Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 13
ERLENT
Tókýó. Bagdad. AFP, AP. | Taro Aso,
utanríkisráðherra Japans, gagn-
rýndi í gær harðlega stefnu Banda-
ríkjahers í Írak með þeim orðum
að aðgerðir hans eftir innrásina
2003 hefðu verið „mjög barna-
legar“. Sagði Aso herinn eiga þátt
í stigvaxandi ofbeldi í landinu en
ummælin fylgja í kjölfar gagnrýni
Fumio Kyuma varnarmálaráð-
herra.
Gekk sá síðarnefndi svo langt í
janúar að halda því fram að
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hefði gert rangt með því að fyr-
irskipa innrás. Gagnrýnin hefur
vakið töluverða athygli í ljósi ná-
innar samvinnu ríkjanna í varn-
armálum sem hefur öðlast meira
vægi fyrir báða aðila í ljósi mikils
uppgangs Kína.
Mikið mannfall hefur verið í Írak
á síðustu dögum og í gær áætlaði
innanríkisráðuneyti landsins að um
eitt þúsund manns hefði týnt lífi í
árásum víðs vegar um Írak í síð-
ustu viku. Þar af féllu minnst 128 í
sjálfsmorðsárás á útimarkað í mið-
borg Bagdad á laugardag.
Áætlar AP-fréttastofan að um
hundrað til viðbótar hafi ýmist ver-
ið felldir eða fundist látnir í gær,
nú þegar talsmenn hryðjuverka-
samtakanna al-Qaeda í Írak segjast
hafa fundið nýja leið til að skjóta
niður bandarískar herþyrlur.
Í dag hefjast réttarhöld yfir
bandaríska hermanninum Ehren
Watada í Washington, þeim fyrsta
til að neita opinberlega að gegna
herþjónustu í Írak. Er hann ákærð-
ur fyrir að hafa mótmælt þeirri
ákvörðun Bush forseta að ráðast
inn í Írak.
Fumio KyumaTaro Aso
„Barnaleg“ stefna í Írak
MILLJÓNIR knattspyrnuáhugamanna á
Ítalíu vissu ekki hvað þær áttu til bragðs að
taka um helgina. Leikvangarnir sem iðulega
eru fullir af lífi, hrópum og fánaborgum
stóðu mannlausir og í stað stórleiks Inter
Mílanó og Roma, tveggja efstu liðanna í
efstu deild, Serie A, var boðið upp á uppfyll-
ingarefni í sjónvarpinu.
Ítalir þykja hafa dregið lappirnar þegar
kemur að því að tryggja öryggi áhorfenda
gegn skrílslátum óeirðaseggja á knatt-
spyrnuvellinum. Nú virðist hins vegar sem
mælirinn sé fullur hjá þjóðinni í kjölfar
morðsins á lögreglumanninum Filippo Ra-
citi, sem lést þegar aðdáendur Catanialiðsins
vörpuðu heimagerðri sprengju í bíl hans eftir leik gegn Palermo á Sikiley á
föstudag. Leikurinn var stöðvaður eftir að æstur múgurinn kastaði tára-
gashylkjum inn á völlinn. Um 70 særðust í átökum áhangenda, en helgina
áður lést Ermanno Licursi, formaður áhugaliðsins Sammartinese, af völd-
um höfuðáverka sem hann hlaut í árás aðdáenda Cancellese-liðsins. Knatt-
spyrna er miklu meira en íþrótt í landi sjálfra heimsmeistaranna og í dag
mun Romano Prodi forsætisráðherra eiga neyðarfund með Luca Pancalli,
formanni ítalska knattspyrnusambandsins, til að ræða leiðir til úrbóta.
Er vandinn meðal annars rakinn til þess að margir vellir eru í eigu sveit-
arfélaga og knattspyrnuliðin því treg til að verja fé í aukið öryggi.
Dauðans alvara Maður leggur
blómsveig við heimavöll Catania.
Blóðugur fótbolti á Ítalíu
SÍÐUSTU vikur
hafa verið erf-
iðar fyrir Sego-
lene Royal, fram-
bjóðanda
Sósíalistaflokks-
ins í frönsku for-
setakosning-
unum í sumar.
Hún hefur verið
gagnrýnd fyrir
ummæli sín um sjálfstæðisviðleitni
Quebec-héraðs í Kanada svo eitt-
hvað sé nefnt og andstæðingur
hennar, hægrimaðurinn Nicolas
Sarkozy, haft forystu í könnunum.
