Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 20

Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINN STAÐUR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FRAMUNDAN eru töluverðar framkvæmdir á svæði Fimleika- félags Hafnarfjarðar í Kaplakrika. Að þeim loknum, eftir rúmlega tvö ár, verða FH-ingar meðal annars komnir með langþráða fé- lagsaðstöðu, tvær stúkur með þaki við aðalknattspyrnuvöll félagsins og 4.500 fermetra frjálsíþróttahús sem mun nýtast öllum fé- lagsmönnum og bæjarbúum. Miklar framkvæmdir Mikil uppbygging hófst á svæði FH í Kaplakrika sumarið 2005 í framhaldi af viljayfirlýsingu FH og Hafnarfjarðarbæjar, sem und- irrituð var á 75 ára afmæli félags- ins 16. október 2004. Lokaáfangi þeirrar uppbyggingar er hafinn með útboði á jarðvegsfram- kvæmdum og eftirliti en verkinu á að vera að fullu lokið eftir rúmlega tvö ár eða 1. júní 2009. Í lokaáfanganum er um að ræða félags- og skrifstofuaðstöðu á einni hæð, ný búningsherbergi sem upp- fylla UEFA-staðla, viðbótarstúku, aðstöðu fyrir fréttamenn og keppnisstjórn, skyggni yfir núver- andi stúku, sem rúmar þá nær 2.000 manns í sæti, skylmingasal, endurgerð á eldra húsnæði, þar með talið á búningsherbergjum, 200 m² tækja- og lyftingasal, 4.500 m² frjálsíþróttahús, tengibyggingu á milli allra húsa, þar með talið í knattspyrnuhúsið Risann. Samtals eru nýbyggingar um 7.000 m². Lóðin verður öll endurgerð, bíla- stæði, gönguleiðir og aðkoma að svæðinu, þ.m.t. við Flatahraun og aðgengi að íþróttamiðstöðinni. Loksins félagsaðstaða „Við höfum beðið lengi eftir fé- lagsaðstöðunni, segir Viðar Hall- dórsson, varaformaður FH og ann- ar fulltrúa félagsins í bygging- arnefnd vegna Kaplakrika. FH-ingar hafa borið af í ís- lenskri karlaknattspyrnu und- anfarin ár og undirstrikar Íslands- meistaratitillinn undanfarin þrjú ár það rækilega. Þeir hafa fengið flesta áhorfendur á heimaleiki sína undanfarin tvö ár, tæplega 2.000 að meðaltali á hvern leik, og Viðar segir að bætt aðstaða komi öllum vel. Hann áréttar að við norð- anverðan völlinn verði líka reist stúka með þaki „og fyrir tímabilið 2008 verðum við með eina „alvöru“ knattspyrnuvöll landsins,“ segir hann. Með þessum aðgerðum lýkur framkvæmdum á svæðinu. Viðar segir að allt sem gert verði, gjör- breyti málum og frjálsíþróttahúsið muni til dæmis nýtast skólafólki og eldri íbúum en þrátt fyrir miklar framkvæmdir anni knatt- spyrnudeildin ekki eftirspurn og næsta skref þar sé að fá aðstöðu annars staðar til viðbótar við að- stöðuna í Kaplakrika. „Æfinga- greiðslur bæjarins hafa aukið þátt- töku ungra krakka og það segir sig sjálft að þegar vel gengur, þá eykst áhuginn auk þess sem vin- sældir knattspyrnunnar almennt eru miklar,“ segir Viðar. Allt í einum pakka Samkomusal félagsins verður hægt að breyta í æfingasal og er gert ráð fyrir að skylmingadeildin fái þar aðstöðu fyrir æfingar sínar. Félagið fær líka skrifstofuaðstöðu við hæfi og búningaþvottaaðstöðu fyrir utan nýjan tækja- og lyft- ingasal fyrri allar deildir. „Nú verður þetta allt á einum stað, allt í einum pakka með einu anddyri,“ segir Viðar, en áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 1-1,2 milljarðar króna. Unnið að lokauppbyggingu FH-svæðisins Inngangur Teikningin sýnir aðkomutorgið að mannvirkjum FH í Kaplakrika. Nýja frjálsíþróttahúsið er til vinstri. Skýli Knattspyrnuvöllur FH verður glæsilegur með stúkum beggja vegna þar sem áhorfendur sitja undir þaki og njóta leiksins. Mikil lyftistöng fyrir Hafnfirðinga Í HNOTSKURN » Í lokaáfanga fram-kvæmdanna í Kaplakrika verða reistar samtals um 7.000 m² nýbyggingar. » FH-ingar fá m.a. lang-þráða félagsaðstöðu, tvær stúkur með þaki við aðalknatt- spyrnuvöll félagsins og 4.500 fermetra frjálsíþróttahús. