Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 23 MARGIR eiga góðar minningar tengdar ösku- deginum, þegar heilmikil samvera og skemmtun fólst í því að búa til öskupoka fyrir öskudaginn úr allrahanda efnum í ótal litum. En mesta fjörið var að fara út á meðal fólks og næla poka í sem flesta án þess þeir yrðu þess varir. Sumstaðar þróaðist þetta í ástarjátningar og kona á sjötugs- aldri man frá sinni bernsku þann sið að strákar bjuggu til hjörtu úr pappa eða skáru þau út í tré og hengdu á stúlkurnar og skrifuðu þar á: Ég elska þig, og bættu nafni stúlkunnar aftan við. Stúlkurnar geymdu þau hjörtu sem gull væru, sem þær fengu frá strákum sem þær voru skotn- ar í. Þessi sama kona segist stundum hafa laum- að miða með einhverju fallegu í öskupokana sína og hún merkti líka suma pokana með upphafs- stöfum strákanna sem áttu að fá þá. Þetta var því heilmikil rómantík og full ástæða til að hvetja ungu kynslóðina til að taka upp þennan leik. Endurvekjum öskupokana Allir þeir sem eru eldri en tvæ- vetur muna eftir fjörinu sem tengdist öskupokunum á ösku- daginn. Kristín Heiða Krist- insdóttir rifjar upp sögur af ösku- pokum, hrekkjum og ástum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 1973 Tvær vinkonur tilbúnar í slaginn með öskupokana sína. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 1975 Sú gamla lætur ekki gabba sig í miðbæ Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 1977 Karlinn virðist grunlaus um prakkarann að baki. MARGAR konur eru væntingar- fyllri fyrir egglos en annars, að því er ný rannsókn sýnir. Vís- indamennirnir telja að með þessu hafi náttúran viljað auð- velda konum að finna sér maka. Fimm til fjórtán dögum eftir blæðingar stækka egg konunnar og östrógenmagnið í blóðinu eykst. Á þessu tímabili fyrir egglos er meiri virkni í þeim hluta heila kvenna sem stýrir væntingum um viðurkenningu, ákvörðunartöku og úrvinnslu tilfinninga. Forskning.no greinir frá því að bandarískir vísindamenn hafi rannsakað heilastarfsemi kvenna á mismunandi tímum tíðahringsins með því að mæla blóðstreymi í heilanum. Meðan á mælingunum stóð voru kon- urnar látnar spila spil þar sem peningaverðlaun voru í boði. Þannig gátu vísindamennirnir mælt hvernig heilinn brást við væntingunum um að vinna. Þeir telja slíkar væntingar geta haft æðri tilgang. Náttúran gæti hafa valið þessa eiginleika vegna þess að konur sem eru tilfinninganæmar og óska eftir viðurkenningu eigi auðveldara með að para sig en ella. Þá hafa vísindamenn í fyrsta skipti fundið samband milli kvenhormónsins östrógens og dópamíns sem ber boð milli taugafrumna og virkjar við- urkenningarmiðstöð heilans. Skapsveiflur í tíða- hringnum hafa tilgang Reuters Væntingafyllri Konurnar voru látnar spila um peningaverðlaun svo mæla mætti hvernig heilinn brygðist við sigurvæntingum. Ólafur Jóhannesson skrifar Vísna-horninu: „Mig langar til að leggja orð í belg varðandi vísuna um skarfinn. Um það leyti sem samningaumræður fóru í gang, ég held það hafi verið fyrir árið 1980, var Jón Sigurðsson ráðuneytistjóri fjármála- ráðuneytisins og formaður samninga- nefndar ríkisins, en hann var sanngjarn og viðræðugóður maður. Honum fannst kröfur opinberra starfsmanna ganga úr hófi fram og myndu einungis leiða til áframhaldandi víxlverkana verðlags og kaupgjalds. Hann skrifaði því grein í Morgunblaðið og kastaði fram húsganginum um skarfinn. Ég tel að hann hafi verið svona í grein hans: Margur ágirnist meira en þarf, maður fór að veiða skarf hafði fengið fjóra. Elti þann fimmta, en í því hvarf niður fyrir bjargið stóra. Páll Bergþórsson fyrrverandi veður- stofustjóri og baráttumaður fyrir hags- munum opinberra starfsmanna, las þessa grein og sneri útúr þessari vísu. Þá var ljóst að Jón væri að hverfa úr embætti ráðuneytisstjóra og taka við embætti forstjóra Járnblendisins á Grundartanga. Ég held að hans bragarbót hafi verið svona: Margur ágirnist