Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning ÓFAGRA VERÖLD Fös 9/2 kl. 20 Sun 18/2 kl. 20 Fim 22/2 kl. 20 Fim 1/3 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 10/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Fös 2/3 kl. 20 Lau 10/3 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPSELT Fim 17/5 kl. 20 UPPSELT Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 UPPSELT Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 UPPSELT MEIN KAMPF Fim 15/2 kl. 20 AUKASÝNING Lau 24/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar EILÍF HAMINGJA Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fös 9/2 kl. 20 Sun 11/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Sun 18/2 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Lau 17/2 kl. 20 UPPSELT Lau 24/2 kl. 20 UPPSELT Lau 3/3 kl. 20 UPPSELT Fim 8/3 kl. 20 UPPSELT Fös 16/3 kl. 21 AUKASÝNING DAGUR VONAR Fös 9/2 kl 20 UPPSELT Sun 11/2 kl. 20 UPPSELT Lau 17/2 kl. 20 UPPSELT Sun 18/2 kl. 20 Fös 23/2 kl. 20 Sun 25/2 kl. 20 Lau 3/3 kl. 20 Sun 4/3 kl. 20 Fim 8/3 kl. 20 UPPSELT Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 11/2 kl. 14 Sun 18/2 kl. 14 Sun 25/2 kl. 14 Sun 4/3 kl. 14 Sýningum fer fækkandi ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fim 8/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Fim 22/2 kl. 20 Síðustu sýningar KARÍUS OG BAKTUS Sun 11/2 kl. 13, 14, 15 UPPSELT Sun 18/2 kl. 13, 14,15 UPPSELT Sun 25/2 kl. 13,14,15 UPPSELT Sun 4/3 kl. 13,14, 15 UPPSELT Sun 11/3 kl.13, 14, 15 UPPSELT Sun 18/3 kl. 13, 14, 15 UPPSELT Sun 25/3 kl. 13, 14, 15 UPPSELT AUKASÝNINGAR Í SÖLU NÚNA! Sun 1/4 kl. 13 UPPS. Sun 1/4 kl. 14 UPPS. Sun 1/4 kl. 15 Sun 15/4 kl. 13 Sun 15/4 kl. 14 Sun 15/4 kl. 15 Sun 22/4 kl. 13 Sun 22/4 kl. 14 Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Föstudaginn 9/2 kl. 20 UPPSELT Laugardaginn 10/2 kl. 20 UPPSELT Fimmtudaginn 15/2 kl. 20 UPPSELT Laugardaginn 17/2 kl. 20 UPPSELT Föstudaginn 23/2 kl. 20 UPPSELT Laugardaginn 24/2 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Sunnudaginn 25/2 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS **** Fréttablaðið MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Svartur köttur Fim 8/2 Aukasýn - í sölu núna, Fös 9/2 9. kortasýn örfá sæti, Lau 10/2 10. kortasýn UPPSELT, Fös 16/2 11. sýn. UPPSELT, Lau 17/2 12. sýn. örfá sæti, Næstu sýn: 23/2, 24/2, 2/3 og 3/3. Ekki við hæfi barna Skoppa og Skrítla - gestasýning í Rýminu Lau 10/2 kl. 11 UPPSELT, kl. 12.15 UPPSELT, sun 11/2 kl. 11 UPPSELT, kl. 12.15 örfá sæti, lau 17/2 kl. 11 örfá sæti, kl. 12.15 laus sæti, sun 18/2 kl. 11 örfá sæti, kl. 12.15 laus sæti, kl. 14 UPPSELT Karíus og Baktus í Reykjavík. Sun 11/2 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 18/2 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 25/2 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 4/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 11/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 18/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 25/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Aukasýningar í sölu núna: 1/4, 15/4, 22/4 kl. 13, 14 og 15. og leikhópurinn á Senunni kynna Forsala hafin á barnarokksöngleikinn Abbababb eftir doktor Gunna. Forsýning