Morgunblaðið - 21.02.2007, Side 37

Morgunblaðið - 21.02.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 37 ✝ Auðbjörg Guð-brandsdóttir Steinbach fæddist í Reykjavík 1. apríl 1930. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 11. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðbrandur Gunn- laugsson, f. 23. 6. 1900, d. 26.6. 1949, og Þuríður Ingi- björg Ámundadótt- ir, f. 23. 6. 1898, d. 17. 9. 1991. Systur Auðbjargar eru Laufey, f. 24.3. 1924, Inga Þuríður, f. 13. 2. 1927, d. 16. mars 2006 og Jóhanna Guðbjörg, f. 8.2. 1936. Hinn 11. ágúst 1951 giftist Auð- björg Guðmundi K. Steinbach verkfræðingi, f. 5. júlí 1929. Auð- björg og Guðmundur skildu. Dæt- ur þeirra eru: 1) Ragnhildur, læknir, f. 23.2. 1952, m. Einar Baldvin Stefánsson, lögfræðingur, f. 4.9. 1957. Sonur þeirra er Bald- vin, f. 19.3. 1981, stundar fram- haldsnám í stærðfræði; 2) Auð- björg, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, f. 14.5. 1953, m. Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri, f. 17.3. 1943. Börn: A) Guðmundur, f. 17.10 1979, viðskiptafræð- ingur í framhalds- námi í Kaupmanna- höfn. Sambýliskona er Ása Björg Guð- laugsdóttir, f. 14.4. 1984, nemi í hag- fræði við Háskóla Ís- lands; B) Loftur, f. 18.5. 1987 og C) María, f. 10.8. 1988. Loftur og María stunda bæði nám við Verzl- unarskóla Íslands. Auðbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Hún bjó í Danmörku og Þýskalandi frá 1951 til 1956 er Guðmundur stundaði þar fram- haldsnám. Auðbjörg vann lengst- um við skrifstofustörf, lengst hjá ISAL og síðast hjá Ríkisskattstjóra þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Útför Auðbjargar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Komin er kveðjustund, elsku mamma. Andlát þitt kom á óvart, þrátt fyrir að þú hafir verið á sjúkrahúsi síðustu 5 vikur. Ég var ekki búin undir andlát þitt. Mér fannst ég ekki ná að kveðja þig þó ég hafi ver- ið hjá þér síðustu klukkustund þína sem ég er mjög þakklát fyrir. Einn- ig er ég þakklát fyrir þann tíma sem við systurnar og fjölskyldur áttum á gjörgæsludeildinni eftir andlát þitt. Að eiga þig fyrir mömmu var lán og ennþá meira lán að eiga þig sem ömmu barnanna minna. Þegar við Mummi bjuggum hjá þér fyrstu 4 árin hans, hvað þú varst dugleg að hjálpa mér með hann og gæta hans þegar ég var á kvöld-, nætur- og helgarvöktum. Ekki varstu síðri við Loft og Maríu eftir að þau fæddust. Þú komst til mín alla daga eftir vinnu og sast og last fyrir þau á meðan ég eldaði kvöldmat. Síðan fórst þú heim eftir matinn þannig að dagurinn var langur hjá þér, en aldrei kvartaðir þú um þreytu. Ég hugsa stundum til þess þegar þú, 60 ára, ákvaðst að læra á bíl, og keyptir þér síðan „Litla-Hvít“ sem þú hafðir mikla gleði af. Við systurnar vorum hins vegar í miklu sjokki. Eftir að þú hættir að vinna 70 ára fannst þér svo gott að vakna klukk- an 7 en geta síðan sofið bara áfram og þurfa ekki að fara út. Síðustu ár hringdir þú alltaf í mig klukkan 12 og svo aftur um klukkan 18, þannig að nú er undarlegt að engin mamma hringir, og sakna ég þess ótrúlega mikið. Eins verður tómlegt að hafa þig ekki hér um jól og aðra hátíð- isdaga. Það var einnig skrítið að fara heim til þín og vita að þú ættir ekki afturkvæmt þangað. