Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 2
Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Umræðan 28/32 Veður 8 Bréf 32 Viðskipti 14/15 Minningar 33/37 Erlent 17/18 Myndasögur 44 Höfuðborgin 20 Brids 40 Akureyri 20 Dagbók 45/49 Suðurnes 21 Staðurstund 46/47 Landið 21 Leikhús 42 Daglegt líf 22/25 Bíó 46/49 Menning 19,41/45 Ljósvakamiðlar 50 * * * 2 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag miðvikudagur 21. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Pressan verður á leikmönnum Barcelona á Nou Camp >> 2 VEISLA Á ÁSVÖLLUM KVENNALIÐ HAUKA MÆTIR VAL Í KVÖLD OG KARLALIÐ HAUKA TEKUR Á MÓTI ÍSLANDSMEISTURUM FRAM >> 4 Giggs skoraði markið beint úr aukaspyrnu, skaut á meðan verið var að stilla varnar- veggnum upp og markið var dæmt gott og gilt. Leikmenn Lille voru ævareiðir og strax eftir að leikurinn hófst á ný virtust þeir allir ætla að yfirgefa völlinn, eftir fyr- irskipanir frá varamannabekknum. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, þetta var algjör aðför að dómaranum. UEFA verður að gera eitthvað í þessu. Þjálfaralið Lille veittist að dómaranum og andrúms- loftið var verulega alvarlegt. Það þarf að taka hart á þessu og ég hafði áhyggjur af mínum mönnum, ýmsum hlutum var kastað inn á völlinn og Gary Neville varð fyrir ein- um þeirra,“ sagði Ferguson í samtali við ITV sjónvarpsstöðina eftir leikinn. Frakkarnir voru líka ósáttir þegar mark var dæmt af þeim á 61. mínútu. Peter Odemwingie skallaði þá boltann í mark United en ýtti á bakið á Nemanja Vidic, varnarmanni enska liðsins, um leið og dóm- arinn dæmdi aukaspyrnu á Odemwingie. Claude Puel, þjálfari Lille, lýsti yfir mikilli óánægju með hollenska dómarann Eric Bra- amhaar. „Þetta var óskiljanlegt. Við vorum búnir að biðja um innáskiptingu þegar auka- spyrnan var tekin, og síðan bað markvörð- urinn um að fá að stilla upp varnarveggnum. Samt var aldrei flautað og leikmaðurinn skaut strax. En við áttum frábæran seinni hálfleik og skutum þessu sterka liði skelk í bringu og fengum betri marktækifæri. Ég er stoltur af mínum mönnum sem sýndu að það er ekki tilviljun að við erum komnir svona langt,“ sagði Puel. Hræðsla meðal áhorfenda Hluti stuðningsmanna Manchester Unit- ed varð fyrir ógnvekjandi lífsreynslu þegar um 15 mínútur voru liðnar af leiknum í Lille. Lögregla hleypti þá Englendingum sem höfðu verið með miða annars staðar á vellinum inn í stæði hjá löndum þeirra fyrir aftan annað markið. Margir þrýstust þá upp að öryggisgirðingu og ekki bætti úr skák að óeirðalögregla sem var á vellinum hélt að um slagsmál væri að ræða og úðaði táragasi inn í hópinn. Öryggisverðir náðu að bjarga málum án þess að slys yrðu á fólki. Markalaust í Glasgow Celtic og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í hörkuleik í Glasgow. Celtic nýtti ekki ágæt marktækifæri og á erfiðan leik fyrir höndum á San Siro leikvanginum í Mílanó eftir hálfan mánuð. Reuters Sigurmarkið Ryan Giggs fagnar eftir að hann skoraði hið umdeilda sigurmark Manchester United gegn Lille. Leikmenn Lille hugðust ganga af velli í mótmælaskyni eftir að Giggs skoraði beint úr aukaspyrnu. ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, krafðist þess eftir sigur á Lille, 1:0, í Frakklandi í gærkvöld að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tæki framkomu forráðamanna franska liðsins til alvarlegrar athugunar. Eftir að Ryan Giggs skoraði sigurmark United á 83. mínútu reyndi einn af þjálfurum Lille að kalla leikmenn liðsins af velli og leik- urinn tafðist um stund af þeim sökum. