Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 24
heilsa
24 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur
gudbjorg@mbl.is
Járn er það næringarefni sem helst
er af skornum skammti í fæði
kvenna og barna víða um heim. Sam-
kvæmt íslenskri könnun á mataræði
er meðalneysla á járni talsvert undir
ráðlögðum dagsskammti hjá konum,
en konur á barneignaraldri ásamt
ungbörnum og unglingum sem vaxa
hratt hafa aukna þörf fyrir járn.
Járn er eina næringarefnið sem
konur þurfa meira af en karlar.
Þessari auknu þörf getur verið erfitt
að mæta þar sem konur borða yf-
irleitt minna en karlar sem þar að
auki borða oft mun meira af kjöti en
konurnar. Langvarandi járnskortur
kemur fram í blóðleysi.
Að sögn Svövu Engilbertsdóttur
næringarráðgjafa á LSH er ungum
konum hætt við járnskorti vegna
tíðablæðinga en blóðleysi getur þó
stafað af skorti á B12- og fleiri B-
vítamínum. Þá segir Svava ljóst að
margar ungar konur borði lítið af
rauðu kjöti og járnríkri fæðu eins og
slátri og lifur og fullnægi þannig
ekki dagsþörfinni af járni.
C-vítamín með járninu
Járn er í fæðu bæði sem svokallað
hemjárn og hemfrítt járn. Hemj-
árnið kemur úr dýraríkinu sem mest
er af í kjöti/kjötvörum og fleiru.
Hemfrítt járn kemur úr jurtaríkinu
og er mest í kornvörum og dökku
grænmeti.
Munur er á frásogi og nýtingu
hemjárns og hemfrís járns í lík-
amanum, járn úr kjöti frásogast og
nýtist betur en hemfría járnið úr
kornvörum og grænmeti. Því má
segja að auðveldara sé að ná í járn-
skammtinn úr kjötinu en það er líka
hægt ná járninu úr jurtaríkinu.
Svava bendir á að unnt sé að auka
nýtingu á hemfríu járni úr kornvör-
um og dökku grænmeti með því að
neyta C-vítamínríkrar fæðu eins og
ávaxta eða grænmetis með máltíð-
unum.
Heilkorn og dökkgrænt
grænmeti
En hvaða járnríka fæða getur þá
komið í staðinn fyrir slátur, rautt
kjöt og lifur hjá ungum konum og
öðrum sem fá ekki nægilegt járn í
kroppinn?
„Heilkorn og járnbætt korn,
dökkgrænt grænmeti, ýmsar baunir
svo og þurrkaðir ávextir er fæða
sem inniheldur töluvert af járni. Þá
hafa margir morgunkornsframleið-
endur einnig járnbætt vörur sínar.
Einnig er nokkuð af járni í sard-
ínum, kræklingi og síld. Það verður
þó að hafa í huga að það þarf að
borða töluvert magn af til dæmis
dökkgrænu grænmeti til þess að ná í
járnskammtinn. Þegar um járnskort
er að ræða skal forðast að drekka te,
kaffi eða kakó með járnríkum mat.
Mikil neysla gosdrykkja getur haft
hamlandi áhrif á frásog járns. Sum
lyf t.d. sýrubindandi lyf geta haft
þar áhrif líka.“
Hlutverk járns
Aðalhlutverk járns er myndun
blóðrauða eða hemóglóbíns sem gef-
ur blóðinu rauða litinn. „Hemóglób-
ínið sér um flutning súrefnis frá
lungum til vefja. Einnig er járn í
vöðvarauða eða myóglóbíni og
geymir súrefni í vöðva. Járn er
líka mikilvægt fyrir ónæmiskerfið
og fyrir virkni margra efnahvata
sem taka þátt í efnaskiptum.
