Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEÐ norskri aðferð sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að æfa er hugsanlegt að stytta tímann sem það tekur að ná fólki út úr illa klesstum bílflökum um allt að helming. Aðferðin felst í því að bíl- flakið er togað í sundur og klippum beitt um leið. Árni Ómar Árnason aðstoð- arvarðstjóri segir að aðferðin felist í því að afturhluti bílflaksins er festur við stóran bíl, vegrið eða annað traust og að framan er það fest við spil á slökkviliðsbíl. Síðan er togað í flakið og hefðbundnum klippum beitt eftir þörfum. „Upphaflega byrjuðu Norðmenn að nota þessa aðferð af því þeim fannst þeir ekki vera nógu fljótir að klippa bíla með hefðbundnum aðferðum. Fólk lét oft lífið áður en tókst að ná því út,“ segir Árni Óm- ar. Norðmenn hafi gefið það upp að með þessari aðferð séu þeir um 7– 10 mínútur að ná fólki út úr bílum eftir harðan árekstur en hér á landi séu dæmi um að það hafi tekið allt að 20 mínútur að losa fólk út úr bíl- flökum. Hver mínúta getur skipt sköpum um hvort tekst að bjarga mannslífum. „Við erum fljótari með þessari aðferð, það er ekki spurn- ing.“ Bílum sleppt úr 24 metra hæð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk spurnir af norsku aðferðinni í gegnum íslenskan slökkviliðsmann, Jóhann Viggó Jónsson, sem starf- aði um tíma hjá norsku slökkviliði. Í nóvember fóru Jóhann, Jörgen Valdimarsson og Árni Ómar til Noregs á námskeið til að kynna sér aðferðina betur og kynna hana síð- an fyrir félögum sínum. Eina almennilega leiðin til að æfa norsku aðferðina er að útvega sér illa farin bílflök og það var einmitt það sem Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins gerði í gær. Tíu gamlir bílar, sem hefðu annars farið bein- ustu leið í endurvinnslu, voru fluttir að slökkvistöðinni í Hafnarfirði þar sem þeir voru hífðir upp í 24 metra hæð og síðan sleppt. Með þessu var líkt eftir árekstri tveggja bíla á 90 kílómetra hraða. Morgunblaðið/Júlíus Togað Afturhluti flaksins er tryggilega festur og síðan togað í framhlutann með spili. Klippum er einnig beitt. Féllu 10 bílar voru látnir falla úr 24 metra hæð til að líkja eftir árekstri á 90 km hraða, þ. á m. þessi Volvo. Mögulegt að stytta tímann við að klippa bílflök í sundur um allt að helming Toga í flökin og klippa um leið Högg Þótt Volvo-bílar séu sterkbyggðir standast þeir ekki slíkt högg. Varla hefði ökumaður kembt hærurnar. VERÐ á osti, áleggi og fleiri vörum með mikið geymsluþol er byrjað að lækka þó að 1. mars sé ekki geng- inn í garð. Um mánaðamótin lækkar virð- isaukaskattur á matvörum. Skattur á flestum vörum lækkar úr 14% í 7%. Margar vörur eru verðmerktar hjá framleiðendum að ósk kaup- enda um leið og þeim er pakkað. Þetta á t.d. við um kjötvörur, frosið kjöt og ost í stykkjum og sneiðum. Til að tryggja að skattalækkun á þessum vörum skili sér til framleið- enda, hefur verið ákveðið að frá og með 20. febrúar verði þessar vörur verðmerktar miðað við 7% virð- isaukaskatt. Í bréfi frá Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum iðnaðar- ins segir að þetta geti þýtt að fram- leiðendur og verslanir tapi ein- hverri framlegð þessa síðustu viku febrúarmánaðar. Verð á osti og áleggi lækkar BJÖRN Bjarna- son, dóms- og kirkjumálaráð- herra, var út- skrifaður af Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í gær. Hann hefur dvalið á sjúkra- húsinu frá 5. febrúar sl. vegna sjúkdóms sem kallast loftbrjóst. Sjúkdómurinn olli því að hægra lunga Björns féll saman. Björn hefur skrifað á heimasíðu sína, www.bjorn.is, af sjúkrabeði og lýst líðan sinni og sjúkra- húsdvölinni frá degi til dags auk þess að fjalla um ýmis þjóðfélags- mál. Þá upplýsir Björn í pistlum sínum að auk þess að hlusta á tón- list og lesa bækur á sjúkrahúsinu hafi hann unnið að málum embættis síns og í tengslum við ráðuneyti sitt með hjálp tölvunnar. Útskrifaður af sjúkrahúsi Björn Bjarnason ráðherra VALGERÐUR Sverrisdóttir segir að tími málamiðlana sé liðinn, hvað varðar þátt kvenna í stjórnmálum. Í pistli á heimasíðu sinni í gær segir Valgerður það umhugsunar- efni að kona hafi aldrei hlotið stuðning til að gegna ákveðnum ráðherraembættum hér á landi. „Ég nefni hér embætti fjár- málaráðherra, landbúnaðarráð- herra, sjávarútvegsráðherra og samgönguráðherra, að ógleymdu forsætisráðherraembættinu. Ekki er það vegna þess að skortur sé á hæfum konum.