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og United stendur nú vel að vígi. Leikmenn Lille kallaðir af velli eftir að Ryan Giggs skoraði umdeilt sigurmark Man.Utd „Það þarf að taka hart á þessu“ FORSVARSMENN norska knatt- spyrnuliðsins Viking frá Stavanger hafa komist að samkomulagi við íslenska landsliðsframherjann Hannes Þ. Sigurðs- son um að ganga til liðs við félagið frá Bröndby í Danmörku. Samningurinn gildir til ársins 2010 en hefur ekki verið undirritaður. Egil Østenstad, fram- kvæmdastjóri Viking, segir við Stavanger Aftenblad að ekki verði skrifað undir samninginn fyrr en búið verði að ganga úr skugga um að Hannes geti leikið með lið- inu í upphafi leiktíðar. Samkvæmt félaga- skiptareglum Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, geta leikmenn ekki skipt nema einu sinni um lið á tímabilinu 1. júlí - 30. júní. Hannes var í röðum enska liðsins Stoke City s.l. haust en var keyptur til Bröndby þann 30. ágúst s.l. „Ég held að þetta verði ekkert vanda- mál enda er búið að gefa fordæmi í svona málum. Garðar Jóhannsson fékk að skipta í Fredrikstad þrátt fyrir að hafa leikið með Val og KR á sama árinu. Og nýverið fékk Javier Mascherano að skipta yfir í Liverpool þrátt fyrir að hafa leikið með Corinthians og West Ham á þessu tímabili,“ sagði Hannes í gær en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn þar sem að Viking átti að leika æfingaleik gegn FC Köbenhavn. „Það gæti tekið nokkkra daga að fá svar frá FIFA en ég er bjart- sýnn,“ sagði Hannes. Birkir meiddist í Danmörku Birkir Bjarnason, hinn 18 ára gamli leikmaður Viking og verðandi samherji Hannesar, meiddist á hné í leik liðsins gegn FC Köbenhavn í gær. Hann þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik en ekki er ljóst hve lengi hann verður frá keppni. FC Köbenhavn vann leikinn, 3:0. Hannes Þ. með samning til 2010 en bíður eftir viðbrögðum FIFA VÍKINGAR hafa óskað eft- ir því við Fylkismenn að fá markvörðinn Bjarna Þórð Halldórsson að láni en að- almarkvörður liðsins, Ingvar Þór Kale, er meiddur og liggur ekki ljóst fyrir hvenær hann verði leikfær á ný. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Vík- ingar náð samkomulagi við Bjarna en for- ráðamenn Árbæjarliðsins hafa ekki gefið grænt ljós á að Bjarni geti farið. Fjalar Þorgeirsson var aðalmarkvörður Fylk- ismanna á síðustu leiktíð en Bjarni, sem var lengi frá vegna nárameiðsla á síðasta ári, stóð á milli stanganna í sigurleik Fylkis gegn Stjörnunni í fyrstu umferð deildabik- arkeppninnar um síðustu helgi vegna veikinda Fjal- ars. Víkingar vilja fá Bjarna að láni Y f i r l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                         Innlent  Ofsaakstur tveggja ungra manna í Reykjavík um liðna helgi er rann- sakaður með tilliti til þess hvort for- sendur séu til að kæra þá fyrir brot á almennum hegningarlögum. Allt að sex ára fangelsi liggur við þeim ákvæðum laganna sem helst koma til álita í þessum málum. » Forsíða  Karlmaður um fertugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á smygli á tæplega fjórum kílóum af kókaíni til landsins. Er þetta mesta magn kókaíns sem fundist hefur í einu lagi hér á landi. » Baksíða  Borgarstjórn Reykjavíkur álykt- aði í gær einróma