Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKÝRSLUTAKA yfir Tryggva Jóns- syni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, vegna endurákæru í Baugs- málinu svokallaða gekk „ljómandi vel“ – alla vega framan af degi – að mati setts saksóknara en í gær var þriðji dagurinn sem Tryggvi sat fyrir svörum. Enn er því ekkert því til fyr- irstöðu að dagskráin muni haldast en skýrslutöku yfir Tryggva á að ljúka klukkan eitt í dag. Sigurður Tómas Magnússon, sett- ur saksóknari, hóf dómþing á að klára spurningar sínar vegna reiknings upp á 62 milljónir króna sem Jón Gerald Sullenberger, fyrir hönd Nordica, sendi Baugi og var bókfærður hjá fé- laginu. Samkvæmt ákæru var reikn- ingurinn hins vegar tilhæfulaus, og eru Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, sakaðir um bókhaldsbrot. Saksóknari spurði stuttlega út í heildarviðskipti Nordica við Aðföng og sagði Tryggvi þau viðskipti hafa verið umtalsverð þó hann þekkti ekki einstakar tölur. Saksóknari bar undir Tryggva nokkur skjöl vegna við- skipta við Nordica en Tryggvi kann- aðist ekki sérstaklega við þau, og svaraði í sífellu, spurður um hvort töl- urnar væru réttar: „Ég þekki ekki ekki einstaka tölur en viðskiptin voru umtalsverð“. Tölvubréf voru áberandi í héraðs- dómi Reykjavíkur í gær, eins og kem- ur einnig fram annars staðar í um- fjölluninni. Saksóknari spurði m.a. Tryggva út í bréf sem gengu á milli hans og Jóns Geralds og benti Tryggvi á að hann hefði gert athuga- semdir við bréfin við yfirheyrslur hjá lögreglu þar sem hann efaðist um þau væru frá Jóni Geraldi komin. Hann sagði Jón Gerald ekki mikinn „ís- lenskumann“ og meðal annars væri orðanotkun og stafsetning í bréfinu ólík því sem áður hafi sést í bréfum hans. „Ég kannast ekki við þennan póst, hann fannst ekki í minni tölvu og ég er ekki viss um að hann hafi fund- ist í tölvu hans,“ sagði Tryggvi og lagði línuna fyrir daginn. Hann bar þó við að þekkja sumt af sínu orðalagi, eða alla vega þá umræðu sem á sér stað í bréfunum. Færslan átti ekki rétt á sér Tryggvi var næst beðinn um að lýsa hlutverki Nordica gagnvart Baugi. Sagði hann að litið hefði verið á Nordica líkt og það væri í eigu Baugs, félögin hefðu verið nátengd og um 90% tekna Nordica komið frá Baugi. Tryggvi bætti svo við óspurð- ur að hann hafi á sínum tíma talið að Jón Gerald væri vinur sinn. Því næst var spurt út í reikning frá SMS-verslunarfélaginu í Færeyjum, sem Baugur átti 50% hlut í, upp á 46,7 milljónir króna. Áður en Sigurður Tómas fékk að spyrja bað Arngrímur Ísberg, dóms- formaður, Tryggva um að skýra til- urð reikningins og var Tryggva það bæði ljúft og skylt. Sagði hann röð mistaka hafa átt sér stað og um leið og honum hefði verið það ljóst hafi reikningurinn verið bakfærður. Mis- tökin hafi verið þau að Tryggvi hafi ekki vitað að innflutningi á kaffi frá Færeyjum hafði verið hætt, þegar hann kallaði eftir reikningnum. Tryggvi lýsti atburðarásinni þann- ig að þegar hann var að ganga frá reikningnum frá Jóni Gerald hafi vaknað upp sú spurning hvort ekki ætti eftir að ganga frá reikningi frá Færeyjum. Hann segist hafa hringt til Niels Mortensen sem var þá stadd- ur á báti og heyrði illa það sem Tryggvi sagði. Niels bað hann því að hringja í föður sinn, Hans, en ætlaði sjálfur í millitíðinni að láta vita að von væri á símtali frá Baugi. Hans fékk aldrei þau boð, þar myndaðist mis- skilningur og viðurkenndi Tryggvi að færslan hafi ekki alveg átt rétt á sér. Saksóknari spurði þá um hvort efni reikningsins væri aðallega frá ákærða komið. Tryggvi svaraði því til að unn- ið hefði verið í miklum flýti og hann verið með reikninginn frá Jóni Gerald fyrir framan sig. Fyrir félagið hefði í raun ekki skipt máli hvað stæði á reikningnum, aðeins að fá kröfuna inn. Þess vegna sé textinn sá sami og það hafi verið klaufalegt, sagði Tryggvi. Saksóknari fór næst yfir framburð feðganna við yfirheyrslur hjá lög- reglu og tók út einstakar setningar, s.s. að reikningurinn hafi ekki tengst viðskiptalegum samböndum og engin raunveruleg tengsl hafi verið á milli þess að kaffisending var send til landsins og reikningur gefinn út. Tryggvi stakk þá upp á að aðeins betur yrði