Nú má segja að enn hafi syrt í ál-
inn fyrir Royal en fyrrum aðstoð-
arkona hennar hyggst gefa út bók
um samstarf þeirra þar sem hún
dregur upp heldur ófagra mynd af
leiðtoganum.
Breska dagblaðið The Times
skýrði frá þessu í gær en þar sagði
að aðstoðarkonan, Evelyne Pathou-
ot, 55 ára, lýsi Royal sem kaldri,
sjálfselskri, skapbráðri og ráðríkri
stjórnmálakonu.
Gagnrýnin telst þó vart hlutlaus
því Pathouot vinnur nú fyrir tvo
samflokksmenn Sarkozy. Sjálf seg-
ist hún hafa skrifað bókina til að
leiðrétta þá mynd sem sé dregin
upp af Royal í fjölmiðlum.
Þykir mörgum þetta vera vísir að
rætinni kosningabaráttu.
Ófögur mynd af Royal
Segolene Royal
ÞRÍR fyrrum herforingjar í Banda-
ríkjaher vöruðu í gær við því að
gera hernaðarárás á Íran í opnu
bréfi sem var birt í breska blaðinu
The Sunday Times, það gæti haft
„hræðilegar afleiðingar“ fyrir ör-
yggi í Mið-Austurlöndum.
Gegn árás á Íran
STÚLKU bjargað af húsþaki í Jak-
arta í gær þar sem björgunarmenn
og sjálfboðaliðar börðust við að
reyna að hjálpa þeim 340.000 Indó-
nesum sem urðu heimilislausir eftir
mikil flóð í kjölfar rignina í borg-
inni og nágrenni hennar. Minnst 20
fórust.
Reuters
Mannskæð flóð
STJÓRNVÖLD í Nepal hafa veitt
manni ríkisborgararétt sem karl og
kona, að því er þarlend samtök
samkynhneigðra skýrðu frá í gær.
Er þetta sagt hafa vakið vonir sam-
kynhneigðra um að réttindi þeirra
verði aukin í framtíðinni.
Bæði karl og kona
CHRISTER Petterson, sem var
dæmdur í undirrétti en sýknaður í
hæstarétti fyrir morðið á Olaf
Palme, fyrrv. forsætisráðherra Sví-
þjóðar, viðurkenndi morðið í bréfi,
að sögn Berlingske Tidende.
Játaði Palmemorð
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
STUÐNINGSMENN hennar telja að
hún búi yfir glæsileika Jackie Ken-
nedy, gáfum Hillary Clinton og
óbrotnum persónutöfrum Lauru
Bush. Nokkurn veginn svona kemst
greinarhöfundur breska dagblaðs-
ins The Daily Telegraph að orði um
Michelle Obama, eiginkonu Baracks
Obama, einnar helstu vonarstjörnu
Demókrataflokksins.
Um miðjan janúarmánuð tilkynnti
Barack að hann hefði tekið fyrsta
skrefið í átt til þess að hljóta útnefn-
ingu flokks síns sem frambjóðandi í
forsetakosningunum sem fram fara
á næsta ári. Því eru fjölmiðlar þegar
farnir að velta fyrir sér hvernig for-
setafrú Michelle yrði næði hann
kjöri.
Líkt og Barack er Michelle vel
menntuð, hún nam félagsfræði við
Princeton-háskóla og lögfræði við
Harvard, líkt og eiginmaðurinn.
Bakgrunnur hennar sem dóttir
verkamanns og ritara telst líka
styrkur þegar litið er til félagslegra
áherslna demókrata.
Framsókn bandarískra kvenna
Eins og dagblaðið Los Angeles
Times fjallaði um á vefsíðu sinni í
gær færist það í vöxt að giftar konur
hafi hærri laun en eiginmenn þeirra
vestanhafs, nokkuð sem hefði þótt
saga til næsta bæjar fyrir nokkrum
áratugum.
Þar kemur fram að gögn frá
bandarísku hagstofunni sýna að 25,3
prósent kvenna í hjónaböndum, þar
sem báðir aðilar eru útivinnandi,
hafa hærri laun en karlarnir. Hefur
hlutfallið hækkað úr 17,8 prósentum
frá árinu 1987 og mun bilið eflaust
minnka enn í ljósi þess að fleiri
bandarískar konur en karlar út-
skrifast nú með háskólagráðu.
