Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
AÐEINS nokkrir áratugir eru liðnir
frá því hugtakið „táningur“ kom fyrst
fram á sjónarsviðið og voru seljendur
fjöldaframleiddra neysluvara fljótir
að koma auga á að þarna væri kom-
inn nýr þjóðfélagshópur sem hefði
meira fé til ráðstöfunar í afþreyingu
og tísku en aðrir. Kynlíf hefur gegnt
lykilhlutverki í markaðssetningunni,
þróun sem hefur að mati margra
beinst að börnum í æ ríkara mæli.
Nú kann þessi þróun hins vegar að
snúast við fyrir atbeina langþreyttra
foreldra, eftir að rannsakendur
bandarísku sálfræðingasamtakanna,
APA, komust að þeirri niðurstöðu að
kyngerving stúlkna hefði skaðleg
áhrif á allt niður í fjögurra ára börn.
Áhrifin eru sögð alvarleg, skortur
á sjálfstrausti vegna eigin útlits,
þunglyndi og átröskun eru allt sagðir
fylgifiskar slíkrar markaðssetningar.
Hópurinn komst jafnframt að því að
slíkar ímyndir, sem birtast meðal
annars í tímaritum, sjónvarpi og tón-
listarmyndböndum, geti raskað kyn-
þroska stúlkna, sem hafi óeðlilega
miklar áhyggjur af líkamanum.
„Við höfum nægjanlegar sannanir
til að álykta að kyngerving hefur nei-
kvæð áhrif á ýmsum sviðum,“ sagði
dr. Eileen Zurbriggen, formaður
hópsins, sem benti máli sínu til stuðn-
ings á neikvæð áhrif á andlega og lík-
amlega heilsu stúlkna.
Stutt pils fyrir stúlkubörnin
Meint áhrif eru tilgreind í 72 síðna
skýrslu þar sem niðurstöður hópsins
eru lagðar fram. Þar segir orðrétt:
„Það eru mörg dæmi um kyngerv-
ingu stúlkna og æskuára þeirra í
bandarískri menningu. Leikfanga-
fyrirtæki framleiða dúkkur í stuttum,
svörtum leðurpilsum […] og mark-
aðssetja þær fyrir átta til tíu ára
stúlkur. Fataverslanir selja efnislitl-
ar nærbuxur sem passa fyrir sjö til
tíu ára stúlkur og á sumar þeirra eru
letruð slagorð á borð við „augnakon-
fekt“. Í heimi barnafegurðarsam-
keppna nota fimm ára stúlkur gervi-
tennur, gervihár og andlitsfarða og
er hvattar til að „daðra“.“
Sérfræðingar APA skilgreina kyn-
gervingu í fjórum atriðum.
Verðleikar einstaklings koma að-
eins fram í kynþokka eða hegðun á
kostnað annarra persónueinkenna.
Einstaklingur er metinn eftir
staðli sem jafnar líkamlegum þokka
við kynþokka.
Manneskja er gerð að kynferðis-
legu viðfangi – þ.e. gerð að hlut sem
varðar kynlífsnotkun annarra – frem-
ur en hún sé einstaklingur með getu
til að breyta sjálfstætt.
Kyngervingu er þröngvað upp á
einstakling á óviðeigandi hátt.
Að lokinni þessari skilgreiningu
segir að öll skilyrðin fjögur þurfi ekki
að vera fyrir hendi, sérhvert þeirra sé
vísbending um kyngervingu. Síðast-
nefnda atriðið er sagt einkar tengt
börnum, kyngervingu sé oft þröngv-
að upp á þau fremur en vera þeirra
eigið val. Stúlkur eru með öðrum orð-
um gerðar að kynverum áður en þær
ná kynþroskaaldri.
Barnastjarnan verður kyntákn
Af framansögðu má ráða að þetta
eru að sjálfsögðu fullkomlega óraun-
hæfar ímyndir fyrir börn og til að
brúa bilið eru ungar konur, á borð við
poppstjörnuna Christina Aguilera,
látnar sýna kynþokka sinn á ögrandi
hátt í klæðnaði stúlkubarna.
