Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Dóra Ragnheið-ur Guðnadóttir
fæddist í Kotmúla í
Fljótshlíð 28. júní
1924. Hún lést á
líknardeild Landa-
kotsspítala 26. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Steinunn Hall-
dórsdóttir, f. 18.
maí 1884 í Kotmúla
í Fljótshlíð, d. 28.
nóvember 1966 á
Selfossi, og Guðni
Guðmundsson, f. 9. ágúst 1883 í
Litlu-Hildisey, A.-Landeyjahr., d.
29. apríl 1949 á Selfossi. Systkini
Dóru Ragnheiðar eru Guðmundur,
f. 4. október 1909, Sveinn, f. 17.
nóvember 1911, Aðalheiður Guð-
rún, f. 9. mars 1914, Margrét Sig-
ríður, f. 25. júní 1916, Skúli, f. 25.
febrúar 1920, og Arnþór, f. 13.
febrúar 1928. Aðeins Margrét Sig-
ríður og Skúli lifa systur sína.
Dóra Ragnheiður giftist 17. nóv-
ember 1945 Valdimar Jónssyni
verslunarmanni, f. 14. júní 1921, d.
7. júní 1989. Eignuðust þau fimm
Matthías Pétur Hauksson, f. 22.
febrúar 1952. Barn þeirra er Valdi-
mar Örn, f. 22. apríl 1973, sambýlis-
kona hans er Efemia Hrönn Björg-
vinsdóttir. Með fyrri sambýliskonu
sinni, Snjólaugu Stefaníu Jóns-
dóttur, á Valdimar Örn tvo syni. 4)
Inga Aðalheiður , f. 27. desember
1955, gift Ólafi Erni Klemenssyni,
f. 30 júlí 1951. Börn þeirra eru:
Guðrún, f. 6. apríl 1982, sambýlis-
maður Bjarni Þór Gíslason, f. 18.
apríl 1980, þau eiga eitt barn; Val-
dís, f. 6. nóvember 1986; Valdimar
Klemens, f. 21. október 1989. Stjúp-
sonur Ingu Aðalheiðar og sonur
Ólafs er Sigurður Jökull, f. 19.
október 1973, hann á eitt barn. 5)
Guðjón Viðar, f. 5. mars 1960,
kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur,
f. 30. apríl 1961. Börn þeirra eru:
Gyða Fanney, f. 16. maí 1988, Sara
Ragnheiður, f. 30. ágúst 1990, og
Hrafnhildur Júlía, f. 14. júlí 1997.
Dóra Ragnheiður ólst upp í Kot-
múla í Fljótshlíð. Hún flutti til
Reykjavíkur sem ung stúlka og
vann ýmis störf þar til hún giftist
Valdimar. Þau hófu búskap á
Grjótagötu 7, fluttu sig síðar á
Sogaveg, en lengst af bjuggu þau í
Norðurbrún 14. Dóra Ragnheiður
var alla tíð mikil og góð húsmóðir,
móðir, amma og langamma.
Dóra Ragnheiður verður jarð-
sungin frá Áskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
börn: 1) Sigríður, f. 13.
maí 1946, gift Guðjóni
Ólafssyni, f. 22. júní
1939. Barn þeirra er
Ragnheiður, f. 22. júlí
1975. 2) Steinunn
María, f. 11. janúar
1948, gift Ólafi Rúnari
Jónssyni, f. 31. ágúst
1947. Börn þeirra eru:
Dóra Ragnheiður, f.
22. maí 1967, sambýlis-
maður hennar er Ívar
Örn Guðmundsson;
Sigríður, f. 15. ágúst
1970, gift Matthíasi Sveinbjörns-
syni og eiga þau þrjú börn; Ólafur
Már, f. 11. ágúst 1972, kvæntur
Ingu Jyttu Þórðardóttur og eiga
þau tvö börn; Kolbrún Hrund, f. 17.
maí 1975, gift Jóni Inga Ólafssyni
og eiga þau eitt barn. 3) Sara Reg-
ína, f. 29. september 1954, gift Þór-
arni Magnússyni, f. 7. febrúar 1949.