um að fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda hér á landi verði haldin í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Vill borgarstjórn láta rannsaka hvort ráðstefnugestir framleiði ólöglegt klámefni. » 4 Erlent  Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggst tilkynna í dag að brottflutningur breskra hermanna hefjist á næstu vikum, að sögn breskra fjölmiðla í gærkvöldi. Um 1.500 hermenn verða kallaðir heim innan nokkurra vikna og 1.500 til viðbótar fyrir árslok. Alls eru núna um 7.100 breskir hermenn í Írak. » Forsíða  Vinsæll ráðherra í Kólumbíu, María Consuelo Araújo utanrík- isráðherra, hefur ákveðið að segja af sér vegna meintra synda bróður síns. Bróðirinn er öldungadeild- arþingmaður og var handtekinn í vikunni sem leið, sakaður um að hafa fjármagnað starfsemi vígaflokka hægri manna í landinu. » 17  Stærstu bankar Bretlands standa frammi fyrir „uppreisn“ milljóna manna sem ætla að krefjast endurgreiðslu á ólöglegum gjöldum sem þeim hefur verið gert að greiða, að sögn breska dagblaðsins The In- dependent. » 18 Viðskipti  Til greina kemur að skrá Glitni í erlenda kauphöll og stjórnendur bankans ætla að fara vandlega yfir kosti þess á næstu mánuðum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Glitnis, skýrði frá þessu í ræðu á að- alfundi í gær. » Baksíða, 15 ÁSKRIFTARVERÐ fjölmiðla lækkar um 7% um næstu mánaða- mót samhliða lækkun á virðisauka- skatti. Skatturinn er 14% í dag en lækkar í 7% 1. mars nk. Breytingar á virðisaukaskattin- um þýða að almennt afnotagjald Ríkisútvarpsins lækkar úr 2.921 kr. á mánuði í 2.742 krónur. Af- notagjald elli- og örorkulífeyris- þega lækkar úr 2.337 kr. í 2.194 kr. Áskrift að sjónvarpsstöðvum Skjásins, þ.e. Skjásporti og Skjá- heimi, lækkar um 7%. Nýtt verð á Skjásporti er 2.342 kr. eftir breyt- ingu. Fullt verð fyrir Skjáheim verður eftir breytingu 4.125 kr. Samkvæmt upplýsingum frá 365 hf. leiðir lækkun virðisaukaskatts til þess að verð á sjónvarpsáskrift lækkar um 7%. Fullt áskriftarverð á Stöð 2 fer úr 5.450 í 5.068 kr (M-12-áskrift mun kosta 4.645). Sýn fer úr 4.790 kr. í 4.455 kr. (M-12-áskrift kostar 4.060). Áskriftarverð á Morgunblaðinu lækkar um mánaðamótin. Full áskrift kostar í dag 2.800 krónur en verður um 2.600 krónur eftir lækkun skattsins. Áskriftargjaldi Viðskiptablaðs- ins verður ekki breytt um mán- aðamótin. Haraldur Flosi Tryggva- son hjá Viðskiptablaðinu sagði að þegar blaðið var gert að áskrift- arblaði fyrr í þessum mánuði hafi verið ákveðið að halda óbreyttu áskriftarverði. Það þýddi að áskrif- endur fengju fleiri blöð í hendur og meiri þjónustu en á móti kæmi að útgáfufélagið lækkaði ekki verðið þegar virðisaukaskatturinn lækk- aði. Áskrift að blaðinu mun því áfram kosta 3.450 krónur. Fjölmiðlar lækka áskriftarverð sitt Virðisaukaskattur á fjölmiðlum lækkar úr 14% í 7% Í HNOTSKURN »Stjórnvöld ákváðu aðlækka virðisaukaskatt á fjölmiðlum og bókum úr 14% í 7% samhliða lækkun á virð- isaukaskatti matvæla. »Áskrift að Morgunblaðinu,RÚV, sjónvarpsstöðvum 365-miðla og sjónvarps- stöðvum Skjásins lækkar um mánaðamótin. ILLA gekk að hefja slökkvistarf á Bíldudal í gær er svokallað Tréverkshús brann til nær kaldra kola. Mjög fáir slökkviliðsmenn voru á staðnum og bifreið slökkvi- liðsins mun ekki hafa farið í gang þegar til átti að taka. Vegna slæms atvinnuástands í þorpinu voru margir slökkviliðsmenn við störf annars staðar en á Bíldudal. Seinnipartinn tókst þó að slökkva eldinn en slökkvi- liðin á Patreksfirði og Tálknafirði voru kölluð til að- stoðar við slökkvistarfið. Byggingin var mannlaus en ýmis félög notuðu hana sem geymslu. Eldri hluti húss- ins er frá árinu 1972 en nýrri hlutinn er byggður 1986. Eigandi hússins er Berglín ehf. í Stykkishólmi. Reykj- arlykt mun hafa fundist alla leið til Breiðavíkur. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Húsið er gjörónýtt af eldi SKORIÐ var úr því í sjónvarpsþætt- inum Íslandi í dag í gærkvöldi að það voru kartöflur, en ekki mýs, sem skoppuðu eftir gólfinu í verslun Bón- uss í Holtagörðum þegar verið var að taka myndir vegna verðkönnunar þáttarins sem birtist á mánudags- kvöld. Bloggarar og fleiri veltu því töluvert fyrir sér í gær hvaða fyr- irbæri hefði þarna verið á ferðinni. „Ég sá fréttina í gær [fyrradag] en ég sá engar mýs. Ég sá þarna tvær kartöflur skjótast hjá. Þetta er kannski í mesta lagi kartöflumús,“ sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Hann sagði að enginn músagang- ur væri í Bónus í Holtagörðum þótt aldrei væri hægt að útiloka að mýs kæmust inn í húsið, fremur en í önn- ur hús. Viðurkenndur aðili hefði um- sjón með meindýravörnum líkt og stjórnvöld gerðu kröfu um. Guðmundur bætti við að það væri fyrir neðan allar hellur ef athygli fjölmiðla beindist öll að því að rýna í hvort mýs eða kartöflur hefðu skot- ist yfir gólfið en ekki að þeirri nið- urstöðu verðkönnunarinnar, sem sagt var frá á Stöð 2, að þurrvaran hefði verið ódýrari í Bónus en í ódýr- ustu lágvöruverðsbúðinni í Dan- mörku sem er 20 sinnum stærra markaðssvæði. Þetta væri þó lýsandi fyrir umræðuna um matvörumark- aðinn á Íslandi. Kartöflur en ekki mýs á ferðalagi um Bónus Slæmt að kartöflumýs hafi beint athygli frá verðkönnun „ÉG tel Samfylkinguna vera fram- sæknasta flokkinn á Íslandi í dag,“ segir Reynir Harðarson sem sam- þykkt hefur að taka sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Heimildir blaðsins herma að honum verði boðið öruggt varaþingmanns- sæti. Enn hafa þó listarnir ekki verið formlega samþykktir. Reynir er stofnandi hugbúnaðar- fyrirtækisins CCP sem hefur notið mikillar velgengni með tölvuleiknum Eve Online. Þá er Reynir stjórnar- maður í Framtíðarlandinu. „Það er margt, nýtt, ungt og flott fólk í flokknum, með ferskar hug- myndir sem ég sé ekki hjá hinum flokkunum og sérstaklega ekki mín- um fyrrverandi flokki Sjálfstæðis- flokknum.“ Hann nefnir vilja til að búa ungum fyrirtækjum hagstæðari skilyrði, og „sterkari framtíðarsýn, sérstaklega í grænu málunum. Fagra Ísland þarf að ná fram að ganga“. Reynir segir Samfylkinguna hafa þróast mikið á undanförnum árum og hægri- vinstri kvarðann orðinn annan en áður. Hann vitnar í það sem oft sé sagt að menn séu hjartalausir ef þeir eru ekki vinstrisinnaðir ungir, en heilalausir ef þeir verði ekki hægrisinnaðir með aldrinum. „Sjálf- stæðisflokkurinn nú hefur hins veg- ar hvorki heila né hjarta.“ Þá herma heimildir að Margrét Kristmannsdóttir, formaður kvenna í atvinnurekstri, verði á lista Sam- fylkingarinnar. Einnig eru nefnd til sögunnar Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri og Ragnheiður Gröndal söngkona, auk Guðrúnar Ögmundsdóttur og Bryndísar Hlöð- versdóttur í heiðurssætum. Í framboð fyrir Samfylkinguna Reynir Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.