Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 19
MENNING
BANDARÍSK
verðlauna-
skáldsaga fyrir
börn hefur valdið
miklu fjaðrafoki
vestanhafs og
jafnvel verið
bönnuð í nokkr-
um þarlendum
barnaskólum.
Ástæðan er sú að
í bókinni kemur
orðið „pungur“ (e. scrotum) fyrir.
Bókin, The Higher Power of
Lucky eftir Susan Patron, var ný-
verið sæmd hinni eftirsóttu New-
bery-orðu fyrir árið 2007, en orðan
sú er veitt bókmenntaverki fyrir
börn sem þykir skara fram úr að
mati bókasafnsvarða í Bandaríkj-
unum. Á fyrstu síðu bókarinnar lýs-
ir sögupersóna því hvar skröltorm-
ur hefur bitið hund hennar og
bregður hinu umdeilda orði þá fyr-
ir. Hefur kaflinn farið fyrir brjóstið
á mörgum kennurum og bókasafns-
vörðum, m.a. með þeim afleiðingum
að nokkrir skólar harðneita að
kaupa bókina, eins og venjan er
með sigurbók Newbery-orðunnar.
Þá hafa sumir bókasafnsverðir tek-
ið það upp hjá sjálfum sér að fela
bókina.
Málið er mjög eldfimt eins og
skrif á bókmennta- og bókasafns-
vefsíður í Bandaríkjunum eru til
vitnis um.
Síðastliðinn fimmtudag birtist í
tímaritinu Publisher’s Weekly yf-
irlýsing frá höfundinum Susan Pa-
tron en hún starfar sjálf á bóka-
safnsafni í Los Angeles. Hún
kveðst vera bæði „hneyksluð“ og
„skelfd“ vegna árasanna á bók
hennar og harma þá ritskoð-
unartilburði einstakra bókasafnsv-
arða að fjarlægja bókina úr hillum
vinnustaða sinna.
Vilja banna
barnabók
Orðið „pungur“
veldur deilum
Bókin umdeilda.
SÖLUÁGÓÐI
hins fræga litla
svarta kjóls sem
leikkonan Audrey
Hepburn klædd-
ist í kvikmynd-
inni Breakfast at
Tiffany’s mun
duga til uppbygg-
ingar fimmtán
nýrra mennta-
miðstöðva á Ind-
landi segir í BBC.
Svarti Givenchy-kjóllinn, sem var
gerður sérstaklega fyrir hlutverk
Hepburn árið 1961, var seldur nafn-
lausum kaupanda fyrir 467.200 pund
hjá Christie-uppboðshúsinu í desem-
ber síðastliðnum.
Ágóði sölunnar rann beint til
hjálparsamtakana City of Joy Aid í
Kalkútta á Indlandi. Fyrsta mennta-
miðstöðin verður byggð í Lakshmik-
antapur í Bengal og verður opnuð í
lok febrúar. Hún verður búin tölvum
og öðrum tæknibúnaði til að kenna
börnum, sem færu annars aldrei í
skóla, enska tungu.
Það var franski rithöfundurinn
Dominique Lapierre sem stofnaði
City of Joy Aid sem hefur það að
markmiði að hjálpa þeim fátækustu
á Indlandi í gegnum skóla, heilsu-
gæslu, sjúkrahús og fleiri stofnanir
sem geta leitt til betra lífs.
Lapierre fékk kjólinn, sem er einn
af þremur sem voru sérsaumaðir á
Hepburn í hlutverki hennar í Break-
fast at Tiffany’s, að gjöf frá hönn-
uðinum Hubert de Givenchy.
Búist var við að kjóllinn færi á um
70.000 pund en sú upphæð var slegin
rækilega út á uppboðinu, öllum til
undrunar og gleði.
Kjóll til
hjálpar
Hepburn
EYRARRÓSIN, sérstök við-
urkenning fyrir framúrskar-
andi menningarverkefni á
landsbyggðinni, verður afhent
á Bessastöðum í dag kl. 16.
Þrjú verkefni hafa verið til-
nefnd en þau eru: Safnasafnið,
Sumartónleikar í Skálholts-
kirkju og Strandagaldur.
Fyrir rúmu ári féllu verð-
launin í skaut LungA – listahá-
tíð ungs fólks, Austurlandi en
árið 2005 hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Eyr-
arrósina. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff for-
setafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrós-
arinnar.