Til að flýta fyrir kynþroskanum er
svo stúlkum boðið upp á fyllta
brjóstahaldara, stuttpils, efnislítil
nærföt og sérstakan andlitsfarða.
Sterk þörf fyrir nýjar neysluvörur
er búin til og margir hagnast.
Breska dagblaðið The Daily Tele-
graph setur feril poppsöngkonunnar
Britney Spears í samhengi við
skýrslu APA, en hún er um margt
holdgervingur þessarar þróunar. Er
þar rakið hvernig Britney hóf feril
sinn sem 12 ára barnastjarna hjá
Disney árið 1993 en að fimm árum
liðnum hafi verið gripið til þess ráðs
að stækka aðdáendahópinn með því
að kyngera ímynd hennar.
Myndbandið við smáskífuna „Hit
Me Baby One More Time“ var til
marks um þessa umbreytingu,
barnastjarnan hafði vikið fyrir ögr-
andi stúlku í skólabúningi.
Almenningur áhugasamur
Hin nýja Britney var svo markaðs-
sett í þaula og spunameistarar fengn-
ir til að sjá hungruðum fjölmiðlum
fyrir stórtíðindum úr skrautlegu
einkalífi hennar. Þótt vísun til Brit-
ney kunni að vera ófrumleg í þessu
samhengi er hún um margt tákngerv-
ingur þeirra tilhneigingar afþreying-
ariðnaðarins að leita sífellt utar á jað-
ar þess sem samfélagið telur
ásættanlegt.
Hver veit nema kynlífsbyltingin
verði fórnarlamb eigin upprunalög-
máls, að berjast gegn viðjum þeirra
öfga sem samfélagið velur sér.
Kyngerving stúlkna
skaðar heilsu þeirra
Ímyndir af börnum sem kynferðislegum viðföngum hafa
slæm áhrif á þau Hvött til að daðra í fegurðarsamkeppni
Fræg og rík Britney
í barnaherberginu.
Fegurðardís Stúlka
vinnur til verðlauna.
Ósæmilegt? Stúlka
auglýsir fatnað.
STÆRSTU bankar Bretlands
standa nú frammi fyrir fordæm-
islausri „uppreisn“ milljóna manna
sem hyggjast krefjast endurgreiðslu
á ólöglegum gjöldum er þeim hefur
verið gert að greiða. Breska dag-
blaðið The Independent greindi frá
þessu í gær.
Breskir bankar munu á næstu vik-
um birta uppgjör sín og verða þær
upplýsingar nýttar til að hefja her-
ferð gegn fyrirtækjum þessum.
Martin nokkur Lewis, stofnandi vef-
setursins moneysavingexpert.com,
fer fyrir herferðinni og segir engan
vafa leika á að breskir bankar brjóti
lög með því að leggja gjald á þá sem
fara umfram yfirdráttarheimild
sína. „Bankarnir hafa árum saman
rænt viðskiptavini sína og nú er
komið að því að þeir fái að gjalda
fyrir þá framgöngu.“
Í apríl í fyrra féll úrskurður í
Bretlandi þess efnis að óheimilt væri
að leggja gjöld á þá sem fara yfir út-
tektarheimildir á greiðslukortum
sínum. Jafnframt var boðað að tekin
yrðu til skoðunar gjöld sem lögð
væru á þá sem færu fram úr yf-
irdráttarheimildum sínum í bönkum.
Úrskurðar um lögmæti þessa er að
vænta á næstu vikum.
Talsmenn neytendasamtaka telja
hins vegar ástæðulaust að bíða
þeirrar niðurstöðu. Helen Ainswort,
talsmaður samtakanna „Which“,
segir í samtali við blaðið að helstu
bankar landsins hafi samtals inn-
heimt um 4,7 milljarða punda, um
608 milljarða króna, með þessum
hætti í fyrra. Gjöldin séu lögbrot og
sífellt fleiri geri sér grein fyrir að
þeir eigi rétt á endurgreiðslu. Hún
spáir því að „þáttaskil“ verði í þess-
um efnum á næstu vikum í Bret-
landi. Bankar muni greina frá millj-
arðahagnaði og forráðamenn þeirra
þá standa frammi fyrir miklum
fjölda reiðra viðskiptavina.
