Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhann Hall-varðsson fædd-
ist á Geldingaá í
Leirársveit 8. ágúst
1924. Hann and-
aðist á líknardeild
Landspítalans,
Landakoti, aðfara-
nótt 9. febrúar síð-
astliðins. Foreldrar
hans voru Hall-
varður Ólafsson,
bóndi á Geldingaá,
f. 12. júní 1884, d.
24. ágúst 1957, og
Anna Kristín Jó-
hannsdóttir, húsfreyja á Geld-
ingaá, f. 10. ágúst 1886, d. 14.
mars 1966. Systkini Jóhanns eru
Svava, f. 17. desember 1913, d. 25.
júní 1990, Ólafur, f. 16. júní 1916,
d. 25. desember 1979, Björg, f. 27.
Erla Jónsdóttir og eru börn þeirra
Snorri og Auður. 2) Jón Þór, f. 16.
mars 1953, d. 1. ágúst 2004.
Jóhann lauk loftskeytaprófi
1948, radíósímvirkjaprófi 1949 og
stúdentsprófi frá öldungadeild
MH 1977. Hann starfaði við
kennslu í Grunnavíkurhreppi frá
1943 til 1945, í V-Eyjafjallahreppi
1945–1946 og í Norðfjarðarhreppi
1946–1947. Jóhann var skipaður
radíósímvirki við radíódeild Land-
símans 1949. Hann stundaði einn-
ig kennslu við Loftskeytaskólann
en starfaði lengst af sem deild-
arstjóri í tæknideild Pósts og
síma.
Jóhann hafði mikinn áhuga á
siglingum og var heiðursfélagi í
siglingafélaginu Brokey. Þar hélt
hann úti siglingakeppnum á höf-
uðborgarsvæðinu og sá um
keppnisstjórn um árabil.
Útför Jóhanns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
mars 1921, og Sigrún,
f. 8. ágúst 1924, d. 11.
júlí 1975.
Hinn 29. desember
1951 kvæntist Jóhann
Soffíu Jónsdóttur frá
Prestbakka í Hrúta-
firði, f. 11. desember
1924, d. 19. febrúar
1973. Foreldrar
hennar voru séra Jón
Guðnason á Prest-
bakka og Guðlaug
Bjartmarsdóttir. Syn-
ir Jóhanns og Soffíu
eru: 1) Snorri, f. 8.
febrúar 1952, d. 5. október 1994,
kona hans er Sigríður Ósk Ósk-
arsdóttir, f. 22. febrúar 1952. Syn-
ir þeirra eru Jóhann Davíð, sam-
býliskona Valdís Ólafsdóttir, og
Ingvi Pétur, sambýliskona Ásdís
Að heilsast og kveðjast, það er lífs-
ins saga. Ég heilsaði Jóhanni fyrst 17
ára gömul, nýbúin að kynnast syni
hans, Snorra. Þar kom ég inn á heim-
ili sem samhent hjón voru búin að inn-
rétta af smekkvísi og natni. Öllum
sínum frítíma þá varði Jóhann í bíl-
skúr tengdaforeldra sinna sem
bjuggu í sama húsi við að smíða hana
Díu sína. Hún var gerð af ást og alúð
enda tileinkuð Soffíu. Þegar Día var
fullbúin áttu þau margar ómældar
ánægjustundir um borð. Í blóma lífs-
ins missti Jóhann kjölfestuna í sínu
lífi sem var honum mikið áfall og voru
því kynni mín af Soffíu tengdamóður
minni stutt þar sem hún lést aðeins 49
ára gömul. En þar kom styrkleiki
hans í ljós sem endranær. Hann dreif
sig í öldungadeild MH og útskrifaðist
þaðan með sóma.
Bogfimi stundaði hann á tímabili af
kappi og sem ávallt lét hann til sín
taka þar og hitti í mark. Bókmenntir
voru stór hluti af lífi hans og átti hann
gott safn af bókum. Íslendingasög-
urnar kunni hann utan að og Halldór
Kiljan og Þórbergur voru í miklum
metum og oft var vitnað í setningar úr
þeirra bókum í daglegu tali. Þegar
húmaði að og aldurinn færðist yfir
lagði hann stund á tréskurð og list-
málun í Gerðubergi sér til ómældrar
ánægju, ekki síst vegna félagsskapar
fólksins þar.
Hér hefur verið stiklað á stóru yfir
áhugamál Jóhanns en að öðru ólöst-
uðu áttu siglingarnar hug hans allan.