Börn þeirra eru: Steinunn, f. 7.
september 1979, Guðný Ebba, f. 8.
maí 1981, Inga Dóra, f. 17. maí
1984, Brynhildur, f. 11. desember
1991, og Þóra Kristín, f. 23. sept-
ember 1994. Barnsfaðir Söru er
Móðir mín var afskaplega falleg
kona. Hún var einnig mjög auðug
kona og það var ekki fyrir sakir ver-
aldlegs auðs heldur þess auðs sem
skiptir máli. Hún var falleg vegna
þess að hún var hamingjusöm og
vegna þess að hún hafði ástina í lífi
sínu alltaf í hjarta sér. Hún var auðug
vegna þess að hún átti mörg börn,
barnabörn og barnabarnabörn sem
öll áttu það sammerkt að elska hana.
Væri auðlegð mæld í ást og kærleik
þá var hún mjög auðug kona og það
var hún einnig vegna þess að hún bjó
að þessum kærleik til að gefa öðrum.
Það eru rúm 18 ár síðan pabbi minn
dó og allan þann tíma bar móðir mín
þann harm í brjósti. Hún hins vegar
vissi að þegar hennar tími væri komin
þá fengi hún aftur að hitta ástina í lífi
sínu á nýjan leik. Við sem eftir sitjum
berum þungan harm í brjósti en við
vitum öll að mamma hefur loksins
fengið ástina sína aftur og það fyllir
okkur gleði fyrir hennar hönd. Takk
fyrir allt, elsku mamma mín.
Þinn sonur,
Guðjón Viðar Valdimarsson.
Kvödd er hinstu kveðju tengda-
móðir okkar, Dóra Ragnheiður
Guðnadóttir, að lokinni góðri og far-
sælli ævi. Dóra var fædd að Kotmúla í
Fljótshlíð, en fluttist til Reykjavíkur
17 ára í byrjun seinna stríðs í atvinnu-
leit, eins og fjöldi ungs sveitafólks
gerði á stríðsárunum, enda takmark-
aðir möguleikar í sveitum landsins þá
til atvinnu, nútímalegra lífshátta eða
menntunar. Í Reykjavík kynntist hún
verðandi eiginmanni sínum Valdimar
Jónssyni frá Flugumýri, sem einnig
hafði flutt sig til Reykjavíkur til að
afla sér menntunar og starfsvett-
vangs. Ekki slitnuðu þó rætur þeirra
við heimahéruðin og var þeim báðum
sveitin kær og þótti þeim hvergi feg-
urra en í heimasveitinni, enda er
Hlíðin fögur og ekki síður Skaga-
fjörðurinn. Þau Valdimar og Dóra
gengu í hjónaband hinn 17. nóvember
árið 1945 og settu saman bú sitt, fyrst
í Grjótagötu. Þau hjón voru fram-
kvæmdasöm enda Valdimar verk-
maður góður. Á fyrri hluta sjötta ára-
tugarins byggðu þau sér hús við
Sogaveginn, seinna annað við Norð-
urbrún og að lokum við Fannafold.
Er það nokkurt afrek að standa að
byggingu þriggja einbýlishúsa eins
og þau gerðu. Þau lögðu áherslu á að
búa rúmt og búa vel, enda var fjöl-
skyldan stór og jafnan opið hús gest-
um og ættingjum. Var oft fjölmennt á
heimilinu þegar börn, tengdabörn,
barnabörn og aðrir ættingjar og vinir
komu þar saman. Dóra hafði mikla
ánægju af garðvinnu og gróðurrækt
hvers konar og áttu allir þeirra bú-
staðir það sammerkt að þar voru
gróðursælir og vel hirtir garðar.