Samkvæmt breskum lögum mega
lánardrottnar aðeins leggja kostnað
sem hlýst af innheimtu við upphæð
þá sem tekin er að láni án tilskilinna
leyfa. Þetta þýðir að unnt er að inn-
heimta gjald fyrir stöðluð bréf sem
viðskiptavinum eru send eða kostn-
að sem til kemur sökum tölvuvinnslu
gagna. Lánardrottnar mega ekki
hagnast á gjörningnum. Helstu
bankar í Bretlandi gera við-
skiptavinum hins vegar að greiða
allt að 35 punda gjald, sem svarar til
rúmlega 2.300 króna, í hvert skipti
sem viðkomandi fer fram úr yf-
irdráttarheimild sinni. Hið sama
gildir um innistæðulausar ávísanir.
Talsmenn bankanna halda því
fram að gjöldin séu sanngjörn og
gegnsæ enda sé þeirra krafist fyrir
vinnu starfsfólks og veitta þjónustu.
Viðskiptavinum sé enda greint frá
þeim er þeir opna reikninga.
„Uppreisn“ í Bretlandi
Reuters
Smápeningar Breskir bankar
græddu um 5.200 milljarða í fyrra.
Endurgreiðslu kraf-
ist á ólöglegum
gjöldum banka
Teheran. AP, AFP. | Mahmoud Ahmad-
inejad, forseti Írans, sagði í gær að
Íranar myndu ekki hætta auðgun
úrans nema vestræn ríki gerðu það
sama. Í dag rennur út frestur sem
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
veitti Írönum til að verða við þeirri
kröfu ráðsins að hætta auðgun úr-
ans sem hægt er að nota til að fram-
leiða orku en einnig í kjarnavopn.
Mjög ólíklegt er að Vesturlönd
fallist á skilyrðið sem Ahmadinejad
setti fyrir því að Íranar yrðu við
kröfunni. Íranski forsetinn kvaðst
þó vilja hefja samningaviðræður að
nýju um deiluna.
Aðalsamningamaður Írans, Ali
Larijani, tók í sama streng þegar
hann ræddi við Mohamed ElBar-
adei, framkvæmdastjóra Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar í
Vín. „Við erum að leita að leiðum til
að hefja samn-
ingaviðræður,“
sagði Larijani.
Íranar segjast
hafa rétt til að
framleiða auðg-
að úran og hag-
nýta kjarn-
orkuna í
friðsamlegum til-
gangi en vestræn
ríki saka þá um
að ætla að framleiða kjarnavopn.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið sagði í gær að ekkert væri
hæft í frétt breska ríkisútvarpsins,
BBC, um að bandaríski herinn hefði
samið ítarlega áætlun um loftárásir
á skotmörk í Íran, ekki aðeins
kjarnorkumannvirki, heldur einnig
ýmsar stöðvar og byggingar hers-
ins.
Segjast hætta auðgun úrans
geri Vesturlönd það sama
Mahmoud
Ahmadinejad
DANSKUR karlmaður var í gær
dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að
nauðga tíu ára dóttur sinni og selja
fjölda karlmanna aðgang að henni
til að þeir gætu misþyrmt henni
kynferðislega.
Málið hefur vakið mikinn óhug í
Danmörku og fengið mikla umfjöll-
un í fjölmiðlum landsins frá því að
maðurinn var handtekinn í bænum
Tønder í ágúst 2005 eftir nafnlausa
ábendingu.
Maðurinn játaði sig sekan um öll
ákæruatriðin. Hann kvaðst hafa
nauðgað dóttur sinni ítrekað á
tímabilinu frá febrúar til ágúst
2005 þegar stúlkan var tíu og ellefu
ára.
Maðurinn setti auglýsingar í blöð
og á Netið og bauð þeim sem svör-
uðu að hafa kynmök við stúlkuna
gegn greiðslu. Fjórtán karlmenn
hafa þegar verið dæmdir í allt að
sex ára fangelsi fyrir að nauðga
stúlkunni.
