Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 18
fjármál fjölskyldunnar
18 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
! "#$%& '( ' )*+%&
,-& ./ 0'' 111!23+22!&
4
4
5
Ógeðslega dýrar þessartryggingar,“ staðhæfðiunglingurinn við mat-arborðið og slafraði í sig
spagettínu. Mamman horfði
áhyggjufull á strákinn sinn sem var
orðinn svo stór en virtist samt allt-
of ungur til þess að keyra bíl.
„Já, finnst þér það,“ hálfhreytti
hún út úr sér en mildaði síðan tón-
inn. „Veistu af hverju þú þarft að
tryggja bílinn?“
„Já, auðvitað, svo við fáum bílinn
borgaðan ef ég lendi í árekstri,“
sagði strákurinn fullur sjálfs-
trausts.
Mamman andvarpaði en var samt
fegin að hafa tekið þá ábyrgu
ákvörðun að láta drenginn borga
tryggingarnar þegar ákveðið hafði
verið að þau deildu bílnum hennar.
,,Ó, nei, vinur minn. Ábyrgð-
artrygging vélknúins ökutækis er
lögboðin, ekki fyrir þína hagsmuni
beinlínis heldur annarra. Hún bætir
fjárhagslegt tjón, bæði eigna- og
líkamstjón sem ökumaður veldur
öðrum með notkun ökutækis og
eins farþega sem kunna að vera í
bílnum. Tryggingin bætir ekki tjón
sem verður á ökutæki þess sem
veldur tjóni.“
Lögboðnar tryggingar
og valfrjálsar
,,Nú,“ hváði strákurinn stór-
eygður og bætti tómatsósu á spag-
hettíið. ,,Þarf ég þá að kaupa aðrar
tryggingar til þess að bæta bílinn
ef eitthvað kemur upp á?“
Mamman andvarpaði. „Já, en
fyrst verðurðu að kaupa slysa-
tryggingu ökumanns og eiganda.
Hún er líka lögboðin og gildir fyrir
ökumanninn og eiganda ef hann er
farþegi í eigin ökutæki. Ef þú yrðir
valdur að slysi fengirðu líkamstjón
þitt bætt úr þeirri tryggingu.“
,,En ef ég vil tryggja að við fáum
bílinn bættan, hvernig tryggingu
kaupi ég þá?“ spurði hinn meðvit-
aði, nýi bifreiðatryggjandi. Móðirin
vonaði að meðvitundin um verð á
bifreiðatryggingum myndi verða til
þess að hann héldi sig á bremsunni
í umferðinni og gætti að sér. „Ef þú
lendir í tjóni þarftu yfirleitt að
greiða svokallaðan iðgjaldaauka
fyrir hvert tjón, stór sem smá en
hjá sumum tryggingafélögum miss-
irðu bónus. En þú gerir þér von-
andi grein fyrir því að eignatjón er
oftast hægt að bæta en líkamstjón
sjaldnast og aldrei líf manneskju.“
„Já, mamma, ég hef hugsað svo-
lítið um það. Ég er spenntur að
byrja keyra en líka svolítið hrædd-
ur. Ég vil ekki valda slysi. En ég
verð að fá að sanna mig sem bíl-
stjóri. Ég veit að því fylgir ábyrgð
að keyra bíl. Alveg eins og að stýra
flugvél. Ég þarf að koma sjálfum
mér og farþegunum heilum á leið-
arenda. Og vera alltaf vakandi fyrir
því sem er að gerast í umferðinni,
vera alltaf á vaktinni.“
Kaskótrygging og
bílrúðutrygging
Móðurinni létti stórum. Ef til vill
var þessi unga kynslóð ekki eins
ómöguleg og af væri látið. Hún
gæti nú sjálf satt best að segja ver-
ið betur á vaktinni þótt hún væri
búin að keyra í 20 ár. ,,Kaskótrygg-
ing bætir skemmdir á eigin bifreið
og aukahlutum komi til tjóns. Þú
velur sjálfur hvaða eigin áhættu þú
berð en það getur verið hvaða upp-
hæð sem er. Þá upphæð greiðir þú
aðeins ef til tjóns kemur, nema um
vítavert gáleysi eða ásetning sé að
ræða. Fólk hefur val um hvort það
kaupir kaskótryggingu eða ekki.
Sama gildir um bílrúðutryggingu.
Hún er ekki skyldutrygging en
langflestir bifreiðaeigendur kaupa
slíka tryggingu enda getur kostað
25–60 þúsund að skipta um fram-
rúðu í fólksbifreið. Vátryggjandi
tekur yfirleitt einhverja sjálfs-
ábyrgð í slíku tjóni ef það þarf að
skipta um rúðu og er þá miðað við
hlutfall af kostnaði, ýmist 10% eða
15%.“
„Vá, mamma. Það er gott að eiga
þig að. Og hafðu engar áhyggjur.
Ég fer varlega á bílnum okkar.
Sjúklegt spagettí líka. Eigum við
þá að ganga frá tryggingum á
morgun?“
uhj@mbl.is
Mamma, hvað kostar að
tryggja bílinn minn?
Bifreiðatryggingar vega
þungt í heimilisbókhald-
inu enda algengt að
heimili reki jafnvel tvo
bíla. En hvaða trygg-
ingar eru skyldutrygg-
ingar og hverjar eru val
neytandans? Unnur H.
Jóhannsdóttir kannaði
hvað er skynsamlegast
og hvar er hagstæðast.
7.
08%9
, , .:
-#8'
4
!" # $%
# &
# '
;
! #$ % "&'
() *+ +, -.)' /() 01' 23
-1#* */"((( ' .4 ' ' -.) -() /() ..) 01' ' /4 "
4! 1
<#
4! 1
=
"
7/
7. Morgunblaðið/Kristján
Tjón Þeir, sem valda tjóni, komast yfirleitt ekki hj́á því að greiða svokallaðan iðgjaldaauka í hvert sinn, hvort sem
um er að ræða mikið eða lítið tjón, en hjá sumum tryggingafélögum missa þeir bónusinn.