls verði lögfest Í frumvarpi iðnaðar- ráðherra um auðlindir í jörðu er kveðið á um auðlindagjald en breytingar hafa verið gerðar frá tillögum nefndar sl. haust. Morgunblaðið/BFH Háhitasvæði Þeistareykja. Forræði nýtingar auðlinda í jörðu og vatnsafls í eignarlöndum verður hjá eiganda eða ríkinu ef um þjóðlendu er að ræða. Í HNOTSKURN » Forræði yfir því hvortauðlindir í jörðu og vatns- afl í eignarlöndum verði rann- sakað eða nýtt, verði fram- vegis alfarið hjá viðkomandi fasteignareiganda. » Einn starfshópur undirforustu forsætisráðherra á að móta eina heildstæða verndar- og nýtingaráætlun. » Umræður færast í aukanaum að greiðslur renni í auðlindasjóð þjóðarinnar. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra gagnrýnir á heimasíðu sinni myndbirtingu Morgunblaðsins af dómurum Hæstaréttar í forsíðufrétt blaðsins á föstudag um mildaðan dóm í kynferðisbrotamáli. Segir dómsmálaráðherra að blaðið hafi með þessu „stigið rangt skref.“ Þar gerir hann einnig að umtalsefni leið- ara Morgunblaðsins á laugardag en í leiðaranum sagði m.a. að dómurinn hefði án nokkurs vafa misboðið rétt- arvitund almennings. „Augljóst er af leiðara blaðsins laugardaginn 3. febrúar, að birtingin er dómurunum til umvöndunar og til að stilla þeim upp við vegg,“ segir Björn. Ósannfærandi skoðun Einnig fjallar hann um Staksteina Morgunblaðsins í gær, sunnudag, þar sem athugasemdum Dómara- félags Íslands um myndbirtinguna var svarað og spurt hvers vegna mætti ekki birta myndir af dómur- unum. „Ekki telja þeir að þeir hafi neitt að skammast sín fyrir,“ segir í Staksteinum. Um þetta segir Björn: „Sú skoðun, að allt í lagi sé að birta myndirnar, af því að dómararnir telji sig ekki þurfa að skammast [sín] er ósannfærandi. Blaðið birti myndirn- ar en ekki dómararnir og blaðið gerði það fullt vandlætingar, af því að það taldi dómarana eiga að skammast sín. Að sjálfsögðu á að ræða dóma um kynferðisbrot eins og önnur dóms- mál á opinberum vettvangi en um- ræðurnar skila ekki þeim árangri, sem að er stefnt, ef framsetningin er á þann veg að hún dregur alla athygli að sér en ekki efni málsins.“ „Rangt skref“ Dómsmálaráðherra gagnrýnir forsíðu Morgunblaðsins Fréttir í tölvupósti Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.