“ Nú hefur verið gengið frá fram- boðslistum Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningar. „Það er sérstakt ánægjuefni að listana skipa nákvæmlega jafnmargar kon- ur og karlar,“ segir Valgerður. Þrjár konur og þrír karlar leiða lista og í fjórum efstu sætunum sitja 10 karlar og 14 konur. „Þetta er jafnrétti og framsækni í orði og verki,“ segir hún og bendir einnig á að Framsókn eigi þrjá af fjórum kvenráðherrum. Tími málamiðl- ana sé liðinn FJÓRIR voru handteknir vegna gruns um vörslu og neyslu fíkni- efna í heimahúsi í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Fólkið, einn ungur karl- maður og þrjár ungar konur, var látið laust eftir skýrslutökur hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem við rannsókn málsins lagði hald á lít- ilræði af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum og tólum til neyslu fíkniefna. Handtekin vegna fíkniefna HEILSUVERNDARSTÖÐIN við Barónsstíg var seld einkaaðila fyr- ir um fjórum vikum og stendur til að opna þar hótel. Jón Guðmunds- son hjá Fasteignamarkaðnum sagðist í gær í samtali við mbl.is ekki skilja hvers vegna enn væri verið að ræða málið á þingi þar sem byggingin væri ekki lengur til sölu. Jón sagði að reynt hefði verið að bjóða heilbrigðisráðuneytinu húsið til kaups, til áframhaldi notkunar sem heilsuverndarstöð, en að það hefði ekki borið árangur. Kaupandi hefði svo komið fram og húsið verið selt í kjölfarið. Kaupsamningi hefur ekki verið þinglýst og fæst ekki upp gefið hver kaupandinn er. Hins vegar sagði Jón að kaupandinn hefði í hyggju að opna hótel á staðnum. Húsið friðað að hluta í fyrra Heilsuverndarstöðin var friðuð að hluta á síðasta ári. Friðunin nær til ytra borðs, ásamt aðalanddyris og stigahúss, anddyra við Baróns- stíg og Egilsgötu auk tilheyrandi fastra innréttinga, gólfefna og frá- gangs. Höfundar eru arkitektarnir Einar Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson. Byggingarstílinn má fremur heimfæra upp á póstmód- ernisma en módernisma og var á undan sinni samtíð hvað hönnun varðaði. Húsið er fyrsta sérhann- aða heilsugæslubygging landsins. Magnús Skúlason, forstöðumað- ur húsafriðunarnefndar, sagði að friðun húss þýddi ekki að allt væri fryst. Ef ætti að breyta friðuðum húsum, eða þeim hlutum húsa sem friðaðir hafa verið, þyrfti að leita leyfis húsafriðunarnefndar. Það væri því ekki ómögulegt að breyta friðuðum húsum. Magnús sagði einnig að sér þætti slæmt að húsið skyldi hafa verið selt en ekki nýtt sem heilsugæslu- stöð eða fyrir heilsugæslu því húsið væri sérhannað til þeirra nota. Það tók við af gömlu Líkn og sagði Magnús að sér þætti ákaflega mið- ur að þetta sérhannaða hús skyldi ekki nýtast í þágu þeirrar starf- semi sem það var hannað til. Jón Guðmundsson fasteignasali kvaðst ekki vita annað en að nýr eigandi hygðist virða þær kvaðir sem fylgdu kaupum á húsinu, en telur að þær komi ekki í veg fyrir að þar verði hægt að innrétta hótel. Heilsuverndarstöðin verður hótel Leita verður leyfis húsafriðunarnefndar ef breyta á friðuðum hlutum hússins Morgunblaðið/Ómar Hótel Heilsuverndarstöðin var seld einkaaðila fyrir um fjórum vikum og stendur til að opna þar hótel, að sögn Jóns Guðmundssonar fasteignasala. Hann sagði að reynt hefði verið að bjóða heilbrigðisráðuneytinu húsið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.