Að loknu verslunarnámi hóf Valdi-
mar verslunarstörf, fyrst hjá öðrum,
en lengst af rak hann góða og vel-
þekkta heildverslun, K. Þorsteinsson
og co. Það kom í hlut Dóru, eins og þá
var alsiða, að sjá um heimilishald, þar
sem í nógu var að snúast á stóru
heimili. Dóra sinnti húsmóðurstarf-
inu með miklum glæsibrag og festu
og var lögð rík áhersla á gott og fal-
legt heimilishald, menntun og upp-
eldi barna og barnabarna. Þá dvöldu
langdvölum á heimilinu mæður
þeirra hjóna, Sigríður á Flugumýri
og Steinunn frá Kotmúla. Einnig
dvöldu iðulega hjá þeim ættingjar af
heimaslóðum, þegar erindum þurfti
að sinna í borginni.
Sterkustu einkenni Dóru tengda-
móður okkar voru góðvild og mann-
gæska, umtalsfróm var hún og lagði
ekki illt orð til nokkurs manns. Frek-
ar var að hún reyndi að finna hinar
betri hliðar á samferðamönnum sín-
um og mæla þeim bót sem sættu
ámæli eða urðu undir. Hún var glað-
vær á sinn hógværa hátt og jafnan
bjartsýn. Dóra var hæglát í fasi og
virðuleg, varkár í orðum og íhugul.
Ekki naut Dóra langrar skóla-
göngu frekar en flestir þeir sem ólust
upp á landsbyggðinni á fyrri hluta
seinustu aldar við misjafnlega kröpp
kjör. Menntunarskortur háði Dóru
þó ekki í lífinu, því hún var vel að sér
og vel lesin. Það sem upp á vantaði
formlega menntun bætti hún upp
með lestri og námi síðar á lífsleiðinni.
Má til dæmis nefna að Dóra hafði
mikinn áhuga á erlendum tungumál-
um og lærði ensku og dönsku ágæt-
lega í kvöldskólum, enda taldi hún
það nauðsynlegt að vera vel að sér á
þeim sviðum vegna ferðalaga þeirra
hjóna erlendis og að geta tekið sóma-
samlega á móti vestur-íslenskum
ættingjum sínum. Naut hún sín mjög
í því hlutverki. Þau hjón höfðu gaman
af að ferðast til útlanda og fóru víða.
Vegna starfa sinna þurfti Valdimar
tíðum að dvelja erlendis um lengri
eða skemmri tíma og var þá Dóra oft
með í för ef tóm gafst. Einnig höfðu
þau mikið yndi af að ferðast til Spán-
ar og Ítalíu með vinum og ættingjum.
Fóru þau þessar ferðir á hverju ári
um langt árabil.
Síðustu vikurnar dvaldi Dóra á
líknardeild LSH á Landakoti, og naut
þar sérstaklega góðrar umönnunar
starfsfólks. Fjölskyldan vill færa því
starfsfólki sem annaðist Dóru sér-
stakar þakkir fyrir frábæra umönn-
un.
Við tengdasynirnir viljum að lok-
um þakka fyrir þá miklu ástúð og um-
hyggju sem tengdamóðir okkar sýndi
okkur alla tíð.
Ólafur Rúnar Jónsson,
Ólafur Örn Klemensson.
„Amma, áttu frostpinna?“ „Já, það
gæti vel verið, Raggý mín.“ Barns-
hjartað mitt missti alltaf úr slög þeg-
ar ég opnaði frystinn í Norðurbrún-
inni til að athuga stöðu
frostpinnamála. Og amma stóð hjá
mér álíka spennt að bíða eftir brosinu
sem birtist þegar frostpinninn var
fundinn.