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar systra og fjölskyldna okkar þakka starfsfólki Landsspítala Háskóla- sjúkrahúss Fossvogi fyrir frábæra umönnun, hlýju og alúð þennan tíma. Hvíl í friði elsku mamma Þín dóttir Auðbjörg (Ditta). Í dag er kvödd tengdamóðir mín, Auðbjörg, en hún lést eftir erfið veikindi hinn 11. febrúar sl. Margs er að minnast eftir hartnær þrjátíu ára samleið. Þegar ég hugsa til baka má fullyrða að öll okkar sam- skipti hafa verið góð. Ef Auðbjörgu er lýst með tveimur orðum er það góðmennska og heillyndi. Annað rúmaðist einfaldlega ekki í huga hennar. Þar fór kona sem aldrei lagði annað en gott eitt til málanna og sá ætíð það besta í samferðafólki sínu. Börn skynjuðu þetta sterkt og þurfti hún ekki annað en að brosa stuttlega við barni og ísinn var sam- stundis brotinn. Segja má að Auð- björg hafi lifað fyrir barnabörnin sín fjögur, sem eins og við öll, sakna hennar sárt. Þeim hefur hún gefið ómældan tíma um tíðina og þar hafa þau átt skjól. Gott dæmi um um- burðarlyndi hennar gagnvart barnabörnunum er þegar það elsta þeirra, þá þriggja ára, var með ólund eins og gengur. Það endaði með því að hluti af gluggatjöldunum féll í gólfið með festingum og öllu saman. Út úr götum á vegg steig síðan ryk úr þurri steypu. Ég bjóst við einhverjum lágmarksaðfinnslum til málamynda en svo var aldeilis ekki. Auðbjörg tók upp þann litla, sem nú er með dagfarsprúðari mönnum, og sagði aðeins að hann ,,gæti nú verið ósköp góður“. Ekki orð um það meir. Það er ekki slæmt vegarnesti út í lífið að vita að ein- hver stendur með manni hvað sem á gengur. Að leiðarlokum þakka ég Auð- björgu fyrir samfylgdina og bið Guð að varðveita minningu hennar. Loks er öllu starfsfólki á Borgarspítalan- um færðar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð og einnig í garð okkar sem eftir stönd- um. Einar Baldvin Stefánsson. Elsku amma, það er erfitt að kveðja þig þar sem varst svo stór partur af lífi mínu. Sérstaklega er það þó erfitt af því að þú varst ekki tilbúin að fara; áttir svo mikið að lifa fyrir í okkur ljósunum þínum eins og þú sagðir. Þú varst alltaf svo góð og alltaf brosandi. Þannig mun ég alltaf muna eftir þér í hjarta mínu. Þú vildir alltaf fylgjast mjög vel með hvernig okkur barna- börnunum gengi í náminu og það verður mjög skrítið að hringja ekki í þig í vor og segja þér hvernig gekk í prófunum. Ekki verður síður skrítið að hafa þig ekki við útskrift Lofts eða mína. En ég veit að þú verður alltaf hjá mér og fylgist með mér. Þú fylgdist líka vel með okkur barnabörnunum sem erum með bloggsíðu, varst í raun alveg ótrú- lega tæknivædd miðað við aldur og mjög skörp. Ég get þakkað þér fyr- ir svo margt, það líður ekki sá dag- ur að ég hugsi ekki til þess. Aldrei var neitt nammi að fá frá þér þegar þú komst í heimsókn, það lærðum við systkinin fljótt. En um hver mánaðamót, þegar þú hafðir fengið útborgað, komstu með nýjar bækur handa okkur. Og svo sastu og last þær fyrir okkur aftur og aftur. Aldrei varst þú þreytt á því og þess- ar stundir eru mér mjög dýrmætar. Ég veit að þær áttu mikinn þátt í því hversu fljótt ég lærði að lesa og í framhaldi af því, hinum mikla áhuga sem ég fékk á lestri, og það þakka ég þér fyrir. Það, að ég var hjá þér þegar þú lést, er mér mjög dýrmætt og þótt það sé erfitt núna mun ég þakka fyrir það síðar meir. Ég á eftir að sakna þín sárt en ég þakka fyrir þann tíma sem við höfð- um þig hjá okkur og allar þær mörgu minningar sem ég á nú. Hvíl í friði elsku amma. María. Elsku amma. Við strákarnir finn- um fyrir miklum söknuði þegar þú ert farin. Þú varst ávallt svo stór þáttur í okkar lífi. Frá því að við gistum fyrst heima hjá þér rétt eftir fæðingu okkar þá áttum við vísan stað heima hjá þér. Við notuðum okkur það óspart langt frameftir aldri og þá sérstaklega um helgar að vera hjá ömmu en ekki heima hjá okkur. Þegar við hugsum til baka eru minningarnar úr okkar æsku mjög margar en tíminn sem við eyddum með þér stendur uppúr. Allt gerðir þú fyrir okkur hvort sem það var að lesa fyrir svefninn, syngja