Faðirinn var einnig dæmdur fyr-
ir að misþyrma annarri dóttur sinni
á árunum 2003 og 2004 þegar hún
var sex og sjö ára.
Móðir stúlknanna hefur verið
dæmd til vistar á geðsjúkrahúsi fyr-
ir samsekt í málinu.
Barnaníð-
ingsmál
vekur óhug
ÞING Afganistans hefur samþykkt
umdeilt lagafrumvarp um almenna
sakaruppgjöf þeirra er hafa verið
sakaðir um stríðsglæpi sl. 30 ár.
Forseti landsins getur þó beitt neit-
unarvaldi. Mörg grimmdarverk
voru framin þar á þessum tíma.
Refsilausir glæpir
BANDARÍSKUR áfrýjunarréttur
úrskurðaði í gær að fangar í Guant-
anamo á Kúbu gætu ekki skotið
málum sínum til borgaralegra dóm-
stóla. Talið er að úrskurðinum
verði áfrýjað til hæstaréttar Banda-
ríkjanna.
Málskoti hafnað
MINNST 20 börn og þrír kennarar
drukknuðu þegar bátur sökk á
stöðuvatni á fuglaverndarsvæði
austan við hafnarborgina Kochi á
Indlandi í gær. Börnin voru öll
yngri en ellefu ára og í fuglaskoðun
ásamt um 80 öðrum börnum.
Börn drukknuðu
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna
hnekkti í gær úrskurði kviðdóms í
Oregon-ríki um að tóbaksfyrirtæk-
inu Philip Morris bæri að greiða
ekkju 79,5 milljónir dollara, sem
svarar 5,2 milljörðum króna, vegna
dauða manns hennar, en hann dó af
völdum lungnakrabbameins.
Bótadómi hnekkt
ÞRÍR þindarlausir langhlauparar gerðu
nokkuð sem flestir myndu telja brjálæði:
hlupu ígildi tveggja maranþonhlaupa á dag í
111 daga, þvert yfir Sahara-eyðimörkina.
Hlaupinu lauk í Egyptalandi í fyrrakvöld,
tæpum fjórum mánuðum eftir að það hófst.
Þremenningarnir hlupu um sex lönd, Sene-
gal, Máritaníu, Malí, Níger og Líbíu, auk
Egyptalands.
„Þetta er án nokkurs vafa það alerfiðasta
sem við höfum gert,“ sagði einn hlaupagarp-
anna, Charlie Engle, 44 ára Bandaríkjamað-
ur. Með honum hlupu Ray Zahab, 38 ára Kan-
adamaður og Kevin Lin, þrítugur Taívani.
Hlupu tvö mara-
þon á 111 dögum
Óþreytandi Hlaupararnir
Charlie Engle og Ray Zahab.
Brussel. AFP. | Umhverfisráðherr-
ar aðildarríkja Evrópusambands-
ins sögðu í gær að þau myndu
draga úr losun koltvísýrings um
að minnsta kosti 20% fyrir árið
2020 og væru tilbúin að minnka
hana um 30% á sama tímabili ef
önnur iðnríki féllust á sams kon-
ar aðgerðir til að stemma stigu
við loftslagsbreytingum.
Gert er ráð fyrir því að leiðtog-
ar ESB-ríkjanna samþykki þessi
áform á fundi í Brussel 8.–9.
næsta mánaðar.
Stavros Dimas, sem fer með
umhverfismál í framkvæmda-
stjórn ESB, kvaðst vera mjög
ánægður með niðurstöðu um-
hverfisráðherranna.
Nokkur um-
hverfisvernd-
arsamtök gagn-
rýndu þó
Evrópusam-
bandið fyrir að
hafa ekki sett
sér það mark-
mið að minnka
losun koltvísýr-
ings um að
minnsta kosti 30% án þess að
setja það skilyrði að önnur iðn-
ríki gerðu það sama.
ESB-ríkin eiga eftir að semja
um hvað hvert þeirra eigi að
gera til að losunin í öllu Evrópu-
sambandinu minnki um 20% mið-
að við losunina árið 1990.
Boða minnst 20% minni losun
Stavros Dimas