Járn þarf fyrir hjarta, lifur,
meltingarfæri, bein, vöðva og
heila.“
Hvernig lýsir járnskortur
sér? „Þreyta og orkuleysi
eru fyrstu og algengustu
einkenni. Ef um langvarandi
og alvarlegan járnskort er
að ræða eru önnur einkenni
sem gera vart við sig,
mæði, svimi, óeðlilegur
hjartsláttur, sjóntrufl-
anir, höfuðverkur, ógleði
og óþægilegar tilfinn-
ingar í fingurgómum
og tám.“
Svava segir að oft
séu fyrstu viðbrögð
við þreytu og orku-
leysi að leita í skjótfengna orku með
sætindum og gosi en það er lausn
sem virkar ekki nema í örskamma
stund og ætti því að leita orsaka
þreytunnar frekar en leita á náðir
sykursins.
Bara taka járn ef þess þarf
Er auðvelt að koma járnbúskapn-
um í eðlilegt horf á ný?
„Já, það er yfirleitt hægt með því
að vera meðvitaður um
að borða járnríka fæðu
og taka inn fæðubót-
arefni ef um skort er
að ræða sem hefur
verið metin af lækni.
Ófrískar konur geta
þurft að taka járn auka-
lega á meðgöngu og jafn-
vel meðan þær eru með
börn á brjósti. Á
meðgöngu
eykst blóðmagn og því aukin þörf
járns sér í lagi síðari hluta meðgöng-
unnar. Þörfin fyrir járn eykst meira
en fyrir flest önnur næringarefni á
meðgöngunni.
Rétt er að benda á að mjög mikið
úrval er til af járni í formi (töflur,
vökvi) bætiefna í apótekum og
heilsubúðum og magnið af járni í
þeim er mismikið. Sumar konur
finna fyrir meltingaróþægindum
þegar þær taka járn aukalega sem
oft er háð því hvernig það er tekið
eða hversu mikið járn er í þeim töfl-
um sem þær eru að taka.
Það má hinsvegar benda á að það
er ekki æskilegt að taka járn
nema fólk þurfi á
því að halda og
ætti því að láta
mæla járnbú-
skap sinn áð-
ur en það
fer að taka
járn auka-
lega.
Járn-
skortur er
mun sjaldgæf-
ari hjá körlum og
hjá konum sem komnar eru
af barneignaraldri.
Geri járnskortur
vart við sig hjá
þessum hópi
ætti að leita
skýringa hjá
lækni.“
Járnskort-
ur veldur
þreytu og
orkuleysi
Morgunblaðið/Ómar
Járnríkt Það er hægt að auka nýtingu á járni úr kornvörum og dökku grænmeti eins og spergilkáli með því að
neyta C-vítamínríkrar fæðu eins og ávaxta eða grænmetis með máltíðunum.
Ljósmynd / Þórdís Ágústsdóttir ljósm. LSH
Svava Engilbertsdóttir næring-
arráðgjafi á LSH
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Hætta á húðkrabbameini vegna
ljósabekkjanotkunar hefur aukist í
Bretlandi vegna þess að styrkleiki
peranna í bekkjunum verður stöð-
ugt meiri. Hættan hefur þrefaldast
á síðustu tíu árum. Hér á landi eru
í gildi reglugerðir sem kveða á um
hversu sterkar perur mega vera í
bekkjunum.
Ný bresk könnun leiddi í ljós að í
um 83% ljósabekkja þar í landi er
notast við sterkari perur en evr-
ópsk og bresk viðmið kveða á um.
Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu
BBC. Samtök sólbaðsstofa vísa
gagnrýni á bug og staðhæfa að sól-
baðstíminn hafi verið styttur eftir
því sem styrkleiki peranna hafi
aukist.
Skoðaðir voru 133 ljósabekkir á
50 sólbaðsstofum. Kom í ljós að frá
árinu 1997, þegar síðast var gerð
sambærileg rannsókn, hefur einka-
reknum sólbaðsstofum fjölgað um
130% og að á þeim er meira um
ljósabekki með sterkar perur. Á
mörgum stöðunum er ekkert eft-
irlit með bekkjunum sem margir
hverjir eru einskonar sjálfsalar
sem fara í gang við að smápen-
ingum er stungið í þá. Þá eru ekki
heldur nein takmörk á aldri sólbað-
enda né á því hversu oft þeir nota
bekkina.