Viðurkenning
Eyrarrósin afhent
á Bessastöðum
Dorrit Moussaieff
FYRIRLESTRARÖÐ í tilefni
af því að 200 ár eru liðin frá
fæðingu Jónasar Hallgríms-
sonar heldur áfram í dag í
Bratta, fyrirlestrasal KHÍ
klukkan 16. Stefán Bergmann
heldur fyrirlesturinn „Nátt-
úrufræðin í lífi Jónasar Hall-
grímssonar“ en eins og kunn-
ugt er leit Jónas á sig sem
náttúrufræðing og vildi starfa
sem slíkur. Ragnar Ingi Að-
alsteinsson flytur svo sinn fyrirlestur, ,,Stuðla-
setning í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar“ en eins
og yfirskriftin ber með sér fjallar hann um stuðl-
un í kvæðum Jónasar.
Fyrirlestur
200 ára afmæli Jón-
asar Hallgrímssonar
Jónas
Hallgrímsson
HLJÓMSVEITIN
Sprengjuhöllin heldur tón-
leika á skemmtistaðnum
Sirkus við Klapparstíg í
kvöld. Tónleikana ber upp á
öskudag og eru gestir hvattir
til að mæta í grímubúningi í
tilefni dagsins. Verða liðs-
menn Sprengjuhallarinnar
klæddir búningum og búast
má við miklum látalátum frá
sveitinni. Tónleikarnir hefjast um kl. 22 og það er
enginn aðgangseyrir. Í fréttatilkynningu sem
sveitin sendi frá sér segir að hún vilji einnig koma
því á framfæri að hún hafi ekki enn tekið afstöðu
til Baugsmálsins.
Tónleikar
Sprengjuhöllin
á Sirkus í kvöld
Sprengjuhöllin
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞAÐ er önnur hver hljómsveit farin
að spila þetta lag, og það er tilfinn-
ingalegur sársauki sem fylgir því
fyrir mig að
heyra lagið ennþá
eignað öðrum.“
Sigrún Björns-
dóttir er ekkja
Ragnars Björns-
sonar fyrrverandi
dómorganista og
skólastjóra Nýja
tónlistarskólans.
Sigrún er þess
fullviss, að dæg-
urlagið gamla, sem hefst þannig:
„Við gengum tvö, við gengum tvö, í
rökkurró,“ sé eftir Ragnar, enda
hafi hann sjálfur ætíð haldið því
fram.
„Ragnar var nýútskrifaður org-
anisti úr Tónlistarskólanum í
Reykjavík, þegar hann var ráðinn til
Siglufjarðar sem organisti og kór-
stjóri. Hann var þá kornungur mað-
ur, og ætlaði að vera fyrir norðan í
eitt ár áður en hann lyki píanóleik-
araprófi. Hann bjó hjá Sigurjóni Sæ-
mundssyni prentara og Rögnu konu
hans, og þar kynntist hann textum
Valdimars Hólm Hallstað. Ragnar
sagði að þessi texti Valdimars hefði
strax gripið sig; hann hefði sest við
píanóið og samið þetta lag.“ Sigrún
segir að Ragnar hafi tekið þátt í
gleðskap unga fólksins í bænum og
skömmu eftir að hann samdi lagið,
hafi hann spilað það í partíi í bænum.
„Þarna var ungt fólk að skemmta
sér og lagið féll strax í kramið.
Ragnar sagði til dæmis, að þar hefði
verið ung stúlka, sem hefði lært lag-
ið utanað á augabragði, og sjálfri
finnst mér það ekki skrýtið, því það
syngur sig sjálft.“
Fyrr en varði fór Ragnar, að sögn
Sigrúnar, að heyra hljómsveitir spila
lagið, en sakir æsku sinnar og
ókunnugleika um réttindamál höf-
unda, hafi hann ekkert gert í því að
vernda höfundarrétt sinn, enda hafi
slíkt tæpast verið í umræðunni þá,
árið 1947.