Allar mínar minningar úr Norður-
brúninni eru eins. Fullar af hamingju,
vellíðan og ást. Ást frá ömmu Dóru og
afa Valdimar. Æskusumrin voru ynd-
isleg í fallega garðinum hennar
ömmu. Graslauksuppskera ömmu
var kláruð, hlaupnir voru 200 hringir
í kringum gosbrunninn og svo elti
hjörðin afa og sláttuvélina þar til
komið var að því að borða ömmu-
pönnukökur. Aðfangadagarnir voru
enn betri. Nýtt barnabarn bættist við
nánast árlega sem þýddi stærri hóp í
hasarleikjunum sem fóru fram á
helgasta degi ársins. Og alltaf stóð
amma róleg álengdar, með sitt milda
og ástúðlega bros, mokandi í okkur
ávöxtum úr dós á milli þess sem við
frændsystkinin fundum upp nýjar
hernaðarárásir á húsgögn, skápa og
herbergi í Norðurbrúninni. Amma
var svo sannarlega stolt af hjörðinni
sinni. Og mikið afskaplega leit ég upp
til hennar. Ég komst fljótt að því að
amma mín gerði ekki bara allt sem
„ömmur eiga að gera“. Amma mín
var nefnilega líka „töffari“. Hún gekk
um í trimmgöllum, horfði með okkur
á MTV, pantaði fyrir okkur pizzur
með skinku og ananas og fór upp á
þak að negla þegar þess þurfti. Ég
hét því ung að verða eins og amma
þegar ég yrði sjálf amma.
Þegar afi dó 1989, þá dó hluti af
ömmu. En aldrei í lífinu fór hún úr
hlutverki sínu sem móðir, amma og
langamma þótt hún saknaði afa. Öll
hennar hugsun og öll hennar verk
héldu áfram að snúast um það að láta
okkur hin ganga fyrir. Hún lifði fyrir
okkur, henni leið illa ef okkur leið illa
en ljómaði þegar okkur gekk vel.
Amma var alltaf sú fyrsta sem ég
vildi segja frá afrekum sem áunnust.
Ég man hvað amma var óheyrilega
stolt þegar ég fékk vinnu sem flug-
maður, og ég hélt að hún myndi rifna
úr hamingju og monti þegar hún fór
fyrst með mér í flug. Það nístir mig
inn að hjarta að hafa verið fjarri að
takast á við viðamesta hlutverk lífs
míns, sjálfa flugstjóraþjálfunina, þeg-
ar amma skildi við. Það nístir mig inn
að hjarta, elsku amma mín, vegna
þess að ég gat ekki komið til þín, deilt
með þér þessum áfanga og þakkað
þér fyrir að hafa stutt mig og elskað.
En ég man okkar síðasta samtal, þú
straukst tárvota kinnina mína, sagðir
mér að fara og gera þig stolta og að
allt yrði í lagi með þig. Enda í hönd-
um engla á líknardeildinni á Landa-
koti.
„Hvað get ég gert fyrir þig, Raggý
mín?“ „Ekkert, amma mín, ef þú vær-
ir ekki til þá væri ég ekki til og það er
nóg fyrir mig.“ Fullorðinshjarta mitt
missir úr slög þegar ég hugsa um
þessa tíðu setningu. Þú gafst mér
mínar kærustu æskuminningar, mína
frábæru fjölskyldu og mína yndislegu
móður sem ég fæ þér aldrei fullþakk-
að fyrir. Sofðu rótt, elsku amma mín,
ég skal halda heiðri rauða hársins,
nafninu okkar og sameiginlegum
húmor á lofti. Sé þig í skýjunum.
Þín
Ragnheiður (Raggý).
Elsku amma. Manstu eftir því þeg-
ar við komum í heimsókn til þín og
Kaffons gamla og klöppuðum honum,
bara til að hann urraði á móti?
Manstu eftir því þegar við komum
og sátum inni í eldhúsi meðan þið
saumuðuð slátur?
Manstu þegar við Inga Dóra stál-
umst út í garð að borða bláber eftir að
þú bannaðir okkur það. Við fórum svo
á baðið og reyndum að þvo bláa litinn
af tungunni en þú vissir samt að við
hefðum stolist í berin.
Manstu eftir því þegar ég kom svo
oft og bað um að fá að koma í heim-
sókn og fá að sofa í stóra, stóra svefn-
herberginu þínu með röndóttu gard-
ínunum?
Manstu eftir öllum skiptunum sem
þú dekraðir við okkur, gafst okkur
jarðarberjaís, núggatís og pizzu frá
Jóni Bakan?