Jafngilda styrk
Miðjarðarhafssólarinnar
Að sögn Þorgeirs Sigurðssonar
hjá Geislavörnum ríkisins eru í
gildi reglugerðir sem kveða á um
hámarksstyrkleika ljósabekkjapera
hérlendis. „Þetta er samskonar
takmörkun og er í gildi á Norð-
urlöndum, Frakklandi og á Spáni.
Löggjöfin hefur verið miklu frjáls-
legri annars staðar í Evrópu hvað
þetta varðar.“
Hann segir ákveðinn staðal til
þar sem ljósabekkjum er skipt í
flokka eftir styrkleika. „Hins vegar
eru ekki reglugerðir í Bretlandi
sem segja að menn þurfi að tak-
marka sig við UV3-bekki eins og
reglur á Íslandi kveða á um. Þann-
ig að ef menn hafa verið með lög-
lega bekki hérlendis hafa bekkirnir
verið innan tilskilinna takmarka.
Að því leytinu til held ég að þessi
frétt eigi ekki við okkur.“ Í um-
ræddri rannsókn var styrkur ljósa-
bekkjanna borinn saman við styrk
sólarljóssins úti í náttúrunni. Er
bent á að í síðustu rannsókn hafi
geislar flestra ljósabekkjanna verið
sambærilegir við bresku sólina en í
dag séu þeir frekar sambærilegir
við sólina eins og hún er í Miðjarð-
arhafslöndunum. Þorgeir segir
þetta ágæta samlíkingu. „Við vilj-
um einmitt takmarka ljósabekkina
við styrk Miðjarðarhafssólarinnar,
eða mesta sólarstyrk sem finnst við
náttúrulegar aðstæður í Evrópu.
Ljósabekkjaiðnaðurinn hefur hald-
ið því fram að þörf sé á því sem er
kallað hraðmeðferð og vilja að
þessi styrkur sé tvöfaldaður. Okk-
ur finnst hins vegar rétt að tak-
marka þetta við þekkt viðmið úr
náttúrunni.“
Að sögn Þorgeirs er þó ýmislegt
í deiglunni hvað varðar ljósabekki í
Evrópu. „Evrópusambandið er til
dæmis með til athugunar hvort
ljósabekkir megi yfirhöfuð teljast
vera öruggir fyrir neytendur og
m.a. vegna þess er verið að vinna í
því að setja hámörk fyrir ljósa-
bekki alls staðar í Evrópu.“
Styrkur ljósabekkja eykst
Ljósaperur Hér á landi eru í gildi reglugerðir sem kveða á um hversu
sterkar perur mega vera í bekkjunum.
Að hvítlaukur er hollur er engin ný
speki. En nú hafa vísindamenn
fundið út að hollusta hans eykst ef
hann er kraminn.
Hvítlaukur er talinn virka gegn
sýklum og ýmiskonar sjúkdómum.
Nýjar rannsóknir benda t.a.m. til
þess að hvítlaukur innihaldi efni
sem fyrirbyggi blóðtappa. Í rann-
sókninni var hrár hvítlaukur til
skoðunar en líkt og með margar
aðrar matvörur breytist efna-
samsetning hvítlauksins þegar
hann er hitaður. Þannig getur hiti
eyðilagt hin góðu hollustuefni hvít-
lauksins.
Argentínskir vísindamenn hafa
hins vegar komist að því að sé lauk-
urinn marinn eða kraminn áður en
hann lendir í þeim hita sem fylgir
því að sjóða eða steikja, haldast
þessi efni mun betur heil en ella.
Forskning.no greinir frá þessu.
Vísindamennirnir ýmist suðu
hvítlauk í vatni eða steiktu í ofni í
þrjár mínútur. Í ljós kom að hvít-
laukurinn var þá jafn hollur og
hrár hvítlaukur. Eftir þrjár til sex
mínútur í miklum hita hvarf hins
vegar efnið, sem vinnur gegn blóð-
Kremjið
hvítlaukinn