„Svo kom að því að Ragnar heyrði
lagið eignað Friðriki Jónssyni frá
Halldórsstöðum. Honum var brugð-
ið, en Friðrik kom úr mikilli og
sterkri tónlistarfjölskyldu á norð-
vesturhorni landsins. Ragnar taldi
það verða erfitt fyrir sig að fá þetta
leiðrétt,“ segir Sigrún. Því fór sem
fór, að Ragnar hafðist ekki að, og
nóturnar að frumgerð lagsins glat-
aðar. „Ég spurði Ragnar hvort ekki
gæti allt eins verið að hann hefði
heyrt lagið og „fundist“ hann hafa
samið það, eins og vissulega getur
gerst, en hann var staðfastur.“
Það hlýtur að vera erfitt að færa
sönnur á höfundarrétt ef engin gögn
eru til að staðfesta hann. Sigrún seg-
ir hins vegar að sönnunargögnin séu
fólgin í laginu sjálfu.
„Ragnar samdi ekki mörg dæg-
urlög, en þegar hann gerði það, þá
voru þau aðallega í þeim rytma sem
einkennir þetta lag. Þá er laglínan
líka mjög dæmigerð fyrir það sem
Ragnar gerði.
Ég heyrði eitt sinn útvarps-
dagskrá um Friðrik Jónsson og lög-
in hans, og sagt að eitt lag stæði
uppúr og væri sérstakt fyrir hann,
og það var einmitt „Við gengum
tvö“.“
Sigrún telur, að það hve lagið lík-
ist þeim dægurlögum sem Ragnar
samdi, en sé ólíkt öðrum lögum Frið-
riks, styrki hennar mál. En hvað er
til ráða í tilfellum sem þessum?
Urður Snædal, á skrifstofu
STEFs, segir að deilur um höfund-
arrétt séu mjög sjaldgæfar. Hún
segir, að komi til þess að tónskáld
þurfi að leita réttar síns, geti það
orðið heilmikið ferli að komast að
hinu rétta. Fyrsta skrefið sé auðvit-
að að leita til STEFs, en þess séu
dæmi að matsmenn séu kallaðir til,
til dæmis í þeim tilfellum er mikill
svipur er með tveimur verkum.
„Matsmenn eru til staðar ef nauðsyn
krefur.“
Ekki kemur fram í skrám STEFs
hvenær lagið „Við gengum tvö“ var
fyrst skráð, en ekki fer á milli mála
að þar er það eignað Friðriki Jóns-
syni.
Ragnar Björnsson lést árið 1998.
Samdi dómorganistinn
„Við gengum tvö“?
Ekkja Ragnars Björnssonar telur að gamalt dægurlag sé eignað röngum höf-
undi. Dæmi um að matsmenn séu til kallaðir til að skera úr um vafaatriði
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Bæjarins bestu Söltunarstúlkur á Siglufirði í upphafi sjöunda áratug-
arins. Þær hafa eflaust þekkt og sungið „Við gengum tvö“.
Ragnar Björnsson
FULLTRÚAR frá Straumi-
Burðarási Fjárfestingabanka, FL
Group, Olíufélaginu og Artangel-
listastofnuninni skrifuðu í gær undir
samstarfssamning sín á milli um
stuðning fyrirtækjanna við Vatna-
safnið í Stykkishólmi, sem er hug-
arsmíð bandarísku listakonunnar
Roni Horn. Stuðningurinn nemur
13,5 milljónum króna og er hugsaður
til að koma á fót innsetningu lista-
konunnar og samfélagsmiðstöð í
Vatnasafninu, sagði Bjarni Bene-
diktsson, stjórnarformaður Olíufé-
lagsins.
„Þetta verkefni er að okkar áliti
framúrskarandi spennandi og aðild
að því á virtur listamaður með mikla
framtíðarsýn,“ sagði Bjarni jafn-
framt. „Þetta getur eins orðið fyr-
irmynd að viðlíka starfsemi annars
staðar á landinu.“
Starfsemi safnsins verður tvenns
konar. Í kjallara hússins verður íbúð
og vinnuaðstaða sem rithöfundar
hafa aðgang að í sex mánuði í senn.
Á Vatnasafninu sjálfu á að koma fyr-
ir listaverki eftir Roni Horn sem
samanstendur af 20–30 glersúlum.
Hver súla inniheldur ákveðið magn
af vatni sem fengið verður úr helstu
jöklum og ám landsins.
Framúrskarandi
spennandi verkefni
Morgunblaðið/Ásdís
Frá fundinum Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hjá Straumi Burðarási,
Bjarni Benediktsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, James Lingwood
forstöðumaður Artangel og Kristján Kristjánsson hjá FL Group.
♦♦♦