Michelle tilheyrir hinum vaxandi
hópi kvenna sem þénar meira en
eiginmaðurinn, þótt hún sjái að
mestu um barnauppeldið.
Dagblaðið Chicago Sun Times
fjallaði einnig um „akkeri“ Baracks
fyrir skömmu, þar sem sagði að kon-
an sem í raun hefði aldrei sóst eftir
stjórnmálastarfi, hefði hingað til
haldið sig fjarri sviðsljósinu.
En allt frá því að Barack hélt
fræga ræðu á flokksþingi demó-
krata 2004 hefur áhugi fjölmiðla á
einkalífi hans farið stigvaxandi og
því verður Michelle vart auðið að
forðast sviðsljósið mikið lengur.
Michelle þótti frábær námsmaður
á yngri árum og var ung sett í bekk
fyrir efnilega nemendur. Hún er nú
yfirmaður samskipta hjá sjúkra-
húsum Chicago-háskóla, þar sem
hún sinnti áður kennslu.
Skörungur og leynivopn
Barack Obama Michelle Obama
Í HNOTSKURN
» Þau eiga saman tvær dæt-ur, Malia, sem er átta ára,
og Sasha, fimm ára.
» Obama, 45 ára, er tveimurárum eldri en Michelle.
» Þau kynntust þar sem húnvann á lögfræðistofunni
Sidley & Austin í Chicago.
» Barack var þá í starfs-námi og þau eina blökku-
fólkið sem starfaði á stofunni.
» Þau hafa m.a. komið framsaman í Oprah Winfrey-
sjónvarpsþættinum.
Michelle Obama talin eiginmanni sínum öflugur liðsauki
ÞJÓÐERNISSINNAÐIR Tyrkir
fylkja liði undir fánaborgum og
mynd af Mustafa Kemal Atatürk,
fyrrverandi forseta, í mótmæla-
göngu í Istanbúl í gær. Héldu þeir á
spjöldum sem á stóð „Við erum öll
Mustafa Kemal. Við erum öll Tyrk-
ir“. Var það andsvar við borðum
stuðningsmanna rithöfundarins
Hrant Dinks, sem var myrtur af
öfgamanni í janúar, og á stóð „Við
erum öll Armenar“.
Reuters
Tyrkneskir þjóðernissinnar fylkja liði
Caracas. AP, AFP. | Splunkunýjar
rússneskar orrustuþotur rufu hljóð-
múrinn á himninum yfir Caracas,
höfuðborg Venesúela, í gær þegar
tugir þúsunda stuðningsmanna
Hugo Chavez forseta komu saman á
götum og torgum í tilefni þess að
fimmtán ár voru liðin frá því hann
leiddi þúsundir hermanna til mis-
heppnaðs valdaráns. Chavez lék á als
oddi og sagði byltinguna „hafa verið
eldingu sem afhjúpaði myrkrið“, um
leið og hann hét mannhafinu að stíga
frekari skref í átt til sósíalísks þjóð-
skipulags.
„Fimmtán árum síðar erum við
hér, fólkið og hermennirnir í samein-
ingu,“ sagði forsetinn, sem skrýddist
herbúningi í tilefni dagsins. Svo vitn-
aði hann til frægra ummæla Fidel
Castros Kúbuleiðtoga „Föðurlandið,
sósíalismi eða dauði!“.
Margir vinstrimenn voru hrærðir í
tilefni byltingarafmælisins. „Við
fögnum byltingunni sem Chavez
veitti forystu,“ sagði Gregorio Mu-
noz, 34 ára. „Hann gaf fólkinu von
um breytingar og er nú að umbreyta
landinu með sósíalisma“.
Að sögn blaðamanns AP-frétta-
stofunnar hélt einn skoðanabræðra
hans á skilti sem var áletrað „Bylt-
ing, já! Heimsvaldastefna, Nei!“
Byltingin var sem fyrr segir mis-
heppnuð en yfir 80 óbreyttir borg-
arar og 17 hermenn féllu áður en
hersveitir á bandi Carlos Andres Pe-
rez, þáverandi forseta, brutu hana á
bak aftur.
Áróðursmeistarinn Chavez hefur
fagnað byltingartilrauninni árlega
síðan hann varð forseti árið 1999 og
hafa andstæðingar hans gagnrýnt
hann fyrir að gefa mat og fatnað, auk
frírra samgangna, þegar hátíðahöld-
in fara fram.
Þotugnýr og fánar
á byltingarafmæli
Rauður Chavez veifar til lýðsins
Reuters