farið yfir yfirheyrslurnar yfir Mortensen-feðgunum. Tvívegis hafi verið tekin skýrsla af Niels, í fyrra skiptið hafi hann skrifað undir skýrslu á íslensku, þrátt fyrir að hafa ekki skilið innihaldið, og í það síðara hafi hann neitað að skrifa undir skýrslu á dönsku. Tryggvi sagði Niels einnig hafa hringt í sig um miðja nótt, í miklu uppnámi, vegna yfirheyrsln- anna og m.a. sagst hafa verið mjög óöruggur og breytt framburði sínum í miðjum klíðum. Skýringar Jóns Geralds á stundum skemmtilegar Eftir að Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, lauk við að spyrja hann út í ákæruliði 11-14 og 17 tók saksóknari við keflinu á nýjan leik og hóf að spyrja út í ákærulið átján. Þar er fjallað um kaupin á skemmtibátnum Thee Viking og er Tryggva, ásamt Jóni Ásgeiri, gefinn að sök fjárdrátt- ur með því að hafa dregið að fjárfest- ingafélaginu Gaumi fjármagn til að fjármagna kaup bátsins, og standa að rekstri og kostnaði. „Þetta er firra,“ sagði Tryggvi þeg- ar dómsformaður spurði hann hvort ákærulýsingin væri rétt. Aðspurður sagði hann Jón Gerald hafa átt bátinn og hafa rekið hann sjálfur. Ekkert fjármagn hafi runnið til rekstrar hans. Þegar hann var spurður út í skýringar Jóns Geralds sagði Tryggvi þær ótrúlegar og á stundum skemmtilegar. Arngrímur spurði þá hvort bátur- inn hafi ekki verið notaður til skemmtunar og sagði Tryggvi svo ábyggilega hafa verið. Hann hefði hins vegar aðeins tvívegis nýtt sér hann, í viðskiptaerindum, s.s. í stað þess að fara með viðskiptafélaga í lax- veiði. Því hafi fylgt ákveðinn kostn- aður sem greiddur var Jóni Gerald. Beðinn um skýringar á reikning- unum 31 sagði Tryggvi fjármagn hafa runnið til Jóns Geralds vegna alls annars en bátsins. Til að mynda hafi verið greitt fyrir ráðgjöf og margvís- lega aðstoð, þá hafi hann verið að setja upp vöruhús, þurft meiri tekjur og í því hafi Baugur tekið þátt. Bát- urinn hafi hins vegar ávallt verið í eigu Jóns Geralds. Saksóknari tók þá við af Arngrími og spurði ítarlega út í uppruna þriggja báta Jóns Geralds og hvort Tryggvi hafi komið nálægt þeim. Hann neitaði því staðfastlega, að öðru leyti en því að hafa rætt um bátana við Jón Gerald, enda vinir á þeim tíma. Engin starfsemi hjá Miramar Saksóknari gerði sitt besta til að reyna færa sönnur á að Gaumur hefði átt eignarhlut í Thee Viking en Tryggvi neitaði því ávallt staðfast- lega. Hann sagði hins vegar að Gaum- ur hefði lánað Jóni Geraldi fjármagn vegna kaupa á bátnum og umræður hefðu átt sér stað um að Gaumur fengi eignarhlut í bátnum. Tryggvi hvatti t.a.m. Jón Gerald til að selja bátinn til að grynnka á skuldum sín- um. Sú hvatning skilaði ekki árangri. Ítarlega var farið yfir gögn sem tengdust þeim viðræðum og Tryggvi í sífellu spurður um hvort hann kann- aðist við að hafa farið inn í skjal sem nefndist Víkingur, og fannst í tölvu hans, á tilteknum tímum. Eftir nokkr- ar slíkar spurningar var Tryggva ekki skemmt og benti saksóknara fremur kurteislega á að ekki væri mögulegt að muna slíkt. Einnig barst tal að hinu dularfulla félagi Miramar, sem skrásett var á Bahamaeyjum, og sagðist Tryggvi hafa fundið gögn um það fyrir skömmu og skyldi koma með þau til dómþings í dag. Hann sagði það hafa verið skráð árið 1997 og afskráð tveimur árum síðar án þess að það hefði tekið þátt í neinni starfsemi. Hvatti Jón Gerald til að selja skemmtibátinn Thee Viking Þriðji dagur skýrslutöku yfir Tryggva vegna Baugsmálsins gekk „ljómandi vel“ Morgunblaðið/G.Rúnar Að losna Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, á aðeins hálfan dag eftir í skýrslutöku vegna Baugs- málsins. Hér stendur hann ásamt verjanda sínum, Jakobi R. Möller, og Gesti Jónassyni, verjanda Jóns Ásgeirs. Í HNOTSKURN Dagur 7 »Mestur tími skýrslutöku í gær fór í ákærulið 18 og hefur saksókn-ari ekki enn lokið að spyrja fyrrverandi aðstoðarforstjóra út í hann. Snýr hann að meintum fjárdrætti í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking, sem staðsettur var í Miami í Flórída, og notkun greiðslu- korts. »Alls er ákært vegna 31 reiknings sem Baugur greiddi fyrir eign-arhlutdeild fjárfestingarfélagsins Gaums í bátnum og til að greiða kostnað vegna hans. Segir