Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 19
Öll tryggingafélög nema VÍS hafa
á undanförnu einu og hálfu ári lagt
niður bónuskerfið svonefnda í bif-
reiðatryggingunum, lækkað að eigin
sögn grunniðgjald en tekið upp svo-
kallaðan iðgjaldaauka. Valdi trygg-
ingartaki tjóni, sem kostar félögin
50.000 kr. eða meira, greiðir hann
nú eingreiðslu sem ýmist er nefnd ið-
gjaldaauki, óhappagjald eða sjálfs-
ábyrgð. Það vekur athygli að sú upp-
hæð er sú sama hjá öllum
félögunum, 18.000 kr. nema hjá El-
ísabetu, þar sem það er 15 þúsund
krónur. Tryggingarfélögin sem lagt
hafa bónuskerfið niður segja það
ekki hafa virkað sem skyldi. Það hafi
ekki umbunað tjónlausum ökumönn-
um nægilega vel, sem hafi borið
kostnað vegna þeirra sem ollu tjón-
um. Nýja kerfið er að þeirra mati
gagnsærra. Mörgum viðskiptavinum
finnst hins vegar misbrestur hafa
orðið í kynningu þessa nýja fyr-
irkomulags og hafa þar að auki ekki
orðið varir við lækkun iðgjalda. Í
frétt Morgunblaðsins 27. janúar sl.
kom fram að bifreiðatryggingar
hefðu að meðaltali hækkað um 19%
frá janúar 2006 en á sama tíma
hækkaði verðlag á Íslandi um 6,9%.
Vissir þú
um iðgjalda-
aukann?
Við gerð töflunnar sem hér fylgirvoru tryggingafélögin beðin umverð á lögboðinni ábyrgð-
artryggingu og slysatryggingu öku-
manns og eiganda fyrir Subaru Legacy,
árgerð 2006, sem væri 165 hestöfl,
ásamt bílrúðutryggingu og kaskótrygg-
ingu miðað við 50.000 kr. sjálfsábyrgð
Miðað var við að eigandi bílsins og vá-
tryggingartaki væri 30 ára og tjónlaus.
Í könnuninni var ekki lagt mat á gæði
þeirrar þjónustu sem félögin veita eða
var farið ítarlega í tryggingarskilmála
félaganna sem geta verið örlítið mis-
munandi. Bæði Elísabet og Sjóvá-Strax
eru netfyrirtæki og selja reyndar ein-
göngu bílatryggingar. Hin félögin voru
því beðin um að gefa upp tvenns konar
verð, annars vegar fyrir nýjan við-
skiptavin sem eingöngu ætlaði að
tryggja hjá þeim bílinn og hins vegar
verð fyrir viðskiptavin sem væri með
allar sínar heimilis- og fjölskyldutrygg-
ingar hjá þeim og nyti bestu kjara.
Tryggingafélögin gera greinarmun á
þessum tveimur viðskiptavinum og
bjóða seinni hópnum betri viðskipta-
kjör. Munurinn á kjörum þessara
tveggja hópa er umtalsverður og munar
þar þúsundum króna. Þetta verðdæmi
er aðeins eitt en getur gefið vísbend-
ingar. Dæmið getur litið öðruvísi út ef
forsendurnar eru aðrar, t.d. ökumaður
yngri eða eldri, tjónlaus í lengri eða
skemmri tíma og á eldri bíl. Við verð-
samanburð þarf líka að taka tillit til
hvort og hvernig iðgjaldsauki kann að
koma inn í heildarmyndina. Það er mik-
ilvægt fyrir heimilisreksturinn að leita
bestu kjara í bifreiðatryggingum því
þær geta farið á annað hundrað þúsund
á ári og það munar um tugi þúsunda í
sparnað á þessu sviði. Það þarf svolítið
að hafa fyrir því að leita skynsamleg-
ustu og hagstæðustu lausna. En heimili
sem er rekið eins og fyrirtæki þarf sí-
fellt að vera á verð- og gæðavakt, leita
tilboða og taka því hagstæðasta sem
fellur að þörfum hvers og eins. Aðeins
þannig verður byggt upp neytenda-
samfélag á Íslandi.
Getur munað tugum þúsunda
Morgunblaðið/ Jim Smart
Samanburður Við verðsamanburð þarf líka að taka tillit til hvort
og hvernig iðgjaldsauki kann að koma inn í heildarmyndina
Tryggingafélögin hafa öll nema El-
ísabet tekið upp bílrúðutryggingu í
stað framrúðutryggingar. Það þýð-
ir að allar rúður bílsins eru nú
tryggðar í nýju tryggingunni í stað
aðeins framrúðunnar áður. Bílrúð-
utrygging er valkvæð trygging.
Allar rúður
tryggðar
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Fréttir
í tölvupósti
♦♦♦