laugardaginn 10. febrúar kl. 16 Frumsýning sunnudaginn 11. febrúar kl. 17 Önnur sýning laugardaginn 17. febrúar kl. 14 Þriðja sýning laugardaginn 17. febrúar kl. 17 Miðasla í síma 555 2222. LÍKLEGA hafa fáar framhalds- myndir komið fram á liðnum árum sem beðið hefur verið með jafnlít- illi eftirvæntingu og nýjustu mynd- ar Sylvesters Stallone um hnefa- leikamanninn Rocky. Fréttum um gerð myndarinnar var almennt tekið með hrolli og fullvissu um að leikarinn myndi þar gera sig að fífli, enda orðinn sextugur og ansi langt um liðið síðan Rocky var upp á sitt besta, og reka þannig síðasta naglann í líkkistu eigin ferils. Sá ferill hefur reyndar ekki verið upp á marga fiska undanfarið og langt er um liðið síðan Stallone var í far- arbroddi vaxtarræktartröllanna sem réðu lögum og lofum í amer- íska kvikmyndaheiminum á níunda áratugnum. Myndaraðirnar um Rocky og Rambo voru vinsælar á þeim tíma er tengist andrúmslofti Reagan-tímabilsins nánum bönd- um og alls ekki gefið að þessar fí- gúrur ættu erindi við samtímann. Þá hefur Stallone áður reynt að vekja Rocky til lífsins en það var með Rocky V sem út kom árið 1990 og var mætt með miklu áhugaleysi áhorfenda. En hér er sem sagt sjötta myndin komin um Rocky og tekur hún væntingum langt fram þar sem Stallone kemst ekki aðeins klakklaust frá sínu heldur bindur hann hérna viðeig- andi enda á myndaröðina. Rocky, líkt og leikarinn Sylves- ter Stallone, er kominn af léttasta skeiði þegar myndin hefst. Hann er löngu hættur hnefaleikum en lifir þó að nokkru leyti á fornri frægð í heimabæ sínum, Philadelp- hiu, sem hann er enn í hávegum hafður. Rocky lifir þó fábrotnu lífi þar sem hann hefur ekki efnast á boxferlinum en hefur þó komið sér sæmilega fyrir sem eigandi lítils veitingahúss sem ber nafn eig- inkonu hans heitinnar, Adrian. Þar hefur hann ofan fyrir gestum með sögum frá frægðardögunum en stórum hluta myndarinnar er ein- mitt varið í að lýsa daglegri tilveru Rockys sem fyrrum íþróttastjörnu sem á dálítið erfitt með að sætta sig við breyttar kringumstæður. Hér tekst Stallone ágætlega að skapa tilfinningu fyrir persónu sem lifir að stórum hluta í fortíð- inni, og er þar ákveðinn sam- hljómur skapaður með stöðu leik- arans sjálfs og tilfinningum áhorfenda sem einmitt muna eftir Rocky frá þessum tíma. Stallone gengur kannski einum of langt í nostalgíunni, t.d. með því að láta persónuna bæði heimsækja staði sem þekktir eru úr fyrri mynd- unum og klippa inn stutt atriði úr þeim. Fortíðardýrkunin bjargast þó fyrir horn þar sem kaldhæðin rödd og ákveðin fjarlægð er byggt inn í myndina í formi gamla þjálf- arans sem Burt Young leikur, en hefur takmarkaða þolinmæði fyrir væmni gamla boxarans og lætur hann óspart heyra það. Áhersla Stallones á daglegt umhverfi Roc- kys í er jafnframt ein best heppn- aða hlið myndarinnar. Borg- arumhverfið sem Rocky lifir og hrærist í er niðurnítt og dregin er upp jarðbundin og raunsæisleg mynd af mannlífinu sem þar lifir og hrærist. Atriðið þar sem Rocky leitar skjóls eitt kvöld á bar og verður fyrir aðkasti ungmenna, sem bera litla virðingu fyrir forn- um hetjudáðum hans, er til að mynda vel útfært og staðsetur Rocky í stærri og sannfærandi veruleika. Myndin er hins vegar fyr- irsjáanleg og naífleiki hennar er stundum á mörkum hins þol- anlega. Því verður þó ekki neitað að Stallone hefur náð því ósenni- lega markmiði að gera nokkuð vel- heppnaða kvikmynd um kvik- myndahetju sem samkvæmt öllum rökum ætti að heyra fortíðinni til, og ætti líka að vera orðin svo göm- ul að fleiri sögur um hana ætti ekki að vera hægt að segja. Og vonandi verður þetta sagan öll. Lengi lifir í gömlum glæðum KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borg- arbíó Leikstjórn og handrit: Sylvester Stallone. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Burt Young, Antonio Tarver, Geraldine Hug- hes, Milo Venimiglia. Bandaríkin, 102 mín. Rocky Balboa  Rocky Balboa „Því verður þó ekki neitað að Stallone hefur náð því ósenni- lega markmiði að gera nokkuð velheppnaða kvikmynd um kvikmynda- hetju sem samkvæmt öllum rökum ætti að heyra fortíðinni til.“ Heiða Jóhannsdóttir Í GALLERÍ Box sýndi þýski myndlistarmaðurinn Alex Gross ljósmyndir, skúlptúr myndband og teikningar undir titlinum NEU- BAU-NÝBYGGING. Þungamiðja sýningarinnar var skúlptúrinn sem var eins konar módel af fram- tíðarbyggingu sem snertir vart jörðina en á sér stað ofar jörðu. Þetta minnti á tíundu hæð í blokk fyrir utan að hinar níu eru ekki til staðar, heldur er hæðinni lyft upp með strúktúr sem minnir á bygg- ingarkrana. Myndbandið sýndi einmitt listamanninn vinna að svipuðu verki þar sem hann sjálf- ur notast við einhvers konar hækkanlegan vinnupall við gerð þess. Teikningarnar eru nánari útlist- anir á hugmyndinni og ljósmynd- irnar sýna módel af slíkri bygg- ingu úti í náttúrulegu umhverfi. Þrátt fyrir að verkið snúist um arkitektúr er ekki ljóst hvort þetta er hugmynd um byggingu sem íverustað eða byggingu sem skúlptúrs enda skiptir það kannski engu máli. Hugmyndin sjálf er áhugaverð og vísar til mögulegra lausna á rýmisvanda í borgum en ekki síður til þeirra möguleika að byggja úti í nátt- úrunni án þess að hrófla svo mikið við henni eða yfirtaka of mikið pláss á jörðu niðri. Alex Gross er að ljúka mast- ersnámi í Glasgow eins og tveir skólafélagar hans samtímis sýndu verk sín í Kaffi Karólínu sem er hinum megin við götuna. Það eru Anna Katharina Mields og Jóna Hlíf Halldórsdóttir með sýninguna Flying saucers? Ljósmyndir Mields af einnota plastumbúðum innan um safaríkan grænan gróð- ur reyndu á fagurfræðileg þolrif áhorfandans og skúlptúrar sem virtust gerðir úr dýrabeinum og gifsi vöktu óþægilegar kenndir. Jóna Hlíf sem er Akureyringum vel kunn, enda heimamaður í í sín- um bæ, gekk skrefinu lengra en Mields með því að plastgera nátt- úruna í eftirminnilegu verki af rafknúnum og raflýstum plastfossi með fossahljóði og fuglasöng. Ljósmynd af stráum sem eru að bugast undan snjó er orðin í með- förum Jónu Hlífar að atriði út vís- indaskáldsögu þar sem blóðug náttúran leikur listir sínar. Það var gaman að sjá hvað mastersnemar í myndlist á lokaári eru að vinna með og sýningarnar gefa innsýn í hugmyndaheim lista- mannanna. Hins vegar undrast maður hversu lítið verkunum er fylgt eftir hvað varðar texta sem tengist þeim eða upplýsingar um listamennina. Vindar frá Glasgow MYNDLIST Gallerí BOX og Kaffi Karólína Alex Gross, Anna Katharina Mields, Jóna Hlíf Halldórsdóttir Sýningum lauk um helgina. Akureyri Þóra Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.