Þar naut hann sín innan um góða vini
enda kosinn stjórnarmaður, gjaldkeri
og síðar formaður siglingaklúbbsins
Brokeyjar. Mín kynni af þeim fé-
lagsskap voru upptökuhátíðirnar sem
haldnar voru að hausti. Ég beið
spennt eftir hringingu þar sem ég var
spurð hvort ég vildi koma með. Já,
hvort ég vildi. Þar var hann hlaðinn
gjöfum og lofræðum frá vinum sínum
fyrir vel metin störf. Gekk ég stolt á
braut frá þessum hátíðum yfir vel-
gengni hans.
Margs er að minnast og ber þar
einna hæst öll ferðalögin í Munaðar-
nes sem við fórum oftar en ekki með
foreldrum mínum. Einnig ferðin um
páskana 2006 þar sem áfangastaður-
inn var Árhús í Danmörku hjá Ingva,
Ásdísi og Snorra litla. Kímni kom í
augu hans sem oftar þegar hann sagði
að honum væri farið að förlast í
dönskunni. Það var þó öðru nær og
spænskan var örugglega ennþá til
staðar líka.
Hans gæfa var að flytjast á Presta-
stíg 6 ásamt syni sínum, Jóni Þór, í
góða íbúð í húsi með góðu fólki. Þar
var samheldni mikil, samanber þorra-
blótin sem ég fékk að sitja í hans boði.
Þar var glatt á hjalla, alvöru gleð-
skapur og mikil vinsemd, sungið og
borðað og matnum skolað niður með
viðeigandi veigum. Grillveislur voru
einnig haldnar á vorin auk skötu-
veislu í desember.
Hann varð fyrir áföllum í lífinu því
að árið 1994 missti hann Snorra son
sinn og Jón Þór árið 2004. Sterkur
sem klettur rétti hann úr sér, mér til
eftirbreytni þegar að erfiðleikar hafa
steðjað að í mínu lífi. Drengirnir mín-
ir, Jóhann og Ingvi, voru ávallt ofar-
lega í huga hans og fylgdist hann vel
með þeirra lífi og þeirra nánustu
seinna meir. Mikil gleði varð þegar
lítill Snorri fæddist 17. júní 2000 og
Auður 16. nóvember 2006, börn Ingva
og Ásdísar.
Síðustu stundirnar var hann á líkn-
ardeild Landakots. Þar var hann um-
vafinn þeim kærleika sem einkennir
það frábæra starfsfólk sem þar vinn-
ur. Guð verndi ykkur og blessi og
ykkar skjólstæðinga.
Jæja Jóhann minn, nú er komið að
kveðjustund. Ástarþakkir fyrir okkar
stundir saman í gegnum tíðina. Mína
virðingu átt þú ómælda. Guð geymi
þig og blessi. Ég bið að heilsa hinum
megin.
Þín tengdadóttir,
Sigríður Ósk.
Kveðja frá Íþrótta- og
ólympíusambandi Íslands
Fallinn er frá heiðursmaðurinn Jó-
hann Hallvarðsson. Jóhann var ötull
forystumaður og sjálfboðaliði í sigl-
ingahreyfingunni í fjölmörg ár og allt
frá stofnun Siglingasambands Ís-
lands árið 1973. Jóhann hafði góða
nærveru sem einstaklingur og já-
kvæður í orði og verki. Hann hafði
sterkar taugar til uppbyggingar sigl-
ingaíþróttarinnar á Íslandi og lagði
fram gríðarlega mikilvægt framlag til
hennar. Jóhanni var treyst til fjöl-
margra trúnaðarstarfa á vegum Sigl-
ingasambands Íslands, sat lengi í sigl-
ingadómstól, var í keppnisstjórn
Smáþjóðaleikanna 1997 og var lykil-
maður í mótahaldi sambandsins í fjöl-
mörg ár. Fyrir störf sín og framlag til
íþróttahreyfingarinnar var Jóhann
sæmdur m.a. gullmerki Siglingasam-
bands Íslands 1993 og gullmerki
Íþrótta- og ólympíusambands Íslands
árið 1996.
Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands kveður góðan félaga með sökn-
uði og sendir aðstandendum öllum
hugheilar samúðaróskir.
Stefán Konráðsson.
Kveðja frá
Siglingasambandi Íslands
Fallinn er nú frá traustur félagi og
vinur. Jói Hall eins og hann var ávallt
nefndur í röðum okkar siglingamanna
var um árabil einn af traustustu og
virtustu félagsmönnum okkar hreyf-
ingar.
