Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 33

Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 33 MINNINGAR ✝ Guðrún Guð-jónsdóttir fædd- ist í Fremstuhúsum í Dýrafirði 29. októ- ber 1920. Hún lést 14. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Finnur Davíðsson bóndi og organisti, f. í Álfadal í Mýra- hreppi í Vestur- Ísafjarðarsýslu 28. júní 1891, d. 23. des- ember 1979, og Borgný Jóna Her- mannsdóttir húsfreyja, f. í Fremstuhúsum í Dýrafirði 28. febrúar 1897, d. 29. janúar 1986. Foreldrar Guðjóns voru Davíð Davíðsson og Jóhanna Jónsdóttir. Foreldrar Borgnýjar voru Her- mann Jónsson og Guðbjörg Torfa- dóttir. Systkini Guðrúnar eru Vil- borg, f. 4. desember 1917, Laufey, f. 18. júní 1919, d. 10. október 1986, Erla, f. 17. maí 1922, d. 25. nóvember 1997, Drengur, f. 23. september 1923, d. 19. nóvember 1990, Rannveig, f. 7. desember 1927, Kristín Sigríður, f. 25. sept- ember 1930, og Her- mann Birgir, f. 19. júní 1936. Guðrún giftist 31. ágúst 1963, í Þing- vallakirkju, Krist- jáni Jóhannssyni verkamanni, f. á Skjaldfönn á Langa- dalsströnd í Vestur- Ísafjarðarsýslu 25. september 1919. Sonur þeirra er Kristján Gaukur Kristjánsson kerf- isfræðingur, f. í Reykjavík 20. nóvember 1965. Guðrún var nemandi í Héraðs- skólanum á Núpi í 2 vetur. Hún lauk prófi frá Uppeldisskóla Sum- argjafar 1950. Guðrún starfaði við gæslu barna í Málleysingja- skólanum 1943–1946, hún var fóstra og forstöðumaður í Tjarn- arborg 1946–1947 og 1950–1960, forstöðumaður í Hlíðarborg og forstöðumaður í Laugaborg 1965–1985. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í Fremstuhúsum fæddist þú, fjörug stelpa númer þrjú, en systkinunum fjölgaði nú fljótt. Ljúf var æskan, leikir, puð, lofsunginn var Drottinn Guð, við orgelspilið aftanninn leið skjótt. Í Núpsskóla til náms þú gekkst, og næga vini þar þú fékkst, því hláturmildin heillað marga fær. Í vinnumennsku valdist þú, og varst í þínum störfum trú, en lífsins krókar leiddu suður mær. Í barnagæslu byrjar þú og brautin, hún var ráðin nú, í framhaldsnám þú fórst hjá Sumargjöf. Þar vinabönd þér veittust kær, sem varðveittir þú hjarta nær, á lífsstarfi samt löng varð ekki töf. Í forstöðu þú fannst þig brátt og fumlaus varst á allan hátt, en eitthvað virtist upp á vanta þó. Þú heillað náðir hörkumann, af heilindum þér síðan ann og hamingjan í húsi ykkar bjó. Þið byggðuð ykkur bú, og bráðlega þá töldumst við í fjölskyldunni þrjú. Þar var samvinna og sátt, á sumrum þá til Vestfjarða var strikið tekið blátt. Æskustöðvaættarbönd ykkur drógu á fjarðaströnd þið landið bæði lofuðuð í kór. Um það hvergi efast má að átthaganna heita þrá hún aldrei burt úr ykkar hugum fór. Í Grímsnesi þið gerðuð reit sem græna fingur ykkar leit þið sumarhúsið nefnduð Ljósaland. Þar marga gesti mátti sjá, og mikið var nú gaman þá, því spjallið bæði og spilin voru grand. Á eftirlaunum áttuð þið unaðsstundir, sælu og frið og lítill Patti læddist stundum með. Og fleiri barnabörnin smá þau blessun fengu ykkur hjá og enn þau muna ykkar ljúfa geð. Nú fallin ertu frá þó fæ ég þín að minnast enn af ljúfri sonarþrá. Ég geng því aldrei einn, því alltaf lifir minning þess sem lærði ungur sveinn. Vandamálin voru leyst, og víst ég fékk þér alltaf treyst, og ráðagóð þú reyndist alltaf hreint. Ég vissulega vona má að verði gæfan eins mér hjá, og fullþakkað ég fæ þér ansi seint. Kristján Gaukur Kristjánsson, Maliwan Phumipraman, Pathipan Kristjánsson, Malín Agla Kristjánsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Drengur Arnar Kristjánsson. Kær móðursystir mín, „Gunna frænka“, er látin 86 ára að aldri. Við vorum samferða um þessa ver- öld í rúmlega hálfa öld. Við andlát hennar koma upp