í ákæru að reikningarnir hafi að stærstum hluta verið vegna afborgana af lánum, rekstarkostnaðar og annars tilfallandi kostnaðar vegna Thee Viking. »Reikningarnir voru greiddir á tímabilinu 20. janúar 2000 til 11.júní 2002 og námu alls rúmum 32 milljónum króna. »Enn á eftir að klára skýrslutöku yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,forstjóra Baugs, vegna þessa ákæruliðar en saksóknari var sem kunnugt er stöðvaður í miðri spurningu sl. fimmtudag. Þá var þriðj- ungur spurninga eftir. »Verjandi Tryggva, Jakob R. Möller, fékk einnig tækifæri til aðspyrja skjólstæðing sinn í gær, út í liði 11-14 og 17. Spurði hann meðal annars út í kaupin á Arcadia og hvort legið hefði fyrir frá upp- hafi að Baugur stefndi á yfirtöku. »Fékk hann þau svör frá Tryggva að það hefði ekki legið fyrir fyrren eftir 11. september 2001, þegar gengi fjölda fyrirtækja hrundi, m.a. Arcadia. Þá hafi „þeir“ ákveðið að taka fyrirtækið með húð og hári, eins og Tryggvi orðaði það. VIÐ ÞINGHALD í gær var hart tekist á um áreiðanleika tölvubréfa í málinu sem annaðhvort fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullen- bergers eða hann afhenti út- prentun af og hafa ekki fundist annars staðar. Í nokkur skipti voru slík bréf borin undir Tryggva Jóns- son við skýrslutöku í gær og undir lok dags kom verjandi Tryggva með krók á móti bragði. Við skýrslutökuna hefur áður verið bent á, að slík bréf sé auðvelt að búa til og í gær sýndi Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, fram á það í verki með því að afhenda dóminum tölvubréf sem útbúið hafði verið kvöldið áður af einum meðlima úr „sérsveit verjenda“, þ.e. aðstoðarmönnunum fjórum sem sitja málið. Tölvubréfið var útprentað og sett þannig upp að um væri að ræða samskipti milli Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts sak- sóknara, og ákærða Tryggva Jóns- sonar. Ekki var hægt að sjá annað af bréfinu en að þar væri um að ræða eðlileg bréfaskipti þeirra á milli þar sem Sigurður Tómas ósk- aði eftir því að Tryggvi yrði sam- starfsþýður við skýrslutöku í dag, og ekki stóð á svarinu frá Tryggva: „Ég skulda þér einn gráan“. Áhugasamur um bréfið Saksóknari virtist ekki sáttur með þessa uppákomu við dómþing, enda var dýrmætum tíma eytt sem hann hefði viljað nýta til að spyrja Tryggva út í ákærulið átján. Arn- grímur Ísberg dómsformaður var hins vegar áhugasamur um bréfið og gaf sér góðan tíma til skoðunar. Með bréfinu sagði dómsformaður að hann væri að læra sitt hvað nýtt varðandi tölvupóst og meðdómari spurði verjendur hvort hægt væri að útbúa bréf aftur í tímann. Því játtu þeir og bættu við að einnig væri hægt útbúa slík bréf fram í tímann. Verjandi Tryggva tók fram að ekki þyrfti annað en að slá inn orð- in „forging emails“ inn í leitarvél- ina Google til að finna upplýsingar um gerð slíkra tölvubréfa. Sigurður Tómas sagðist í kjöl- farið ætla að láta sína menn fara yfir bréfið og bera saman við önn- ur sem hann hefur undir höndum. Eftir þinghald lýsti hann því einnig yfir að hann vildi gjarnan fá frek- ari upplýsingar, og helst fá bréfið á tölvutæku formi. Við þinghald vöknuðu þá um- ræður um hvort ætti að leggja bréfið fram sem gagn í málinu, en það var blásið af – ekki síst þar sem málsaðilar féllust á að ekki væri hægt að líta á það sem sönn- unargagn. Málsaðilar fengu hins vegar að halda sínum eintökum. Útprentun ekki áreiðanleg? Sérfræðingur í tölvumálum, sem blaðamaður ræddi við, sagði afar auðvelt að falsa tölvubréf sem út- prentuð væru en taldi ólíklegt að fölsunin væri þannig að ekki mætti rekja það til baka ef tölvubréfið væri fyrir hendi á tölvutæku formi. Sigurður Tómas greindi frá því við dómþing í gær að Jón Gerald hefði aðeins afhent eitt tölvubréf útprentað, önnur hefðu einnig ver- ið á rafrænu formi og sérfræð- ingar á hans vegum væru búnir að fara yfir þau og sannreyna að um raunveruleg tölvubréf væri að ræða. Einfalt að útbúa falsað tölvubréf Saksóknari spurði m.a. í gær um meint bókhaldsbrot og viðskipti Baugs við fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. http://mbl.is/mm/frettir/ frett.html?nid=1254556 VEFVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.