Jóhann var mikill siglingamaður og
undi sér vel á sjónum, þrisvar varð
hann Íslandsmeistari með áhöfninni á
Össu, fyrst árið 1982. Þá hafði hann
einnig gaman af ferðalögum og var
ávallt tilbúinn þegar áhöfn vantaði til
lengri ferða. Hann sigldi nokkrar
ferðir m.a. vestur í Jökulfirði og til
Færeyja.
Jóhann gegndi ýmsum trúnaðar-
stöfum fyrir félag sitt Brokey og Sigl-
ingasamband Íslands. Árið 1982 var
Jóhann kjörinn í stjórn Brokeyjar og
var gjaldkeri félagsins ári síðar. Hann
var kjörinn formaður 1984 og gegndi
því starf um sex ára skeið.
Jóhann á drjúgan þátt í því mikla
mótahaldi sem hefur verið í siglinga-
íþróttinni, um árabil var hann keppn-
isstjóri Brokeyjar og sá um nánast
allt mótahald félagsins, á árunum
1989 til 2002 var hann mættur hvern
einasta þriðjudag yfir sumarmánuð-
ina og ræsti keppni á slaginu klukkan
sjö.
Fyrir störf sín í þágu siglinga-
íþróttarinnar var Jóhanni veitt Gull-
merki Siglingasambands Íslands árið
1993. Það sama ár var hann kjörinn í
Siglingadómstól og sat í honum þar til
dómstóllinn var lagður niður vegna
lagabreytinga sumarið 2000.
Leiðir okkar Jóhanns lágu oft sam-
an á þessum árum, bæði var ég kepp-
andi í mótum sem Jóhann stjórnaði
og einnig varð ég þess aðnjótandi að
starfa með honum við mótahald. Við
Jói tókum nokkrum sinnum að okkur
umsjón keppni til Keflavíkur, auk
þess að sitja saman í keppnisstjórn
Smáþjóðaleikanna 1997. Það var
mjög ánægjulegt að fá að starfa með
honum og kynnast honum, stór hluti
tíma keppnisstjóra í siglingamótum
fer í bið og sú bið varð aldrei löng þeg-
ar Jói var annars vegar, því þessi
hægláti maður átti alltaf skemmtileg-
ar sögur að segja þannig að tíminn
leið hratt.
Þótt Jóhanns sé fyrst og fremst
minnst sem hins trausta keppnis-
stjóra sem alltaf var hægt að reiða sig
á, er hans ekki síður minnst fyrir hið
ljúfa viðmót og hnyttin tilsvör sem
komu frá honum, oftast öllum að
óvörum. Fyrir hin miklu störf sín í
þágu siglingaíþróttarinnar munum
við minnast Jóhanns um ókomin ár.
Minningin um góðan félaga og vin
megi lifa.
Fyrir hönd Siglingasambands Ís-
lands,
Birgir Ari Hilmarsson,
formaður.
Í dag kveðjum við í Siglingafélagi
Reykjavíkur, Brokey, góðan og
traustan félaga. Jóhann, eða Jói eins
og hann var alltaf kallaður, gekk í fé-
lagið fljótlega eftir að það var stofnað
og tók strax virkan þátt í störfum
þess. Jói var skipaður í fræðslunefnd
félagsins 1978 og var fulltrúi félagsins
á þingi Íþróttabandalags Reykjavík-
ur 1983. Árið 1982 var hann svo kos-
inn í stjórn félagsins og var gjaldkeri
1983. Jói var síðan kosinn formaður
félagsins 1984 og gegndi þeirri stöðu
farsællega allt til ársins 1990.
Þekktastur er Jói þó fyrir keppn-
isstjórn en hann sá um vikulegar sigl-
ingakeppnir félagsins á hverjum
þriðjudegi öll sumur í fjórtán ár eða
frá 1989 til 2003. Hann stjórnaði
keppnunum að öllu leyti einn en fékk
þó góðan aðstoðarmann nokkur síð-
ustu árin. Var hann allt í senn keppn-
isstjóri, kærunefnd og dómari og voru
úrskurðir hans sjaldan véfengdir.
Tókst Jóa að stuðla að og byggja
upp þann góða og skemmtilega
keppnisanda sem ennþá ríkir í öllum
siglingakeppnum félagsins. Á þessum
árum sá Jói líka um flestallar aðrar
siglingakeppnir á vegum félagsins
sem og annarra siglingafélaga í ná-
grannasveitarfélögunum.
Í virðingarskyni fyrir vel unnin
störf í þágu félagsins var Jói kjörinn
heiðursfélagi Brokeyjar og var hann
vel að því kominn.
Við þökkum Jóhanni fyrir óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins og sigl-
ingaíþróttarinnar og sendum fjöl-
skyldu hans og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h.Siglingafélags Reykjavíkur,
Brokeyjar
Kristján S. Sigurgeirsson,
formaður.