ótal minningar enda var hún hluti af minni fjölskyldu frá upphafi. Í minningu æskuára minna er hún glæsileg ung kona með sitt svarta, hrokkna hár, alltaf fallega klædd og ilmaði svo vel enda notaði hún ilm- vatn en það gerði mamma mín ekki. Hún var flott frænka sem við systk- inin litum upp til. Gunna frænka var leikskólakennari, „fóstra“, að mennt og vann alla sína starfsævi við það, lengst af sem leikskólastjóri. Sem ung, ógift kona vann hún í leikskólanum Laufásborg og bjó þá í herbergi þar í húsinu. Stundum gisti ég hjá henni þar og eru það fyrstu minningar mínar um leikskóla, kannski hefur þar ómeðvitað verið lagður grunnur að mínu ævistarfi en við kusum okkur sama starfsvett- vang. Seinna man ég eftir henni í leik- skólanum Hlíðarborg en þangað rölti ég oft í heimsókn til hennar. Þegar ég varð svo unglingur og hún leikskólastjóri í Laugaborg þá kallaði hún mig stundum til sín í af- leysingar þar og hvatti mig síðar og studdi til að sækja um nám í Fóstur- skóla Íslands. Eftir að Kristján mað- urinn hennar kom til skjalanna voru þau ólöt að bjóða okkur systkinunum í bíltúr út úr bænum. Þau komu sér upp sælureit í Grímsnesinu og áttu þar mörg góð ár og vorum við alltaf velkomin þar. Uppruni Gunnu var í Dýrafirði sem í huga þeirra systra var allra fjarða fegurstur og fremstur. Hvergi var mannlífið betra en þar og meira að segja skepnurnar voru fallegri þar en annars staðar. Ættarmótin sem hald- in voru fyrir vestan eru því ofarlega í huga en þar lék Gunna á als oddi. Þar hlógu þær systur mikið enda hláturmildar með eindæmum og áttu til sögur af hverri þúfu til að miðla til okkar unga fólksins og hlæja að. Við Bogga systir höfum undanfarið verið að fletta minningabókinni og rifja upp. Þá kemur upp í hugann þakklæti fyrir hve vel Gunna og Kristján studdu mömmu og okkur systkinin eftir fráfall föður okkar þar sem mamma stóð ein uppi með mikla ómegð. Því var það gott að geta átt með Gunnu stund í Hveragerði síðastliðið sumar er við tókum hana með í 70 ára afmæli Bibba bróður hennar. Hún talaði lengi um þessa skemmtilegu ferð. Við Bogga systir þökkum Gunnu frænku fyrir samferðina um lífið, þau áhrif sem hún hafði á okkur og það sem hún skilur eftir í minningabók- inni okkar. Megi hún hvíla í friði. Guðrún Samúelsdóttir. Það var alltaf svolítið sérstakt fyrir ungan gutta á sjötta ártugnum að fara í heimsókn til Gunnu frænku. Að fara í bíltúr inn í Reykjavík. Kom þar ýmislegt til: Hún átti alltaf heima á svo flottum stöðum. Í fallegustu blokk Reykjavíkur í Lönguhlíðinni, í kastala niðri á Laufásvegi. Svo var hún svo skemmtileg. Smitandi hlátur hennar átti engan sinn líka. Og var svo ótrúlega hljómfagur. Manni dett- ur í hug flauelsklædd fiðla. Og svo stjórnaði hún einu stykki leikskóla, hvorki meira né minna. Og átti alltaf Machintosh! Allt var þetta auðvitað afar spennandi og hið besta mál. Nú hefur hún kvatt. Og enn er höggvið skarð í hóp systkinanna frá Fremstuhúsum í Dýrafirði. Þannig er gangur lífsins. Við höfum stundum gantast með það afkomendurnir að hógværð sé ef til vill eitt helsta ein- kenni Fremstuhúsaættarinnar, og stundum hafi verið innistæða fyrir meiru. Það var fín innistæða hjá Gunnu frænku. Ég kveð móðursystur mína með þessum fáu línum. Minningin um góða konu lifir. Ég sendi fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Dýri Guðmundsson. Mig langar að minnast með fáein- um orðum frænku minnar Guðrúnar Guðjónsdóttur sem nú er látin. Guð- rún var móðursystir mín og um langt skeið nákomnust mér og minni fjöl- skyldu af frændfólkinu frá Fremstu- húsum í Dýrafirði. Æskuheimili Guðrúnar var mann- margt og þar ólst hún upp við glað- værð og gott atlæti. Systkinahópur- inn var stór, systurnar