meira en þarf maður fór að veiða scarf lánaðist fjóra að fanga. Elti þann fimmta og í því hvarf ofan í Grundartanga. Af skarfi og Grundartanga pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Í fámenninu í sveitum landsins var þessi ösku- og steinaburður meira alvörumál, en hjer í fjölmenninu. Þá kom það fyrir, að piltarnir ráðg- uðust um það áður en öskudagurinn rann upp, hvernig þeir ættu að koma því fyrir, að allar stúlkur á heimilinu bæru steina fyrir þá á öskudaginn. Þeir höfðu ekki tök á, eða hirtu ekki um að hafa steinana í poka, heldur reyndu þeir að setja smásteina í föt stúlknanna, eða eitt- hvað sem þær báru, t.d. festa þá með deigi neðan í mjólkurföturnar, áður en mjaltakonurnar fóru í fjós eða þvíumlíkt, og koma svo, sigri hrósandi, er stúlkurnar höfðu borið steinana tilskilda leið – yfir þrjá þröskulda. Þetta varð til þess, að stúlkur, sem varkárar voru, urðu að grendskoða alt sem þær báru þann dag, hvort ekki væru þar steinar fólgnir. Yfir þrjá þröskulda Úr Morgunblaðinu 1939 Í gær kom maður inn á skrifstofu Morg- unblaðsins með hugvitssamlega gerðan öskupoka, er einhver jungfrúin hafði nælt aftan á hann á miðvikudaginn. Var poki sá úr grábrúnu efni og saumaður í mús- arlíkingu. Var ómögulegt að gera sér grein fyrir öðru tilsýndar, en að þar væri komin lifandi mús, því svo var hann nauðalíkur því. Annan fyrirmyndar ösku- poka sáum vér einnig. Var hann úr silki og útsaumaður mjög haganlega, en engin var í honum askan, því hann var ekki ætl- aður til þess að hengja aftan í einhvern, heldur var hann gefinn í öskudagsgjöf. Ungu stúlkurnar, sem vaxnar eru upp úr því að leika sér að því að láta piltana bera ösku, hafa fundið upp á því heillaráði, að gefa þeim, er þeim þykir vænst um, fal- legan öskupoka til minningar um sig á öskudaginn. Er það fallegri siður en sá, er drengir hafa tekið, að hengja stóra bréf- poka með verzlunarnafni aftan á þá, sem um götur ganga. Í músarlíki Úr Morgunblaðinu 1915 Ein er sú hefð tengd öskudeginum sem ekki finnst annars staðar en á Íslandi, en það er sú venja að hengja öskupoka á fólk. Kannski má rekja upphaf þess til katólsk- unnar og krafts öskunnar sem gjarnan var mögnuð með heilögu vatni. Sóttu menn í að taka ösku með sér heim úr kirkjum til að blessa heimilið. Þessi pokasiður þekkist á Íslandi allt frá miðri 18. öld, mögulegt er að heimild öld eldri greini frá sama sið. Hér skiptist pokasiðurinn lengi vel í tvennt eftir kynjum: konur hengdu öskupoka á karla en karlar poka með steinum á konur. Líklegt er að ólík kynjahlutverk og aðgengi að hlutum hafi þar skipt máli, en lykilatriði hjá báðum kynjum var að koma pokunum fyrir svo að fórnarlambið tæki ekki eftir því. Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasið- urinn í þá átt að verða nokkurs konar Val- entínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Aska handa körlum, steinar handa konum Árni Björnsson, Saga daganna. Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Þetta er aðeins smá sýnishorn. Allir velkomnir til okkar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Nokkur fyrirtæki úr söluskrá Erum með óvenjulega góða söluskrá og mörg góð fyrirtæki til sölu. Eins og flestir vita erum við langelsta fyrirtækjasala landsins. Hér kemur smá sýnishorn úr söluskrá okkar. 1. Frábær húsgagnaverslun og tengdar vörur. Flott hjónafyrirtæki. 2. Söluturn í eigin húsnæði. Allar vörur. Grill. Hjá 2 stórum skólum 3. Tveir samliggjandi skemmtistaðir fyrir norðan. Vinsælir og þekktir. 4. Einn besti austurlenski grillstaður borgarinnar. Tai matur. Mikið að gera. 5. Stór bílasala með húsbíla. Nær fullbókað í sumar. Pantanasprengja. 6. Byggingafyrirtæki. Nýsmíði. Glæsileg sumarbústaðalóð getur fylgt með. 7. Ný og skemmtileg hverfissjoppa. Stór byggð í kring. Grill. 8. Besti kjúklingastaður höfuðborgarinnar. Arðbært, ódýrt fyrirtæki. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.