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Björgun hefur sett fram hugmyndir um lágreista byggð fjölbýlishúsa og raðhúsa við Pollinn í botni Eyjafjarðar og hefur málið verið til umfjöllunar hjá yfirvöldum í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri síð- ustu mánuðina. Alls er óvíst hvort hugmyndirnar verða að veruleika en óhætt er að segja að ásýnd svæðisins breytist verulega ef af framkvæmd- um verður. Það er Björn Ólafs arkitekt sem unnið hefur teikningar að hugmynd- inni fyrir Björgun. Þær fela í sér byggð raðhúsa í fjörunni sunnan við þjóðveg 1 – við tjörnina í krikanum þar sem Eyjafjarðarbraut austari og Leiruvegurinn mætast – og hús á manngerðum eyjum á strandsvæði við Pollinn, norðan Leiruvegarins. Alls 351 íbúð í lágreistri byggð rað- húsa og lítilla fjölbýlishúsa. Bryggjuhverfi fyrir sunnan Björgun ehf. hefur áður fengist við samskonar verkefni og er enn að; fyrirtækið gerði Bryggjuhverfið í Grafarvogi frá grunni (annaðist landgerð, skipulag gatna og lagna og teikningar húsa), það stóð einnig fyr- ir upbyggingu Sjálands í Garðabæ og fyrirhugaðar eru framkvæmdir Fossvogsmegin í Kópavogi. Akureyrarbær gerði í fyrra at- hugasemdir við tillögur Eyjafjarðar- sveitar að nýju aðalskipulagi, m.a. vegna fráveitumála vegna nýju byggðarinnar en nú virðast sveitar- félögin tvö vera orðin sátt um hvaða leiðir verða farnar til úrlausnar í þeim ágreiningsefnum. Forráðamenn Akureyrar minntu einnig á í fyrra, vegna fyrirhugaðrar Fjörubyggðar, að nærliggjandi verndarsvæði í óshólmum Eyjafjarð- arár væri mikilvægur staður vegna fuglalífs. Nú hafa verið samþykkt ýmis ný skilyrði fyrir uppbyggingu svæðisins, vegna ótta við neikvæð áhrif á lífríkið og náttúruna, sem eiga að tryggja að Fjörubyggðin skaði ekki friðlandið í óshólmum Eyjafjarðar. Á meðfylgjandi teikningum, sem unnar eru af Birni Ólafs arkitekt fyr- ir Björgun, sést vel hverjar hug- myndir fyrirtækisins eru og stað- setning hugsanlegrar byggðar miðað við Akureyri. Rétt er þó að árétta að óvíst er hvort af framkvæmdum verður eða hvort niðurstaðan verður þessi ef byggt verður á svæðinu. Hugmyndir um eyjabyggð AKUREYRI BRIM hefur ákveðið að kæra tvo frístundaveiðimenn á Akureyri til lögreglu fyrir að festa trillur sínar við eldiskvíar fyrirtækisins skammt norðan Krossaness. Sævar Þór Ásgeirsson, umsjón- armaður fiskeldis hjá Brimi, sagð- ist í gær hafa varað umrædda menn við áður en þeir hafi ekki látið segj- ast og hann ætti því ekki annarra kosta völ. Sævar segist hafa látið lögreglu vita eftir að hann varð mannanna var á sunnudaginn og hún tekið athæfi þeirra upp á myndband. Mennirnir eru líka grunaðir um að hafa stolið fiski úr kvíum en eng- inn afli fannst. Sævari finnst þau rök mannanna lítt haldbær að þeir hafi fest bátana vegna straums á meðan þeir voru að veiða, því stafa- logn hafi verið á sunnudaginn. Sævar segir segir mikið tjón hljótast af því ef gat kemur á poka í kvíunum. „Ef menn valda því að gat kemur á poka eru þeir bótaskyldir fyrir tugum milljóna króna. Ég held þeir átti sig ekki á því.“ Kæra tvo trillukarla ERLINGUR Jóhannsson, prófessor við Íþróttafræðasetur KHÍ á Laug- arvatni, heldur í dag erindi sem hann nefnir Líkamlegt ástand og hreyfing íslenskra barna á Fé- lagsvísindatorgi HA. Þar ræðir Er- lingur m.a. um niðurstöður um- fangsmikillar rannsóknar á lífsstíl 9 til 15 ára Íslendinga sem gerð var á hér á landi árið 2004. Erindi Erlings hefst kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg við Norð- urslóð. Líkamlegt ástand barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.