Látinn er vinur minn Jóhann Hall-
varðsson, en við kynntumst þegar
báðir voru að smíða kænur til kapp-
siglinga. Síðan áttum við samleið til
fjölda ára í skútusiglingum og í fé-
lagsmálum innan íþróttahreyfingar-
innar.
Þó Jóhann væri að eðlisfari frekar
hæglátur var hann mjög kappsamur,
þegar kom að siglingunum. Saman
kepptum við fyrst á „Wayfarer“-báti,
síðan á „Micro 18“ og síðast „Hunter
Formula One“. Allar báru þessar
skútur nafnið Assa og reyndust okkur
mikil happafley. Ávallt var lagt í hann
með það í huga að vinna til fyrstu
verðlauna og stundum tókst okkur
ætlunarverkið. Þannig nældum við
okkur saman í þrjá Íslandsmeistara-
titla, í Micro 18-flokki tvö ár í röð, ’82
og ’83 og síðan í kjölbátaflokki 1984.
En stundum ætluðum við okkur um
of og einu sinni lentum við í hrakn-
ingum á Faxaflóa, vorum tveir um
borð á leiðinni frá Arnarstapa til
Reykjavíkur, en sú sigling endaði í
Sandgerði eftir 24 tíma glímu við
Ægi. Við allar þessar aðstæður
reyndi mjög á þolrif manna og þá var
gott að ráðfæra sig við Jóhann, sem
lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Oftar
en ekki áttum við góðar stundir sam-
an, þar sem ekki gaf byr og við sátum
fastir úti á flóa, þá var mikið spjallað
og oftar en ekki var Jóhann sögumað-
ur. Hann hafði marga fjöruna sopið
og hafði frá mörgu að segja. Vegna
málakunnáttu sinnar var honum á
hernámsárunum falið að túlka fyrir
setuliðið og þegar danska fyrirtækið
Storno þurfti aðstoð við uppsetningu
talstöðva á Kanaríeyjum, var leitað til
Símans og Jóhann valdist til starfans
vegna góðrar dönsku- og spænsku-
kunnáttu.
Að því kom að Jóhann dró úr sigl-
ingunum og fór í land, sem kallað er.
Þar var honum falið það vandasama
verkefni að vera keppnisstjóri. Til
dæmis stjórnaði hann svokölluðum
þriðjudagskeppnum í fimmtán ár. Þá
sat hann í Siglingadómstóli Siglinga-
sambands Íslands og síðast en ekki
síst var hann formaður Siglingafélags
Reykjavíkur Brokeyjar um margra
ára skeið.
Jóhann hlaut fjölda viðurkenninga
fyrir störf sín innan íþróttahreyfing-
arinnar og var meðal annars sæmdur
bæði gullmerki SÍL og ÍSÍ.
Jóhann var einn af þessum föstu
punktum í tilveru siglingamanna.
Ávallt til staðar, fyrst sem keppandi
og síðar stjórnandi. Það verður breyt-
ing á, að sjá ekki Jóhann koma á Bro-
keyjarbryggjuna. Hans verður sárt
saknað en minningin mun lifa í hjört-
um okkar.
Að leiðarlokum kveð ég vin minn
Jóhann Hallvarðsson með virðingu og
þökk. Blessuð sé minning hans. Sig-
ríði Ósk Óskarsdóttur og fjölskyldu
sendi ég innilegustu samúðarkveðjur.
Ari Bergmann Einarsson.
Jóhann Hallvarðsson
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum.)
Jóhann og Valdís.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA S. HANSEN,
lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 13. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 22. febrúar kl. 13.00
Sigurður Anders Hansen, Brigitte Hansen,
Richard Arne Hansen, Bjarney Ólafsdóttir,
Magnús Axel Hansen,
Paul Agnar Hansen, Alda Elvarsdóttir,
Anna María Hansen, Ástvaldur Eydal Guðbergsson,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÉTUR J. PÉTURSSON
frá Galtará,
Bakkastöðum 73b,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
19. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Guðmundur Pétursson, Inga Arnar,
Anna Bára Pétursdóttir, Freysteinn Vigfússon,
Sigurður Pétursson, Guðrún Ólafsdóttir,
Ingibjörg Pétursdóttir, Valtýr Reginsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar, mágur og
frændi,
GYLFI KARLSSON,
Hofteigi 22,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
19. febrúar.
Rakel Ósk Gylfadóttir,
Hilmar Karlsson, Mem Karlsson,
R. Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson,
Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson,
H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir,
Gígja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson.