Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 17
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 17
KONUR draga enn þá vagninn þegar
kemur að daglegum innkaupum, að
sækja börn og eldamennsku – jafnvel
þótt báðir foreldrar séu útivinnandi.
Þetta kemur fram í nýrri könnun HK/
Privat sem Berlingske Tidende greinir
frá.
Dagleg verkefni á heimilinu auk 37
stunda vinnuviku gera það að verkum að
konur vinna auðveldlega 60 tíma á viku,
séu heimilisstörfin tekin með. Í könnun
sem stéttarfélagið HK/Privat gerði með-
al félagsmanna sinna kom fram að kon-
Konur strita meira
heima við
urnar eyddu tveimur til fjórum
tímum daglega í að skutla og sækja,
elda mat og kaupa inn.
Einn yfirmanna HK/Privat, Carlo
Søndergaard bendir á að þannig sinni
konur í raun tvöfaldri vinnu. „Konur
bera meiri byrðar á heimilinu,“ segir
hann. „Í raun vinna þær mun meira en
hefðbundnar kannanir hafa sýnt fram á.
Það er nauðsynlegt að beina athyglinni
að þessu vandamáli því margir finna
raunverulega fyrir því á sínu skinni í
daglegu lífi.“
Nýjasta fatatíska og um-hverfisvitund virðistfljótt á litið eiga litlasamleið, þegar litið er
til þeirra aðferða sem notaðar eru
við að framleiða og lita efnin í
fatnaðinn. Nokkrir brasilískir
hönnuðir eru þó á öðru máli. Á
tískuvikunni í Sao Paulo á dög-
unum sýndu þeir nokkra glæsi-
kjóla úr lífrænni bómull sem
framleidd er án skordýraeiturs og
úr efnum framleiddum úr endur-
unnum flöskum.
Flöskurnar eru einnig notaðar í
fyllingar fyrir bólstruð efni, bindi
og boðunga að því er fram kemur
í frétt frá Reuters. Þar fyrir utan
er jákvætt að söfnun flasknanna
skapar vinnu fyrir þúsundir fá-
tækra brasilískra fjölskyldna.
Einn af helstu tískuspekingum
Brasilíu, Gloria Kalil telur um-
hverfisvæn fataefni eiga eftir að
marka stórar breytingar í tísku-
heiminum. „Hér eftir verður iðn-
aðurinn að taka tillit til umhverf-
isins. Hver á eftir að vilja kaupa
hluti sem eru skaðlegir jörðinni?“
spyr hún. Þá er bent á að Netið
sé nú þegar öflugt tæki fyrir
neytendur til að kanna hvort fatn-
aðurinn sem þeir klæðast sé úr
efnum sem skaða umhverfið eða
búinn til í þrælavinnu.
Hefðbundin bómullarræktun
sérlega skaðleg umhverfinu
Framleiðsla umhverfisvænna
fataefna er allt að 20% dýrari en
hefðbundin fataefnaframleiðsla.
Hins vegar er bent á að hefð-
bundin bómullarræktun sé sérlega
skaðleg umhverfinu vegna þess
hversu mikið skordýraeitur er
notað við hana. Eitrið drepur ekki
einungis þau sníkjudýr sem herja
á bómullarakrana heldur einnig
fiðrildi og fugla auk þess sem það
mengar grunnvatn.
Raquel Davidowicz, hönnuður
tískuhússins UMA, hannaði í ár
sína fyrstu tískulínu sem gerð er
úr lífrænni bómull og bamb-
ustrefjum. „Við vorum að leita að
nýjum efnum og völdum þessi ein-
mitt vegna þess að þau eru ekki
skaðleg náttúrunni, jafnvel þótt
við vitum að þau eru erfiðari í
sölu,“ segir hún.
Sérfræðingar telja að það geti
tekið fimm ár áður en almenn-
ingur telur sjálfsagt að borga
meira fyrir fatnað framleiddan úr
umhverfisvænum efnum en ann-
an.
Flott Tískuhúsið UMA
kynnti nýlega fatalínu úr
lífrænni bómull og
bambustrefjum.
Umhverfis-
væn tíska
Umhverfisvænt Endurunnar
flöskur voru meðal þess sem notað
var í efnin í þessum kjól sem stillt
var fram á gínu á tískuvikunni í
Sao Paulo.
Reuters
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
5
8
12
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
Krómgrind á mynd er ekki innifalin í verði á Adventure.
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7940
Nissan X-Trail Adventure er ekki bara hentugur fyrir íslenskar
aðstæður heldur sérhannaður fyrir þær og fæst hvergi nema á
Íslandi. Um er að ræða breyttan X-Trail með upphækkun, 29" dekkjum,
bakkvörn, stigbretti og krók. X-Trail Adventure er kröftugur og
sérstakur jeppi sem sýnir frábæra frammistöðu við hvaða aðstæður
sem er. Stíllinn snýst ekki aðeins um glæsilegt útlit heldur kraft,
öryggi og lipurð. Hönnun fram- og afturenda bílsins er miðuð við að
akstur í torfærum, grjóti og snjó verði auðveldari og að þú sjáir öll
fjögur hornin úr ökumannssætinu og getir stjórnað og lagt X-Trail af
öryggi. Ríkulegur staðalbúnaður og frábærar breytingar frá Arctic
Trucks gera þennan jeppa að sannkallaðri kjöreign.
Komdu og reynsluaktu Nissan X-Trail Adventure,
hann er ævintýri á hjólum!
NÁTTÚRULEGHÆFNI
MEÐÆTTARNAFN
Nissan X-Trail Adventure
Séríslensk útgáfa
NISSAN X-TRAIL