sex og bræðurnir tveir. Húsakynni voru lítil og þröng á nútímamælikvarða, en sagt var að þar sem nóg væri hjarta- rými þar væri líka nóg húsrými. Og þannig var fjölskyldulífið á æskuár- um Guðrúnar, þar ríkti glaðværð, góðvild og gestrisni, veraldleg efni voru af skornum skammti en þeim mun meira lagt upp úr andans at- gervi. Foreldrarnir, Borgný Her- mannsdóttir og Guðjón Davíðsson, voru bæði vel gefin og höfðu áhuga á menntun og menningu. Á heimilinu var mikið um ljóðalestur og söng, Guðjón var organisti sveitarinnar og söngstjóri í Mýrarkirkju. Nálægðin við mennta- og menningarsetrið á Núpi hafði sín áhrif á mannlífið í Fremstuhúsum eins og á öðrum heimilum í Dýrafirði og víðar í ná- grannabyggðum. Forystumenn í skólamálum og félagsmálum voru bræðurnir og gáfumennirnir Sig- tryggur og Kristinn Guðlaugssynir, þeir höfðu mikil áhrif á æskufólk þar vestra, ekki síst fyrir áhuga sinn á söng og tónlist, ræktunarstörfum og gróðurvernd. Talandi dæmi um fram- takssemi þeirra bræðra má enn sjá á Núpi í garðinum fagra, Skrúði, sem aðrir skrúðgarðar hér á landi eru nefndir eftir. Sönggleði og glaðværð systranna í Fremstuhúsum var viðbrugðið. Sagt var að ef þær færu á báti út á Dýra- fjörðinn, sem oft kom fyrir, þá mætti heyra hlátur þeirra bergmála fjallanna á milli og það svo mjög að sumir töldu að þær gætu fælt allan fisk úr firðinum með sínum hlátra- sköllum. Fyrstu minningar mínar um Guð- rúnu eru frá æskuárum mínum aust- ur á Hvolsvelli. Þær systur, Guðrún og Laufey móðir mín, voru afar líkar í sér og samrýmdar. Á þessum árum kom Gunna frænka oft í heimsókn til okkar fyrir austan. Við áttum heima í Arnarhvoli, reisulegu húsi við hliðina á verslun Kaupfélags Rangæinga. Bæði þessi hús settu sinn svip á fyrstu byggð í Hvolsvelli og standa enn á sínum stað. Í Arnarhvoli var oft glatt á hjalla þegar frænka mín kom í heimsókn, þær systur höfðu afskap- lega gaman af þessum samverstund- um, húsið fylltist af söng og glaðværð. Þær skemmtu sér konunglega, sögðu sögur og tóku lagið saman. Gunna frænka var sérlega falleg ung kona, með kolsvart og krullað hár, svipmikil og glæsileg að vallarsýn. Alltaf klædd samkvæmt nýjustu tísku og vel snyrt. Mér fannst hún standast samanburð við heimsins flottustu konur, jafnvel frægar kvikmyndastjörnur. Þannig er hún mér í barnsminni. Guðrún vann allan sinn starfsaldur við að sinna uppeldi og umönnun ungra og upprennandi þjóðfélags- þegna á barnaheimilum. Hún hafði stundað nám í Héraðsskólanum á Núpi og lauk síðan menntun sem fóstra, eins og hennar starfsgrein var nefnd á þeim tíma. Hún starfaði allt fram til eftirlaunaaldurs á ýmsum barnaheimilum á höfðuborgarsvæð- inu, síðast sem forstöðukona á barna- heimilinu Laugaborg. Ég man mjög vel eftir einu af fyrstu barnaheimilun- um sem hún vann á, það var Lauf- ásborg. Þangað komum við mamma oft í heimsókn, Gunna frænka bjó þar í húsinu, í herbergi sem hún hafði á leigu. Þar áttum við góðar stundir saman. Árin liðu, ég komst á fullorðinsald- ur, fór til útlanda í fyrsta sinn og vann um skeið í Danmörku. Mér er skýrt í minni þegar ég kom heim úr þessari utanför með Gullfossi og skipið lagð- ist að bryggju í Reykjavíkurhöfn. Gunna frænka kom til að taka móti mér og við hlið hennar á hafnarbakk- anum stóð ungur og glæsilegur mað- ur sem ég sá þá í fyrsta sinn. Þetta var Kristján Jóhannsson, eiginmaður hennar, þau höfðu gengið í hjónaband þá um sumarið og gift sig í Þingvalla- kirkju. Eftir þetta voru þau tvö ætíð nefnd í sömu andrá, Guðrún og Kristján. Þau hófu búskap á Laugarnesvegin- um, síðar fluttu þau inn í Sporhamra og bjuggu þar í nokkur ár í skjóli son- ar síns og fjölskyldu hans. Síðustu æviárin dvöldu þau