Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 37 dægradvöl 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. 0–0–0 Rbd7 10. Bd3 h6 11. Bh4 g5 12. fxg5 Re5 13. De2 Rfg4 14. Rf3 hxg5 15. Bxg5 Bxg5+ 16. Rxg5 Dc5 17. Rh3 Bd7 18. Kb1 b5 19. Hde1 0–0–0 20. Rd1 Hdg8 21. Dd2 Bc6 22. He2 Kb7 23. a3 Db6 24. Df4 a5 25. Rg5 b4 26. Rxf7 Hf8 27. Rxd6+ Kc7 28. Rf5 exf5 29. exf5 He8 30. Hhe1 Dc5 31. h3 Kb6 32. axb4 axb4 33. hxg4 Rxd3 34. cxd3 Hxe2 35. Hxe2 Hh1 36. Dc1 Ba4 37. He6+ Kb5 38. Rc3+ bxc3 39. Dxh1 Df2 40. He5+ Kb4 41. bxc3+ Ka3 42. Dc1+ Kb3 43. Dd1+ Ka3 Þessi óvenjulega staða kom upp í C- flokki Corus skákhátíðarinnar sem er nýlokið í Wijk aan Zee í Hollandi. Sænski stórmeistarinn Emanuel Berg (2.586) hafði hvítt gegn hollenska stór- meistaranum Wouter Spoelman (2.414). 44. He2! Db6+ 45. Ka1 Bc2 hvítur hefði unnið drottninguna til baka eftir 45. … Bxd1 46. Ha2+ Kb3 47. Hb2+. 46. Dc1+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Enn um tvíspilið. Norður ♠Á54 ♥KG102 ♦63 ♣KDG7 Vestur Austur ♠KD108 ♠92 ♥96 ♥73 ♦10872 ♦ÁDG54 ♣Á43 ♣9865 Suður ♠G763 ♥ÁD854 ♦K9 ♣102 Suður spilar 4♥ Vestur spilar út spaðakóng og sagnhafi dúkkar. Á opnu borði er einfalt að ná þessu niður: Vest- ur skiptir yfir í tígul í öðrum slag og austur spilar spaða í gegnum gosann. Í reynd gæti þetta vafist fyrir bestu spil- urum, sem eru vanir því að „sýna tvíspil“ í tíma og ótíma. Vestur gæti misskilið talninguna fyrir kall út á spaðagosann og spilað spaða áfram með hræðilegum afleiðingum. Þetta er enn ein staðan þar sem blöndum á varnarreglum skapar vanda – það er einfaldlega ekki hægt að eiga kökuna og éta hana. Hér verður að liggja ljóst fyrir að spaðafylgja austurs er kall eða frávísun og hefur ekkert með lengd hans í litnum að gera. Austur vísar frá og vestur lætur sér skiljast að spaða- gosinn er hjá sagnhafa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 Illmælin, 8 pysjan, 9 einskær, 10 eyktamark, 11 kaka, 13 ákveð, 15 fugl, 18 úr- þvættis, 21 hestur, 22 skrifa, 23 klaufdýr, 24 uppástunguna. Lóðrétt | 2 melrakki, 3 þekkja, 4 úldna, 5 angan, 6 afkimi, 7 andvari, 12 guð, 14 skip, 15 lítilsvirt, 16 þátttakandi, 17 af- réttur, 18 óveður, 19 lykt, 20 harmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlíta, 4 tefja, 7 álkan, 8 nótum, 9 agn, 11 port, 13 iður, 14 efinn, 15 rugl, 17 nekt, 20 hal, 22 mögla, 23 æmtir, 14 apans, 25 tærir. Lóðrétt: 1 hjálp, 2 ískur, 3 Anna, 4 tonn, 5 fátið, 6 aumar, 10 geisa, 12 tel, 13 inn, 15 rimma, 16 gagna, 18 eitur, 19 tórir, 20 hass, 21 lært. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Umdeildur dómur var kveðinnupp í Hæstarétti í kynferð- isafbrotamáli gagnvart ungum stúlk- um. Eingöngu karldómarar skipuðu dóminn en tvær konur sitja einnig í Hæstarétti. Hverjar eru þær. 2 Félagsmenn í umhverf-issamtökum hittust í vikunni sem leið til að ræða hugsanlegt þingframboð. Hvað nefnast sam- tökin? 3 Útgáfuréttur á bók Yrsu Sigurð-ardóttur, Þriðja tákninu, hefur verið seldur til enn eins landsins. Hvaða land er það? 4 Chelsea hefur neitað að hafa áttí viðræðum við ítalskan þjálfara um að taka við liðinu af Jose Mour- inho. Hvaða þálfara er um að ræða? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Safni verður komið á fót í nafni Heiðars Jóhannssonar á Akureyri sem fórst af slysförum í fyrrasumar. Hvers konar safn verður þetta? Svar: Vélhjólasafn. 2. Ið- anaðarmannafélag Reykjavíkur á stór- afmæli um þessar mundir. Hversu gamalt er félagið? Svar: 140 ára. 3. Hvað er talið að margir Danir hafi horft á landsleikinn við Íslendinga. Svar: Tvær milljónir. 4. Ís- lenskri hljómsveit hefur verið boðið að leika á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Hver er það? Svar: Trabant. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    ÆVINTÝRAHEIMUR norðursins fyllti Grafíksafn Íslands í mynd- verkum Sigrid Østerby. Sigrid sýndi grafík unna á ýmsa vegu, tré- ristur, þurrnál, messotintur og ak- rýlmyndir. Myndefni hennar á sýn- ingunni á að mestu leyti rætur sínar að rekja til ferða listakon- unnar um Samabyggðir. Þegar inn kemur eru það myndir af samískum galdratrommum sem mæta áhorf- andanum, þar sem sjá má fornar rúnir sem Samarnir máluðu á trommur sínar. Við taka akrýlverk sem birta táknheim rúnanna og fjölkynngikonur í skógi sínum. Litl- ar dýramyndir og stórar tréristur af eyrnamörkum hreindýra og óhlutbundnari myndir undir titl- unum Hreindýr og Tvennir tímar. Lítill fífill, ef til vill af íslenskum uppruna, lokar þessum myndhring, ef svo má kalla, sem Sigrid sýnir. Táknheimur rúnanna og birting- armyndir þeirra á myndfleti Sigrid minna að hluta til á það þegar lista- menn hafa sótt í aðra menningar- heima að myndefni og myndmáli, hvort sem það eru svokallaðir frumstæðir myndheimar framandi þjóða eins og sjá má td. í verkum Picasso eða í bernsku myndmáli Cobra-málara eins og Alechinsky. Sigrid leitast þó líklega meira við að skoða rúnirnar sem slíkar og velta fyrir sér myndrænum eig- inleikum þeirra í samtímanum, frekar en að hún hallist að frelsandi áhrifum þeirra sem myndmáls líkt og Cobra-listamennirnir gerðu. Þó er ekki hægt að líta fram hjá þeim galdri sem þessar fornu og að nokkru leyti óútskýrðu rúnir búa yfir, en Sigrid sækir bæði til svo- kallaðra hellarista sem fundist hafa á norðurslóðum Norðurlanda og eru frá 3–2000 fyrir Krist, og til galdrarúna. Hellaristurnar sýna bæði dýr og manneskjur og tengj- ast líklega veiðum. Galdrarúnirnar sem samískir seiðmenn mála á trommur sínar eru heillandi, merk- ing þeirra er ekki augljós en engu að síður bera þær með sér eitthvað af þeim krafti sem seiðmennirnir virkjuðu með trommuslætti sínum. Sigrid skoðar myndefni sitt og möguleika þess út frá myndlistinni, þannig verða eyrnamörk hreindýra að mótífi sem túlka má abstrakt sem samspil forma og lita. Skóg- arnornir eru leikur að lifandi línum og lýsandi birtu norræns skógar. Listakonan hefur gott vald á mis- munandi vinnuaðferðum innan graf- íklistarinnar eins og sýningin ber vitni og notfærir sér kunnáttu sína af öryggi, þannig er vinnuaðferðin jafnan í góðu samræmi við mynd- efnið, lítill fífill birtist með hjálp fínlegrar messotintu en rúnatákn með bernsku yfirbragði lifna við í sterkum litum akrýlverka. Sýning Sigrid var hógvær en vel unnin, heiðarlegur afrakstur sjón- rænnar upplifunar á norðurslóðum. Myndmál tveggja heima MYNDLIST Grafíksafnið Sýningu lauk 3. febrúar. Sigrid Østerby Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Sverrir Hógvær „Sýning Sigrid var hógvær en vel unnin, heiðarlegur afrakstur sjónrænnar upplifunar á norð- urslóðum.“ Afhending bresku tónlistarverð-launanna, BRIT, fer fram hinn 14. febrúar næstkomandi. Nú hefur verið tilkynnt að Bítillinn fyrrverandi, Ringo Starr, komi til með að veita hljómsveitinni Oasis heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir framlag hennar til tónlistarsögunnar. Upphaflega stóð til að leikarinn Jo- hnny Depp veitti verðlaunin en vegna anna við kvikmyndaleik sá hann sér ekki fært að mæta til hátíðarinnar. Það vita kannski ekki margir að Johnny Depp lék á gítar með Oasis í laginu „Fade In/Out“ á plötunni Be Here Now frá árinu 1997. Þeir Gallagher-bræður eru að sögn hæstánægðir með skiptin en þeir hafa verið ósparir á lof til Bítlanna gegnum árin. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.