Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 33

Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 33 úr vesturheimi ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Ot- tawa, Friends of Iceland eða Ís- landsvinir, er yngsta félagið innan Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku, en það verður fimm ára í mars. Gerry Einarsson var helsta drif- fjöðurin á bak við endurreisn fé- lagsins sem var starfrækt í höf- uðborginni fyrir meira en 20 árum og lognaðist út af þegar Bjarni Guðlaugsson flutti aftur til Íslands. Eftir endurreisnina hefur verið mikill kraftur í félaginu og segir Lou Howard, forseti þess, að nýlið- ið starfsár hafi verið sérstaklega viðburðaríkt. „Það hefur verið kraftur í þessu hjá okkur,“ segir hann, en um 40 manns mættu á að- alfund félagsins á dögunum og 80 manns sáu myndina Atómstöðina í Ottawa í desember og þáðu jóla- glögg í boði sendiherrahjónanna á eftir. Þá voru um 190 manns við- staddir athöfn sem Sendiráð Ís- lands í Ottawa og Íslandsvinir efndu til í október sl. til heiðurs fyrrverandi hermönnum í lið- sveitum Kanadahers, er aðsetur höfðu á Íslandi í síðari heimsstyrj- öldinni, en við sama tækifæri var minnst hermanna af íslenskum ætt- um, sem þátt tóku í heimsstyrjöld- unum undir merkjum Kanada, og kanadískra sjóliða af tundurspill- inum HMCS Skeena, sem fórust þegar skipið strandaði við Viðey í október 1944. Lou segir að sendiherrahjónin Markús Örn Antonsson og Stein- unn Ármannsdóttir hafi tekið virk- an þátt í starfseminni og hafi það ýtt undir félagsmenn, en aðal- fundur félagsins fór fram á heimili þeirra í liðinni viku. Í félaginu eru um 60 fjölskyldur eða um 190 manns. Á stjórnarfundi um næstu helgi tekur Völundur Þorbjörnsson við formannsembættinu en Lou og Gerry Einarsson starfa áfram í stjórn sem fyrrverandi formenn. „Þannig getum við best miðlað af reynslunni innan stjórnarinnar,“ segir Lou, en framundan er þorra- blót og síðan tekur hver viðburð- urinn við af öðrum. Íslandsvinir Sendiherrahjónin ásamt stjórnarmönnum. Aftari röð frá vinstri: Roger Eyvindson, Sigurdur Sig- urdson, Judith Hoye og Edith Pahlke. Fremri röð frá vinstri: Markús Örn Antonsson, Gerry Einarsson, Steinunn Ármannsdóttir, Lou Howard, Völundur Þorbjörnsson og David Anido. Íslandsvinir sterkir í Ottawa Yngsta félagið innan Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ERIC Stefanson í Winnipeg hefur tekið sæti í stjórn kanadísku járn- brautanna, VIA Rail Canada INC., og er sennilega fyrsti Kanadamað- urinn af íslenskum ættum til að sitja í stjórn félagsins. Miklir vöruflutningar fara fram með járnbrautunum stranda á milli og þær eru vinsælt samgöngutæki en 2005 ferðuðust meira en fjórar milljónir farþega með þeim í Kan- ada. „Þetta er spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Eric Stefanson við Morgun- blaðið. „Járnbrautirnar hafa gegnt veigamiklu hlutverki í sögu þjóðar- innar og tengja framtíðina við fortíð- ina.“ Atkvæðamikill í stjórnmálum Fyrir aldarfjórðungi hóf Eric Stefanson opinber afskipti af stjórn- málum en hann sat í borgarstjórn Winnipeg 1982 til 1989 og var m.a. aðstoðarborgarstjóri 1986 til 1988. Hann var þingmaður Manitoba 1990 til 2000 og gegndi þá m.a. stöðu heil- brigðisráðherra, aðstoðarforsætis- ráðherra, fjármálaráðherra og iðn- aðar-, viðskipta- og ferðamálaráð- herra. Ásamt öðrum rak hann endur- skoðunarfyrirtækið Stefanson and Lee 1978 til 1990 og gekk til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Assante Canada 1999 þar sem hann varð fram- kvæmdastjóri. Fyrir nokkrum árum seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu og sér nú ásamt öðrum um starfsemi fé- lagsins BDO Dunwoody í Mið-Kan- ada, en félagið er sjötta stærsta end- urskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki Kanada. Eric Stefanson hefur eins og bræður hans Kristján, Dennis