Manstu þegar ég gisti hjá þér (þú
vissir ekki hvað ég var iðin við að
snuðra inni í öllum skápunum þínum,
þefandi af sápunum og skoðandi
skrautið þitt) og vaknaði með sand í
rúminu? Þú sagðir mér að það væri af
því að ég sofnaði í skítugum sokkum
og maður ætti ekki að fara upp í rúm í
þeim. Vissir þú að ég hef aldrei gert
það síðan?
Manstu þegar við sátum og spáð-
um í draumana okkar? Eða þegar þú
gafst okkur perubrjóstsykur?
Manstu skiptin sem þú lagðir kapla
með útjöskuðu og eldgömlu spila-
stokkunum? Þú varst alltaf tilbúin að
spila við okkur.
Manstu öll skiptin sem við gistum
hjá þér? Þú vildir alltaf allt fyrir okk-
ur gera. Vissirðu hvað okkur þótti
vænt um þig? Takk fyrir samveruna,
elsku amma.
Guðrún (Krúsa) og Valdís.
Hér hvílir væn og göfug grein
af gömlum, sterkum hlyni;
hún lokaði augum hugarhrein
með hvarm mót sólar skini.
Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel,
í vinskap, ætt og kynning.
Hún bar það hlýja holla þel,
sem hverfur ekki úr minning.
Allt metur rétt hin mikla náð
um manna hug og vilja;
eitt hjartans orð um eilífð skráð
á orku, er himnar skilja.
Nú les hún herrans hulin ráð
um hlut og örlög þjóða,
þar sést í lífsbók sérhver dáð
hins sanna, fagra og góða.
(Einar Ben.)
Með þessum fallegu erindum kveð
ég ömmu mína, nöfnu og vinkonu,
Dóru Ragnheiði. Hún var sú sann-
asta, fegursta og besta manneskja
sem hugsast getur; ómetanleg fyrir-
mynd síns stóra hóps barna, ömmu-
og langömmubarna.
Nú, þegar sorgin er sárust, get ég
yljað mér við ljós allra góðu minning-
anna sem ég geymi um samveru-
stundir okkar. Allar skemmtilegu
sögurnar sem hún sagði mér af lífi
sínu og uppvexti, öll góðu heilræðin
sem hún gaf mér. Hún og afi hafa nú
fundið hvort annað á ný. Þau eru
stjörnur tvær sem lýsa mér áfram
veginn.
Ég þakka fyrir þá miklu gæfu að
hafa alist upp í skjóli þessarar ynd-
islegu konu. Ég sakna hennar meira
en orð fá lýst. Í kvöld mun ég setjast
við gluggann, eins og hún gerði svo
oft, með kaffibollann, horfa út í
myrkrið, hlusta á þögnina, og eiga við
hana spjall í huganum.
Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þú
lifir áfram í minningu minni.
Dóra Ragnheiður Ólafsdóttir.
Amma mín smyr handa mér brauð-
sneið með osti, smjöri og skinku – set-
ur hana á djúpan disk og hellir súpu
yfir. Amma mín sýður handa mér
pasta og steikir það upp úr smjöri svo
ég vaki alla nóttina með magaverk.
Amma mín og ég fléttum saman fæt-
urna í sófanum og lesum People Ma-
gazine, Hello og OK. Amma mín og
ég keppumst um að drekka kaffi og
hún segir að ég svindli af því ég drekk
það svart en hún með mjólk. Amma
mín á alltaf nammi í skál. Það er alltaf
góð lykt af ömmu minni. Amma mín
er tágrönn og elskar það. Amma mín
lánar mér ameríska glæpareyfara
sem sumir hverjir eru svo ljótir að ég
fæ martraðir. Amma mín segist púa.
Amma mín vakir lengi og sefur til ell-
efu. Amma mín er með fallegasta hár
í heimi.
Elsku amma. Takk fyrir að leyfa
mér að kveðja þig, takk fyrir að leyfa
okkur öllum það. Ég veit að þú varst
orðin óþolinmóð að hitta afa aftur –
og ég trúi að hjartað í þér hafi barist
svo sterkt þessa seinustu viku bara
fyrir okkur hin. Þú varst með okkur
þangað til við vorum tilbúin að sleppa
þér. Sátt. Við erum öll þakklát fyrir
þessar seinustu stundir. Það var það
sem var í fyrirrúmi hjá þér, alla tíð,
elsku amma Dóra mín. Að okkur hin-
um liði vel – að við værum hamingju-
söm og ánægð. Þú fórst á sama hátt
og þú lifðir.
Ég get ekki lýst því hvað ég er
þakklát fyrir það að það seinasta sem
ég fékk að segja við þig var að ég
elskaði þig, bauð þér góða nótt og bað
guð að geyma þig. Ég veit að þú skild-
ir mig og heyrðir hvað ég sagði við
þig. Ég sá það í augunum á þér.
Og ég man þegar ég kom til þín
fyrir nokkrum mánuðum, í fallegu
íbúðina þína í Grófarselinu þar sem
mér leið alltaf svo vel. Þarna átti ég
ógurlega bágt og það var svo gott að
geta hvílt sig í ömmufaðmi og grátið
og þú hlustaðir bara á mig og sagðir
mér svo að lífið héldi áfram. Að öll él
myndi birta upp um síðir. Mig
dreymdi í nótt að þú kæmir og segðir
þetta sama við mig aftur. Ég veit
núna að þú sagðir satt. Og ég veit að
þessi él eiga líka eftir að hverfa, hægt
og hægt. Þú átt hins vegar alltaf eftir
að eiga stað í hjarta mínu og átt aldrei
eftir að hverfa úr huga mínum.
Trúarinnar traust og styrkur
tendrar von í döpru hjarta.
Eilífðin er ekki myrkur,
eilífðin er ljósið bjarta.
(Helgi Sæmundsson.)
Ég elska þig, amma mín. Vonandi
líður þér sem best. Vonandi veistu
hvað þú ert mikið elskuð. Takk fyrir
mig og sjáumst síðar.
Guðný Ebba Þórarinsdóttir.
Elsku amma. Við systurnar erum
vissar um að nú sért þú komin á betri
stað þar sem gott fólk eins og þú á
heima. Við höfum verið svo heppnar
að hafa haft þig hjá okkur öll þessi ár.
Við höfum allar fengið að koma inn til
þín úr kuldanum og fá eitt af þínum
víðfrægu ristuðu brauðum, sem eng-
um tókst að gera jafn fullkomlega og
þér, eða pönnukökunum sem voru
svo þunnar að maður gat lesið í gegn-
um þær.
Gyða man helst eftir stóru bunk-
unum af gömlum Vikum sem þú
geymdir og henni fannst æðislegt að
fá að koma til þín og kúra með gamalt
blað í fanginu og lesa um hvað gerðist
í „gamla daga“. Eða þegar þú sast og
spilaðir við okkur og leyfðir okkur
alltaf að vinna. Stóra húsið okkar í
Stuðlaselinu stóð í stórum garði sem
þú hélst alltaf í fullkomnu ástandi, öll
sumur, sama hvernig viðraði. Þér var
alltaf svo annt um vesalings fuglana
og gafst þeim alltaf að borða á vet-
urna. Í raun tókstu allt sem lifði undir
þinn verndarvæng og hafðir nógan
kærleik og ást fyrir okkur systurnar,
börnin, barnabörnin og barnabarna-
börnin.
Öll gæludýrin okkar hafa verið svo
heppin að eiga heima í sama húsi og
þú, því þú dekraðir þau til óbóta.
Það áttu allir heima hjá ömmu
Dóru og voru velkomnir þar allan sól-
Dóra Ragnheiður
Guðnadóttir
Elsku amma. Takk fyrir allt.
Við munum sakna þín og
hugsa til þín á hverjum degi.
Inga Dóra, Stein-
unn, Brynhildur og
Þóra Kristín.
HINSTA KVEÐJA