Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 32
Hann var að mestu leyti góður tónninn sem
gefinn var á afhendingu Íslensku tónlist-
arverðlaunanna í Borgarleikhúsinu þegar
músíklandsliðið okkar var heiðrað. En þótt
sviðsmyndin hafi verið glæsileg var eitthvað
hálfhjákátlegt við glamúrus Hollywood-
stemninguna. Íslendingar verða svo sveitó í
glimmerumhverfi … Tilnefndir tónlistarmenn
sátu alltof langt frá sviðinu og var vandræða-
legt að sjá þá mjaka sér framhjá öllum gest-
unum á þéttsetnum bekkjunum og upp að svið-
inu. Bubbi og frú sátu t.d. fyrir miðjum 5. bekk
en kóngurinn átti að sjálfsögðu langbestu
þakkarræðuna: ,,Mér hefur alltaf fundist ég
góður söngvari. Alltaf.“
Að öðrum ólöstuðum var það snillingskrúttið
Lay Low sem átti hug og hjörtu allra; auðkýf-
inga, listamanna og ,,wannabe-liðsins“ og þeg-
ar hún spilaði sálartónlist sína af einlægni fóru
straumar hlýju og bjartsýni um salinn. Að mati
Flugu var Einar Valur Scheving trommuleik-
ari og verðlaunahafi kynþokkafyllstur allra
karla á svæðinu, ferlega flottur og ,,fitt“ í
smóking. Meðal áhorfenda í þessu allsherjar
bransapartíi voru Rúnar Júlíuson í rokkleð-
urjakkanum og Andrés Helgason í Tónastöð-
inni og tískumeðvitaða parið Reynir Lyngdal
leikstjóri og leikkonan Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, sem bæði skörtuðu fjólubláu. Alls
kyns klæðnaður var í gangi; margt smart en
annað ekki eins og til dæmis lúðalegar lopa-
peysur sem eru löngu orðnar ,,out“ og dap-
urleg dúnvesti. Inni á milli tískuslysa leyndust
þó gæjalegir strákar í svörtum gallabuxum, vel
gyrtir og greiddir og meira að segja Bagga-
lútsmenn voru í sparijakkafötum og hvítum
skyrtum. Söngkonan Hafdís Huld Þrastar-
dóttir tiplaði svo á svið til að taka á móti verð-
launum sínum í hvítum hnésokkum og barna-
legum bleikum kjól með hvítan linda um sig
miðja. Er ekki annars búið að ferma hana?
… Gegnsær ráðherra …
Þá var Valgerður Sverrisdóttir utanrík-
isráðherra þvílík skutla þegar hún kynnti verð-
laun í flokki rokks og jaðartónlistar, í kræfum
svörtum blúndukjól sem var gegnsær að hluta.
Go Valgerður!
Birta Guðjónsdóttir reið á vaðið í sýningaröð
Listasafns Reykjavíkur á verkum yngri kyn-
slóðar myndlistarmanna á föstudaginn með
sýningunni ,,Einhver verður þar“ en samtímis
var opnuð sýning á 100 vatnslitamyndum Er-
rós. Allir sem telja sig til listunnenda voru
mættir og þar af margir af Frakklandsmenn-
ingarmýtuskólanum; Sigurður Pálsson skáld,
Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerðarkona
og Sveinn Einarsson menningarmógúll. Einn-
ig voru á sveimi stöllurnar Signý Pálsdóttir og
Svanhildur Konráðsdóttir hjá menningar- og
ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Flugu til
mikillar ánægju bættist nýr karakter í opn-
unarelítuna en sjálfur Bobby Fischer var
mættur – að skoða ,,mannganginn“ á safninu
eins og fröken Fluga … | flugan@mbl.is
Ljósmyndir/Eggert
Þorgeir Guðmundsson, Sigurjón Kjart-
ansson, Ólafur Páll Gunnarsson og Guðni
Finnsson.
Rúnar Júlíusson, Baldur Baldursson og María
Baldursdóttir.
Haraldur Jónsson, Hólmfríður Matthíasdóttir
og Bragi Ólafsson.
Benedikt Freyr Jónsson og Barði Jóhannsson.
Morgunblaðið/Eggert
Óskar Einarsson, Vigdís Rún Jónsdóttir og
Einar Scheving.
Páll Eyjólfsson, Bubbi Morthens og
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Helgi Rúnar
Gunnarsson og Atli Fannar Bjarkarson.
Óskar Kemp, Thelma Huld Þrastardóttir,
Hafdís Huld Þrastardóttir og Alistair Wright.
Samúel Jón Samúelsson og Kristín
Bergsdóttir.
flugan
… Lúðalegar lopapeysur
og dapurleg dúnvesti …
Íslendingar verða svo sveitó í
glimmerumhverfi
Ester Talía, Eyja Ólafsdóttir og Birta
Guðjónsdóttir.
Sara Björnsdóttir, Kristján Björn Þórðarson, Finn-
ur Arnar Arnarsson og Hallgerður Thorlasíus.
Hafþór Ingvarsson, Guðrún Ingvadóttir
og Jón Bjarni Þorsteinsson.
Morgunblaðið/Eggert
Ester Þorvaldsdóttir, Hrafnkell Örn Guðjónsson,
Guðjón Ketilsson og Gabríela Friðriksdóttir.
» Íslensku tónlistarverðlaun-in 2006 voru afhent í Borg-
arleikhúsinu. » Árni Matthíasson blaða-maður hélt upp á fimmtugs-
afmæli sitt á NASA.
» Í Listasafni Reykjavíkur var opnuð sýning Birtu Guðjóns-dóttur, Einhver verður þar, og er hún sú fyrsta í sýningarröð
tileinkuð yngri kynslóð listaman
Jóhann Jóhannsson og Árni Matthíasson.
staðurstund
Nú er komið í ljós hvaða níu lög
taka þátt í úrslitum Söngva-
keppni Sjónvarpsins hinn 17.
febrúar næstkomandi. »35
tónlist
Gagnrýnandi segir kvikmyndina
Vef Karlottu sígilda og fulla af
fallegum boðskap sem sé öllum
börnum hollur. »35
dómur
Íslendingafélagið í Ottawa í
Kanada nefnist Íslandsvinir en
félagið hefur verið starfrækt í
bráðum fimm ár. »33
vesturheimur
Vissir þú að Johnny Depp lék á
gítar með hljómsveitinni Oasis í
einu lagi á plötu hennar Be Here
Now frá árinu 1997? »37
fólk
Stallone þykir hafa náð því
ósennilega markmiði að gera
nokkuð vel heppnaða mynd um
persónu úr fortíðinni. »34
kvikmynd
|mánudagur|5. 2. 2007| mbl.is