og Tom haldið góðu sambandi við Ís- lendinga og lagt sitt af mörkum varðandi tengsl Íslands við íslenska samfélagið vestra. Eric er t.d. í stjórn Þjóðræknisfélagsins og Snorra West-verkefnisins í Mani- toba og hann var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu 2000. Hann var í fylgdarliði Gary Doers, forsætisráð- herra Manitoba, sem kom í opinbera heimsókn til Íslands í ágúst á liðnu ári. Morgunblaðið/Steinþór Tenging Bræðurnir Eric, Kris og Tom (lengst til hægri) frá Winnipeg halda góðu sambandi við Ísland og eru hér með forsætisráðherrahjónunum Geir H. Haarde og Ingu Jónu Þórðardóttur. Eric Stefanson í stjórn járn- brautanna FJÁRÖFLUN til að tryggja til lengri tíma útgáfu blaðsins Lög- bergs-Heimskringlu í Winnipeg hef- ur gengið vel. Dr. Ken Thorlakson, formaður fjáröflunarnefndarinnar, segir að rúmlega milljón dollarar hafi safnast og því vanti tæplega hálfa milljón dollara, um 30 millj- ónir króna, til að ná settu marki. Blaðaútgáfa hefur verið ríkur þáttur í íslenska samfélaginu í Manitoba frá því fyrstu Íslending- arnir settust þar að haustið 1875. Hún hefur samt alla tíð verið erfið og oft hefur hún verið við það að líða undir lok en jafnoft hafa menn brugðist við og bjargað henni fyrir horn. Vantar 30 milljónir Núverandi fjáröflun vegna Lög- bergs-Heimskringlu hófst með und- irbúningsvinnu snemma árs 2004 og söfnunin fór síðan opinberlega af stað 17. júní 2005. Takmarkið er að safna 1,5 milljónum kanadískra dollara, um 90 milljónum króna, fyrir 17. júní í ár, en þá lýkur söfn- uninni. „Ég er ánægður með árang- urinn til þessa en mikil vinna er framundan til að reyna að ná settu marki og við þurfum á allri mögu- legri aðstoð að halda,“ segir Ken Thorlakson. Í upphafi voru sett þrjú markmið. Í fyrsta lagi að gera blaðið eða öllu heldur blöðin Lögberg, Heims- kringlu og Lögberg-Heimskringlu aðgengileg á Netinu. Ríkisstjórn Ís- lands gekk í málið og Gaza- myndastofa Landsbókasafnsins setti blöðin á stafrænt form og á Netið haustið 2005. Í öðru lagi þurfti að endurbæta tækjakost blaðsins, tölvur og fleira, og hefur söfnunin gert það kleift. Í þriðja lagi var markmiðið að safna í sjóð og reka blað- ið fyrir vextina. Í þennan sjóð hafa nú safnast um 325 þúsund dollarar. Útgáfa í meira en 130 ár Ken Thorlakson segir að meira en 400 manns, fyr- irtæki, stofnanir og félög í Bandaríkjunum, Kanada og á Íslandi hafi lagt málinu lið. „Hvert einasta framlag skiptir máli og söfnunin hefur þegar skilað miklum árangri en herslumuninn vantar,“ segir Ken. Auk ríkisstjórnar Íslands hafa Donald K. Johnson, Gordon Reykdal og Irene Eggertson gefið meira en 100.000 dollara í söfnunina en Gordon Reykdal hefur auk þess tryggt blaðinu frítt húsnæði til 2009. Heimskringla var stofn- uð 1886 og Lögberg 1888 en blöðin voru sameinuð 1959. Ken Thorlak- son segir að blaðið gegni veiga- miklu hlutverki í íslenska samfélag- inu vestra, „og náum við settu marki tryggjum við útgáfu þess í framtíðinni.“ Hafa safnað um 60 milljónum króna Morgunblaðið/Steinþór Söfnun Dr. Ken Thorlakson með kynning- arbækling vegna átaksins. Meira en 400 manns, fyrirtæki, stofnanir og félög hafa styrkt útgáfu blaðsins Lögberg-Heimskringla ÞJÓÐRÆKNISÞING Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Norður- Ameríku verður haldið í Winnipeg í Kanada 27.–29. apríl nk. og hafa Vesturferðir sf. í samvinnu við Þjóðræknisfélag Íslendinga skipu- lagt ferð vestur í tengslum við þingið. Hópferðin hefst 20. apríl með flugi til Minneapolis en þaðan verð- ur ekið um Íslendingabyggðir í Norður-Dakota og síðan farið um Nýja Ísland í Manitoba. Hópurinn verður í Winnipeg 25.– 29. apríl og gefst þátttakendum þá kostur á að sækja Þjóðrækn- isþingið. Síðan verður ekið til Min- neapolis og flogið heim 1. maí. Skipulögð ferð á Þjóðræknisþingið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.