á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi. Eina barn þeirra Guðrúnar og Kristjáns er kjörsonurinn Kristján Gaukur. Hann er sonur Kristínar, yngstu systur Guðrúnar. Þau reynd- ust honum sem bestu foreldrar og sýndu honum alla þá umhyggju og bestu umönnun sem þeim var unnt. Og þetta reyndist gagnkvæmt, því Kristján Gaukur hefur reynst for- eldrum sínum einstaklega vel og orð- ið þeim sú stoð og stytta sem þau hafa þurft á að halda, ekki síst á síð- ustu árum þegar þau voru komin á háan aldur og áttu bæði við vanheilsu að stríða. Guðrún og Kristján höfðu mikla ánægju og yndi af ræktunarstörfum og skógrækt. Má því segja að fallið hafi í frjóan jarðveg þau fræ sem sáð var á Núpi forðum daga. Þegar þau hjónin voru komin af léttasta skeiði festu þau kaup á landspildu austur í Grímsnesi í landi Norðurkots. Þar hófu þau umfangsmikið ræktunar- og uppgræðslustarf og gróðursettu þúsundir plantna af ýmsu tagi, bæði trjáplöntur og matjurtir, skrautjurt- ir og blómplöntur, bæði íslenskar og aðfluttar. Gróðurreiturinn þeirra ber enn glæsilegan vott um dugnað þeirra, þrautseigju, smekkvísi og út- sjónarsemi. Þarna austur frá reistu þau brátt myndarlegt sumarhús sem þau nefndu Ljósaland. Í Grímsnes- inu áttu Guðrún og Kristján sínar bestu stundir á efri árum ævinnar. Gestrisni þeirra var einstök og ógleymanleg öllum sem til þeirra komu. Segja má að þau hafi ríkt hvort í sínu ríki, Guðrún í eldhúsinu við gaseldavélina, sífellt að hella upp á kaffi, smyrja brauð og baka pönnu- kökur, hjá henni var aldrei nein ör- birgð frekar en á æskuheimilinu. Kristján sá um útiverkin, var alltaf sívinnandi við að halda öllu snyrti- legu og í góðu horfi, en gætti jafnan vel að mannaferðum. Oft var hann að veifa fólki og aðkomandi gestum, stikandi upp og ofan stíginn að hlið- inu, til þess ýmist að taka móti fólk- inu eða að kveðja það. Og alltaf var glatt á hjalla hjá þeim í Grímsnesinu, þangað var gaman að koma, hver og einn fór þaðan betri maður og léttari í lund. Eftir að Guðrún og Kristján höfðu ekki lengur heilsu til að dvelja í sum- arbústaðnum sínum góða fór svo að við hjónin festum kaup á þessum sælureit, þar sem hver planta ber vitni um handarverk þeirra. Við tók- um við góðu búi af frænku minni og manni hennar, og fyrstu árin vorum við meira segja með þeim í eins kon- ar sameignarbúskap. Nú er langt um liðið síðan þau komu síðast austur til okkar. Þessi minningarorð eru sam- an sett við gamla eldhúsborðið þeirra í Ljósalandi. Að leiðarlokum vil ég þakka Guð- rúnu frænku minni fyrir samfylgdina og allar góðu og glöðu stundirnar sem við áttum saman. Minningin um hana lifir, bæði í hugum okkar sem kynntumst henni og í blómunum og trjáplöntunum sem hún kom til lífs og þroska austur í Grímsnesi. Inni- legar samúðarkveðjur frá mér, Njáli og Ernu sendi ég til Kristjáns, eft- irlifandi eiginmanns Guðrúnar, og til sonarins Kristjáns Gauks, fjölskyldu hans og annarra ættingja. Svanfríður Magnúsdóttir. Guðrún Guðjónsdóttir ✝ Okkar elskulegi, STEINAR ÞÓRÐARSON, Bergþórugötu 15, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 20. febrúar. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, María Guðmundsdóttir. ✝ Eiginkona mín, GERÐUR ÍSBERG, Vatnsholti 4, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 19. febrúar. Jóhannes Halldórsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GÍSLI SÖLVASON, Candlewood, New Jersey, USA, lést á heimili sínu mánudaginn 19. febrúar. Minningarathöfnin verður auglýst síðar. Jakob Friðrik Jóhannesson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Peter Klindt, Salvör Jóhannesdóttir, Magnús Einarsson, Helga Jóhannesdóttir, Hannes Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.