okkur í svefn eða stjana við okkur þegar við vorum að horfa á sjónvarpið eða að leika. Og ýmislegt lékum við, hopp- uðum á dýnum, köstuðum snjóbolt- um af svölunum, spiluðum margs konar spil og köstuðum skutlum. Það var alveg sama hvað við gát- um verið erfiðir, aldrei sagðir þú hast orð við okkur eða skiptir skapi, ekki einu sinni þegar ein skutlan lenti í hausnum. Þú máttir aldrei neitt vont vita og sást alltaf það besta í öllum. Ef við frændurnir rif- umst þá mátti heyra þig segja hin fleygu orð: „Elskið’i friðinn og strjúkið’i kviðinn“. Elsku amma, við munum ávallt minnast þín og blíðu þinnar. Skarð- ið sem þú skilur eftir þig er vand- fyllt. Guð geymi þig. Ljósin þín, Guðmundur Steinbach og Baldvin Einarsson. Haustið 1944, sjálft lýðveldisárið, settust 8 unglingsstúlkur á ferming- araldri í fyrsta bekk Menntaskólans í Reykjavík, ásamt 18 skólabræðr- um. Þetta var meðan skólinn bauð upp á 6 vetra nám. Ein þessara 8 var Auðbjörg okkar, sem nú hefur lokið sinni hérvist. Há og grönn, dökk á brún og brá, brosmild og ljúf í viðmóti. Kannski svolítið feimin. Það tókst fljótt samstaða með þess- um ungmeyjahópi, sem hefur hald- ist í öll þessi ár, með hléum eins og gengur. Þessar fátæku línur eru þakklætisvottur frá þeim okkar sem enn lifa, fyrir tryggð og góða sam- fylgd. Einkum á þessum löngu liðnu dögum í menntó. Megi Guðs blessun fylgja Auð- björgu og afkomendum hennar. Vottum samúð við fráfall góðrar konu. Stella, Guðrún, Ingibjörg Ýr og Edda. Auðbjörg G. Steinbach Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir, BJARNI KRISTINN INGÓLFSSON, Aðalgötu 7, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstu- daginn 23. febrúar kl. 14.00. Bára Sæmundsdóttir, Sæbjörg Anna Bjarnadóttir og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR SÍMONARDÓTTIR, Hafsteini, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 13.00. Tómas Karlsson, Viktor Símon Tómasson, Ásrún Sólveig Ásgeirsdóttir, Karl Magnús Tómasson, Anna Pálsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Guðsteinn Frosti Hermundsson, Símon Ingvar Tómasson, Þórdís Sólmundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem veittu okkur hlýju og stuðning í veikindum og við andlát okkar ástkæru ODDNÝJAR RÍKHARÐSDÓTTUR, Blikaási 12, Hafnarfirði. Við hugsum til ykkar með þakklæti og kærleika. Jakob Guðnason, Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir, Rachid Benguella, Jóhanna Kristín Jakobsdóttir, Finnur Geir Sæmundsson, Baldur Freyr og Ásta Lísa, Anja Ríkey Jakobsdóttir, Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, Guðjón Jóhannesson, Gunnhildur, Brynjar Gauti, Kolbrún Halla og Jóhanna Magnea. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur okkar, systur og barnabarns, LÍSU GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Tröllateigi 49, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. Kristín Einarsdóttir, Jón Karlsson, Einar Karl, Unnar Karl, Emma Sól, Guðný Kristín Árnadóttir, Einar Markússon, Unnur Óskarsdóttir, Karl Jóhannsson. ✝ Kæru vinir! Innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning ykkar, hlýju og samúð í veikindum og við andlát og útför elsku mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR, Roðasölum 1, (áður Birkihvammi 10). Guð blessi ykkur öll. Bára Sólmundsdóttir, Helgi Ingvarsson, Anna Sólmundsdóttir, Geir Geirsson, Einar Sólmundsson, Svanhvít Einarsdóttir, Jóna Sólmundsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ GUNNAR JÓN VILHJÁLMSSON, dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, lést laugardaginn 17. febrúar. Útför fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.